Alþýðublaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 11. júlí 1995
Stofnað 1919
102. tölublað - 76. árgangur
að gera okkur víðförulttil Kína í Ijósi frétta um meðferð á konum og börnum.
þýðusambandsins. Við reynum að
starfa eftir sem áður að þessum mál-
efnum gegnum okkar samtök erlend-
is. Auk þess nýtist það lítið íslensk-
um láglaunakonum að vera að kosta
fólk til Peking," sagði Hansína.
Hvað finnst þér að öðru leyti um
þátttöku okkar í ráðstefnunni í Pek-
ing?
„Mér finnst í ljósi þeirra frétta sem
nú eru að koma af meðferð Kínverja
á konum og börnum að við ættum
ekki að gera tíðförult þangað. Alla
vega hef ég ekki áhuga á að fara og
mundi afþakka boð ef það bærist,"
sagði Hansína Stefánsdóttir.
„Ég hef ekki séð sjónvarpsmynd-
ina um útburð á stúlkubörnum í
Kína, en það sem ég hef lesið um
hana kemur mér ekkert á óvart enda
ekki nýtt mál á ferðinni. Hafi ein-
hverjum fundist rétt að taka þátt í
þessari ráðstefnu breytir myndin
engu,“ sagði Birna Þórðardóttir rit-
stjóri.
Bima vitnaði í fréttir af margskon-
ar mannréttindabrotum í Kína og
morðunum á Torgi hins himneska
friðar á sínum tíma. „Ég held hins
vegar að öll heiðarleg og gagnrýnin
umræða sé til góðs. Hins vegar er
það alltaf spuming hvað kemur út úr
svona stórum ráðstefnum sem eru
skipulagðar af opinbemm aðilum vítt
og breytt. Þátttakendum hættir til að
vera yfirmáta kurteisir og stofnana-
legir í öllu og koma fram eins og
þeir halda að fulltrúar einhverja
stofnana eigi að gera. Þetta verður þá
meira og minna líflaust og ég efast
um að mikill árangur verði af ráð-
stefnunni í Peking," sagði Birna
Þórðardóttir.
Jómsvík-
ingar gera
strandhögg
„Þú skalt átta þig á einu:
Við lítum á okkur sem hina
útvöldu. Málaliðar til leigu.
Enginn dauði án hefndar!"
Sjá hrollvekjandi
viðtal á baksíðu.
Nenni ekki að
verða formaður
- segir Guðrún Helgadóttir.
„Það er fjarri því að mig langi
til að verða formaður Alþýðu-
bandaiagsins. Þó ekki væri nema
vegna þess að ég mundi ekki
nenna því þar sem þetta er mikið
starf,“ sagði Guðrún Helgadóttir
fyrrverandi alþingismaður í sam-
tali við Alþýðublaðið.
í viðtali við Vikublaðið á dögun-
um kvaðst Guðrún þeirrar skoð-
unar á formaður Alþýðubanda-
lagsins ætti ekki jafnframt að vera
þingmaður. Dæmi eru um það að
formaður flokksins hafi ekki setið
á þingi og á J>að við um Ragnar
Arnalds og Olaf Ragnar Gríms-
son. Ýmsir flokksmenn Alþýðu-
bandalagsins skildu ummæli Guð-
rúnar í Vikublaðinu á þann veg að
hún ætlaði að gefa kost á sér við
formannskjörið sem fer fram í
haust, og komast þar með upp á
milli Margrétar Frímannsdóttur
og Steingríms J. Sigfússonar.
„Nei, ég ætla biðja fólk að skilja
þetta ekki á þann veg. Það eru
hreinar línur að ég sækist ekki eft-
ir formennskunni. Mér þykir hins
vegar mjög vænt um fiokkinn
minn og er mikið kappsmál að þar
takist vel til,“ sagði Guðrún
Helgadóttir.
■ Formaður Búnaðarsambands Suðurlands
■ Alþýðubandalagið
Fagna innfluttum ís
í Dagskránni á Selfossi fagnar
Bergur Pálsson, formaður Búnaðar-
sambands Suðurlands, því, að Sláturfé-
lag Suðurlands skuli flytja inn erlend-
anfs.
,Mér finnst þetta gott hjá Sláturfé-
laginu. Ekkert fyrirtæki hefur betra
dreiftngarkerfi á matvöru en þeir og
hvers vegna þá ekki?“, segir Bergur í
viðtali við Dagskrána. Blaðið hefur
ennfremur eftir honum að bændur geti
ekki horft til einangraðra hagsmuna og
barist fram í rauðan dauðann gegn inn-
flutningi landbúnaðarafurða þegar lög
sem það heimila hafa tekið gildi. Ekki
sé hægt að beijast gegn staðreyndum.
Hannes 09 smygllð... Nú stendur yfir á Kjarvaisstöðum viðamikil yfirlitssýning á íslenskri
myndlist. í Alþýðublaðinu í dag birtist ítarlegt viðtal við Hannes Sigurðsson listfræðing þarsem hann tjáir sig
um sýninguna, íslenska listamenn - & myndræna smyglið sem er tekið í tollinum. Allt um það á miðopnu.
lÓánægja komin upp í undirbúningsnefnd vegna þátttöku Islands í kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
Guðrún: Það eru hreinar línur að ég sækist ekki eftir formennskunni.
- segir Hansína Stefánsdóttir, fulltrúi ASÍ. Eigum ekki
„Ég var fulltrúi Alþýðusambands-
ins í þessari undirbúningsnefnd að
kvennaráðstefnunni í Peking en er
hætt störfum þar og ASÍ mun ekki
sinna þessum málum frekar. Ég var
mjög óánægð með vinnubrögð
nefndarinnar sem voru með sér-
kennilegum hætti,“ sagði Ilansína
Stefánsdóttir, formaður Alþýðu-
sambands Suðurlands, í samtali við
Alþýðublaðið.
„Þetta er nefnd sem skipuð er full-
trúum ráðuneyta og félagasamtaka.
En varðandi undirbúningsfundi er-
lendis voru það eingöngu fulltrúar
ráðuneytanna sem höfðu aðgang að
þeim fundum. Ráðuneytin borguðu
undir sína pólitísku fulltrúa til að
sækja fundi en fulltrúar félagasam-
takanna voru sniðgengnir. Formaður
nefndarinnar var til dæmis einar fjór-
ar eða fimm vikur á undirbúnings-
ráðstefnu í New York sem var haldin
í mars og apríl, á kostnað ríkisins að
sjálfsögðu. f framhaldi af þessu og
fleiru ákváðum við hjá ASÍ að draga
okkur út úr þessu og ég hætti að
mæta á fundi nefndarinnar. Við
komum því ekki til með að sinna
Peking á neinn hátt á vegum Al-
Eg er hætt storfum í nefndinni