Alþýðublaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995
a r f u r i n n
■ Margrét Elísabet Ólafsdóttirfékk Hannes Sigurðsson listfræðing til að skoða með sér sýninguna íslensk
fram á haust en á henni gefur að líta flóru íslenskrar myndlistar, stikkprufur úr sögunni, hugmynd af þróun.
Sýningin á Kjarvalsstöðum hefst með Þórami B.
Þorlákssyni og Ásgrími Jónssyni. Þeir voru með fyrstu
alvöru listamönnunum okkar. Lærðu í Köben og komu svo
heim eftir mislanga dvöl ytra. Þetta var um aldamótin s
íðustu svo listasagan íslenska er ekki löng. Hún hófst með
akademískum málurum á meðan Evrópa ólgaði af
nýjungum; post-impressjónisma, fauvisma, kúbisma.
íslensku listamennirnir voru þó stundum með á nótunum,
en mættu andstöðu; það er ekki aðeins núna sem þjóðin
hefur lítinn skilning á listum, sér í lagi myndlist. Samt var
alltaf einhvertil að styðja þá, menn sem höfðu trú á því að
þjóðin þarfnaðist myndlistarmanna til að halda merki
hennar á lofti. Þeir voru ekki margir, eflaustfærri en í dag
þegar við höfðum þó eignast menn með víðtæka þekkingu
á listum og sjálfir listamennirnirskipta orðið hundruðum.
Nú, nákvæmlega öld eftir að Alþingi ákvað að veita Þórarni
B. styrktil listnáms í Kaupmannahöfn enda enginn
Myndlista- og handíðaskóli hér þá, skarar
Hannes Sigurðarson einna ákafast í
myndlistarglæðurnar. Hann útskrifaðist sjálfur úr
Myndlista- og handíðaskólanum hér heima, tók einnig
burtfararpróf í flautuleikfrá Tónlistarskólanum í Reykjavík,
en fór síðan til London og Berkeley í Kaliforníu til að nema
fræðin. Eftir það bjó hann tæplega hálfan áratug í New
York. Undanfarin þrjú ár hefur hann sett upp spennandi
og djarfar sýningar á Mokka, er kætt hafa hjörtu
myndlistarmanna og annarra listáhugamanna.
Hann hlúir að grasrótinni. Því þótti Alþýdubladinu
tilvalið að fá hann í fylgd með sér um sýninguna á
Kjarvalsstöðum, þar sem gefur að líta brot úr safni
Listasafns Reykjavíkur, en um leið áhugavert yfirlit yfir
íslenska listasögu og þróun hennar allttil dagsins í dag.
„Mér fínnst þróun íslenskrar mynd-
listar haldast merkilega í hendur við
þau tolla- og innflutningshöíit sem ver-
ið hafa í landinu á hveijum tíma,“ hefur
Hannes mál sitt fr ammi fyrir verkum
Asgríms Jónssonar um leið og hann
bætir því við að honum finnist að menn
mættu gjaman velta þessu betur fyrir
sér. Fyrir honum er þetta þó nokkuð
borðleggjandi, það sé ekki af ástæðu-
lausu að íslenskir myndlistarmenn voru
seinir að taka við sér, vom óralangt frá
því sem var að gerast í Evrópu langt
fram eftir öldinni. Það var ekki aðeins
vegna þess að þeir vom lokaðir fyrir
nýjum straumum og stefnum, eða vissu
ekki um þau, heldur jarðaði samfélagið
allar óæskilegar nýjungar jafh óðum og
þær skutu rótum.
„Manstu hvað ég sagði við þig í
gær?“ Hannes vitoar í símtal okkur
deginum áður. „Ég hafði á orði að
ýrtlsar stíltegundir, eða réttara sagt hug-
arfar, hefðu ekki átt upp á pallborðið
hér á landi frekar en erlendar landbún-
aðarvörur. Og hafi eitthvað komist yfir
vamarmúr lýðveldisins var það ræki-
lega gerilsneytt og aðlagað íslenskum
aðstœðum. Eg held að skýringin geti
aðeins verið sú að allt sem berst hingað
inn mótast mjög fljótt af því sem
Hannes Lárusson myndi kalla frum-
öflin í þjóðfélaginu. Þannig að ómeð-
vitað em menn alltaf að gera svipaða
hluti. Eða hvemig á að útskýra þennan
mikla formalisma og ljóðrænu mærð
sem hvílir eins og þjóðhátíðarræða á
hefðinni, meira að segja í konseptlist-
inni. Aftur á móti bólar varla á dada,
súrrealisma og öðrum pólitískum stefh-
um, hvað þá harðsoðnum femínisma
eða fluxus og arte povera í sinni rót-
tækustu mynd, sem var púra anark-
ismi.“
Hannes á eftir að útlista þessar hug-
myndir nánar eftir því sem tilefni gefast
á ferð okkar um Kjarvalssali. En snú-
um okkur að fyrstu verkunum.
„Skoðum þetta verk eftir Ásgrím.
Héma má sjá áhrif frá van Gogh. Ef
við h'tum svo á verkið hér við hliðina,
þá má segja að það sé óvenjulegt fyrir
þetta ártal, 1920, því hér em sterk céz-
önsk áhrif. I þeirri fyrri, sem er frá ár-
inu 1945, er hins vegar töluverður ex-
pressjónismi, það er komið meira flæði
í pensilförin og snarpari litir, sem líka
tengist fauvismanum - rúmlega þijátíu
árum eftir að honum hafði verið hnýtt
aftan við listasöguna.“
Stofustærð Asgrímur komst í fyrsta
skipti í kynni við verk eftir van Gogh á
námsámm sínum í Kaupmannahöfh, en
eitt verk af van Gogh-sýningu sem þar
var haldin hafði orðið eftir í ríkislista-
safninu. Varð hinum unga íslendingi
starsýnt á verkið er hann kom fyrst í
safnið og skoðaði það oft eftir það.
,JÞað er merkilegt að maður sem
hrífst svona gersamlega upp úr skónum
af van Gogh, skuli aðeins fáum ámm
síðar, 1909, mála verk eins og Heklu.
Það er sleikt, akademískt verk þó að-
eins örli á Cézanne í rýmisþjöppuninni
í forgrunninum."
Ut frá þessu fer Hannes að tala um
litina. ,JÞað er sífellt verið að tönnlast á
því að litimir, þessir skæm litir, séu það
sem fyrst og ffemst einkenni íslenska
málverkið. I gegnum tíðina hafa margt
oft verið skrifaðar greinar til að renna
stoðum undir þessa kenningu.“ Hannes
telur að hana megi að vissu leyti til
sanns vegar færa, en „litimir segja ekkj
nema hálfa sögu. Það nægir að horfa á
litaspjaldið sem frumkvöðlamir völdu
sér í byijun, þar ráða tempraðir og aka-
demískir litir ríkjum. Stílíinn er lagður
á náttúmna. Hún fær aldrei að endur-
speglast ómenguð, enda væri það sem-
íólógísk merkingarleysa."
Og Ásgrímur fellur í sama farið þótt
hann hafi séð van Gogh og nokkm síð-
ar impressjónistasýninguna í Berlín.
„Það er ekki fyrr en í kreppunni hér
heima sem virkilega fer að losna um
pensilskriftina hjá honum og formið
og litimir verða fyrir alvöm express-
jónískir.
Ásgrímur var til dæmis mjög hrifinn
af eldgosum, en á þessum tíma var ver-
ið að temja náttúruna, það var verið að
endumema landið eins og ég hef kallað
það, venja þjóðina á innlenda valdhafa.
Jafnhliða var hafist handa við að móta
ímynd íslendingsins og hvað það þýddi
að tilheyra fullvalda þjóð. Þess vegna
fjarlægir Þórarinn sjálfan sig úr verk-
inu. Og þú hefúr kannski tekið eftir því
að í íslenska landslagsmálverkinu em
sjaldnast fígúrur. Og formatið, það er
alltaf í stofustærð. Það er svo alþýðlegt,
ekki satt. Ef á annað borð sjást figúrur
hjá Þórami sést aftan á þær. Skilaboðin
vom: landið tilheyrir okkur öllum. Það
em engar girðingar sem afmarka land-
svæðið og staðfesta eignarhaldið, eins
og sjá má í evrópska landslagsmálverk-
inu. Það er meðal annars út af þessu
sem Ásgrímur fær ekki útrás fýrir að
mála eldgos fyrr en löngu síðar. Tabú.“
Þau féUu ekki í kramið á þessum
tímum þjóðemisvakningar.
, Akkúrat. Landið var fallegt, unaðs-
legt og umfram allt btítt. Það geislaði af
mildi og gróðursæld."
Var ekld grimmt og aggresíft.
, Jú, vissulega, en hvað var það mið-
að við þessa þijá sólskinsdaga með 12
stíga hita sem við fáum á ári.“
Við göngum framhjá Júlíönu
Sveinsdóttur, Jóni Stefánssyni - og
Kjarval, í bili. Nemum staðar ffammi
fyrir verki eftir Finn Jónsson, sem fór
til Þýskalands í skóla Herwarths Wal-
dens, stofnanda hreyfingar expressjón-
ismans og hreifst af bæði honum og
kúbismanum.
„Finnur fer tíl Þýskalands og sísona
dettur inn í avant-garde-ið þar. Hann
álpast þangað sem slagæðin er og, vití
menn, býðst að halda sýningu hjá Wal-
den. - Það má segja að hann sé Björkin
í myndhst síns tíma. - Hann er þama
ffarn á miðjan þriðja áratug, en kemur
þá heim og heldur sýningu á verkum
eins og Örlagateningnum frá 1925.
Nema hvað, surprise!, hann var kaf-
færður eins og skot. Hann var kominn
alveg út í þetta óhlutbundna, með tákn-
rænum formum í fljótandi rými án ytri
tilvísana. En þama yfirgaf hann abst-
raktmálverkið og fór að mála svona
myndir í staðirm." Hannes bendir á
mynd eftír Finn frá 1935. „Þama er
hann kominn hinu megin á tunglið, út í
figúratífar landslagsmyndir, sjómenn
og einhveijar rómantískar pælingar.
Abstraktíð er nú almennt talið hans
besta tímabil."
Hannes telur þó ekki rangt að setja
mynd frá þessu síðara tímabili Finns á
sýninguna, minnir á aðþað era margir
fletir á listamönnum. ,Eg er aðeins að
reyna að setja hlutina í samhengi. Finn-
ur er ekki einangrað dæmi. Þetta á
meira og minna við um alltþjóð-
félagið."
Mynd Finns sýnir viðfangsefni sem
fellur í kramið.
, J>etta gerist auðvitað á þeim tíma
sem skiptingin úr sveit í borg stendur
yfir. Og (ressi verk era tákngervingar
þeirra afla sem toguðust á í þjóðfélag-
inu á þeim tíma; bændamenningin og
vaxandi borgarmenning upp úr 1930.
Tákn hinna fyrmefhdu er náttúran,
raunsæisfúll rómantík og fjálgleg
landslagsmálverk pökkuð af þjóðemis-
ást. Og svo hins vegar abstraktíð."
Hetjustærð Við skáskjótum augun-
um á Gunnlaug Blöndal en förum að
tala um Gunnlaug Scheving þótt við
séum ekki komin að verkunum hans
ennþá. Erum bæði með í huga risastórt
verk af sjómanni.
„Gunnlaugur Scheving er magnaður,
en það hefur títíð verið skrifað um hann
af viti.“ Það er Hannes sem hefur orðið.
, JJann málar í þessum grand skala sem
maður skyldi ætla að kæmi ffá víking-
um, en ekki litlar sætar baðstofumynd-
ir. Hans myndir era hetjulegar sjó-
mannamyndir, svona sósíalrealismi af
glæstu gerð. Á þessum tíma var útgerð-
in að ná yfirhöndinni þó hið opinbera
hafi ekki enn verið búið að játast við
því að sjávarútvegurinn var orðin okkar
aðal atvinnugrein."
Scheving hefur greinikga verið
með fingurinn á púlsinum.
„En maðurinn sem balanserar þetta
allt saman, að mínu mati, er Kjarval,
trúðurinn og línudansarinn fimi. Hon-
um tekst að leika tveimur skjöldum á
aðdáunarverðan hátt. Hann er náungi
sem málar blossandi raunsæisfullar ætt-
jarðarmyndir, en á sama tíma - og sér-
staklega á síðari hluta ferilsins -....“
Það er enginn Kjarval í sjónmáli svo
við snúumst á hæl og foram til baka.
Héma era þrír. Við tökum á einum. ,Ef
þú horfir á hann héðan, geturðu séð
verkið sem raunsæisfullt, að vissu
leyti.“ Við virðum verkið fyrir okkur úr
tveggja metra ijarlægð. Færam okkur
svo nær. Förum alveg ofan í það.
„Skoðirðu það héðan, sérðu að hann er
búinn að bijóta formin upp í geómetr-
íska kubba. Þannig samræmir hann
þessa tvo póla, abstraktíð og landslags-
hefðina. Landslagið er að þróast út í
abstraktsjón. En þetta tengist miklu
meira en menn kynnu að ætla.“
Nú er Hannes kominn á fullt skrið.
, J>að era þijú meginskil í íslenskri
myndlistarsögu, en það era ekki skýr
brot á milli þeirra. Fyrsta skeiðið,
landslagstímabilið, er ríkjandi allt ffá
aldamótum, eða ffá því Þórarinn B.
tekur fyrst upp pensilinn og segjum
ffam að Nínu Tryggva. En upp úr
stríðsáranum fer það að myndbreytast
og verður sífellt óhlutbundnara. Það fer
í gegnum Cézanne, impressjónistana,
van Gogh og áffam upp í expressjónis-
mann, þaðan út í hretot abstrakt og
endar að lokum í konkretí. Titlamir
halda áífam að vera til staðar, etos og í
eldgosamyndum Nínu, sem era argasta
splass." Hann lyftir handleggjunum í
breiðan boga yfir höfúð sér. „Þetta kall-
ar hún svo Gos eða eitthvað ámóta!
Sem er hretot og klárt abstrakt! Titlam-
ir hverfa ekki fyrr en með konkretlista-
mönnunum og eftir stendur málverk
sem skífskotar aðetos inn á við, afkúpl-
að ffá heimtoum.“
Að þessum orðum mæltum þeysir
Hannes á undan mér, aftur að Finni eða
öllu heldur Gunnlaugi Blöndal á næsta
vegg. Árið 1962 er hann að mála sjálfs-
mynd. Expressjóníska. Kirschnerska.
Gunnlaugur fékk tíka kikk út úr því að
mála allsbert kvenfólk. „Harrn er
skvísumálarinn okkar. Ef það væra hér
róttækir femínistar væra þeir sennilega
búrnr að....“ Hann sveiflar hendinni
þvert yfir málverk af ungri stúlku til að
tákna hnífsskurð.
Frjálslegar lántökur Við svo búið
tökum við undir okkar stökk og lend-
um fyrir ffaman Svavar Guðnason.
„Hafi Finnur verið sá fyrstí sem gó-
maður var fyrir myndrænt smygl, þá
var Svavar næstur til að reyna að flytja
ferska strauma inn tíl íslands. Svavar
var þá búinn að vera í Danmörku öll
Vinningstölur
] VtNNENGAR FJÖLDI ViNNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
|H 5 af 5 1 2.029.350
PH +4af 5 1 1.203.060
R1 4 af 5 114 4.280
IE93 a< 5 3.126 360
BÓNUSTALA:
(23)
Heildarupphæð þessa viku:
kr. 4.845.690
UPPLÝSIMQAB, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULfNA »9 10 00 - TEXTAVARP 461
stríðsárto þar sem hann var einn fremstí
meðlimurinn í Helhestinum. Það er því
ekki hægt að kaffæra hann og hann
heldur sínu striki. En hann kemur tíka á
réttum tíma, vil ég metoa, því á þessum
áram var borgarmenntogto búto að
hasla sér völl og listamannadeilan
löngu afstaðto.“
Umskiptin eru engu að síður.skörp
horfi maður í kringum sig.
„Umskiptto era snögg af því Svavar
kemur úr allt öðrum jarðvegi. Hann er
búinn að vera í Danmörku í áratug þeg-
ar hann kemur tíl íslands og er mótaður
af Helhesttoum. Þar höfðu þeir verið að
þróa, í etoangruninni í Danmörku, ekki
ósvipaða hluti þeim sem abstrakt-ex-
pressjónistamir voru að gera í Banda-
ríkjunum. Þetta var nátengt og þeir í
Helhestínum jafnvel aðetos á undan.
Þeir era að þróa það sem verður aðfar-
inn að Cobra hópnum. En þetta er allt
þurrkað út af spjaldskrám sögunnar,
franski listfræðtogurinn Lambert
minnist varla á Helhestinn í bók sinni
um Cobra. Hreyftogto hafði þó áhrif á
menn etos og Áppel. Það er þess vegna
sem Svavar sagði alltaf að Frakkar og
Belgar hefðu stungið undan sér og neit-
aði að taka þátt í sýntogum með Co-
bra.“
En það er önnur saga. Og við höld-
um áfram fór, að annarri mynd, öllu
nýrri eða ffá 1990. Hannes lækkar róm-
inn líkt og hann fari hjá sér: „Maður
veltír því fyrir sér hvað menn séu eigto-
lega að hugsa þegar þeir era að gera
svona hlutí sem tilheyra löngu hðinni
tíð. Kannski hugsa þeir ekki.“ Röddto
er orðto að hvísli. Honum finnst þetta
greinilega agalegt. „Þetta verk til að
mynda er fúrðulega líkt verkum Franz
Kline ffá sjötta áratugnum." Við fjar-
lægjumst þessa skelfilegu tímaskekkju
hálf skömmustuleg.
Hryðjuverkastaifsemi Það færist
aftur hití í Hannes bakvið næsta skil-
rúm. Þar eram við komin að „dökkum
kafla í íslenskri listasögu". Verkið er
eftir Valtý Pétursson og er ffá sjötta
áratugnum. „Á þessum tíma var borg-
armenntogin orðin allsráðandi. Þetta er
staðfesttog á því. Valtýr var jafnffamt
gagnrýnandi Morgunblaðsins og þess
vegna handhafi þó nokkurs valds.
Mönnum var þröngvað til að mála í
þessum stfl. Þeir sem reyndu eitthvað
annað vora einfaldlega ffystir.“ Terror-
ismi. Hannes minnir á að Hallgrímur
Helgason hafi á sínum tíma „gengið í
skrokk á karlinum með hárbeittri gagn-
rýni“. Við fúllyrðum ekki hvort sú árás
hafi riðið gagnrýnandanum að fullu, en
allavega lést hann skömmu síðar. Síðan
þá hefúr Bragi Ásgeirsson fengið að
ráða ferðinni á Mogga og staðið af sér
allar árásir enn sem komið er etos og
ósökkvandi korktappi í ölduróti nýja-
brumstos.
Valtýr var hluti af Septemhópnum
etos og Guðmunda Andrésdóttir,
Karl Kvaran, Kristján Davíðsson ...
Við rennum yfir verkto í endanum á
Austursal. Eigum eftir tvö sem Hannes
vill endilega láta mig geta eftir hvem
era. Mér er það lrfstos ómögulegt og ég
játa mig fljótlega lens. „Málið er að það
era ekki þessi rosalegu kynslóðaskiptí á
milli landslagstos og abstraktstos, ge-
ómetríunnar og SUM-hópstos, og talið
er.“ ??? „Það hefúr verið litið á SÚM
hópinn sem hálfgerð vatnaskil, en hann
er það í raun ekki. Þessi formræni, lý-
ríski hugsunarháttur liggur etos og
rauður þráður í gegnum íslenska mynd-
list.“ Ártalið er 1972., J>ú þekkir hvem-
ig þeir vinna, drengimn. Þeto era kon-
septlistamenn." Ég hafði ekki borið
kennsl á málverk efitir Sigurð og Krist-
ján Guðmundssyni.
, J>ú sérð á þessu að þeto era bein-
tengdto við eldri kynslóðina. Einn af
lærifeðram þeirra, formgúrúinn Hörð-
ur Ágústsson, hafði ótvífæð áhrif á
næstu kynslóð. Hörður tílheyrði náttúr-
lega ekki SUM-hópnum en hann
blandaði geði við unga fólkið á þessum
tíma, auk þess sem hann var kennari
við Myndlista- og handíðaskólann.
Hann miðlar því sinni þekktogu, bæði