Alþýðublaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995
s k o ð a n i r
MPYDUBIMÐ
20948. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SiguröurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Davíð og vinir hans
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins, hefur eignast nýja vini og pólitíska samheija. Þá sækir
hann í hugmyndalegt þrotabú Alþýðubandalagsins, og hefðu einu
sinni þótt fréttir.
í ræðu sinni á þjóðhátíðardaginn afneitaði Davíð á mjög af-
dráttarlausan hátt mögulegri aðild íslands að Evrópusambandinu
(ESB), og skipaði sér þarmeð í fremstu röð andstæðinga ESB
einsog leiðarahöfundur Morgunblaðsins orðaði það. Ræða Dav-
íðs hafði meðal annars í för með sér að fjöldi sjálfstæðismanna
gekk til liðs við nýstofnuð Evrópusamtök - en fagnaðarlæti
heyrðust einkum frá afdönkuðum þjóðemissósíalistum Alþýðu-
bandalagsins.
í síðustu viku skrifaði Ámi Bergmann, fyrrum ritstjóri Þjóðvilj-
ans, afar athyglisverða grein í DV þarsem hann bar lof og pns á
Davíð fyrir afstöðu hans til Evrópusambandsins. Bjöm Bjamason
menntamálaráðherra, og einn nánasti samherji Davíðs, háði á ár-
um kalda stríðsins marga hildi við Áma Bergmann. Það er því
ekki nema von að Bjöm hafi hrokkið við þegar hann sá hinn nýja
pólitíska rekkjunaut formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjöm skrifar
grein í DV í gær um málið og segir meðal annars: „Fáir hefðu
vænst þess, að umræður um utanríkismál þróuðust á þann veg hér
á landi, að Ámi Bergmann, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, sem
ávallt var tilkvaddur áður fyrr til að halda á málstað Sovétríkj-
anna og sósíalisma, tæki upp hanskann fyrir formann Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkismálaumræðum.“
Sú var tíð, að margir höfðu trú á Davíð Oddssyni sem fijáls-
lyndum og nútímalegum stjómmálamanni. Annað hefur komið
rækilega á daginn. Davíð Oddsson leiðir einu ríkisstjómina í
heiminum sem notar GATT, samning um aukið ffelsi í viðskipt-
um milli landa, til þess að hækka tollamúra og torvelda innflutn-
ing. Davíð Oddsson stendur dyggan vörð um ranglátt lénskerfi í
sjávarútvegi sem er að leiða til þess að sameiginlegar auðhndir
þjóðarinnar safnast á æ færri hendur. Davíð Oddsson lætur sem
vind um eyru þjóta þótt ríflega helmingur kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins vilji láta á það reyna með aðildammsókn hvemig samn-
ingum er hægt að ná við ESB. Davíð Oddsson hefur reynst vera
gamaldags og hugmyndasnauður valdapólitíkus, sem mest á sam-
eiginlegt með gjaldþrotamönnum þjóðemissósíalismans.
Samanber hið fomkveðna: Segðu mér hveijir vinir þínir em -
og ég skal segja þér hver þú ert.
Islendingar í bóndabeygju EES
„Pósturinn Páll" og Alþingi verða að taka við
EES-póstinum og afgreiða hann, og dómstólar
ESB og EES skapa nýjan rétt með dómstörfum
sínum sem við verðum að fylgja. Að mati lög-
fróðra verður réttarsköpun dómstólanna
áhrifameiri á EES-svæðinu en íslendingar
gerðu almennt ráð fyrir.
Það hefur komið æ betur í ljos a
síðustu mánuðum að samningurinn
um Evrópska efnahagssvæðið er
stjómarfarsleg gildra. Hann tryggir
okkur sambærilegt viðskiptaumhverfi
og grannþjóðir njóta en við erum því
sem næst áhrifalaus um framvindu
mála. „Pósturinn Páll“ og Alþingi
verða að taka við EES-póstinum og
afgreiða hann og dómstólar ESB og
EES skapa nýjan rétt með dómstörf-
um sínum sem við verðum að fylgja.
Að mati lögfróðra sem fylgjast með
málum, eins og Davíðs Þórs Björg-
vinssonar, verður réttarsköpun dóm-
stólanna áhrifameiri á EES-svæðinu
en íslendingar gerðu almennt ráð fyrir
við samþykkt EES-samningsins.
EES nægir okkur og tryggir hags-
muni okkar, sögðu Sjálfstæðisflokkur-
inn og Mogginn. EES er vegabréf Is-
lands inn í 21. öldina, sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson. Hvorttveggja var
rangt. Hið rétta er að EES-samningur-
inn var ófullnægjandi út frá fullveldis-
sjónarmiði þjóðanna. Þá er fullveldis-
hugtakið fyrst og fremst skilgreint
sem möguleikinn til þess að hafa áhrif
á ákvarðanir, hvort sem þær em tekn-
ar á þinginu heima eða í alþjóðasam-
tökum. Þessvegna sóttu Finnland,
Noregur og Svíþjóð um aðild að Evr-
ópusambandinu. EES var stjómarfars-
leg bóndabeygja sem hægt var að una
við um hríð, en ekki til lengdar.
Brotist um f bóndabeygjunni
íslendingar em nú að bijótast um í
bóndabeygjunni. Alþýðuflokkurinn
vill komast út úr henni inn í Evrópu-
sambandið. Evrópusamtök hafa verið
stofnuð með ESB- aðild á stefnuskrá.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
er enn að leita að leið til aukaaðildar
eða aukinna áhrifa okkar á þær
ákvarðanir ESB sem skipta máli fyrir
íslenska hagsmuni. Alþýðubandalagið
vill tvíhliða viðskptasamning við ESB
í stað EES. Og Davíð Oddsson vitnar
í Jónas Hallgrímsson. Enda þótt for-
sætisráðherra uni vel við EES þá held-
ur Sjálfstæðisflokkurinn opnu fyrir því
að endurmeta afstöðu sína í ljósi
ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins
sem hefst á næsta ári og mun taka
ákvarðanir um stækkun bandalagsins
og innra skipulag.
Hver vill sprikla í bóndabeygju um
alla framtíð? Enginn! Þessvegna er
verið að spyija Emmu Bonino, sem fer
með sjávarútvegsmál hjá ESB, að því
hvort það sé tU í dæminu að íslending-
ar geti fengið varanlega undanþágu ffá
sjávarútvegsstefnu ESB. Svarið er auð-
vitað nei. Rómarsáttmálunum verður
ekki breytt vegna skuldsettra fiski-
manna norður í Dumbshafi þegar það
var ekki gert til þess að krækja í skuld-
lausa olíuþjóð eins og Norðmenn.
Þessvegna fer Halldór á vit Þjóðveija
og spyr hvað sé til ráða? Kohl kanslari
varðaði veginn fyrir Norðurlandaþjóð-
imar inn í Evrópusambandið og sagði
nákvæmlega fyrir um inngönguleiðina.
Enn höfum við ekki heyrt annað af
þeim málaleitunum en að Þjóðverjar
vilji íslendingum vel.
Hvað segir kanslarinn Kohl?
íslenska stjómkerfið, stofnanir og
fyrirtæki, laga sig nú að reglum
Evrópusambandsins. Reglurnar
breytast, reglusviðið eykst og inngrip-
ið í viðskipta- og atvinnulíf verður
meira en ætlað var. Þar með er ekki
sagt að það verði allt til bölvunar, síð-
ur en svo. Hitt er ljóst að við höfum
ekkert um það að segja hvert stefnir.
Það er ekki viðunandi.
Við getum ekki gengið í ESB vegna
fiskveiðistefnu sambandsins og getum
varla gengið úr EES vegna
viðskiptahagsmuna. í þessari
bóndabeygju verða íslendingar fram
yfir ríkjaráðstefnu ESB. Og enginn
veit svosem enn hvort þar finnst form
fyrir einhverskonar aukaaðild eða
tvíhliða viðskiptasamninga sem
tryggja sambærilegar reglur í
viðskiptum en gera okkur kleift að
gæta fullveldis og Kfshagsmuna. Hvað
skyldi kanslarinn Kohl hafa að
segja um það? Vill hann leysa
okkur úr eða halda okkur í
bóndabeygjunni? M___________________
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alþýöubandalagsins
Víkingar fyrr og nú
Á sunnudaginn lauk í Hafnarfirði afar velheppnaðri víkingahá-
tíð, sem vakti mikla athygli. Boðið var upp á viðamikla dagskrá,
sem spannaði allt frá bardögum vígamanna til fýrirlestra þeirra
fræðimanna sem best eru heima í veröld hinna fomu víkinga.
Sú mynd sem einatt er dregin upp af víkingunum er að ýmsu
leyti fegruð: þeir vom víst áreiðanlega, margir hveijir, nauðgarar,
morðingjar og geðsjúklingar. En auðvitað ekki allir. I samtali við
Alþýðublaðið í dag vekur nútímavíkingurinn Phil Burthun at-
hygli á því, að margt megi læra af hinni gömlu norrænu speki.
Hann segir: „Við emm þeirrar skoðunar að víkingamir hafi margt
að kenna bömum okkar enn í dag: um heiður, hvemig við eigum
að koma fram gagnvart öðmm og hvaða lífssýn við eigum að til-
einka okkur. Þegar öllu er á botninn hvolft - hvaða aðra kosti
höfum við fyrir bömin okkar? Sjónvarpið? Eiturlyf? Nei, við get-
um lært margt af víkingunum um heiður, aga, sjálfsstjóm." ■
Atburðir dagsins
1935 Alfred Dreyfús deyr, að-
alpersónan í mesta hneykslis-
máli Frakklands. 1937 Banda-
ríska tónskáldið George Gersh-
win deyr, samdi meðal annars
Rhapsody in Blue. 1972 Boris
Spassky og Robert James Fi-
scher settust að tafli í Reykja-
vík í einvígi aldarinnar. 1977
Breska tímaritið Gay News
sektað um þúsund pund fyrir
að birta ljóð þarsem ýjað var að
því að Jesú hafi verið hommi.
1989 Sir Laurence Olivier
deyr, einn besti leikari allra
tíma.
Afmælisbörn dagsins
Róbert I Skotakóngur, knúði
Englendinga til að viðurkenna
Skotland, 1274. Yul Brynner
bandarískur kvikmyndaleikari
af rússneskum ættum, 1915.
Leon Spinks bandarískur
hnefaleikameistari, sem árið
1978 sigraði Múhameð Ali,
1953.
Annálsbrot dagsins
Skar fjögra vetra gamalt
stúlkubarn sig til dauðs á
Reynistað með mathníf.
Sjóvarborgarannáll, 1718.
Ástamaöur dagsins
Hann var meiri ástamaður en
títt var íslendingum og glæsi-
menni, meðan heilsan entist.
Hann var meiri vinur íslenskrar
fornaldar en flestir aðrir og
hafði ort betur ástarkvæði og
fleira á hennar máli og í hennar
stíl en lengi hafði þekkst á fs-
landi.
Eiríkur Hreinn Finnbogason um
Gísla Brynjúlfsson.
Málsháttur dagsins
Hér mun eldur af verða, sagði
refur, dreit á ísinn.
Orð dagsins
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úrýmsum stað,
en ólögfœðast heima.
Páll Vídalín.
Skák dagsins
Tveir lítt kunnir ítalskir meist-
arar leika listir sínar í skák
dagsins. Natalucci (2235
ELO-stig) hefur hvítt og á leik
gegn G. Rossi (2145 stig).
Skákin var tefld í Mflanó á síð-
asta ári: svart peð á a2 er með
derring og hótar að breytast í
drottningu. Natalucci fær and-
stæðingi sínum hinsvegar önn-
ur umhugsunarefni.
Hvað gerir hvítur?
1. Hxh7!l Kxh7 2. Hh3+ Rh5
3. Dg5 Kg8 4. Hxh5 Rossi
gafst upp: 4. ... Rh7 5. Hxh7
Kxh7 6. Dh4+ Kg8 7. Dh8 mát.