Alþýðublaðið - 11.07.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
íhaldið og vofa kommúnismans
í sögunni af góða dátanum Svejk
greinir hann á einum stað frá lögreglu-
hundi sem gat rakið spor og þefað
uppi glæpamenn. Slátrari írá Vrsovice
keypti þennan hund og beitti honum
fyrir vagn sinn. Þessi hundur hafði
sem sé, eins og Svejk orðaði það: lent
á rangri hillu í lífinu.
Pallborðið
Gunnar
Kristmannsson
skrifar
Því miður hendir það margt fólk að
lenda á rangri hillu og þá dettur mér
fyrst í hug ungt ftjálshuga fólk sem
fyllir stóra hillu í rangri hillusam-
stæðu, það er að segja Sjálfstæðis-
flokknum.
Þetta fólk hefur látið sig hafa að
draga vagn flokksins í hveija þá átt
sem ökumanninum þóknast sem yfir-
leitt er nú eitt skref í hveija höfúðátt
þannig að vagninn stendur í stað. Þau
hafa gert sig ánægð með að fá að reka
upp gelt stöku sinnum og klapp á koll-
inn í upphafi ferðar.
Menn hafa gaman af hundunum
sínum og vilja þeim yfirleitt vel án
þess þó að missa húsbóndavaldið yfir
þeim. Formaður Sjálfstæðisflokksins
hefur hænt að sér bæði hunda og
menn en honum virðist ekki ljóst að
hann er eigandi hundsins en ekki
fólksins. Formaðurinn opinberaði
þetta með skýrum hætti í síðustu
kosningabaráttu en þá fór hann í fýlu
vegna þess að annar flokkur dirfðist
að kynna sína steftiu og biðla með því
til kjósenda sem formaðurinn taldi sig
eiga.
Þetta viðhorf formannsins varpar
skýru ljósi á hugmyndir hans og
flokksins um hvað fijáls samkeppni á
að snúast um. Nefnilega að Sjálfstæð-
isflokkurinn á atkvæðin á sama hátt
og nokkrar fjölskyldur og einstakling-
ar eiga fiskimiðin og megnið
af fjármagni landsins.
Lok kalda stríðsins komu af stað
hræringum sem engan veginn sér iyiir
endann á. Hér á Islandi hafa Sjálf-
stæðismenn verið óþreytandi að benda
á að Alþýðubandalagið þurfi að gera
upp fortíð sína - hvað sem það nú
þýðir. Nornaveiðar og fjölmiðlaof-
sóknir finnast mér ógeðfelldar og
skiptir þá engu hvort fómarlambið er
Svavar Gestsson eða Hrafn Gunn-
laugsson.
En þeir félagar hafa nú svo sem
vegið hvom annan upp. Svavar vó að
æm Hrafhs til að æfa sig í lýðskmmi,
vitandi það að fólki finnst gaman að
hata Hrafn. Forsagan er sú að forsæt-
isráðherra skipaði þáverandi mennta-
málaráðherra að veita Hrafni ráðn-
ingu, menntamálaráðherra misskildi
fyrirmæli forsætisráðherra og réði
Hrafn í stöðu framkvæmdastjóra Sjón-
varpsins. Fyrir þetta hlaut fyrrverandi
menntamálaráðherra óvinsældir kjós-
enda og var því hækkaður í tign og
gerður forseti alþingis. Eftirmaður
hans í menntamálaráðuneytinu beindi
í millitíðinni skeytum að Svavari og
dugði þá ekkert minna en að ýja að
meintum landráðum hans. f fyrstu
fannst mér undarlegt að svo gáfaður
og skilvirkur maður, sem Björn
Bjarnason er, nennti að fjasa um
svona ólíklegan hlut sem vonlaust er
að sanna eða afsanna. í rauninni er
ástæðan samt augljós. Það er aðeins
eitt sem hefur sameinað Sjálfstæðis-
menn í gegnum tíðina og það er óttinn
við kommúnista.
Davíð Oddsson lét hafa eftir sér í
viðtali fýrir nokkuð löngu síðan að í
hans augum væri Ronald Reagan einn
af mestu stjómmálaskörungum seinni
ára. Ástæðan var sú að hann átti að
hafa komið kommúnismanum á kné.
Það er staðreynd að félagi Brésneff er
sá maður sem hvað ötulast vann að
hruni kommúnismans og því gaman
að velta fyrir sér hvar hann er í röð
hæfra stjómskörunga að mati Davíðs.
Sjálfstæðisflokknum er nauðsynlegt
að halda lífi í vofu kommúnismans
sem lengst því annars væri hætt við að
fleiri en Alþýðubandalagsmenn
„Sjálfstæðisflokknum er nauðsynlegt að halda lífi í
vofu kommúnismans sem lengst því annars væri
hætt við að fleiri en Alþýðubandalagsmenn lentu í
tilvistarkreppu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fleiri en
eina stefnu í öllum stórum málum ... Flokkurinn
er eins og klofinn persónuleiki sem stendur
í stað meðan „raddirnar" æra höfuð hans."
lentu í tilvistarkreppu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fleiri en
eina stefnu í öllum stómm málum.
Þess vegna er goðsögnin um yfirburði
tveggja flokka stjóma undir forystu
Sjálfstæðisflokksins tómt „húmbúkk".
Flokkurinn er eins og klofinn persónu-
leiki sem stendur í stað meðan ,radd-
imar“ æra höfuð hans.
Hvemig í ósköpunum stendur á því
að doktor Hannes Hólmsteinn, Egill
Jónsson, Einar Oddur og Þorsteinn
Pálsson eru allir í sama flokknum?
Það verður með engu móti séð að
ályktanir og athafnir flokksins geti
gert þá alla ánægða. Það eina sem
getur haldíð öllum sáttum er að gera
sem minnst í öllum mikilvægustu
málunum. Það sést greinilegast á því
hvernig flokkurinn meðhöndlar lið-
hlaup, að samstaða hans er um ekki
neitt. Menn mynda meirihluta í
sveitarfélögum og jaftivel ríkisstjómir
í óþökk flokksins án þess að missa
flokksskírteinið.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og stór
kolkrabbi sem hefur fest armana í allar
áttir og færist ekki úr stað. Þegar
kolkrabbi er í hættu staddur spýr hann
bleki svo hann dyljist féndum sínum.
Sjálfstæðisflokkurinn spýr sínu bleki
til að hylja aðstöðu sína fyrir eigin
kjósendum.
Blekið er nú farið að þynnast hægt
og rólega og fleiri og fleiri ungum
kjósendum að verða ljóst að afstaða
með flokki sem rúmar skoðanir þeirra
beggja, Hannesar Hólmsteins og Egils
Jónssonar, er engin afstaða. ■
Höfundur er tónlistarkennari
og jafnaðarmaður.
h i n u m e < i n
FarSide" eftir Gary Larson.
Víkingahátíðin í Hafnarfirði
hefur þótt takast vel og
bæjarbúar flestir ánægðir
með þennan viðburð í bæjar-
lífinu. Frá því eru þó undan-
tekningar. Kunningi Alþýðu-
blaðsins þurfti að ná tali af
vini sínum í síma í hádeginu
á sunnudaginn, en sá er bú-
settur í Hafnarfirði og er ann-
álaður reglumaður. Frúin
kom í símann og var greini-
lega ekki í sem bestu skapi.
Þegar spurt var um bóndann
svaraði konan æst í bragði:
„Hann er ekki fær um að
koma í símann. Hann vildi
endilega kíkja á Víkingahátíð-
ina í gærkvöldi en ég' ætlaði
að horfa á sjónvarpið á með-
an. Hann kom síðan ekki
heim fyrr en klukkan níu í
morgun og þá blekfullur.
Þegar ég spurði hvað þetta
ætti að þýða leit hann á mig
með fyr.irlitningu og sagði:
Við víkingar hlustum ekki á
neitt helvítis kellingaröfl! -
Með það datt hann út af og
sefur enn. Ég segi fyrir mig
að ég vona að svona Víkinga-
hátíð verði aldrei hér í Firðin-
um aftur"...
Aðalfundur Verðandi, sam-
taka ungs alþýðubanda-
lagsfólks og óflokksbundins
félagshyggjufólks, var hald-
inn í Kópavogi á laugardag-
inn. Þar bar helst til tíðinda
að Helgi Hjörvar lét af for-
mennsku Verðandi, en við
tók Róbert Marshall. Nýi
formaðurinn er 25 ára gam-
all, ættaður úr Eyjum, og hef-
ur unnið talsvert á flokkskon-
tór Alþýðubandalagsins.
Hann er ennfremur einn
harðasti stuðningsmaður
Margrétar Frímannsdóttur
í formannsslagnum við
Steingrím J. Sigfússon.
Það vakti þessvegna nokkra
kátínu fundargesta að þeir
tveir menn sem bera uppi
kosningabaráttu Steingríms
mættu á aðalfundinn, Árni
Þór Sigurðsson og Ástróð-
ur Haraldsson. Árni Þór er
ekki félagi í Verðandi, enda of
gamall til að vera hlutgengur
í félagi ungs fólks, en sat eigi
að síður allan fundinn og tók
virkan þátt í umræðum.
Sömu sögu er að segja um
Ástráð, sem að vísu er enn á
unga aldri, en hefur ekki starf-
að innan samtakanna. Greini-
legt þótti að Steingrímsmenn
ætluðu að sjá til þess að ekk-
ert „slys" yrði á fundinum...
Meira um vini vora í Alþýðu-
bandalaginu. í síðasta tölu-
blaði Vikublaðsins, málgagns
flokksins, staðfestir Bryndís
Hlöðversdóttir alþingismað-
ur að hún styðji Margréti
Frímannsdóttur í formanns-
slagnum. Þá staðfestir hún
frétt Alþýðublaðsins í síðustu
viku, að stuðningsmenn
Steingríms J. Sigfússonar
hafi reynt að fá hana til að
gefa kost á sér til varafor-
mennsku. Þannig
vonaðist Steingrímur til að
reka fleyg í raðir stuðnings-
manna Margrétar. Bryndís
hefur hinsvegar ekki áhuga
á varaformennsku - einsog
við vorum náttúrlega búin
að segja frá...
„Aftur... Djöfullinn hafi það, Guðrún Vilmundardóttir! Aldrei
nokkurn tíma framar munt þú fá að taka myndirnar í sumarfrí-
um fjölskyldunnar. Neinei, það þýðir ekkert elsku Guðlaugur
minn við mig. Þetta er fjórtánda slædsmyndin í röð sem er
ónýt vegna þess að þú varst meö arminn yfir linsunni!!!"
fimm á förnu
Fylgdist þú með víkingahátíðinni í Hafnarfirði?
m e n n
Mér finnst framboð Margrétar
ákaflega heillandi.
Bryndís Hlööversdóttir þingmaöur
Alþýöubandalagsins um formannskjör
í flokknum, þarsem takast á Margrót
Frímannsdóttir og Steingrímur J.
Sigfússon. Vikublaöiö.
Heiðarlegur 23 ára karlmaður,
óvirkur alki, nýkominn úr
Tuktinu, gerir hvað sem er
fyrir góð Laun.
Atvinnuauglýsing í MP í gær.
íslenska útfærslan er ekki í
anda GATT-samkomulagsins.
Fullkomlega óeðilega háir tollar
hafa verið settir á innfluttar
landbúnaðarvörur og sérstakir
„magntoIIar“ skotið upp kollinum
öUum á óvart Með þessari aðferð
hefur tekist að girða fyrir
innflutning á nánast öUum
landbúnaðarvörum, þvert á
yfiriýstan tílgang GAIT.
Ur forystugrein Viöskiptablaösins.
Löglegt? Líklegast
Siðlaust? Örugglega.
Óli Björn Kárason ritstjóri Viöskiptablaösins aö
skrifa um samstarfssamning Alþýöubandalags
og Sjólfstæöisflokks í Hafnarfiröi í fyrra, þarsem
meöal annars var tekiö fram aö Jóhann G.
Bergþórsson fengi stööu bæjarverkfræöings.
Árni Johnsen bað um
að fá að skemmta í lokahófi
Þjóðleikhússins: Fékkst ekki
tU að hætta.
Frótt í MP í gær.
Eylandið í norðri þarf
ekki á ESB að halda.
Andrea Scholz víkingur í MP í gær.
Víkingamir táruðust á ÞingvöUum.
Jóhanns Viðar Bjarnason
víkingafrömuður í Hafnarfiröi.
Er með ólíkindum að Ámi
Bergmann skuli skipa sér í flokk
með þeim, sem gagnrýna of
mikla miðstýringaráráttu. Hann
hefur í áratugi verið talsmaður
þjóðskipulags áætlunarbúskapar
og miðstýringar.
Björn Bjarnason menntamálaráöherra aö fjalla
um húrrahróp Árna Bergmanns vegna þjóðhá-
tíöarræðu Davíðs Oddssonar. DV í gær.
Hann sagði að tvær konur
hefðu lifað hrunið af og verið
skammt frá sér í rústunum. En
þær hefðu drukknað þegar
slökkviliðið hóf að sprauta vatni
á rústirnar tíl að halda rykinu í
skefjum og þegar það byrjaði að
rigna. En sama vatn og varð kon-
unum að bana hélt í honum lífinu.
Eins dauði er annars brauö. DV í frétt um
hinn 21 árs gamla Choi Myong-sok sem
lifði af kringluhruniö í Seoul.
Pétur Jón Buchan, nemi:
Nei. En ég hefði mjög gjaman
viljað vera þar.
Kristín Guðmundsdóttir,
húsmóðir: Lítillega. Mér
finnst þetta mjög veglegt fram-
tak. Ég fór til dæmis að sjá vík-
ingaskipin í Hafnarfjarðarhöfn.
Brynjólfur Helgason, að- Asa Fanney Rögnvalds-
stoðarbankastjóri: Nei, ég dóttir, nemi: Nei, ég var að
var ekki í bænum. vinna alla helgina. En mér
fannst þetta sniðug uppákoma.
Olafur Hlynsson, nemi: Já,
og ég skemmti mér konung-
lega. Sérstaklega fannst mér
bardagaatriðin góð.
Villtir á
Vefnum
■ Aaarrggghhh! Það hlaut að koma að því:
Ekki einu sinni Veraldarvefurinn er óhultur
fyrir bandarísku forsetakosningunum 1996.
Fyrstir til að setja upp sérstakar heimasíður
voru frambjóðendumir Phil Gramm,
Richard Lugar og Lamar Alexander er
veita þar upplýsingar um aldur, uppeldi,
fjölskyldu, menntun, störf, stefnu og svo
framvegis sem ríkulega eru myndskreytt
með baráttumyndum og tækifærissmellum
af Qölskyldunni. Býsna hefðbundið drasl hjá
þeim tveimur fyrstnefndu, en herra
Alexander sýnir af sér óvanalega
framfæmi (og að vísu dæmigerða banda-
ríska smekkleysu) á veffanginu
http://www.lamar.com/~~lamar/. Þar gefst
manni nefnilega tækifæri til að hlaða inn
fyrrverandi Tennessee-ríkisstjórann spilandi
á píanó og syngjandi kosningalagið sitt!
Næst á dagskrá: heimasíður Bob Dole og
Clinton/Gore...
TAKE THAT!
veröld ísa
Leiðtogar Frakklands hata frá örófi alda
verið skrautlegir persónuleikar og sú stað-
reynd raunar í miklum metum höfð meðal
frönsku þjóðarinnar. Þannig er að finna þá
hálfgröfnu staðreynd í annálum 19. aldar,
að Georges „tígrisdýr" Clemenceau
(1841-1929) dvaldi í fjögur ár í Bandarikj-
unum sem ungur maður. Clemenceau
starfaði þá sem blaðamaðurog kenndi
seinna frönsku við kvennaskóla í Stam-
ford í Connecticut-fylki. Hann naut mikillar
hylli meðal nemenda sinna að frönskum
sjarmörahaetti og endaði með því að gift-
ast einum þeirra. Hjónin skildu hinsvegar
að skiptum eftir sjö ára stríð...
Byggt á Isnac Asimov's
BookofFacts.
I