Alþýðublaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Vargári lokið með víkingahátíð Nú er farið að birta til í Hafnarfirði eftir heldur dapurt ár undir stjóm Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Velheppnuð víkingahátíð í Hafnarfrrði hefur vakið mikla athygli innan lands sem utan og blásið Hafnfirðingum kjark í brjóst. Neikvæð umræða og niðurrifshjal sem hefur einkennt um- ræðuna um Hafnarfjörð síðasta árið heyrir vonandi liðinni tíð til. Varla er hægt að tala um að ríkt hafi vargöld í Hafnarfrrði síðusm 12 mánuðina, nær væri að tala um vargár. Það má því segja að vargári í Hafnarfirði hafi lok- ið með víkingahátíð og er það vel við hæfi. Pallborðið I Alþýðuflokkurinn í Hafharfrrði sat r minnihluta í eitt ár og hefur það sýnt sig að bænum verður ei vel stjómað án þátttöku Alþýðuflokksins. Ekki skal ég efast um góð áform og göfug markmið fráfarandi meirihluta íhalds og komma en út úr honum kom ekk- ert. Svo virðist sem innbyrðis tog- streita og átök hafi komið í veg fyrir að hann gæti tekið á nokkru máli, hvort heldur væri í smáu eða stóm. Kenna nú hveijir öðrum um hvemig fór og ekki skal ég gerast dómari í þeim efnum. Hitt vita Hafnfirðingar að hvorki gekk né rak undir stjóm frá- farandi meirihluta. Nýsprunginn meirihluti Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðisflokksins bar feigðina í sér frá fýrsta degi. Það eitt hvemig litli flokkurinn, Alþýðu- bandalagið, fékk öll völd á kostnað stóra flokksins, Sjálfstæðisflokksins, gat aldrei gengið. Það var fyrst og fremst fyrir ofurkapp nokkurra aðila við að koma krötunum frá völdum sem er rótin að hinu kolfallna meiri- hlutasamstarfi. Það var ljóst frá upp- hafi að margir í röðum sjálfstæðis- manna hafa verið afar óhressir með meirihlutasamstarfið og langur vegur frá, að það sé bundið við einn mann eða litla klíku. Það sýnir sá breiði hóp- ur sjálfstæðismanna sem hefur tekið höndum saman við Alþýðuflokkinn til að stýra bæjarmálum Hafnarfjarðar næsm þijú árin. Það versta fyrir Hafnfirðinga er að eitt ár hefur glatast gagnvart þeim íjöl- mörgu úrlausnarefnum sem við blasa. Mjög hefur sígið á ógæfuhliðina í íjár- málum bæjarins á þessu ári, svo ekki sé meira sagt. Halli bæjarsjóðs óx um 500 milljónir króna miðað við úttekt og spá Löggiltra endurskoðendur hf. um afkomu bæjarsjóðs á síðasta ári. Með öðrum orðum, hallinn og skuld- imar snarhækkuðu eftir valdatöku frá- farandi meirihluta í stað þess undið yrði ofan af þeim eins og boðað hafði verið. Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, í samvinnu við hóp sjálfstæðismanna, bíða því brýn og vandasöm verkefni sem ekki hefúr verið tekið á. Rekstur bæjarins á síðasta ári fór allur úr skorðum og nú þarf að koma á hann böndum. Skuldirnar jukust að sama skapi mikið eða um tæplega 1.300 milljónir króna nettó síðustu sex mán- uði síðasta árs. Stóraukið aðhald í rekstri bæjarins og spamaður er lykill- inn að því að Hafnarfjörður verði rek- inn með sóma og af framsýni. Fjár- hagslegt svigrúm bæjarins er lítið núna og því verður að breyta. Ekki skal ég rifja upp öll þau gífur- yrði sem látin hafa verið falla síðustu 12 mánuðina. Þau orð og sá málatil- búnaður, með endalausum kærum, hafa dæmt sig sjálf. Það sem skiptir máli er að hætta öllu skítkasti og fara að vinna eins og menn. Næg era verk- efnin. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hef- ur látið verkin tala. Fráfarandi rneiri- hluti lét þau velkjast áfram í reiðileysi en fékk þess í stað aðkeypta sérfræð- inga og Iögfræðinga til að tala fyrir sig. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Nú er kominn tími þess að gera „Neikvæð umræða og niðurrifshjal sem hefur einkennt umræðuna um Hafnarfjörð síðasta árið heyrir vonandi liðinni tíð til ... Það má því segja að vargári í Hafnarfirði hafi lokið með víkingahátíð og er það vel við hæfi ... Það sem skiptir máli er að hætta öllu skítkasti og fara að vinna eins og menn. Næg eru verkefnin." hlutina og til þess er Alþýðuflokkur- inn kominn í meirihluta að nýju. Hann væntir sér góðs samstarfs við þá fjöl- mörgu sjálfstæðismenn sem hafa lýst sig tilbúna að vinna að sama marki. Það er kominn tími til að Hafnfirðing- ar beri höfuðið hátt að nýju og standi í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfé- laga. Þannig var það í stjómartíð Al- þýðuflokksins og svona viljum við hafa það þegar Alþýðuflokkurinn hef- ur komist til áhrifa á ný. Hafnfirðingar geta því litið bjartsýnir til framtíðar. ■ Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, h i n u m e FarSide" eftir Gary Larson. Hagkaup var á dögunum að auglýsa strigaskó á börn á tilboðsverði. Við fréttum af móður sem fór í verslunina með þriggja ára son sinn og leist vel á skóna enda kostuðu þeir innan við eitt þúsund krónur. Drengur- inn var síðan áð leika sér úti í skónum það sem eftir lifði dags og lét vel af. Þegar hann kom inn og fór úr skónum þótti móður hans sem kattarhlandslykt legði úr skónum en hélt að þetta væri vitleysa enda enginn köttur á heimilinu. Daginn eftirfórjjölskyldan í skemmtiferð til Þingvalla og drengurinn í nýju skónum. Brátt fer strák að volgna á fótunum og um leið gýs upp þessi ógurlega kattarhlands- lykt í bílnum. Lyktin hvarf ekki þrátt fyrir að allir glugg- ar væru hafðir opnir. Loks þrautföðurinn þolinmæð- ina, klæddi drenginn úr skónum og fleygði þeim í bræði. Daginn eftir fór móð- irin í Hagkaup til að kaupa annað skópar og af rælni fer hún að lykta af skónum í hillunni. Kom þá í Ijós að daufa kattarhlandslykt lagði af öllum tilboðsskónum og þar með var gátan leyst. Starfsmaður Hagkaups var kallaður á vettvang og fórn- aði sá höndum eftir að hafa þefað af vörunni sem greini- lega hafði orðið fyrir barð- inu á köttum einhvers staðar á leiðinni í hillurnar... Við heyrum að starfs- mönnum menntamála- ráðuneytisins þyki nokkuð annar bragur á starfinu á þeim bæ eftir að Björn Bjarnason leysti Ólaf G. Einarsson af hólmi. Nýi ráðherrann þykirtalsvert vinnusamari, að ekki sé meira sagt, og er mun dug- iegri að ræða við fólk og kynna sér ólík sjónarmið. Þá er menningarmálum nú gert hærra undir höfði en áður enda ekki komið að tómum kofa hjá Birni í þeim efnum. Ráðherraskiptin virðast því hafa gengið upp einsog til var ætlast. Og Olafur G. þarf ekki að sleikja að sárin leng- ur eftir góða frammistöðu sem forseti Alþingis í vor... / Asunnudaginn bættist Al- þýðuflokknum góður liðsauki þegar Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntafræðingur með meiru gekk á formlegan hátt íflokkinn. Einsog lesendur Alþýðublaðsins muna birtist nýverið á forsíðu opið bréf frá Kolbrúnu til Jóns Bald- vins Hannibalssonar for- manns flokksins og Hrafns Jökulssonar, þarsem hún sagði sínar farir ósléttar og hvorki ganga né reka að komast í Alþýðuflokkinn. Málið var leitt til farsælla lykta í Hafnarfirði - höfuð- vígi jafnaðarstefnunnar - á sunnudaginn þegar Kol- brúnu var haldið hádegis- verðarboð og hún boðin vel- komin. Hér er kannski komið þingmannsefni... „Þú, prófessor Jakob Bjarnar Grétarsson, fékkst semsagt þennan stórhættufega hatt að gjöf frá kollega þínum, prófessor Pálma Jónassyni, sama dag og þú yfirgafst tjaldbúðirnar. Pað sem við ætlum að sanna hér I réttinum, er að prófessor Pálmi vissi fullvel að bavíanar þola ekkert augnsamband við menn. Og við ætlum einnig að sanna að prófessor Pálmi hafi ætlað á þennan hryllilega hátt að losa sig við prófessor Jakob Bjarnar - sem alltaf hefur skar- að langt framúr honum I rannsóknum sinum á hátterni bavíana. Það var mesta mildi að burðarmennirnir komu honum til hjálpar... “ f i m m f ö r n u Ætlarþú að sjá Súperstarí Borgarleikhúsinu? Guðmundur Johnsen, stjórnmálafræðingur: No way, José. Guðrún Arna Antonsdótt- ir, bankamaður: Já, ég hef mikinn áhuga að fara, enda sá ég uppsetninguna í Austurbæj- arbíói á sínum tíma. Valdís Stefánsdóttir, Georg Páll Skúlason, Arnfríður Henrýsdóttir, kennari: Það er ekki ákveðið, prentari: Já, hiklaust. Ég hef vegagerðarmaður: Já, trú- en fór á sínum tíma í Austur- trú á að Páll Óskar og félagar lega. Þetta verður góð uppsetn- bæjarbíó, sá myndina og á verðigóðir. ing. plötuna. v i t i m e n n Síðhærðum hugsjónamönnum fækkar í lífrænum landbúnaði. Fyrirsögn í Bændablaöinu. Er hann víkur að prestvígslu kvenna segir Jóhannes Páll páfi að bannið byggist ekki á geðþóttaákvörðun heldur sé höfð í huga sú staðreynd að Kristur hafi eingöngu gert postulum sínum. Frétt í Mogganum í gær. Kostnaður samfélagsins af mígreni um hálfur milljarður króna. Morgunblaðið. Hvert land hefur sína kosti og gaUa hvað veðurfar snertir. Það skyldum við muna. Jón Kristjánsson alþingismaður og ritstjóri Tímans í blaði sínu í gær. Hann hefur glatað persónuleikanum sem hann hafði og eyðUagt fjölskyldulíf sitt— Þegar hann gegnir ekki sínu háa embætti lengur, endurheimtir hann aldrei það sem hann glataði. Mira Markovic aö fjalla um eiginmann sinn, Slobodan Milosevic Serbíuforseta. Mogginn í gær. Ég var slæmur strákur. Hugh Grant. DV í gær. Skafl beygjattu skaUi. Jón Baldvin Hannibalsson, aðspurður um lífsmottó sitt. Mánudagspósturinn. Víkverji bíður bara eftir því að boðið verði upp á símtöl „að handan“ og hann geti spjallað við vini og vandamenn sem famir eru yfir móðuna miklu. Þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða. Víkverji að hæða Póst og síma fyrir rándýra þjónustu. Ástarmál norska krónprinsins em vatn á myUu lýðveldissinna: Allt blátt blóð að hverfa úr ættinni. Næsti ríkisarfi Noregs verður að öllum líkindum bara „kvartkóngur“. Fyrirsögn í DV í gær. Villtir á Vefnum ■ Þeir eru ófáir sjónvarpsfíklarnir sem sakna Twin Pea/cs-þátta David Lynch (og Sigurjóns Sighvats- sonar...). Þau ykkar sem ekki höfð- uð vitglóru í kollinum til að taka þættina upp geta nú smellt sér inná http://www. uaep.co.uk /bravo.html og endurnýjað kynnin við Lauru Palmer á heimasíðu Twin Peaks sem stjórnað er af hinni framúr- skarandi ágætu gervihnattasjón- varpsstöð Bravo. „Fire, walk with me," og önnur gull- korn er þarna sannarlega að finna ásamt hinum og þessum myndum og molum sem ómissandi eru á heimasíðum sem þessum. — Æ, Villtir nenna ekki meiru í dag, við er- um farnir út í sólina að grilla útfjólubláir úr að ofan... slyngiri veröld ísaks í júlúnánuði árið 1938 hóf hinn 31 árs gaínli flugvirki Douglas Corrigan sig á loft í einþekju sinni frá Floyd Bennet- flugvelli í New York og sagðist í sam- tali við flugtuminn vera á leiðinni til heimahaga sinna í Kalifomíu. Daginn eftir lenti hann hinsvegar á fáfömum flugvelli í írlandi og sagði aðspurður: ,Ætli ég hafi ekki bara flogið í ranga átt.“ Málavextir vom þeir, að yfirvöld í Bandaríkjunum höfðu ítrekað þvemeit- að Corrigan um leyfi til að fljúga einn síns liðs yfir Atlantshafið þarsem af- gömul flugvél hans hafði alls engan ör- yggisbúnað, enga talstöð og enga stefnuvita. Corrigan hélt því statt og stöðugt fram, að áttaviti sinn hefði sennilegast bilað illilega á flugi og vita- skuld varð hann á endanum firægur fyrir hið fáránlega afrek. Ekki leið á löngu þartil Conigan hafði náð þeirri stöðu, að hafa farið í fararbroddi sloúðgöngu eftir endilöngu Breiðstrætinu í New York. Urn hann var síðan gerð kvikmynd og viðumefnið „Röng- átt Corrigan" festist við hann til æviloka... Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.