Alþýðublaðið - 18.07.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 18.07.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995 s k o ð a n MMDIIKI fBID 20952. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. R'rtstjórn, auglýsingar og drerfing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 mA/sk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Já - þótt fyrr hefði verið! Jón Kristjánsson alþingismaður Framsóknar og ritstjóri Tímans skrifaði grein í blað sitt á laugardaginn undir fyrirsögninni: „Á að af- nema kvótakerfið í landbúnaði?“ Ekki kemur fram hvem Jón Krist- jánsson er að spyija, þaðan af síður kemst hann að nokkurri niður- stöðu. Það væri líka til of mikils mælst af háttprúðum framsóknar- manni að austan, hvers vömmerki er skoðanaleysi og miðjumoð. Eigi að síður er virðingarvert að Jón skuli spytja sjálfan sig spuminga af þessu tagi, og ekki nema sjálfsagt að hjálpa honum í sálarsh'tandi leit sinni að sannleikanum í landbúnaðarmálum. Öllum er orðið ljóst að núverándi landbúnaðarkerfi er handónýtt. Bændur, sérstaklega í hinum hefðbundnu greinum, em nánast á vonar- völ: blómlegar sveitir landsins fóstra nýja öreigastétt sem hvorki getur lifað né dáið af búskap. Ástandið er hroðalegt hjá sauðfjárbændum, sem margir hveijir em langt undir fátæktarmörkum. Þeir em hnepptir í ánauð kvóta og ffamleiðslustýringar, og grátt leiknir af flötum niður- skurði síðustu ára. Miðstýring af þessu tagi drepur niður ffumkvæði og dug, sem jafnan hefur verið aðalsmerki íslenskra bænda. Afleiðingam- ar em meðal annars þær að meðalaldur bænda er kominn yfir fimm- tugt: ungt fólk treystir sér einfaldlega ekki til þess að gefa sig á vald hinni skipulögðu fátækt. Fyrir kosningar lagði Alþýðuflokkurinn ffam skýra og afdráttarlausa stefnu í þessum málum, en menn minnast þess hinsvegar ekki að Jón Kristjánsson eða félagar hans í Framsókn hafi haft nokkum skapaðan hlut ffam að færa. Alþýðuflokksmenn lögðu til að kvótakerfið yrði af- numið í landbúnaði og bændum gert kleift að ffamleiða og keppa á frjálsum markaði. Landbúnaður er eina atvinnugreinin á íslandi sem hneppt er í sovétkerfi miðstýringar, og það er orðið tímabært að nútím- inn nemi land í sveitunum - áðuren þær fara í eyði. Alþýðuflokks- menn vilja líka að vemlegum upphæðum verði farið til að aðstoða þá bændur sem vilja bregða búi. Sú hugmynd var meðal annars sett fram, að tollar af innfluttum landbúnaðarvömm yrðu notaðir í þessu skyni. Úrræði framsóknarmanna allra flokka hafa löngum falist í milli- færslum og fjáraustri. Þær aðferðir em hinsvegar fullreyndar. Það heit- ir að lengja í snömnni. Kerfið er ónýtt, það er komið að skuldadögum. Bændur eiga betra skilið en að vera aðeins reyrðir fastar í skuldafjötra, og gert að sæta enn nýjum afarkostum, fjárleiðslustýringu og flötum niðurskurði. Amór Gunnarsson bóndi í Glaumbæ í Skagafirði og formaður Bún- aðarsambands Skagafjarðar sagði í samtali við Tímann á laugardaginn: „Staðan í Sauðfjárræktimii hér í Skagafirði er mjög slæm og þetta er deyjandi stétt ef ekkert verður að gert. Þetta verður aðeins ftístundabú- skapur með sama áframhaldi. Við emm ósáttir við að bændumir sjálfir þurfi að halda uppi þeirri byggðastefnu sem stjómmálaflokkamir boða.“ Jón Kristjánsson ætti kannski að lesa blaðið sitt betur. Atvinnuleysi Framsóknar Framsóknarmenn vom örlátir á loforð í kosningabaráttunni, og sáldmðu þeim á báðar hendur. Þeir ætluðu að lækka vexti, útrýma halla ríkissjóðs, uppræta atvinnuleysi, efla menntakerfíð, afhema þjón- ustugjöld í heilbrigðiskerfinu, stóriiækka og lengja húsnæðislán, bæta lánasjóðskerfi námsmanna og svona mætti áfram telja. Nú er flestum að verða ljóst að engin innistæða var í loforðabanka Framsóknar. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur setið að völdum í þijá mánuði og aðeins afrekað tvennt: Að festa í sessi lénsveldi sægreifanna og koma í veg fyrir innflutning á landbún- aðarvörum. Ekkert bólar á róttækum aðgerðum Framsóknar í atvinnumálum, á sama tíma og kolsvartar tölur birtast um metatvinnuleysi í júnímánuði. Skammtímaminni framsóknarmanna hefur löngum verið rannsóknar- efhi, og því þarf kannski engan að undra þótt þeir hafi á 90 dögum steingleymt öllum stórfenglegu loforðunum sínum. Það er þessvegna full ástæða til að rifja upp eitt helsta slagorð þeirra í kosningabarátt- unni: Tólf þúsund ný störf fyrir aldamót! Alþýðublaðinu verður, hér eftir sem hingað til, ljúft og skylt, að hressa upp á minni framsóknarmanna þegar þurfa þylrir. ■ Að viðra samviskuna íKína I„Mannréttindabarátta er ekki dútl. Hún er ekki saumaklúbbur þar sem konur geta hist í nafni mannelsku og bróderað fagurlega orð- aðar ályktanir, veifað síðan í kveðjuskyni og svifið á næsta fund þar sem prógrammið er endurtekið... Að halda kvennaráðstefnu í Kína er eins og að halda kirkjuþing í Helvíti." Ráðstefnuglaðar konur eru hissa. Þær höfðu ætlað að arka til Kína. Á kvennaráðstefnu. Það var áður en þær komust að því að kínversk stjómvöld líta ekki á konur sem mannverur. Af þeim tíðindum frétm þær í sjónvarpi fyrir ekki allmörgum dögum. Þær urðu ákaflega hissa. Eg er reyndar enn að furða mig á því hvað þær urðu gegnd- arlaust hissa. Háborðið I wmmr ■ Kolbrún 1 Bergþórsdóttir Það er merkilegt íhugunarefhi hvers vegna hin sögulega staðreynd um við- bjóðslega meðferð á kínverskum kon- um hafi ekki fyrr ratað inn í vitundar- heim þeirra kvenna sem þaulsetnastar em á kvennaráðstefnum. Ef þau stór- kostlegu mannréttindabrot í fjölmenn- asta ríki heims hafa farið svo illilega ífamhjá þessum konum, hvað hafa þær þá verið að iðja alla sína ráðsteíhutíð? Hin nýja vitundarvakning ráðstefhu- kvenna hófst með breskri sjónvarps- mynd, Herbergi dauðans, þar sem fjallað var um grimmdarverk kín- verskra stjómvalda gegn konum. Fyrir sýningu myndarinnar var glæpurinn aðeins orðrómur sem yppt var öxlum við og samviskan mmskaði ekki svo neinu næmi. En nú var glæpurinn kominn inn í stofu. Um leið varð hann að raunvemleika. Allt er nú með öðrum svip. Þær konur sem ólmar vildu þyrpast til Kína íhuga nú margar hvort ekki sé rétt að sitja heima. Aðrar hafa uppi stór orð um að mótmæla mðingsskapnum, sem þær vom rétt í þessu að ffétta af. Það einkennilegasta í þessu klúðurslega kvennaráðstefnumáli er sannarlega ekki tilurð hinnar bresku heimildar- myndar heldur það skeytingarleysi sem mannréttindabrotum stjómarinnar í Peking hefur verið sýnt í áraraðir. Þar getur kvennahreyfmgin ekki skotið sér undan ábyrgð. Ef til vill ætti hún að hjala minna um eigið ágæti og taka til við að ffamkvæma því meira. Mannréttindabarátta er ekki dútl. Hún er ekki saumaklúbbur þar sem konur geta hist í nafni mannelsku og bróderað fagurlega orðaðar ályktanir, veifað síðan í kveðjuskyni og svifið á næsta fund þar sem prógrammið er endurtekið. Með öðmm orðum þá á mannréttindabarátta kvenna ekki að byggja á hverju ráðstefnuhaldinu á fætur öðm þar sem menntakonur hitt- ast til þess eins að viðra samvisku sfna. Nú er lag fyrir þær konur sem með reglulegu millibiU hafa dundað við að elta uppi ráðstefnur að hætta því flan- dri um stund og myndast við að koma í framkvæmd þeim ályktunum sem samþykktar hafa verið á fyrri ráðstefn- um. Það er kannski ekki eins skemmti- legt og að komast á styrkjum til hins vinsæla ferðamannalands Kína, en mun ömgglega koma íbúum heims að meira gagni. Kvennaráðstefnan í Kína er haldin í nafhi Sameinuðu þjóðanna, sem á und- anfömum ámm hafa hvað eftir annað orðið sér rækilega til skammar í væsk- ilslegum og yfuborðslegum tilburðum sínum við að sinna mannréttindamál- um. Ráðstefhan er enn eitt dæmið um niðurlægingu þeirrar stofhunar. Fram- kvæmdaáætlun sem leggja á fyrir ráð- stefnuna er 121 blaðsíða. Þriðjungur hennar er innan sviga, sem þýðir ein- faldlega að ágreiningur ríkir um stefhu og markmið. Ráðstefnan mun því verða haldin innan sviga, í bókstaflegri merkingu þess orðs, markast af stór- legu þrefi og niðurstöður hennar verða enn einn kunnuglegur málamiðlunar- bræðingurinn, sem væntanlega verður tekist á um á næstu ráðstefnu, sem vafah'tið verður haldin í Teheran innan fjögurra ára. Islenskar konur sem ólmar vilja á ráðstefnu til Kína hafa tekið fram að þær muni koma á framfæri mótmælum við kínversk stjómvöld vegna stefnu þeirra í mannréttindamálum. Kín- verskir ráðamenn senda trúlega kurt- eisan skósvein sinn til að taka við þeirri ályktun. Sem fulltrúi kínverska alþýðulýðveldisins mun hann bukta sig og beygja og hverfa síðan á braut með skjal sem lendir á öskuhaugum Pekingborgar. Og hinar þrautþjálfuðu ráðstefnukonur hafa friðþægt, og kannski munu þær af sannfæringu trúa því að þær hafi fært kínverskum al- þýðukonum nýja von, þeim konum sem aldrei var ætlað að sitja ráðstefn- una og seint munu af henni ffétta. Að halda kvennaráðstefhu í Kína er eins og að halda kirkjuþing í Helvíti. Staðsetninguna má rökstyðja með því að einmitt þar sé mest þörf á hugar- farsbreytingu. Og vissulega má vona að hinir illu drottnarar felli iðrunartár, breyti skipulaginu og voldugt ríki mannkærleikans rísi af grunni. Hinn bitri sannleikur er hins vegar sá að við reisum ekki nýjan og betri heim með óskhyggjunni. Væri svo, hefðu millj- ónir kínverskra kvenna fyrir löngu reist sér sæluríki, skapað af voninni einni._______________________________ Höfundur er bókmennta- gagnrýnandi og jafnaöarmaöur. a 9 a t a 1 18. Í ú 1 Atburöir dagsíns 1610 ítalski listamaðurinn Michelangelo deyr, 39 ára að aldri. 1762 Pétur III Rússa- keisari myrtur, átta dögum eftir að hann afsalaði sér völd- um. Katrín, 33 ára eiginkona hans, tekur við völdum. 1817 Enski rithöfundurinn Jane Austen deyr. 1877 Thomas A. Edison hljóðritar mannsrödd í fyrsta sinn. 1925 Adolf Hitler gefur út Mein Kampf, sem hann skrífaði í fangelsi. Afmælisbörn dagsins Vidkun Quisling norskur leppur Þjóðveija á stríðsáiun- um: nafn hans er æ síðan not- að yfir svikara og landráða- menn, 1887. Nelson Mandela forseti Suður-Afríku, 1918. John Glenn bandarfskur geimfari, 1921. Málsháttur dagsins Eigi skal lengi lítils biðja. Mismæli dagsins Ég hef ferðast þangað sem maðurinn hefur aldrei stigið hendi. Samuel Goldwyn, bandarlskur kvikmyndajöfur. Orð dagsins Kaldur vetur mceðir mig, mold og keldurfrjósa; það er betra að bcela sig, við brjóstin á þér, Rósa! Siguröur Breiöfjörö (1798-1846). Annálsbrot dagsins Á því ári var nokkrum mönn- um hætt til efasemdar og jafn- vel til örvæntingar. Einn af þeim var séra Jón Guðmunds- son. Séra Jón hafði verið góð- ur kennimaður. Setbergsannáll, 1688. Skák dagsins Skák dagsins er frá Ólympíu- skákmótinu í Moskvu á síð- asta ári. ísraelski stórmeistar- inn B. Alterman (2575 ELO- stig) hefur hvítt og á leik gegn pólska alþjóðameistar- anum M. Matlak. Hvítu mennirnir eru orðnir æði uppáþrengjandi og nú nánast kæfir Alterman hinn ógæfu- sama Matlak. Hvað gerir hvítur? 1. Hd6! Bxd6 2. De6+ Kf8 3. Hxd6 Dc7 4. Bxg7+! Loka- hnykkur, Matlak gafst upp. Samanber: 4. ... Kxg7 5. Dxh6+ Kf7 6. Dh7+ Kf8 7. Hf6 mát. Aldeilis ágætt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.