Alþýðublaðið - 18.07.1995, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Bréf frá Munchen
Ég sting upp á því að þetta fólk leggi pólitískar
ástríður sínar í púkk... Og þá mun það gerast,
sem Einar Benediktsson, einn fyrsti hugmynda-
fræðingur íslenskra jafnaðarmanna, hugsaði fyrir
hundrað árum:
Ég fann það, sem að sál mín heyrði,
var sigurbragur fólks, er vaknar.
Það var dálítið merkilegt að dvelj-
ast á íslandi í nokkrar vikur í vor, og
verða vitni að því í kjölfar kosninga
og stjórnarmyndunar, að umræða
lifnaði á ný, jafnt í þingræðum sem
blaðagreinum, um endurskoðun
flokkakerfisins. Raunar minnti þessi
umræða sumpart á umræðu um þetta
mál, sem fór fram á árunum 1989-
90, sumpart ekki. I umræðunni
1989-90 var þannig oftlega varað við
pólitísku skírlífi, atkvæðum sem
féllu á flokka, sem höfnuðu mála-
miðlunum og stjórnarþátttöku og
hindruðu með þvf iðulega að jafnað-
armannaflokkurinn gæti orðið burð-
Glugginn |
arafl í landstjóminni.
Kjarni málsins er þessi: Breiður
jafnaðarmannaflokkur hefur aldrei
verið til á íslandi. Þess vegna er ekki
hægt að horfa einangrað á málin, líta
bara á Island; menn verða að horfa
til slíkra flokka erlendis, gá að því
hvað þeim hefur reynst erfitt, leita
dæma úr sögu þeirra - og pólitískt
skírlífi er augljóslega eitt af því, sem
þeir geta ekki sóst eftir, sem um leið
vilja nýjan, öflugan jafnaðarmanna-
flokk. Skírlífisflokkur myndi nefni-
lega reynast breiðum jafnaðar-
mannaflokki afar skeinuhættur; hann
myndi iðulega reyna að skilgreina
sjálfan sig sem hugsjónaflokk, en
jafnaðarmannaflokkinn sem bragð-
lausa, pólitíska moðsuðu - og eflaust
ná tímabundnum árangri í því.
Vandinn við sameiningu íslenskra
jafnaðarmanna er vitaskuld margvís-
legur; persónuleg óvild vegur þar
þungt, þras um menn en ekki mál-
efni, áralöng brigsl, ör á sálum - en
einnig að sjálfsögðu mismunandi af-
staða til ýmissa þeirra mála sem
skipta íslendinga mestu; stöðu lands-
ins í veröldinni, Evrópumála, Gatt,
verðlagningu lífsnauðsynja og svo
framvegis.
Ein meginsérstaða íslenskra
stjómmála í gegnum árin hefur legið
í því hversu þjóðernissinnaðir
vinstrimenn hafa verið. Enn í dag ber
mjög á þjóðemishyggju hjá sumum
vinstrimönnum og ég verð að segja
að ég tel þá, sem em þeirrar skoðun-
ar, lítið sem ekkert erindi eiga í nýj-
an og nútímalegan jafnaðarmanna-
flokk í alþjóðlegum stfl; þeir munu
alltaf verða eftir í sínum þjóðemis-
flokki, sem ég tel reyndar að muni
ekki verða mjög stór þegar til lengd-
ar lætur.
En vel að merkja, sá flokkur mun
aldrei verða skírlífisflokkur, þeir sem
eru líklegir til að bera hann uppi,
eiga mjög mikla málefnalega sam-
stöðu með til dæmis Framsóknar-
flokknum, og munu kappkosta að
stjóma landinu með honum. Þjóðem-
isvinstrimenn eiga hins vegar lítið
sameiginlegt með þeim, sem aðhyll-
ast femínisma eða þeim sem hrifist
hafa til dæmis af erlendum náttúru-
verndarhugmyndum og gætu haft
áhuga á grænum flokki á Islandi. ís-
land er hins vegar einfaldlega ekki
iðnaðarþjóðfélag og þar er því til-
tölulega einfalt pólitískt fyrir nýjan
jafnaðarmannaflokk að halda slíkum
kjósendum innan sinna vébanda;
hann er lítt knúinn til aðgerða, sem
gæti stuðað náttúruvemdarsinna, að
minnsta kosti ef miðað er við flokk-
ana í Þýskalandi, Frakklandi eða
Svíþjóð.
Mér sýnist að stuðningsmenn Al-
þýðuflokks, Þjóðvaka og margir
stuðningsmenn Kvennalista og Al-
þýðubandalags ættu að geta átt sam-
leið með nýjum flokki í alþjóðlegum
stfl; öflugum, nútímalegum jafnaðar-
mannaflokki; Og ég sting upp á því
að þetta fólk leggi pólitískar ástríður
sínar í púkk, stofni málefnasamtök
þar sem málefiii verða rædd, samtök
sem gætu orðið hvati að nýjum, öfl-
ugum flokki. Og þá mun það gerast,
sem Einar Benediktsson, einn
fyrsti hugmyndafræðingur íslenskra
jafnaðarmanna, hugsaði fyrir
hundrað árum:
Égfann það, sem að sál mín heyrði,
var sigurbragur fólks, er vaknar.
Einar Heimisson er kvikmynda-
höfundur og sagnfræðingur.
Lögmenn eru margir
hverjir afskaplega fjöl-
hæfir menn og láta sér fátt
mannlegt óviðkomandi.
Sumir þeirra halda sig ekki
eingöngu við lögmanns-
störfin heldur grípa í alls
óskyld verk ef svo ber und-
ir. Raunar virðast sumir lög-
menn láta sérfátt fyrir
brjósti brenna þegar auka-
störfin eru annars vegar ef
marka má Atvinnuskrá
Símaskrárinnar. Þar er að
finna lista yfir starfandi lög-
menn samkvæmt upplýs-
ingum Lögmannafélags ís-
lands. í þriðja sæti á þeim
lista er að finna mann að
nafni Þorstein Gíslason
sem tekur við tímapöntun-
um samkvæmt umtali. Um
Þorstein segir síðan í
skránni: Sérgrein: Þvag-
færaskurðlækningar...
Einsog fram kemur í for-
síðufrétt okkar í dag er
Halldór Jónsson, einn af
oddvitum sjálfstæðismanna
í Kópavogi og ritstjóri mál-
gagns þeirra, Voga, ekki par
ánægður með frammistöðu
sinna manna í GATT-mál-
inu. En Halldórtíundarfleiri
ávirðingar stjórnmála-
manna í grein sinni. Hann
gerir jöfnun atkvæðisréttar
að umtalsefni og segir:
„Hver stjórnmálaforinginn
af öðrum hefur svikið sam-
þykktirflokka sinna um
jöfnun atkvæðisréttar með
því einu að vísa til þess að
hinir vilji ekkert gera í mál-
inu. Og geðleysi kjósenda
lætur þeim líðast þessi
framganga." Halldór er öld-
ungis ekki búinn: hans
menn fá væna dembu fyrir
afgreiðslu sjávarútvegs-
frumvarpsins í vor: „Sigur
kvótagreifanna var nær al-
ger og áframhald hinnar
geigvænlegu rányrkju fiski-
miðanna vartryggð um
næstu framtíð... Þrátt fyrir
fáránleika þessa kerfis skal
því viðhaldið og þeir þing-
menn sem þóttust hafa sér-
skoðanir fyrir kosningar
virtust hafa verið múl-
bundnif og látnir játa því
sem að þeim var rótt í þing-
inu." Snöfurlega að orði
komist- en hvað ætli Hall-
dór Jónsson sé aö gera í
Sjálfstæðisflokknum? Spurt
er...
Vegna málgleði blaða-
manns og Guðmundar
Árna Stefánssonar í við-
tali Alþýðublaðsins síðast-
liðinn föstudag þurfti að
skera hluta aftan af því í
umbroti. Þar kom meðal
annars fram að þingmaður-
inn er „að reyna skrifa eitt-
hvað". Hann var því spurð-
ur hvort ný bók væri vænt-
anleg og svaraði: „...ekki
fleiri sjálfsævisögur ef þú
átt við það. Þetta kemur í
Ijós. Ég hef svo gaman af
því að sitja við tölvuna og
skrifa..." Er þessi bók þá
eitthvað í líkingu við Sjón-
arrönd Svavars Gestsson-
ar? „Þú meinar það. Ekki í
augnablikinu. Við sjáum
hvað setur," svaraði Guð-
mundurÁrni glottandi...
„Bölvaðir litlu aumingjarnir ykkar - það var aldeilis tími tilkominn
að þið heimsæktuð mig og ömmu ykkarl Þið þarfnist rækilegrar
yfirhalningar og liðamótaskellingar, þvi annars verður aldrei neitt
úr ykkurll Þegar ég var á ykkar aldri þurfti ég að skríða hátt i 40
sentimetra í gegnum andskotans eld og brennistein uppá yfirborð-
ið - og tilbaka!!! Á hverjum einasta djöfulsins degil!!! Ég skreið i
gegnum helvítis malbik í þrumuveðri ef þvi var að skipta!!!!! Og í
þá daga töluðum við kjarnyrta islensku - ekki þetta enskuskotna
ógeð sem þið ælið útúr ykkur, hálfvitar og fifl!l!!!!"
fimm á förnum 3SÐ
Hváð finnst þér um heræfingarnar hér á landi?
Margrét Kjartansdóttir,
nemi: Mér er alveg sama um
þær, ef hermennirnir valda
engúm spjöllum á náttúru,
mönnum og dýrum.
Kári Kárason, altmulig-
man: Ef enginrt skýtur á mig
þá snertir þetta mig ekki.
Mark Bradbury, fjárfestir: Sigríður Ingunn Braga-
Mér líkar ekki við þær. Ég er á dóttir, afgreiðslumaður:
móti hemaðarbrölti - en æfing- Þær eru fáránlegar. Við eigum
amar ættu ekki að skaða neinn. ekki að vera méð neitt sem
minnir á stríð.
Hólmsteinn Pétursson,
verktaki: Mér fmnst þetta allt
í lagi. Þetta er bara æfing og
leikaraskapur stráka í sand-
kassaleik.
v i t i m e n n
Sauðfjárbúskapur er
deyjandi að óbreyttu.
Arnór Gunnarsson bóndi í Glaumbæ í Skaga-
firði. Tíminn á laugardag.
Hér á opnunni má lesa frásögn
af dálftið einkennilegu fólki
sem ferðast ruplandi og
rænandi um landið.
Leiðari MP flallaöi meöal annars um
„Bonnie og Clyde" íslands.
Pétur Öm Guðmundsson fer
með hlutverk Jesú, titilhlutverkið.
Hlutverkið er erfitt í leik og söng
og því miður stendur Pétur ekki
undir væntingum. Tilþrifalítill
leikur hans skekkir dramatíska
þungamiðju sýningarinnar og
hann á ekkert í atvinnumennina
i söngnum.
Sveinn Haraldsson, nýr leiklistargagnrýnandi
Morgunblaðsins, tætti niður uppfærslu
Leikfélags Reykjavíkur á Súperstar.
Undanfarna daga hefur
íslenska þjóðin fylgst með
skrípaleik kerflsins þegar reynt
er að koma í veg fyrir löglegan
innflutning landbúnaðarvara.
Jónas Haraldsson í forystugrein DV ígær.
Saksóknarar á Sikiley hafa
farið þess á leit við dómara að
kaþólskur biskup á eyjunni verði
sóttur til saka fyrir að hafa svikið
fé úr sjóðum Evrópusambandsins.
Frétt í Mogganum á laugardag.
Það seiur mjög vel að
segjast vera íslensk.
~ Norsk vændiskona í Kaupmannahöfn
sem í auglýsingu segist vera íslensk.
Hjólabugsur... Öll Verð
An VSK... í kassanum er 6 stk
í lidt... 2 dozn Ljós grár...
Nærbugsur Barna... í kassanum
em 100 pakkar með sjö stikjum í...
Takmarkaðar birðir... vonast til
að getta haldið þessum verðum...
Vonast til að heira frá ykkur,
og þetta sje eikvað sem vegi
áhuga iðar... VirðingarfylsL
Gísli Jónsson vitnaði í þennan dapurlega
verðlista í þætti sínum, íslenzkt mál,
í Mogganum á laugardag.
Vefurinn er sannkölluð paradís fyrir kvik-
myndaunnendur og þarsem okkur gmnar að
bíófrík á borð við Egil Helgason
Fransmaníumann og Harald Jóhannsson
hagfræðing hafi enn ekki uppgötvað þessar
dásemdir koma hér helstu netföngin: Óskars-
verðlaunin http:l/www.oscars.org/ampas/ -
Buena Vista http://www.wdp.com/BVPM/ -
Kvikmyndakynningarfyrirtækið Foresight
http://www.foresight.co.uk/ents/ - MGM
http://www.earthlink.net/MGM/
- Universal http://www.mca.com/ - New
Line Cinema http://cybertimes.com
/NewLine/Welcome.html - Paramount
http://paramount.com/ - Sony
http://www.spe.sony.com
/Pictures/SonyMovieslindex.html
- Hollyvefurinn htt:/lwww.ingress.com
/users/spease/hw/hollyweb/html
Hollywood Online http:
Hwww.hollywood.com/ - Kvikmyndafram-
leiðslan http://www.makingmovies.com
ltalentlindex.html - Gerðu- kvikmynd-
sjálfur http:llibmpcug.co.uk/~scTfinl
- < Batman Forever http:
//batmanforever.com/ - Hrollvekjur
http://w ww.ee.pdx.edu: 80/~caseyh
lhorrorlhorror.html - Költ-heimasíðan
http://www.public.iastate.edu: 80
/~abormann/ - Hong Kong-bíó' http:
Hwww.mstud.chahners.se/hkmovie/ - James
Bond http://www.dur.ac.uk/~dcs3pjb
/jb/jbhome.html - Pulp Fiction
http://www.musicbase.co.uk/music/pulp/...
IAK.E.IHAH
veröld ísaks
Wright-bræðumir Wilbur og Orville
höfðu ríkan skammt af öflugri þijósku
til að bera - einsog allir sannir vísinda-
menn og brautryðjendur. Þegar Smith-
sonian-safnið bandaríska neitaði til
dæmis að viðurkenna, að þeir bræður
hefðu smíðað og flogið fyrsta vélknúna
farartækinu með pomp og prákt sendu
þeir flugvélina umsvifalaust til Vísinda-
safnsins í London. Þar var undrama-
skínan síðan til sýnis í fjöldamörg ár -
eða allt þartil Smithsonian-safnið viður-
kenndi hin alvarlegu mistök sín, baðst
íýrirgefhingar óg féllst með aúðmýkt á
að hýsa flugvélina.
Byggt á Isaac Asimov's
Book of Facts.