Alþýðublaðið - 23.08.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 23.08.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m a n n I í f ■ Þeir sem trúa spádómum Nostradamusar, eða eru Vottar Jehóva og þar með sannfærðir um að orðin „The End" muni birtast á himninum innan skamms ættu að lesa þessa grein. í henni rifjar Jónas Sen upp nokkra fræga heimsendaspádóma sem ekki rættust og sýnir fram á að ekkert er að marka þessa vitleysu Hefdbundid Stjörnubíó: Einkalíf Leikstjóri: Þráinn Bertelsson Aðalhlutverk: Gottskálk Dagur Sigurðarson, Dóra Takefusa og _____Ólafur Egilsson_ ★★ Litlar kvikmyndatökuvélar eða myndbandstökuvélar eru nú í all- margra eigu. Með þeim eru kvik- myndaðir atburðir í daglegu lífi fólks, afmæli hjónavígslur og aðrir. Við fyrstu sýn er þessi kvikmynd Þráins Bertelssonar eins konar skopmynd þeirra, - en einungis við fyrstu sýn: Svipmyndir úr daglegu lífi, vandamál- um uppeldis og hjóualífs, eru teknar af þremur ungmennum, enn í mennta- skóla, út frá þeirra sjónarhomi. Þótt þau tönglist á glæpum og ofbeldi, eru svipmyndir þeirra einskorðaðar við borgarlíf millistéttar, persónuleg, en ekki samfélagsleg, og við þröngan sjóndeildarhring. Kvikmyndir | Haraldur Jóhannsson hagfræðingur skrifar Heimsendir er ekki í f gegnum tíðina birtast af og til fréttir af fólki sem þykist vita lengra nefi sínu og geta séð inn í ífamtíðina. Snemma á vorin heyrist til dæmis gjaman í gömlum bóndum sem segj- ast geta spáð fyrir um veðurfarið á komanda sumri; vitneskjuna hafa þeir fengið úr draumi eða frá því hversu gigtin hafi verið slæm einhvem tiltek- inn vordag. Svo er áramótaspáin líka alltaf vinsæl; þar hefur Vikan lengi verið í broddi fylkingar með völvuna sína sem varð fræg fyrir að hafa spáð gosinu í Heimaey árið 1973. Síðan þá hefur blaðið skartað völuspá um hver áramót, og um leið hefur líka verið farið yfir véfrétt síðasta árs og talið upp allt sem völvan blessaða hefur réttilega séð fyrir. Aðrir fjölmiðlar Qalla hka yfirleitt um það ef einhver reynist sannspár; en ekki þykir eins fréttnæmt ef fólki bregst bogalistin. Vikan sleppir því venjulega að minn- ast á þá spádóma sem ekki koma ffam, og er hún ekki ein um það. Spá- konan Jeane Dixon varð fræg fyrir að hafa spáð morðinu á John F. Kennedy, en færri muna eftir því að hún sagði lika að risastór halastjama myndi tortíma jörðinni í kringum árið 1985. Enda sýndu fjölmiðlar þessari glámskyggni hennar lítinn áhuga og hefiir það viljað brenna við í svipuð- um tilfellum. Flestir sem farið hafa til spákonu þekkja svona hlutdrægni. Maður man spádómana sem koma fram en gleymir oftar þeim sem ekki rætast. Því ætti eftirtalin upptalning að vera holl þeim sem trúa spádómum í blindni. Þar em nefnilega rifjaðir upp nokkrir frægir heimsendaspádómar sem ekki rættust. Á dögum postulanna Samkvæmt Nýja Testamentinu hefði heimsendir átt að verða áður en síðasti postulinn lést. Eða eins og þar stendur skrifað: „Sannlega segi ég yð- ur, að nokkrir af þeim, er hér standa, munu alls eigi smakka dauðann, fyrr en þeir sjá manns-soninn koma í ríki sínu.“(Matt. 16:28). Þessi spádómur rætist varla úr þessu, nema þá ef ein- hver postulanna sé enn á lífi eftir öll þessi ár... 31. desember 999 Ef taka á mark á hinum svonefndu Apókrýfubókum - sem em 14 bibh'urit varðveitt í hinni grísku þýðingu Gamla Testamentisins, og em viður- kennd af rómverskum kaþólikkum, en ekki af Gyðingum né mótmæiendum - átti hinn efsti dagur að verða eitt þúsund ámm eftir Krists burð. Sumir segja að margir hafi trúað þessu, og því hafi mikil skelfmg gripið um sig þegar meintur dómsdagur rann upp, hinn 31. desember 999. En er hann var að kvöldi kominn og ekkert hafði bor- ið til hðinda báðust fræðimenn afsök- unar og sögðu að hér væri greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Auð- vitað yrði heimsendir árið 1033 en ekki árið 999; það hefði nefnilega átt að bæta þúsund árum við DAUÐA Krists en ekki fæðingardag hans. 1. febrúar 1524 Breskir stjömuspekingar spáðu því í júní árið 1523 að heimsendir myndi hefjast í London með miklum flóðum þann 1. febrúar árið 1524. Skömmu fyrir endalok alls flýðu um tuttugu þúsund manns heimili sín - og príor- inn af St. Bartholomew lét reisa virki og fylla það af mat. Þegar svo dagur- inn langþráði rann upp og það rigndi ekki einu sinni, fóm stjömuspeking- amir aftur yfir útreikningana og kom- ust að því að þeim hafði óvart skeikað um hundrað ár. Heimsendir hefði átt að verða 1624 en ekki 1524, svo nú var spádómnum breytt í 1. febrúar 1624. En þann dag kom ekki heldur deigur dropi úr lofti. 1874 Söfnuðurinn Vottar Jehóva var stofnaður árið 1872. Upphafsmaður hans hét Charles Taze Russell (1852-1916) og spáði heimsendi tveimur árum síðar, eða árið 1874. Til gamans má geta þess að fyrir utan það að lesa Biblíuna dag og nótt var þessi forfaðir Vottanna líka á kafi í pýram- ídafræðum. Pýraimdaffæðin ganga út á það að rannsaka hlutfóll innan Pýr- amídans mikla í Giza í Egyptalandi, því þau séu táknmál sem segi sögu mannkynsins frá upphafi vega til endaloka alls. Þannig sé hægt að segja til um framtíðina og sjá hvað muni gerast, og hvenær. Þessu trúði Russell, og finnst Vottunum það hálfvand- ræðalegt í dag, enda pýramídafræðin hin argasta heiðni. Þeim er illa við að þetta sé rifjað upp, og má stríða þeim á þessu og hafa gaman af. 1914 Þegar heimurinn var enn á sínum stað í ársbyrjun 1875 gaf Charles Taze Russell mannkyninu frest og breytti spádómi sínum í árið 1914. Reyndar skall fyrri heimsstyijöldin á það ár, en hún varð þó ekki heimin- um að aldurtila. Og það varð til þess að margir gengu úr söfnuðinum fiillir vonbrigða. 1936 Pýramídasérfræðingar spáðu því að allt færi á annan endann árið 1936. Þetta byggðu þeir á hárná- kvæmum, vísindalegum útreikning- um. Allt kom þó fyrir ekki, og var spádómnum þá breytt í 1953. 1947 Maður að naftú John Ballou New- brough var á síðari hluta mtjándu ald- ar talinn af mörgum einn mesti spá- maður Bandaríkjanna. Sagt var að oft hefði hann reynst sannspár, og vakti það því töluverða athygli er hann til- kynnti árið 1889 að hann sæi fyrir fall allra ríkisstjóma og trúarbragða. Þetta ætti að gerast árið 1947; milljónir manna myndu þá farast, lönd eyðast og ástand allt verða hið skelfilegasta. 1975 Þegar Vottar Jehóva rönkuðu við sér eftir meintan heimsendi árið 1914 og voru enn með lífsmarki breyttu þeir spádómnum eina ferðina enn, og nú í árið 1975. Samt gerðist ekkert það árið, en Vottamir vom þó ekki af baki dottnir. Enn halda þeir áffam að spá heimsendi og ganga í hús eftir hús í von um að sem flestir gjöri iðmn og verði hólpnir í eilífðarríkinu eftir að öll ósköpin ganga yfir. Þeir hafa þó lært af reynslunni og em hættir að nefha ákveðin ártöl í þessu sambandi. En skiljanlega hafa margir þeiira áttað sig á því að það hlýtur að vera eitt- hvað bogið við söfhuð sem alltaf er að spá einhverri vitleysu. Svo margir hafa sagt skilið við Vottana, og hefur verið stofnaður sérstakur stuðnings- hópur fyrir fyrrverandi safnaðarmeð- limi. Nefnist hann „Vottar Jesúm“ og hefur meðal annars aðsetur sitt á Inter- netinu (sjá http://www.iclnet.org/ pub/resources/text/apl/jw/ljw-home. htmt). 10. ágúst 1982 Einhvemtímann á áttunda áratugn- um birtist h'til klausa í Vísi um banda- rískan spámann sem þótti merkilegur fyrir þær sakir að hafa séð fyrir morð- ið á Kennedy, rétt eins og Jeane Dix- on sem minnst var á í inngangi þessar greinar. Hann sagði að kjamorkustyij- öld myndi skella á þann 10 ágúst 1982 og útrýma öllu lífi á jörðinni á hálf- tíma eða svo. Ég, höfundur þessarar greinar, man sérstaklega vel eftir þess- um spádómi, því þegar hann birtist var ég aðeins lítið og saklaust bam. Er ég las greinina var mér öllum lokið, því ég trúði þessu eins og öðm sem full- orðið fólk sagði. Ég lifði í ógn og skelfingu í mörg ár á eftir, og jafhaði mig eiginlega ekki fyrr en morguninn eftir meintan heimsendi. 1980-1989 Áhangendur breska galdrameistar- ans Aleister Crowley (1875-1947) hafa einnig spáð heimsendi. Rétt eins og Vottar Jehóva byggja alla sína út- reikninga á Bibh'unni (og á Pýramíd- anum mikla) eiga Crowley-áhangend- ur líka sitt trúarrit. Þetta er Lögmáls- nánd! bókin svonefnda sem á að vera inn- blásin af æðri máttarvöldum. Crowley sagðist hafa skrifaði hana niður eftir einhveijum engh árið 1904, og er þar að finna vers sem sumir telja að sé spádómur um heimsstyijöldina síðari (.Book ofthe Law, 131:46). í sama versi er einnig spáð miklu meiri hörmung- um - jafnvel heimsendi - á níunda áratugnum. Galdramenn víða um heim höfðu af þessu miklar áhyggjur og töldu að eina leiðin til að komast lífs af væri að opna dyr inn í aðra vídd og láta sig hverfa. En þegar áratugur- inn var liðinn og ekkert sérstakt hafði komið upp á viðurkenndu kuklaramir að þeim hafði skjátlast; versið um- rædda í Lögmálsbókinni fjallaði greinilega um eitthvað allt annað og miklu háspekilegra... Alls vamað er kvikmynd þessari þó ekki, fjarri því. Góð ljósmyndun, kvikmyndun með ágætum litbrigðum, blasir við í fyrstu senu (utan Stjömu- bíós) og síðan hver af annarri. Um fæmi og tækni er leikstjóra og töku- mönnum sýnilega ekki ávant. Og inn- felling kafla úr gömlum íslenskum kvikmyndum er snjallræði: Allt er í heiminum hverfult, hratt flýgur stund. Hvað söguþráð snertir, þá er myndin í revíu-stíl. Og þótt mörg atriði myndar- innar séu fyndin (og ekkert þeirra beinlínis leiðinlegt), er hún af þeim sökum staðbundin gamanmynd. Á milli mála fer hins vegar ekki, að höf- undar myndarinnar kunna til verka og þeim em margir vegir færir. Svikin lof- orð á móti skuldum 1985 - eða þar um bil Eins og sagt var ffá hér fyrir ofan, spáði Jeane Dixon því að halastjama myndi leggja allt í rúst í kringum ár- ið 1985. Þetta var árið 1970, ög sagði Dixon að hún vissi nákvæm- lega hvar halastjaman myndi rekast á jörðina. Hún gaf það þó ekki upp og sagðist ætla að halda því leyndu „fyrst um sinn“. Menn em nú orðnir nokkuð óþolinmóðir, enda hefur hún aldrei leyst frá skjóðunni. Annars hafa fleiri spádómar hennar heldur ekki ræst - hún spáði því líka að Ameríkanar myndu eignast sinn fyrsta kvenkynsforseta á níunda ára- tugnum. Og jafnvel dauði Kennedy þykir ekki merkilegur spádómur, því hann var bara gömul lumma. Er Kennedy var uppi höfðu nefnilega allir forsetar sem voru kosnir eða endurkjömir með tuttugu ára milli- bili síðan árið 1840 látist í valdatíð sinni. Þetta var kallað forsetabölvun- in eða forsetaálögin og byijaði með 'William Henry Harrison. Kennedy var kjörinn til embættis árið 1960, og vom því margir búnir að spá honum voveiflegum örlögum. Var það loks Ronald gamli Reagan sem leyst málið, en hann var kosinn til forseta árið 1980. Má þá segja að álögunum hafi linnt; honum var að vísu sýnt til- ræði, en hann lifði það af. Og framtíðin? Fyrir þá sem lifa í voninni em hér þrír spádómar sem enn gætu ræst. Sá fyrsti kemur frá hinum fræga Nostradamusi, sem sagði að heims- endir yrði í júlí árið 1999. Stjömu- spekingar vilja heldur að öllu ljúki þann 5. maí árið 2000, því þá verða fimm plánetur í samstöðu - eins og það hafi einhver áhrif. En ævaforn Maya spádómur gefur okkur frest fram á Þorláksmessu árið 2012. Og eftir það... hver veit? ■ Kona sem tók íbúð á leigu síðastlið- inn vetur hringdi og sagði fbúðina gallaða, til dæmis væm rafmagnstengi í ólagi og fleira sem eigandi hefði lof- að að lagfæra er samningur var gerð- ur, en ekki gert. Nú kvaðst hún ekki geta greitt leiguna og spurði hvort svikin loforð leigusala gætu komið á móti leiguskuldinni. Svarið er nei. Munnleg loforð geta ekki af sjálfu sér komið á móti skuld, enda er þamá um tvö aðskilin mál að ræða. Leigjandi verður hvað sem öðru líður að greiða þá leigu sem um var samið, annars glatar hann rétti sínum. Leigusali skal hinsvegar „halda hinu leigða í leiguhæfu ástandi" einsog segir í 19. grein Húsaleigulaga. Telji leigjandi ástand íbúðarinnar ekki við- unandi eða viðhaldi ábótavant, skal hann skora á eiganda að bæta úr því og gera það skriflega. Sinni eigandi ekki kröfum um úrbætur innan tveggja mánaða er leigjanda heimilt að láta framkvæma viðgerðina á kostnað leigusala og draga þann kostnað frá leigunni. Fyrst skal þó leigjandi leita álits úttektarmanna á nauðsyn endurbóta eða viðhalds og einnig samþykkis sama íyrir kostnað- inum að verki loknu. Samanber 20. grein Húsaleigulaga. Löggilda úttekt- armenn í Reykjavík fá samningsaðilar hjá viðkomandi byggingafulltrúa. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.