Alþýðublaðið - 31.08.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 31.08.1995, Page 3
FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Skoðanir eða vörumerki? Þetta mál snýst ekkert um útlendinga. Það snýst um nokkra íslenska atvinnurekendur sem tíma ekki að borga mannsæmandi laun. Og það, hvort við viljum hjálpa þeim að viðhalda sultarlaunastefnu sinni með því að flytja inn vinnuafl sem á engra kosta völ, en verður að taka því sem að þeim er rétt. Þegar Heidegger svarar Sartre í Bréfi um mannhyggju er honum tíð- rætt um mótsagnalögmálið. Segi ég til dæmis, „Guð er dauður“, er ég um- svifalaust flokkaður guðleysingi. En það þarf ekki að vera svo. Eg get til dæmis átt mína trú en talið guð fallinn sem gildi í samfélaginu. Þannig villir mótsagnalögmálið um íyrir okkur og þvælist einatt fyrir samræðunni. Þó var fjölmiðlabyltingin enn langt und- an, en skeytastíll ljósvakans ýkir enn þessa tilhneigingu. Skoðanir verða meira einsog vörumerki þeirra sem koma fram, fremur en þar sé raun- veruleg umræða. Gestaboð Helgi Hjörvar ::L# skrifar Gott dæmi eru þær vörumerkjaaug- lýsingar sem atvinnuleyfi útlendinga hafa leitt til. Félagsmálaráðherra gengur fram og sýnir sitt vörumerki. Hann takmarkar útgáfu atvinnuleyfa þeirra sem búa utan Evrópska efna- hagssvæðisins. Við elskum fsland, er, var og verður vörumerki Framsóknar- flokksins og því er til skila haldið. Þá rís upp framfarasinnaði Frjáls- lyndi flokkurinn. Davíð Þór, Össur og allir hinir. Páll greyið er hafður að at- hlægi fyrir fordóma, heimóttarskap, andstöðu við litasjónvarpið og guð veit ekki hvað. Þeirra vörumerki er þar með komið til skila: Við elskum alla. Nema kannski Pál. Svo skiptist þjóðin í tvo hópa, fram- farasinnamir gegn ffamsóknarmönn- unum, með sama hætti og svipuðum rökum og menn halda með KR eða drekka Pepsi. Ekkert hefur gerst ann-' að en það að einni umferð í þessari endalausu deildakeppni er lokið. En mitt í auglýsingastríðinu gleymdist efni málsins. Afhvetju þarf atvinnuleyfi fyrir fólk utan EES í miklum mæli? Af því að fjölmargar fiskvinnslur í landinu vantar starfs- fólk. Og þeir fá ekki nógu gott fólk hér eða annars staðar í Vestur- Evr- ópu. Af hvetju? Því þeir borga lúsar- laun og bjóða vonda aðstöðu. Þeir tíma ekki að hækka launin, svo þeir vilja flytja Pólverja inn í gámum. Á sama tíma flykkjast fslendingar til annarra landa í fiskvinnslu, því þar em borguð mannsæmandi laun. Þetta mál snýst ekkert um útlend- inga. Það snýst um nokkra íslenska at- vinnurekendur sem tíma ekki að borga mannsæmandi laun. Og það, hvort við viljum hjálpa þeim að viðhalda sultar- launastefnu sinni með því að flytja inn vinnuafl sem á engra kosta völ, en verður að taka því sem að þeim er rétt. Við skulum ekki veita þessum ís- lensku fiskverkendum veiðileyfi í lág- launalöndunum. Rétt einsog þeir vilja að við greiðum markaðsverð fyrir fiskinn, skulu þeir greiða markaðsverð fyrir vinnu okkar. Tími þeir ekki að greiða þau laun, skatta og launatengd gjöld sem til þarf, er enginn sem bann- ar þeim að reka fiskvinnsluna sína í Póllandi. En vilji þeir njóta auðlinda landsins, hafna, samgangna, stjórn- kerfis og velferðar skulu þeir borga þau laun sem þarf að greiða til að njóta alls þessa. Þannig ynnum við í raun gegn út- lendingahatri. Því útlendingahatur verður ekki til hjá Páli Péturssyni. At- vinnuleysi og láglaunastefna skapa jarðveg þess. Því hatrið er sjaldnast annað en innibyrgð angist manneskj- unnar um eigin tilveru og þá angist vekur fátækt og atvinnuleysi. En sennilega gerist ekkert þvflíkt. Páll gefur út atvinnuleyfin og Davfð Þór og Össur hrósa sigri. Alvarlegri ógn við íslenska láglaunapólitík hefur verið afstýrt. Og í nafni alþjóðahyggj- unar, mannúðar og frelsis kúldrast Pólverjamir í verbúðunum í Ögurvík við Eyðifjörð, fjarri fjölskyldu sinni. samfélagi og menningu og þræla í slori fýrir laun sem engum öðrum eru bjóðandi. Og fari kellingamar í Framtíðinni aftur að heimta meira en 49 þúsund á mánuði, skundar eflaust frjálslyndi flokkurinn á vettvang og hvetur til út- gáfu atvinnuleyfa fyrir kínverskar konur á Hrafnistu, Sólvangi og St. Jósefs því íslendingar vilji hvort eð er ekki vinna þar. Ó, þetta er indælt stríð. ■ Höfundur er framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. v i t i m e n n Fagnaðarfundir eftir langan aðskilnað: Fannst eftir 14 mánuði. DV skúbbaöi í aöalfrétt í gær þegar blaöiö upplýsti að kötturinn Bangsi væri kominn í leitirnar. Norskar kýr til íslands. Mogginn. Hvað ætli Höllustaða-Páli finnist um það að einhverjar norskar beljur séu að taka vinnuna af rammíslenskum kúm? Þjóðarframleiðsla og útflutningur er óvíða eins mikill og á íslandi. En hvar lendir afraksturinn? Spyr Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Rokkarinn Tommy Lee getur eyðilagt feril Pamelu: Þykir afbrýðisamur, ráðríkur og frekur. DV bætti lesendum það upp í gær, að í Morgunblaðinu var, aldrei þessu vant, ekki stafkrók að finna um Pamelu Anderson. Sjálfselskar og slappar til ásta. Þá vitum viö hvernig fyrirsæturnar eru í rúminu - þökk sé DV í gær. Velta fyrirtækja jókst um 6% milli áranna 1993 og 1994: Gróðinn fimmfaldast Tíminn sagði launamönnum upplífgandi fréttir í gær. Stundum þarf að ljúga að lygurum. Andófsmaðurinn Harry Wu um veru sína í kínversku fangelsi. Ég sagði [við eiginkonu mína]: Ég hugsaði ekki mikið um þig vegna þess að ef ég hugsaði mikið um þig hefði ég gengið af vitinu. Ég hefði þurft að búa mig undir að deyja. Harry Wu um fangelsisvistina. Þegar Serbar hafa að mestu af- greitt Bosníumenn, munu þeir í vaxandi mæli snúa sér að Albönum í Kosovo og Ungverjum í Vojvodina. Blóðbað þeirra í Kosovo verður tæpast mildara en það hefur verið í Bosníu, af því að mikill meirihluti íbúa Kosovo er albanskur að þjóðerni. Forystugrein Jónasar Kristjánssonar í DV í gær Hann sagði í viðtali við CBS í gær að sum kvöld hefði hann verið ofurölvi og gæti ekki munað eftir ýmsu sem hann er sakaður um. Hann sagðist hafa hætt að drekka fyrir þremur árum. Morgunblaðið að segja frá útskýringum bandaríska öldungadeildarþingmanns Bobs Packwoods, sem sakaður er um að hafa áreitt 19 konur kynferðislega síðustu 30 ár. ViUtir á Vefnum ■ í gær sögðum við frá heimasiðú breska Verkamannaflokksins og nu er komið að löndum þeirra, Frjálslynd- um demókrötum, sem stæra sig af því að vera mest „wired" stjórnmála- flokkurinn. Þegar maður smellir sér Democral Ilome Page iritsin ‘1 moti h•ir«d politicnl purty. inná http://www.compulink. co.uk/libdems/ kemur hinsvegar strax í Ijós eini gallinn við heimasíð- una: þessi aulalegi Paddy Ashdown er bókstaflega allsstaðar - hvort sem það er andlitið á honum eða enda- lausar tilvitnanir í leiðtogann („Inter- netið er besta dæmið um lýðræðis- legt, opið og ómiðstýrt samfélag í heimi nútímans"). Einhvernveginn fer maður að sakna David Owen við að fletta þarna i gegn og geta hvergi sloppið undan Paddanum. Saga flokksins, stefna hans og oft og tíðum stórsniðugir slagorðamolar ásamt it- arlegri síma- og netfangaskrá gerir annars heimasíðu Frjálslyndra demó- krata vissulega að bestu heimasíðu stjórnmálaflokka í Bretlandi, en það segir kannski meira um hina en þá... staffan&centrum. is veröld ísaks Heildaríjöldi mannkyns fyrir tvöþúsund árum - á dögum rómverska keisarans Júlíusar Sesars - var ekki nema 150 milljónir. í dag er staðan þanrúg að á hveiju einasta ári fjölgar í röðum mannkyns um hátt í 200 milljónir. - Þetta hlýtur að enda með ósköpum. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts. h i n u m e g i n Kosningabarátta Stein- gríms J. Sigfússonar í Alþýðubandalaginu virðist að ýmsu byggð á fyrirmyndum úr Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur nú opnað kosningamið- stöð í Skipholti, þarsem að- gerðir í lokasókninni verða skipulagðar. Miðstöð Steingrims verður opin alla daga vikunnar, og fylgir sögu að þangað geti óðfúsir sjálfboðaliðar komið og skráö sig til starfa... Vesturbæingar eru að von- um kampakátir þessa dag- ana eftir sigurinn á Fram í bik- arúrslitum og hafa fullan hug á því að velgja Skagamönnum undir uggum þegar þeir koma í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld. Sigri Skagamenn hafa þeir tryggt sér Islandsmeist- aratitilinn, þótt fjórar umferðir séu eftir á Islandsmótinu. Það sló dálitlum skugga á úrslita- leikinn að Izudin Daða Dervic var vikið af leikvelli af Guðmundi Stefóni Marías- syni dómara. Þetta var fyrsta rauða spjaldið sem Daði fær hérlendis en áður hafði hann fengið gula spjaldið sex sinn- um. KR-ingar fullyrða að Guð- "FarSide” eftir Gary Larson mundur Stefán hafi veitt Daða öll spjöldin - aðrir dómarar hafi aldrei séð neitt athugavert við framgöngu leikmannsins... Yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé tilvalin að leiða sameiningu á vinstrivæng hafa vakið mikla athygli og umtal. Ur herbúð- um Kvennalistans heyrum við af almennri ánægju: þar er jafnvel farið hlýlegum orðum um formann Alþýðuflokksins fyrir pólitíska framsýni. Kvenn- alistakonur eru annars ekki þekktar fyrir mikla ást á for- manninum - en allir hafa nú leyfi til að skipta um skoðun... Fundur Svavars Gestsson- ar og Jóns Baldvins Hannibalssonar á Korn- hlöðuloftinu var athyglisverð- urfyrir margra hluta sakir. Jón Baldvin hafði ekki komið á fund hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík í 28 ár - síðan á hin- um fræga Tónabíósfundi 1967. Meðal fundarmanna á Korn- hlöðunni voru Kristfn Ást- geirsdóttir Kvennalista, Oskar Guðmundsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, Kjartan Valgarðsson og Svanfríður Jónasdóttir Þjóðvaka, Jón Sæmundur Sigurjónsson fyrrum þing- maður, sem sagði skilið við Alþýðuflokkinn í vetur, Ingi R. Helgason einn valdamesti baktjaldamaður Sósíalista- flokks og Alþýðubandalags, Össur Skarphéðinsson. Hlín Daníelsdóttir, Bolli Valgarðsson, Magnús Árni Magnússon, Jón Þór Sturlu- son, Kolbrún Bergþórsdóttir, Hallgrímur Helgason - og Steingrímur J. Sigfússon... Það vakti mikla athygli þegar Svavar Gestsson sakaði Alþýðuflokkinn um að vera sérstaklega menningar- fjandsamlegur, jafnframt því sem hann lét í veðri vaka að einhver ónefnd öfl vildu „leggja niður íslenska menningu". Kolbrún Bergþórsdóttir brást ókvæða við þessum yfirlýsing- um og kannaðist ekki við að Alþýðuflokkurinn væri á móti menningunni - þvert á móti. Fór svo að lokum að Svavar Gestsson sá sitt óvænna og baðst afsökunar... „Já, en þú hefur eitthvad misskilið þetta, Stanley minnl Þú þarft greinilega að panta þér tíma hjá galdralaekninum og ég er bara ekki hann. Ég er bifvélavirkinn... fimm á förnum vegi Að Vigdísi undanskilinni, hver er þá best fallin(n) til að vera forseti íslands? Ólafur Már Svavarsson, Unnar Vilhjálmsson, Sveinn Rúnar Benedikts- Páll Hannesson, sölumað- nemi: Án vafa er það séra íþróttakennari: Ég get nú son, nemi: Jakob Bjarnar ur: Jón Baldvin Hannibalsson. Pálmi Matthíasson. tæplega hugsað mér annan for- Grétarsson, „Górillan11 á Aðal- Engin samkeppni. seta en Vigdísi. stöðinni. Garðar Guðjónsson, kynn- ingarfulltrúi: Ég hef ekki hugleitt þetta, en það verður erfitt að finna verðugan arftaka Vigdísar sem sátt getur orðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.