Alþýðublaðið - 07.09.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.09.1995, Síða 3
FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Ýmislegt er hægt, sumt er mögulegt og útiloka má annad „Hinir eldri SUSS-arar, nei fyrirgefið SUS-arar, höfðu nefnilega heyrt Davíð þar tala um að ísland hefði ekkert að gera inn í slíkt bandalag, því á íslandi byggi frjáls þjóð í frjálsu landi sem hefði ekki með neina útlendinga og þess háttar fólk að gera ... Það var því eins gott að reyndari SUS-ararnir SUSSuðu á hina óreyndari eftir að Davíð hafði SUSSað á þá og nú segir allur Sjálfstæðisflokkurinn SUSS. Hjúkk." Hægt er að útiloka aðild að Evrópusambandinu, segja ungir Sjálf- stæðismenn í nýlegri ályktun. Þó ekki allir. Jóhanna Vilhjálmsdóttir formaður utanríkisnefndar Sambands ungra sjálfstæðismanna segir þannig til dæmis að SUS segi að ekki sé hægt að útiloka aðild að Evrópusamband- inu, en Kjartan Magnússon segir hins vegar að flestir segi annað. Þótt sumir segi sumt og aðrir segi annað, en flestir ekki neitt er SUS samt ábyrg samtök ungs fólks sem taka skal alvarlega. Þótt forysta Sjálfstæðisflokksins segi SUSS á SUS þá verða menn að skilja að SUS skilur SUSS enda er það ekki ungu fólki holt að gaspra út í loftið þegar þeir eldri og virtari vilja fá frið. Pallborðið Eiríkur Bergmann Einarsson |/f '/1 skrifar Já það er agi á Sjálfstæðisheimilinu sem svo tilfinnanlega vantar annar- staðar í hinu íslenska þjóðfélagi. Ungt fólk á íslandi ætti því að taka SUS sér til fyrirmyndar og þegja þeg- ar SUSSað er á það, hvort sem það er í SUS eða ekki. A nýlegu þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna lögðu nokkrir óreyndari liðsmenn SUS fram ályktun þar sem segir að ekki sé hægt að úti- loka aðild fslands að Evrópusam- bandinu því innri markaður þess er sá skilvirkasti í heimi. Þeir héldu í einfeldni sinni að sam- keppni á frjálsum markaði (sem þeir höfðu svo oft heyrt Hannes Hólm- stein lýsa sem því kerfi sem tryggði best hamingju hins kapítalíska manns) samræmdist stefnu Sjálfstæð- isflokksins. Svo reyndist þó ekki vera. Þessir framtakssömu en þó óreyndu liðsmenn höfðu sennilega ekki heyrt þjóðhátíðaræðu Davíðs Oddssonar. Hinir eldri SUSS-arar, nei fyrirgef- ið SUS-arar, höfðu nefnilega heyrt Davíð þar tala um að ísland hefði ekkert að gera inn í slíkt bandalag, því á íslandi byggi frjáls þjóð í fijálsu landi sem hefði ekki með neina út- lendinga og þess háttar fólk að gera. SUS-aramir reyndari vissu því að Davíð vildi ekki að SUS segði að ekki væri hægt að útiloka aðild að Evrópusambandinu og tóku því ekkið út úr ályktuninni, sem sagði því ekki neitt og málið svæft, SSSUSSS. SUS-arar verða líka að átta sig á því að þeir eru nú í ríkistjórn með Framsókn sem vill ekki sjá neina út- lendinga á okkar fagra sjálfstæða landi. Guðni Agústsson sagði þeim það fyrir kosningar að ísland eigi að vera fyrir Islendinga og Páll Pétursson vill ekki sjá neina skipsfarma af útlend- ingum koma hingað og hefur því stoppað öll ný atvinnuleyfi til þeirra. Það var því eins gott að reyndari SUS-aramir SUSSuðu á hina óreynd- ari eftir að Davíð hafði SUSSað á þá og nú segir allur Sjálfstæðisflokkur- inn SUSS. Hjúkk. ■ Höfundur er stjórnmálafræðlngur og jafnaðarmaður. Hún Björk okkar Guð- mundsdóttir hlýtur mikla upphefð í nýjasta tölublaði milljónatímaritsins Time. I menningarumfjöllun blaðsins að þessu sinni eru einungis tveir einstaklingar sem njóta þeirrar náðar að fá um sig heilsíðuumfjöllun: Salman Rushdie vegna nýjustu bókar hans - og Björk í tilefni af út- gáfu geislaplötunnar Post. í greininni, sem tveir blaðamenn sáu um að setja saman, er vita- skuld farið feikn lofsam- legum orðum um tónlist Bjarkar og persónu ásamt því sem uppruna hennar er gerð góð skil. í lokin segir að Björk virð- ist grannvaxin og við- kvæm, en hinsvegar þurfi góðan slunk af ein- beitni til þess að þora að yfirgefa hljómsveit [Syk- urmolanaj, heimaland, maka sem heiti Þór [Eldonj og verða alþjóð- leg poppstjarna uppá eigin spýtur. Af slíkri hetju er náttúrlega óþarft að hafa áhyggjur... ú er Páll Magnús- son kominn heim til föðurhúsanna á Lyng- hálsi. Að vísu ekki til að taka við stjórn á íslensk- ameríska stór- búinu Stöd 2 heldur á hann að sitja hjáleiguna Sýn. Sú sjón- varpsrás hefur legið í dvala en ákveðið var að koma henni í gagnið þegar Árni bíókóngur Samúelsson og fleiri boðuðu nýja sjónvarpsstöð. Páll hefur boðað að útsendingar hefjist innan skamms og aðeins verði boðið upp á úrvalsefni, innlent sem erlent. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar Páls hefur enginn annar starfsmaður verið ráðinn að Sýn og sjálfur hefur hann ekki einu sinni fengið eigið skrifborð enn sem komið er... Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra hefur nú ákveðið að fram fari heildarendurskoð- un á stefnu ríkisins í starfs- mannamálum. Endurskoðun- inni er ætlað að taka bæði til gildandi laga og framkvæmdar á starfsmannahaldi. Markmið endurskoðunarinnar er að auka hagkvæmni i ríkisrekstrinum, stuðla að bættri þjónustu hins opinbera og að gera starfs- mannastefnu ríkisins skýrari en nú er. Einhver húrrahróp munu örugglega heyrastfrá almenn- ingi ef það gengur eftir - sér- staklega þetta með bættu þjón- ustuna. Til þess að vinna að þessu verkefni var vitaskuld skipuð nefnd. í henni eiga sæti Eiríkur Tómasson prófessor, formaður, Inga Dóra Sigfús- dóttir stjórnmálafræðingur og Þórður S. Óskarsson vinnu- sálfræðingur. Stefnt er að því að nefndin skili lokaáliti um áramótin 1996/1997. Skilafrest- urinn hlýtur að vera eini ágall- inn við þetta plan Friðriks; eitt og hálft ár er óneitanlega býsna langurtími í pólitík... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson „Sko, sagði ég ekki! Þarna er hann Stefán Hrafn Hagaiín búinn að gera sér hreidur og einsog venjulega er hann á fullu vid að svindla og gera sér lífið þægilegra. Helvítis fíflið hefur náð sér í fjaðradýnu úr Ikea..." Guðrún Rósa Haraldsdótt- ir, knattspyrnuáhugamað- ur: Þetta verður hörkubarátta milli Manchester United, Ever- ton, Newcastle og Leeds. Hjörleifur Finnsson, heim- spekingur: Það verður Li- verpool. Ég hélt nefnilega með þeim þegar ég var fimm ára. Heiðar Bjarnason, gler- ísetningarmaður: Manc- hester United. Þeir eru einfald- lega bestir. Jacques Martin, nemi: Manchester United. Þeir eru svo hrikalega góðir. Símon Örn Birgisson, nemi: Ég spái því að Liverpo- ol verði meistarar í ár þrátt fyr- ir slaka byrjun, en meistarar byija ekki alltaf vel. Blað þitt, Alþýðublaðið, er um margt hnyttið og vel skrifað, en er þó skrifað af meiri hörku en gerist í pólitík í dag. Guðni Ágústsson í opnu bréfi til ritstjóra Alþýðublaðsins. Mogginn í gær. Móðurmálskennarar hafa áhyggjur af því að unglingar þekki ekki algengar vísanir í Biblíuna: Kalla Krist „manninn á plúsnum“. Tíminn hafði af því þungar áhyggjur í gær að unglingar skilji ekki lengur einföldustu tákn Biblíunnar. Ég hef tekið eftir því að þú ert með unga menn í uppeldi sem beita oddinum fast og feta þín hörðu spor á ritvellinum og fara stundum framúr læriföðurnum. Meira af bréfi Guðna. Playboy-telpur og leðrað sex með bjöggvuðu undirspili. Tímísk fyrirsögn á leiklistargagnrýni Lóu Aldísardóttur í Tíma gærdagsins. Hingað til hef ég Iátið mér fátt um finnast um skrif Alþýðublaðsins, enda hinar klúru greinar notaðar til heimabrúks og sjálfsagt glatt á hjalla á meðal ykkar félaga þegar ykkur tekst best upp. Guðni í lokin. Sameiningarmál: Útspil Ólafs Ragnars gæti markað tímamót - Rífandi gangur. Formaður Alþýðubandalagsins leggur fram hugmyndir sem markað gætu tímamót í sameiningarferlinu. Aðeins ein leið eftir, - að flokkar nái saman til að mynda mótvægi við núverandi ríkisstjórnarstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist loksins málgagn í gær þegar Þjóðvaki sló honum upp sem sjálfum Sameiningarmanninum með stríðsletri á forsíðu. Villtir á Vefnum ■ Vegna fjölda áskorana skal það hérmeð tilkynnt að netfang píanóieik- arans, blaðamanns- ins, tónlistarkennar- ans, galdrakarlsins, Alþýðublaðsskrí- bentsins, sénísins og ofurnethaussins Jónasar Sen er http://rvik.is mennt.is/~jssen. Jónas mikli hefur þar af amtörískri hugkvæmni komið sér upp einhverri skuggalegustu og dularfyllstu heima- síðu sem Villtir hafa rekist á - alla- vega hér á klakanum - og vitaskuld munum við segja við frá henni í ítar- legra máli þegar betra tóm gefst... ■ Vegna umfjöllunar Villtra um tíma- rit fyrir skemmstu sem tekið var fram að væri sérstaklega skrifuð fyrir Stefán Jón Hafstein, fjölmiðlarann umdeilda, er rétt að upplýsa það, að Stefán Jón er einn af ástkærum tö I vu póstvi n u m Villtra. Þið ykkar sem hafið hug á því að bögga manninn að einhverju ráði gerðuð best með því að fara að ráði Villtra og beina því leiðindanöldri á net- fangið stefanj on@centrum.is - það er altént skárra en að hringja á ræfilsgreyið um nætur eða trufla hann í þau örfáu skipti sem hann hættir sér á Astró til Helga og Halls staffan@centrum.is veröld ísaks Stefán Jón. Læknar í Indlandi til foma þóttu nokkuð slyngir í Iýtaskurðlækning- um. Algeng aðgerð var til dæmis að búa til ný nef á fólk sem hafði misst það á einhvem hátt. (Þess ber að geta að afskurður nefs var algeng refsing fyrir hórdóm á þessum tímum.) Nefið nýja var búið til með því að taka þnhymingslagaða skinnpjötlu af enninu, móta hana og sauma yfir nefstæðið. Tveimur bambusprikum var síðan stungið í gegn svo sjúklingurinn fengi andað. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.