Alþýðublaðið - 14.09.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.09.1995, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 áleitnar spurningar ■ Hið gamalgróna kaffihús Mokka sett á annan endann vegna myndlistasýningar Við erum þessir ungu upprennandi lista- menn sem horfa sakleysislegum augum á framtíðina... - segja Hekla Dögg, Hildur Jónsdóttir, Erling Klingenberg og Valborg Salóme Ingólfsdóttir í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur. „Sýningin verður opnuð klukkan tíu á laugardagskvöldið. Við ætlum að breyta innréttingunum á Mokka, setja upp skilrúm, myndir og hljóð... en þetta er eitt verk,“ sögðu listamennim- ir fjórir sem opna sýningu á Mokka, Skólavörðustíg, á laugardagskvöldið. Blaðamaður Alþýðublaðsins hitti lista- mennina á Mokka og spurði þá hvað þeir væru að fara. „Við höfum unnið þetta verk sam- an; það hefur verið heilmikið ferh, all- ar hugmyndir eru ræddar afturá bak og áfram og allir verða að samþykkja hvert smáatriði. Það er varla algengt að fjórir listamenn vinni saman að einu verki. Við setjum upp skilrúm inni á Mokka - svo fólk geti talað meira prívat; baktalað... eða bara tal- að eins og því sýnist. Svo höfum við tekið okkar samræður upp á band; svona dæmigerðar kaffihúsasamræður og þær verða spilaðar af segulbandi - sýningin gengur útá hstamenn á kaffi- húsi... en nei, við verðum ekki héma sjálf allan tímann sem sýningin stend- ur. Við viljum hvetja fólk til að tala meira saman; um aílt miUi himins og jarðar, en ekki síst um stöðu myndlist- arinnar í dag. Sýningin heitir Stóri bróðir - fjórir upprennandi á Mokka - en það var Hannes sem bætti þessu með fjóra upprennandi við... TJpprennandi - hvað þýðir það... Ætliðþið að verða heimsfrœg? „Erling ætlar að verða heimsfrægur - en öll ætlum við að verða alveg rosalega góð. Upprennandi, já við er- um að renna upp... hvað sem það nú þýðir. Við emm náttúrlega orðin al- vöm listamenn." Eru til alvöru og óekta listamenn? „Það er enginn óekta - en það em rosalega margir listamenn, þó margir stundi listina ekki af mikilli alvöru. Margir listamenn em kaffihúsalista- menn - þeir tala fjálglega en fram- kvæmdimar em ekki stórar. Við erum þessir ungu upprennandi listamenn sem horfa sakleysislegum augum á framtíðina... Æ, var kaffivélin ekki í gangi, heyrði þetta nokkur? En við er- urri samt að uppgötva ýmislegt. Við höfum unnið ýmis störf til sjávar og sveita til þess að vinna fyrir hráefni svo við getum stundað okkar mynd- list. Það seljast nánast engin verk - kannski á fyrstu einkasýningu þegar ættingjamir mæta allir og fá sér eins og eitt verk - svo verða þeir leiðir á þessu og þá kemur áfallið. Öll vorum við í námi erlendis í fyrra - fyrsti fúndurinn varðandi þessa sýningu var á Art-Köln — ægilega artý. Við förum öll saman til að sýna í Dubhn á írlandi næsta sumar - Erling verður reyndar ekki með í sýningunni en hann ætlar að slá í gegn.“ Hvert er takmarkið hjá upprenn- andi listamönnum? „Ja, að breyta listheiminum á Is- landi. Það er ekki raunhæft takmark að ætla að reyna að sjá sér farborða með myndhstinni einni saman - það em draumórar. En það er þetta með hstheiminn - okkar stefna er að ryðja öllum leiðinlegum Súmmurum af velli, ónefndum listgagnrýnanda og öllum málsvörum úreltra kenninga. Það kemur náttúrlega nýtt fólk með nýjum tímum - en kannski er það ekki einu sinni til bóta. Maður hélt alltaf að það yrði einhver endumýjun, en svo horfir maður uppá marga af yngri kynslóðinni feta í fótspor gömlu for- kólfanna og taka upp sömu stefnu - það er alveg ótrúlegt. Það verður að passa upp á róttækni og ferskleika - það ríkir ótrúleg þröngsýni í íslenska listheiminum. En enginn þorir að segja neitt - nema einmitt á kaffi- húsi.“ ■ ■ Vísbendingaleikur Alþýðublaðsins Alþýðublaðið heldur í dag áfram með laufléttan spumingaleik, þarsem reynir á hversu mannglöggir lesendur em. Spurt er um menn úr öllum áttum, fslendinga jafnt sem útlendinga, lífs og liðna. Spumingamar em 10 og em gefnar þijár vís- bendingar með hverri spumingu. Sá sem svarar rétt eftir fyrstu vfsbendingu fær þrjú stig, tvö stig fást fýrir rétt svar eftir aðra vísbendingu og eitt stig ef svarið kemur eftir þriðju vísbendingu. Lesendur geta mælt þekkingu sína við svör keppend- anna og Kristjáns Þorvaldssonar og Óla Björns Kárasonar, hér að neðan. FYRSTA VÍSBENDING ÖNNUR VÍSBENDING ÞRIDJA VÍSBENDING 1 Hann var háskólarektor 1973-79. Hann bauð sig fram í forsetakosningunum 1980. Eftir það var hann ríkissátta- semjari um langt skeið. 2 Við spyrjum um skákmeistara sem upphaflega bar ættarnafnið Weinstein. Hann var lærisveinn Botvinniks, og var þriðji á skákmóti 1977 þegar Jón L. Árnason varð heimsmeistari sveina. Hann hefur teflt vel á annað hundrað skákir gegn Anatoly Karpov. co Hann hætti í skóla 16 ára en hefur samt náð miklum frama í stjórnmálum í landi sínu. Eiginkona hans heitir Norma. Hann er arftaki Margrétar Thatcher. 4 Fyrsta skáldverk hans hét Músin sem keðist. Hann er afkastamikill höfundur og hefur líka þýtt mikið af bókmenntum úr spænsku. Frægasta bók hans er lQdega Tómas Jónsson, metsölubók. 5 Hann var umsjónarmaður Sunnudagsblaðs Þjóðviijans 1980- 84. Hefur skrifað tjölda sagnfræðirita, ekki síst um sögu Reykjavíkur. Hann skrifaði þriggja binda ævisögu Jónasar frá Hriflu. CD Þegar óvinir hans höfðu ákveðið að taka hann af lífi sagði hann: Nú réðuð þér það af er mér var nær skapi. Bróðir hans var sundkappi og draugabani. : Hann var veginn ásamt bróður símun í Drangey. 7 Hann er þingmaður í stjórnarandstöðu; hefur milli- nafnið Kristinn, en notar það sjaldan eða ekki. Hann var framkvæmdastjóri Norræna félagsins um skeið og hefur líka ritstýrt Alþýðublaðinu. Hann var heilbrigðisráðherra síðustu ríkisstjómar. 00 Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944 en starfaði lengi við annan menntaskóla. Hann þótti halda uppi ströngum aga og hlaut viðumefni í samræmi við það. Hann lét nýlega af starfi sem rektor Menntaskólans í Reykjavík. 9 Leikari, fæddur 1924, sem meðal annars hefur farið með hlutverk Napóleons, Markúsar Antoníusar og byltingarforingja í Mexíkó. Hann sló í gegn sem ungur töffari, í myndum einsog A Streetcar Named Desire, en síðustu ár hcfur heldur hallað undan fæti. Að undanförnu hefur hver fjölskylduharmleikurinn rekið annan og okkar maður hefur hlaðið utan á sig kílóum. 10 Hann er sonur Þorsteins Gíslasonar ritstjóra og skálds. Sjálfur helgaði hann sig stjórnmálum. Hann var þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík 1946-78. Hann var menntamálaráðherra samfleytt 1956 til 1971. Jöfn keppni ritstjóranna í síðasta vísbendingaleik kepptu Kristján Þorvaldsson, ritstjóri Mann- lífs, og Jón Birgir Pétursson, blaða- maður á Tímanum. Kristján vann með 22 stigum gegn 17, sló þar með Jón Birgi úr leik og heldur því keppni áfram. Mótheiji hans að þessu sinni er Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins. 1. Kristján fékk 2 stig en Óli Bjöm svaraði eftir fyrstu vísbendingu og Óli Björn: Tapar með eins stigs mun. fékk 3 stig. 2. Kristján fékk 2 stig en Óh Bjöm gataði og fékk ekkert stig. 3. Kristján fékk 1 stig en Óh Bjöm 2. Staðan er jöfn: 5- 5. 4. Báðir svömðu rétt eftir fýrstu vís- bendingu og fengu 3 stig. 5. Báðir svömðu rétt eftir aðra vís- bendingu og fengu 2 stig. Staðan er ennjöfh: 10-10. 6. Kristján fékk 2 stig en Óli Bjöm ekkert. Kristján hefur náð tveggja stiga forskoti. 7. Kristján fékk 2 stig og Óh Bjöm sömuleiðis. Staðan: 14-12. 8. Báðir höfðu svarið eftir fýrstu vís- bendingu og fengu 3 stig. Staðan: 17-15, Kristjáni í vil. 9. Kristján fékk 2 stig og Óli Bjöm sömuleiðis. Staðan: 19-17. 10. Kristján fékk 2 stig en Óli Bjöm svaraði rétt eftir fýrstu vísbendingu og fékk 3 stig. Lokastaða: 21-20, Kristjáni í vil. uosb|S)3 ct glAg ot opuBjg uopB|/\j '6 uosspunujQnr) jUQnQ g uossuiA6jo[g uujjspx jnjBAi)6!S 'L uosjBpunuisv !6nm -g uossíiuQU-) uofQns -g uossöjag jnöjaqQng v JO[bi/\| uqop ■£ AOJBdsB>| z uosspieAJoq jn6ne|Qns 't:aOAS J-LHH

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.