Alþýðublaðið - 29.09.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 29.09.1995, Side 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ I a b o ð FOSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1995 Hlustendur Bylgjunnar í fyrra- dag fengu að heyra Margréti Frímannsdóttur og Steingrím J. Sigfússon leiða saman hesta sína í beinni útsendingu. Meðal umræðuefna var fundur sem „Sellurnar", konur í Alþýðu- bandalaginu, efndu til þá um kvöldið þarsem ræða átti konur og völd. Meðal frummælenda voru Margrét og Jóhanna Sig- urðardóttir. Engum duldist að Steingrimur var dragfúll yfir því að fundurinn skyldi haldinn. Hinsvegar rak ýmsa í rogastans þegar Steingrímur hvatti fólk til að fara frekar í bíó en á fundinn um kvöldið! Margrét svaraði að bragði að þetta væri lýsandi fyrir jafnréttisumræðuna innan Al- þýðubandalagsins: varaformaður flokksins vildi frekar að fólki færi á bíó en á fund um jafnréttis- mál... Eitt af fjölmörgum kosningalof- orðum framsóknarmanna snerist um að þeir myndu af- 1. október eru 25 ár síðan Blómaval tók til starfa. Af því tilefni veitum við af öllum vörum fímmtudag til sunnudags. . . . sunnudaginn 1. október bjóðum við viðskiptavinum okkar til mikillar afmælisveislu. Kl. 14 byrjum við að skera 25 metra langa aímælistertu og bjóðum upp á kaffi og gosdrykki. Landsfrægir tónlistarmenn skemmta gestum með léttri tónlist. nema virðisaukaskatt á bækur, kæmust þeir til valda. Það er al- kunna að kosningaloforð hafa til- hneigingu til að gleymast gletti- lega fljótt, en við heyrum nú samt að innan Framsóknar sé talsverður vilji fyrir því að standa við stóru orðin. Nokkrir þing- menn flokksins eru nefndir í þessu sambandi, meðal annars Ólafur Örn Haraldsson, ísólfur Gylfi Pálmason, Jón Krist- jánsson, Valgerður Sverris- dóttir frá Lómatjörn og Hjálmar Árnason. Af þessum valinkunnu þingmönnum mun Ólafur Örn eindregnastur andstæðingur bókaskattsins: hann ætti, sem rit- höfundur, að þekkja risavaxin vandamál bókaútgáfunnar. Jón Kristjánsson ætti að verða drjúg- ur liðsmaður, enda formaður fjár- laganefndar. Ýmsir af þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins hafa og lýst sig andvíga virðisaukaskatti á bækur, svo ekki er öll nótt úti fyr- ir bókavini... Þeir Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra hafa keppst um að lýsa frati á Jó- hannes Jónsson í Bónus fyrir tilraunir hans til að flytja inn hrátt kjöt. Ráðherrarnir segja jafnan að hér sé aðeins um að ræða brellu til að fá ókeypis aug- lýsingu í fjölmiðlum. Það er hins vegar greinilegt að Óskar Magn- ússon Hagkaupsstjóri treystir ekki á ókeypis auglýsingar því hann hefur fengið styrk að upp- hæð eina milljón króna frá Mark- aðsráði landbúnaðarins til að kynna slátur og ferskt lamba- kjöt... Blaðið Dagurá Akureyri minn- ist þess nú að 10 ár eru liðin frá því það var gert að dagblaði. í viðtali við blaðið lýsir Hermann Sveinbjörnsson, sem var rit- stjóri Dags fyrir 10 árum, því hvernig Dagur hætti að vera mál- gagn Framsóknarflokksins: „Ég tók þá ákvörðun að reyna að hafa Dag nokkurs konar málsvara landsbyggðarinnar. Framsóknar- flokkurinn taldi sig auðvitað hafa þá stefnu einnig og þannig fór þetta saman." Svona var það nú auðvelt fyrir Dag að verða frjálst og óháð málgagn Framsóknar... Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði GOÐA, Kirkjusandi v/Laugamesveg, færðu Borgarnesslátur og Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði. Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Sími 568 1370.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.