Alþýðublaðið - 25.10.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.10.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 s k o ð a n i r MPYDUBMBIfi 21007. tölublað Hverfisgötu 8 - 10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Vaxtaflónið raknar úr rotinu Landsmenn hafa að undanfömu verið minntir á staðreynd sem flestir vom búnir að gleyma: Maður er nefndur Finnur Ingólfsson og gegnir embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ráðherraferill Finns hófst með látum í vor þegar hann tilkynnti að hann ætlaði með einu saman handafli að berja niður vexti á Islandi. Digur- barkalegar yfirlýsingar framsóknarmannsins unga vöktu nokkra kátínu, og alltjent þótti málflutningur hans ekki til marks um að hann byggi yfir víðtækri þekkingu á hinum fínni blæbrigðum efnahagslífsins. Segja má að Sverrir Hermannsson landsbanka- stjóri hafí svo slegið ofurhugann unga í pólitískt rot þegar hann lýsti yfir því að viðskiptaráðherra væri „vaxtaflón“. En nú er Finnur Ingólfsson semsagt kominn aftur á kreik. Þess sjást því miður engin merki að hin pólitíska hvíld hafí orðið hon- um til góðs, nema síður sé. í vor kom Finnur einum bankastjóra í uppnám með yfirlýsingum sínum: í síðustu viku afrekaði hann hinsvegar á einum degi að koma heimsmarkaði á áli í uppnám, auk þess að stefna í óvissu viðkvæmum viðræðum um aukna ál- framleiðslu á Islandi. Ennþá hefur Finni ekki tekist að skýra hvað rak hann til að lýsa yfir fyrirhugaðri stækkun álversins í Straums- vík. Ekki var annað vitað en að enn ætti eftir véla um málið og niðurstaða fráleitt í höfn. Reutersfréttastofan sá hinsvegar ástæðu til að koma yfirlýsingum Finns á framfæri við umheiminn enda er almennt litið svo á, að ráðherrar búi yfir lágmarksþekkingu á sínum málaflokkum. Það er því ekki við Reutersfréttastofuna að sakast þótt hún hafi átt þátt í því að dreifa ekki-frétt Finns Ingólfssonar um heims- byggðina. Fréttin kom hinsvegar samningamönnum svissneska fyrirtækisins Alusuisse-Lonza í opna skjöldu. Morgunblaðið ræð- ir í gær við Kurt Wolfensberger, aðalsamningamann fyrirtækis- ins, þarsem hann segir að ótímabærar yfirlýsingar geti haft nei- kvæð áhrif. Hann segir: ,,Ég átti sannarlega ekki von á einhverri yfirlýsingu frá iðnaðarráðherra. Það er rétt að undirbúningsstarf- inu er að mestu lokið en stjóm fyrirtækisins á eftir að fjalla um stækkunina og áður en hún gerir það er ekki hægt að tala um stækkun. Það getur haft neikvæð áhrif.“ Ekki er ljóst hvort Finnur Ingólfsson var einvörðungu á valdi óskhyggjunnar þegar hann fann skyndilega hjá sér hvöt til að halda því fram að stækkun álversins væri frágengin. I öllu falli virðist hann haldinn örvæntingarfullri þörf til að minna þjóðina á að hann sé ráðherra í ríkisstjóm landsins. Eftir að hafa stækkað álverið á föstudaginn - og lækkað álverð á heimsmarkaði í leið- inni - brá hann sér norður á Akureyri þarsem hann lýsti áformum sínum um uppstokkun lífeyrissjóðakerfisins. Nú eru að vísu margir þeirrar skoðunar að lífeyrissjóðakerfið þarfnist ítarlegrar endurskoðunar, en yfirlýsingar Finns í þessum efnum virtust ætt- aðar úr draumheimi rétt einsog fróm áform hans í álmálinu. Við- brögð Sverris Hermannssonar við nýjustu yfirlýsingum vaxta- flónsins segja það sem segja þarf um það álit sem viðskipta- og iðnaðarráðherra nýtur - Sverrir kvaðst einfaldlega ekki tjá sig um málið þarsem hann væri „ekki á sama umræðuplani og þessi Finnur.“ „Þessi Finnur“ verður trúlega margvísleg uppspretta furðu og kátínu meðan hann situr í ráðherrastóli. Það er hinsvegar alvar- legt þegar málæði og óskhyggja ráðherrans stefna í tvísýnu brýn- um hagsmunamálum íslendinga. Því er það mikið efamál að ís- lendingar hafi efni á ráðherranum Finni Ingólfssyni. ■ Klám og erótík í Odda Þegar nýr kapítuli hefst í lífi manns og blaðs er sjálfsagt að kynna hann ögn nánar, að minnsta kosti sí svona í byrj- un. Skrifin í þessum dálki verða ekki bundin við myndlist eins og lesendur gætu í fljótu bragði ætlað heldur verður reynt að tengja myndlistina menning- unni svo þessi „fagra iðja“ endi ekki uppi á hanabjálka eins og aflóga fat, sem enginn kannast við að hafa skilið þar eftir. En það er nefnilega svo að í allra seinustu tíð eru skrif um myndlist orðin að einhverri háaloftsiðju, sem menn stunda í einrúmi, hver með sín- um nafla, í stað þess að vera hálofta- flug með augljósum rákum á himni í ætt við fontinn á veggnum hjá Kalda- eakonungi forðum. Myndlist | Halldór Björn Runólfsson listfræöingur skrifar Það sem átt er við, er að umfjöllun um myndlist er á góðri leið með að verða eins sértæk og spennandi og dag- bókin um næturvakt apótekanna eða messurnar á sunnudögum. Islensk myndlistarumræða er með öðrum orð- um að daga uppi í innantómri tilkynn- ingaskyldu um hver sýni hvar og hvað hveijum finnist um þann sem þar synir. Myndlistarheimurinn á Islandi er svo skemmtilegur að það liggur við þeir sem standi utan hans nenni ekki lengur að geispa yfir fféttum þaðan. Almenningur finnur nákvæmlega enga þörf hjá sér fyrir að fylgjast með því sem gerist í myndlist samtímans enda kemur hann nær hvergi auga á tengsl hræringanna við daglegan rekst- ur eigin sálar. Það sem listamenn ræða hvað fjálglegast sín í millum virðist ekki snerta lengur manninn á götunni. Getur slíkt ástand talist eðlilegt? Er þetta reynsla annarra þjóða, eða er þetta sambandsleysi einvörðungu bundið við íslenskar aðstæður? Það er erfitt að geta sér til um ástandið úti í hinum stóra heimi, en eins og það kemur mér fyrir sjónir í löndunum kringum okkur - Norður- löndum og Evrópu - er ástandið á þeim bæjum snöggtum skaplegra. Þar kemur til að umræða um myndlist er miklu frjórri og sýningahald miklu marg- breytilegra en hér heima. Á meðan ein aðferð, sýn eða stíll ræður í megindrátt- unm ferðinni hjá okkur má finna ólík- ustu og óvenjulegustu tjáningarform, hlið við hlið.'f sýningasölum evrópskra frænda okkar. Það er ekki bara verið að fást við og fjalla um myndlist út frá altækum feg- urðargildum forma og línuspils heldur er verið að finna henni sem tjáningar- miðli nýjar og áður ónumdar leiðir. Það þýðir að eins og hún er iðkuð víðast hvar er Iöngu búið að sprengja af henni rammana sem héldu henni innan marka hreinnar myndrænnar tjáningar. Mynd- list samtímans lætur sig allt varða ná- kvæmlega eins og bókmenntir, kvik- myndir eða leikhús. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi segja þeir myndlist- armenn, sem nú brýna meitlana og ydda blýantana. Heimur okkar er eng- inn sérheimur viðlíka Pamassosfjallinu IUmfjöllun um myndlist er á góðri leið með að verða eins sértæk og spennandi og dagbókin um næturvakt apótekanna eða messurnar á sunnudögum. forðum. Við temjum okkur ekki að h'ta niður á almenning því við erum eins mikill hluti af honum og hann er sjálf- ur. Þess vegna er ekki laust við að manni finnist skjóta eilítið skökku við þegar maður er hættur að sjá venjuleg- an almenning á athygliverðustu opnun- um í Reykjavík og nágrenni. Það er eins og eitthvað annað en hreina mynd- list þurfi til að trekkja fólk á sýningar. Ef ekki er ilmandi kaffi- og kökulykt lætur hinn venjulegi Islendingur varla sjá sig á þeim vettvangi ótilneyddur. Fólk heldur að vísu áfram að stunda hefðbundnar listsýningar, en fæstir bæta nýrri upplifun við skilning sinn. Smám saman verður slík þróun mála að spennitreyju, sem skilyrðir listina og bindur við ákveðnar og afarþröngar forsendur. Listamenn jafnt og almenn- ingur fara að trúa því að myndlist sé ekki fær um að túlka önnur áreiti en huglæga hrinfingu, einkum frammi fyr- ir fegurð náttúrunnar. Það hljóp þvi' heldur betur á snærið fyrir áhugamenn um myndlist í Odda á fimmtudaginn. Þar var í hádeginu hald- in málstofa um það athyglisverða efni „klám og erótík í listum“. Framsögu höfðu þrjú, þau Gunnar J. Árnason heimspekingur, Anna Sveinbjarnar- dóttir kvikmyndafræðingur og mynd- listarmaðurinn Hekla Dögg. Gunnar lagði út af sögulegum tvískinnungi list- arinnar gagnvart nekt og ástleitni. Með nokkrum vel völdum dæmum sýndi hann ffam á tvöfeldnina í klassískri list fyrri tíðar. List sem ætlað var að örva fegurðarskyn og háleita hugsun með áhorfendum var jafnframt íklædd lokk- 'andi og lostafullum búningi. Því miður var tími Gunnars of takmarkaður til að honum auðnaðist að velta upp innri mótsögnum nektarfylgninnar í klass- ískri myndlist. Þeirri spumingu var til dæmis aldrei varpað fram hvers vegna Grikkir til foma litu karllega nekt mild- ari augum en kvenlega, andstætt öllum venjubundunum viðhorfum á vomm dögum. Anna Sveinbjamardóttir rakti einmitt sögu bersögulla mynda út frá stöðluð- um gildum iðnaðarins í Hollywood, en ólíkt Fom- Grikkjum leggja Banda- ríkjamenn blátt bann við allri hispurs- lausri opinbemn karlmannslíkamans. Öðm máh gegnir um kvenlega nekt á þeim bænum. Hins vegar kippa Evr- ópubúar sér varla lengur upp við „stríp- aðar“ senur á hvíta tjaldinu og gildir þá einu hvort kynið sprangar þar um garða. Því miður vannst heldur enginn tími til að ræða betur þenna mikla mun á viðhorfum vestrænna þjóða til nektar. Að endingu hélt svo Hekla Dögg stutta en gagnorða tölu um eigin verk og sýndi afrakstur síðustu ára nteð lit- skyggnum. Hún fæst við erótík í sam- stillingum sínum - innstallasjónum - og gjömingum. Einlægni Heklu Dagg- ar hlýtur að hafa brætt hjörtun í troð- fullum salnum þótt list hennar, sem samanstendur af kleinubakstri, þeyttum ijóma, nælonsokkum og ljósmyndum af kynfæmm, kæmi mörgum bersýni- lega á óvart. Loksins var hér komin umræða um myndlist, þótt alltof stutt væri, um eitthvað sem máli skipt- ir. Kynningin í Odda var því eins konar himnasending í harðlífinu sem einkennt hefur innlenda umræðu um listir og menningu. Enda þótt betur megi ef duga skal er þetta vissulega skemmtileg bytjun og aðstandendum til sóma.H 2 5. c Atburðir dagsins 1556 Karl V Spánarkonungur dregur sig í hlé í klaustur og skiplir ríkinu milli sonar síns og bróður. 1852 Barnaskólinn á Eyrarbakka settur í fyrsta sinn. Hann er elsti barnaskól- inn sem enn er starfræktur. 1875 Fyrsta borgaralega hjóna- vígslan fór fram á íslandi. 1971 Tævan vísað úr Sameinuðu þjóðunum lil að rýma fyrir Kínveijum. Afmælisbörn dagsins Johann Strauss 1825, austur- rískur tónsmiður, kunnastur fyrir vinsæla valsa. Georges Bizet 1838, franskt tónskáld, höfundur Cannen. Pablo Pie- asso 1881, spænskur listamað- ur. Annálsbrot dagsins Ein kona drap bam sitt í læk og í því bili, sem bamið gaf af sér 3 hljóð, varð himinninn blóð- rauður og heyrðust 5 hljóð í lopti. Vatnsfjaröarannáll yngri 1615. Málsháttur dagsins Þar kemur biskupinn og hún Bama-Lauga. Súpa dagsins Konur og súpur á ekki að láta bíða, þá kólna þær. O. Serander. Spekingar dagsins Ekki hafa Hofverjar verið spekingar miklir en þó hefir þeim vel flest tekist. Vopnftrðinga saga. Orð dagsins Frelsið er ei verðlögð vara, veiti.il ei með tómuin lögwn. Það er andans ófœdd dóttir. ekki mynd úr gömiwn sögwn. Hannes Hafstein. Skák dagsins Tékkneski stórmeistarinn Jansa hefur aldrei verið í fremstu röð en hann á sína spretti. Hann leikur listir sínar í skák dagsins gegn Konopka. Liðsafli er jafn en hvítir menn Jansa em betur í sveit settir, og hann blæs nú til orrustu. Hvítur leikur og vinnur. 1. HxgóH Bxg6 2. Bxg6+ Kxg6 3. Dg4+ Kf6 4. d5+ Ör- lög Konopka eru innsigluð. Hann gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.