Alþýðublaðið - 25.10.1995, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.10.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTOBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Afram stelpur... kvóta. Stjómendur myndu frekar gefa konum tækifæri auk þess sem konur myndu í auknum mæli sækja um stjómunarstöður ef þær vissu að þær hefðu tækifæri. Þegar frá liði gæti hlutfallið jafnvel orðið hærra þegar fleiri konur koma nálægt mannaráðn- ingum og/eða mannabreytingum. Takið eftir að fyrirtækin verða sjálf að ráða þessu. Það er ekki hægt fyrir stjómmálamenn að stýra því hvemig fyrirtæki stjóma sínum mannaráðning- um með Iagasetningum. Önnur leið er sú að veita viðurkenningar, til dæmis sambærilega og þegar Gæðastjómun- arfélag Islands veitir hvatningarverð- laun fyrir gæðastarf fyrirtækja. Það þarf að komast í tísku að ráða kven- fólk til ábyrgðarstarfa. Þannig verður fjölbreytnin meiri í stjórnum fyrir- tækja og meiri líkur á að nýjar öflugar hugmyndir fæðist atvinnulífinu til heilla. Höfundur er viöskiptafræðingur r Ur herbúðum Daviðs Oddssonar heyrum við að ýmsir vinir hans telji nú einsýnt að forsætisráðherra gefi kost á sér í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Ekki er þó talið að Davíð sé búinn að taka endanlega ákvörðun, en menn vænta að minnsta kosti véfrétta á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um mánaðamótin... Jafnan er mikil samkeppni á jólamarkaðinum milli endurminninga og ævi- sagna, enda eftir miklu að slægjast. Hörpuútgáfan stal senunni í fyrra þegar forlag- ið átti tvær ævisögur sem til- nefndar voru til íslensku bókmenntaverðlaunanna, og í ár gefur Harpa út bók sem trúlega sætir tíðindum: Ragnar í Skaftafellieftir Helgu Einarsdóttur. í bók- inni er sagt frá lífi og störf- um i einni afskekktustu sveit landsins og þrotlausri bar- áttu við óblíð náttúröfl. Ragnar varfyrsti þjóðgarð- svörðurinn og mikið er sagt frá þessari einstöku náttúru- perlu. Harpa gefur líka út bók Þóris S. Guðbergsson- ar þarsem sex viðmælendur hans líta yfir farinn veg. Þar getum við lesið frásagnir Guðlaugs Þorvaldssonar fyrrverandi ríkissáttasemj- ara, Guðrúnar Halldórs- dóttur skólastjóra, Úlfars Ragnarssonar læknis, Fanneyjar Oddgeirsdóttur húsmóður, Daníels Ág- ústssonar fyrrverandi bæj- arstjóra á Akranesi og Þóru Einarsdóttur Indlandsfara. Forvitnir og fróðleiksfúsir ættu því að fá eitthvað við -sitt hæfi... Mikið uppistand varð í vor þegar vörpulegir lögreglumenn voru sendir á leiksýningu Guðrúnar Gísladóttur i Hlaðvarpan- um til að fylgjast með með- ferð fslenska fánans. Möppu- dýr í stjórnkerfinu hafði rekið augun í Ijósmynd í dagblaði þarsem leikkonan sveipaði um sig fána, og klagaði um- svifalaust í lögregluna. Skýrsla lögreglunnar hefur nú verið rannsökuð af emb- ætti ríkissaksóknara, og á þeim bæ komust menn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða. Allt reyndist þetta semsagt dálít- ill stormur í vatnsglasi... "FarSide" eftir Gary Larson Veggjakrot i víti. eilífa stríð á milli kynjanna. Málið er að þeir þekkja betur til karlmanna og hafa ekki kjark eða hugmyndaflug til að láta á það reyna hvort að kona gæti sinnt sama starfi. Þeir gefa konunum ekki tækifæri, varla til að koma í við- tal og halda því jafnvel fram að hæfar konur finnist ekki til að sinna þessum störfum. Það undarlega er að þetta viðhorf er til staðar þrátt fyrir að fleiri og fleiri konur sækjast í háskólanám og rannsóknir hafa sýnt að þær eru að meðaltali með hærri einkunnir en karl- menn. Þær örfáu konur sem eru við stjórnvölinn reyna eflaust sitt til að gefa konum tækifæri enda hlýtur að vera leiðigjamt til lengdar að vera eina „stelpan" í hópnum. En baráttan er hálf vonlaus sérstaklega ef karlmenn- imir sjá engan hag í því að breyta sínu hegðunarmynstri. Líkumar á að missa af hæfum ein- stakleingi em ansi miklar ef við gemm ráð fyrir að 30-40% þeirra sem gætu komið til greina við ráðningar í stjóm- unarstöðu em kvenkyns (ég geri fráð fyrir þessari prósentutölu þar sem um það bil 40% mannaflans á vinnumark- aði em konur). Það er ekki bara slæmt fyrir konur að þær fái ekki tækifæri heldur líka fyrir atvinnulífið. Fýrirtæki eiga að sjálfsögðu alltaf að leitast eftir því að fá hæfasta einstaklinginn óháð hvers kyns sá einstaklingur er. Jafn- framt þarf að huga að því að stjóm- endur samanstandi ekki af of einsleit- um hóp sem gefur Utlar líkur á nýjum og „öðruvísi" hugyndum. Fyrirtækin mega ekki gleyma því að í flestum til- fellum gildir það að 50% viðskipta- vina em og verða kvenkyns. En hvað er til ráða? Eg verð að játa það að ég hef skipt um skoðun. Eina ráðið er að mínu mati að setja upp kvóta á kynin. En er þá ekki verið að taka konur framyfir karlmenn óháð hæfileikum? Nei, ef fyrirtæki myndu setja sér lágan kvóta til að byija með, til dæmis að 20-30% stjómenda ættu að vera konur þá er ég ekki vafa um að nógu margar hæfileikaríkar konur myndu finnast til að fylla upp í þann Þær örfáu konur sem eru við stjórnvölinn reyna eflaust sitt til að gefa konum tækifæri enda hlýtur að vera leiðigjarnt til lengdar að vera eina „stelpan" í hópnum. Um daginn veittist mér sá heiður að vera fundarstjóri á fundi sem Stúd- entaráð Háskóla fslands stóð fyrir. Þetta var einn af mörgum fundum fé- lagsins þá vikuna um jafnréttismál en þessi bar yfirskriftina „jákvæð mis- munun". Eg tel mig jafnréttissinnaða en hef þó alltaf verið sannfærð um að konur eigi að komast áfram á eigin verðleikum en ekki „bara útaf því að vera kona". Kynjakvótar og jákvæð mismunun em því ekki þær leiðir sem ég hafði hugsað mér að væm vænleg- Pallborðið Hrönn Hrafnsdóttir skrifar ar til árangurs fyrir metnaðargjamar konur. Það væri ekki notaleg tilhugs- un að vera komin í einhverja stöðu eða embætti eingöngu kynferðisins vegna. En bíðum nú aðeins við, er það ekki einmitt það sem gerist hjá karl- mönnum? Eins og staðan er í dag em þeir iðulega teknir fram fyrir konur við stöðuveitingar og mannaráðningar að mestu leyti á gmndvelli kynferðis og ekki þykir það tiltökumál, þeir gera sér ekki einu sinni grein fyrir þessu sjálfir. Hvers vegna held ég þessu fram? Staðreyndimar tala sínu máli. Sam- kvæmt skýrslu Hagstofu Islands, Kon- ur og karlar (apríl 1994) þá em 5% embættismanna og stjómenda konur. Það þarf ekki mikinn spekúlant til að sjá hveijir hafa völd til að ráða í stöð- ur og þá hvort kynið er líklegra til að vera ráðið. Alla vega trúi ég því að það sé tilhneiging hjá karlmönnum að ráða frekar karlmenn þó að jafn hæf kona sé til staðar. Astæðan er ekki sú að karlmenn séu svona illgjamir og ég trúi ekki heldur á kenninguna um hið fimm á förnum vegi Hversu mörg ríki eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum? Réttsvaniss Hreinn Sigurðsson nemi: Ekki hugmynd um það. Ætli þau séu ekki um 50. María Jónsdóttir húsmóð- ir: Ég held að þau séu um 13. Garðar Garðarsson sölu- maður: Þau eru 30 til 40. Sandra Laxdal nemi: Þau em 185. Vita það ekki allir? Sigurður Ragnarsson veg- farandi: Ég tippa á 183. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Þegar ég var bam óskaði ég þess að mamma mundi deyja, en flestir sem þekktu hana vom reyndar sömu skoðunar. Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal. Newsweek. Ég hvet þá sem venja komur sínar á bari höfuðborgarinnar, til að fá sér einn léttan fyrir svefninn, að skella sér á Leynibarinn í Borgar- leikhúsinu þegar tækifæri gefst (og að sjálfsögðu alla hina líka). Soffía Auður Birgisdóttir var himinlifandi yfir sýningu Borgarleikhússins á Bar pari. Mogginn í gær. Samkvæmt auglýsingum trúa sum- ir íslendingar því, að þeir geti frelsazt frá ofáti og grennst með því að kaupa nuddtæki eða ákveðnar tegundir af aðskornum nærbuxum. Samkvæmt vöruúrvaii nýaldar- verzlana trúa sumir Islendingar beinlínis á stokka og steina. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Fréttastofa Stöðvar 2 býður uppá sérstæða skemmtidagskrá á fóstu- dagskvöldum. Þá fá þeir Hannes Hólmsteinn og Mörður Árnason þriðja mann til viðræðna og talar hinn fyrrnefndi fyrir þá alla. Oddur Ólafsson fór á kostum í Ttmanum i gær. Ég átti sannarlcga ekki von á einhverri yfiriýsingu frá iðnaðarráðherra. Furðu lostinn Kurt Wolfensberger aðalsamn- ingamaður svissneska fyrirtækisins Alusuisse- Lonza að tjá sig um yfirlýsingar Finns Ingólfs- sonar um álmál. Mogginn í gær. Ég ætla að lesa við rafmagnsljós - nei. ' Nei, ég ætla lesa, liorfa á sjónvarpið og hlusta á útvarpið. Alma Abduzaimovic, íbúi í Sarajevo, eftir að rafmagn var aftur sett á borgina. Sarajevo var rafmagnslaus i marga mánuöi. fréttaskot úr fortíð Mr. Laughlin og hús Jónatans Mr. Laughlin heitir frægur amerískur fimleikamaður, setn nýlega sýndi fífl- dirfsku sína uppi á þakinu á gistihús- inu „Congress" í Chicago. Raunin sem hann stóðst, var hvorki meiri né minni en sú, að hann setti stól á þak- brúnina á húsinu, sem er 200 metra hátt, og stóð svo á höndunum á stóln- um. Þetta varð hann að gera til þess að fá stöðu látins félaga síns á fjöl- leikahúsi. En sá hafði gert svipuð hreystiverk, en drepið sig á þeim. Það mun óhætt að segja, að ekki munu margir geta leikið þetta eftir Laug- hlin, og taugastyrkleik tnun við þurfa meiri en í meðallagi. Skyldu til dæm- is margir þora að standa á höndunum, þó ekki væri nenia á þakbrúninni á húsi Jónatans Þorsteinssonar? Alþýöublaðið, 6. október 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.