Alþýðublaðið - 25.10.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 25.10.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 m e n n i n g Skopmyndir afbarnum Verkefni: Barpar Höfundur: Jim Cartwright Pýðing: Guðrún J Bachmann Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir Leikmynd og búningar: Jón Þórisson Lýsing: Lárus Björnsson Sýningarstaður: Barflugurnar, í sam- vinnu við Leikfélag Reykjavíkur, Borgar- leikhúsið - veitingabúð Það er eitthvað við verk Jims Cartwrights sem fellur Islendingum vel í geð. Þannig hefur Þjóðleikhúsið sýnt tvö verka hans við miklar vin- sældir: Strœtið og Taktu lagið Lóa. Leikfélag Akureyrar sýndi aftur á móti Barpar ekki alls fyrir löngu og ekki urðu vinsældir þess minni. Sýn- ingarnar teygðust yfir tvö leikár og Akureyringum var boðið að koma með verkið suður, á Listahátíð í Reykjavík. Þess vegna vakti það undr- un mína að Leikfélag Reykjavíkur ætlaði að taka þetta verk til sýningar. Það skýrðist hins vegar með því, að það er ekki Leikfélagið sem stendur fyrir þessari sýningu, heldur leikhóp- urinn Barflugur sem er einn þeirra leikhópa sem í vetur fær skjól undir þaki Borgarleikhússins. Þetta verk Cartwrights er fremur einfalt í byggingu, segir frá hjónum sem reka lítinn pöbb og leikararnir sem leika þau bregða sér síðan í hlut- verk hinna ýmsu bargesta. Þar fara oftast týpur sem flestir kannast við, þó vissulega séu þær dregnar nokkrum ýkjudráttum. Eins og í mörgum verk- Leikhús um höfúndarins er ýkjuskop áberandi, en undir niðri má þó alltaf greina sárs- auka sem skerpir skopið en ljær um leið verkunum dýpri og sammannlegri tón sem vissulega eykur gildi þeirra. Leikstjóri þessarar sýningar er Helga E. Jónsdóttir sem þrátt fyrir langan leikaraferil hefur ekki fengist við leikstjóm svo nokkm nemi. Hún velur þá leið að hafa einfaldleikann og látleysið að leiðarljósi og styrkur sýn- ingarinnar felst einmitt í því að hún reynir aldrei að vera annað en hún er: dægileg kvöldskemmtun, þar sem meiri áhersla er lögð á skemmtigildið en sársaukann. Þar er þó lokaatriði sýningarinnar undanskilið. í því brýst lífsharmur hjónanna fram. Atriðið var unnið af látleysi og einlægni sem léði því verulega þyngd, snyrtileg leikhús- vinna. I þessu verki reynir verulega á þann hæfileika leikarans að geta bmgðið sér í allra kvikinda líki og skapað hinar aðskiljanlegustu persónur án flókinna hjálparmeðala. Það hlýtur því að vera öllurn leikumm nokkur ögmn að fá að takast á við þetta verkefni og skiljan- legt að þeir sem ekki hafa fengið úr miklu að moða undanfarið sýni fmm- kvæði að því sjálfir að koma því á svið. Guðmundur Ólafsson leikur eigin- manninn á bamum ásamt fjölda ann- arra hlutverka. Guðmundur hefur ver- ið starfandi hjá Leikfélagi Reykjavík- ur mörg undanfarin ár og því miður oft verið mislagðar hendur í sköpun sinni. En hér fær hann tækifæri til að spreyta sig og nýtir það vel. Bareig- andi hans er vel unninn, kaldur, lokað- ur, með vélræna aulafyndni barþjóns- ins á vömm. Og í lokaatriðinu, þegar kvika hans kemur í ljós, gerði Guð- mundur gríðarlega vel og sýndi á áreynslulausan hátt hyldjúpa sorg þessa manns. Af öðrum karakterum Guðmundar er Teiti feiti minnisstæð- astur, en þar fór saman smekklega unnið skop og samúð leikarans með persónunni. Saga Jónsdóttir hefur lítið leikið undanfarin ár. Því er í nokkuð mikið ráðist af henni að takast á við svo Appollo 13: Misheppnaða tunglferöin Laugarásbíó: Apollo 13 Aðalhlutverk: Tom Hanks, Kevin ____Bacon, Gary Sinise._ ★★★★ Geimöld er sögð hafa hafist 4. októ- ber 1957, þegar Rússar skutu á loft Sputnik I, sem kringum hnöttinn fór á 96 mínútum. Viðbrögð Bandaríkja- manna voru snörp. Af ofurkappi bjuggu þeir sig undir geimferðir. Óg ellefu ámm síðar, 21. desember 1968, sendu þeir flaug, Satum V, með tvo geimfara kringum tunglið og komu þeir aftur til jarðar sex dögum síðar. Hálfu ári síðar, 16. júlí 1969, sendu Bandaríkjamenn á loft Apollo 13 með þrjá geimfara. Og ferja flaugarinnar ■ Mál og menning Ljóðasafn Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar Mál og menning hefur sent frá sér bókina Kvœði eftir Ólaf Jó- hann Sigurðs- son. Ljóð eru mikilvægur þáttur í höf- undarverki ÓÍ- afs Jóhanns þótt hann hafi einkum helgað sig sagnagerð. Mestu viðurkenningu sem honum hlotnaðist, Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1976, fékk hann ein- mitt fyrir Ijóðabækumar Að laufferjum og Að brunnum. I ljóðasafninu Kvœði em allar ljóðabækur Ólafs Jóhanns, allt frá bókinni Nokkrar vísur um veðrið og fleira, sem út kom árið 1952, til síðustu bókarinnar, Að lok- um, sem út var gefin að honum látnum Auglýsing Samgönguráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til átaks við markaðssetningu á hótelum úti á landi sem opin eru allt árið. Til ráðstöfunar eru fjórar milljónir króna en gert er ráð fyrir mótframlagi frá umsækjendum. Samtök hótela geta sótt um styrk eða styrki til sameiginlegs markaðsátaks. í umsóknum skal koma fram hvernig styrk verði varið, áætlaður afrakstur af viðkomandi átaki, markhópar sem átak beinist að og annað sem málið varðar. Styrkir greiðast út eftir framvindu einstakra verkefna. Umsóknum skal skilað til samgönguráðuneytisins fyrir 1. desember nk. Tilboð á hreinlætistækjum o.fl. 20% afsláttur VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 533 2020 - 533 2021 í þessu verki reynir verulega á þann hæfileika leikarans að geta brugðið sér í allra kvikinda líki og skapað hinar aðskiljanlegustu persónur án flókinna hjálparmeðala. kröfuhart verkefni. En Saga sleppur alveg þokkalega frá þessu, fær raunar úr heldur rýrari hlutverkum að spila írá höfundarins hendi en Guðmundur. Eiginkonan fannst mér best unnin hjá henni; einsemd og leiði, falin á bak við yfirborðskennda kaldhæðni og innantómt daður. Aukahlutverk Sögu urðu hins vegar heldur „skúffuleg", sem reyndar er gryfja sem auðvelt er að falla í, í verki sem þessu. Leikmynd Jóns Þórissonar var raunsæisleg, breskur pöbb, þunglama- legur og dökkur eins og vera ber. Rýmið í vínstúku Borgarleikhússins nýtir hann af hugkvæmni þannig að áhorfandinn á auðvelt með að sam- samast umhverfinu. Búningar hans voru í stíl við uppsetninguna, talsvert glannalega ýktir og umfram allt bresk- ir. Það er hins vegar spuming afhveiju aðstandendur sýningarinnar völdu þá leið að undirstrika að verkið gerist á Bretlandi í stað þess að heimfæra það meira uppá fsland. En þau völdu þessa leið og eru henni trú og svosem ekkert meira um það að segja. Lýsing Lámsar var vel unnin, ein- föld og raunsæisleg og þjónaði sýn- ingunni vel. Niðurstaða: Samviskusamlega unnin sýning, sem ætlar sér ekki um of og hlýtur að teljast hin þokkalegasta kvöidskemmtun. lenti á mnglinu 20. júlí 1969 með tvo geimfarana . Og var lendingu þeirra og göngu á tunglinu daginn eftir sjón- varpað (eins og margir muna). Önnur tunglferð Bandaríkjamanna á Apollo 12 heppnaðist vel, og lentu aftur tveir geimfaranna þriggja á tunglinu. Þriðja Kvikmyndir | tunglferð þeirra, á Apollo 13, mis- heppnaðist hins vegar, og komust þeir naumlega lífs aftur til jarðar. Og er sú tunglferð söguefni þessarar kvik- myndar. Leikin heimildamynd er kvikmynd þessi þó ekki, þótt á köflum stappi nænri því. Aðalleikarinn, Tom Hanks, hefur í blaðaviðtali minnst þess, að sem unglingur í Bret Haate jr High School í Oakland í Kaliforníu hafi hann fylgst með fréttum af Apollo 13, sem á loft var skotið 11. apríl 1970, þar til geimfaramir náðu aftur til jarð- ar. Leikstjórinn, Ron Howard, naut íyrirgreiðslu NASA við töku myndar- innar. Og mun leikbúnaður líkjast mjög fyrirmynd sinni og að nokkru vera til lagður af geimstöð NASA. Handritið er samið eftir bók Lovell og Kluger, Lost Moon. Taka myndarinn- ar mun hafa kostað um 52 milljónir dollara. í Bandaríkjunum hefur hún hlotið hinar bestu viðtökur, 38,5 millj- óna brúttó tekjur lyrstu sýningarhelg- ina. Har. Jóh. árið 1988. Vésteinn Ólason prófessor í íslensku við Háskóla Islands ritar ít- arlegan formála um skáldaferil Ólafs Jóhanns og stöðu hans í íslenskri ljóðagerð. Mjög er vandað til útgáf- unnar og er' hluti fyrsta upplags bund- inn í rautt skinnband. Kvœði er 293 blaðsíður, unnin í Prentsmiðjunni Odda. Verð er 3.980 krónur og í rauðu skinnbandi kostar bókin 4.980 krónur. ■ Ný íslensk skáldsaga Hraunfólk Björns Th. Björnssonar Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson listfræðing og höfund metsölubókarinnar Falsarinn. Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist í Þing- vallasveit á fyrri hluta sxðustu aldar. Páll Þorláksson var þá prestur í Þing- vallasókn. Hann þykist sjá að ekki sé allt samkvæmt kristilegum skikk á bænum Skógarkoti þarsem Kristján Magnússon fer með húsbóndavald. Ljóst er talið að eiginkona Kristjáns getur ekki verið móðir allra þeirra bama sem hann feðrar í sínum ranni. Hefjast út af þessu nokkrar væringar JÞr' d------fí J milli hins knáa kotbónda og Þing- vallaklerka og má hið geistlega vald sín lengi vel næsta lítils í þeim við- skiptum. Ur þessum efnivið vinnur höfundur einstaka sögu gædda þeirri frásagnargleði og stílsnilld sem les- endur þekkja af fyrri bókum hans. í HraunfóUdnu birtast Þingvellir lesend- um á nýjan og óvæntan hátt og sagan veitir itmsýn í fjölskrúðugt mannlíf á þessum harðbýla stað áður en hann sveipaðist ljóma sjálfstæðisbaráttunn- ar. Hraunfólkið er 272 blaðsíður, prentuð í Ödda. Gísli B. Björnsson hannaði kápu. Verð bókarinnar er 2.380 krónur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.