Alþýðublaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1995 ALÞYOUBLAÐIÐ áleitnar spurningar Ágústína og Ijóðið // Ég leita eftir fegurð // Fjölvaútgáfan hefur sent á markað ljóðabókina Snjóbirtu, sem er önnur ljóðabók Ágústínu Jónsdóttur. í stuttu spjalli segir Ágústína Kolbrúnu Bergþórsdóttur frá hugmyndum sín- um um Ijóðið og eðli þess. „Ljóð mín eru bæði skáldskapur og veruleiki. Ljóðin eru ekki bara persón- an ég, heldur verð ég að setja skáld- skapinn inn í ljóðin til þess að þau nái flugi.“ „Að mörgu leyti er einstaklingurinn eins og persóna í bók. Hann getur tek- ið á sig mörg gervi. Kannski er hann oara sögupersöna. Ekkert flóknari fyr- írbæri en Irað.'' ,£g er mjög upptekin af því mynd- ræna í veröldinni. Fegurð landslags- ms, lita og tóna. Eg sé viðfangsefni myndrænt. Ég leita einnig eftir fegurð. Það er fegurð í flestum hlutuni, jafn- vel í þeim sem í fyrstu virðast ekki fallegir. Þar leynist oft neisti sem get- ur kveikt fegurð." „Ég vil sjálf lesa ljóð þar sem ég get notið þeirra í ró og næði. Mér finnst að ljóð eigi bæði að veita skemmtun og vekja til umhugsunar. Ljóð á ekki að lesa hraðlestri, heldur gefa sér tíma og njóta þeirra, ekki ósvipað og klass- ískra tónverka." „Þegar ég yrki ljóð sækist ég eftir sérstakri stemmningu. Ég yrki ekki úti á stoppustöð. Á stoppistöð getur kviknað hugmynd að ljóði en ekki ljóðið sjálft. Til þess að ljóðið kvikni verður umhverfið að búa yfir ljóð- rænu." ,.Ég sæki yrkrsefm i aðrar hstgrem- ar. Kvikmyndir, tónlist. myndlist og leiklist. Aðrir listmiðlar kveikja hjá mér listhugsun.1' „Aðrir listmiðlar kveikja hjá mér listhugsun," segir Ágústína Jóns- dóttir. Stakt tré Að baki fjalla og handan við höf stendur stakt tré illa rætt og vanhirt stundum er ég þetta tré enginn þekkir krókótta slóðina til mín néma þú og þegar þú kemur verður tréð laufgræni og safaríkt „Við tökum okkur ekki mjög alvarlega," segir Guðmundur Ingi einn félaga hljómsveitarinnar Reptilicus. Flækt í netinu Stjörnubío: Tölvunetið Aðalleikendur: Sandra Bullock, ______Jeremy Northam___ ★★★ Spennumyndir hefur borið hæst á síðustu undanförnum árum og hafa jafnvel skyggt á gamanmyndir. Hvað ber til? Á nokkru minnir þessi á The Pelican Brief, þótt hægar sé í sakir farið og á stundum slegið á létta strengi. - Stúlka vinnur við innslátt á tölvur. f misgripum er til hennar lagð- Kvikmyndir | ur diskur með ráðagerðum glæpa- hrings, sem brenglar forrit og teygir sig inn í tölvukerfi. Glæpahringurinn þarf að endurheimta diskinn. Þar eð stúlkan er að fara í frí til Mexíkó, berst eltingarleikurinn langan veg. Banatil- ræði við stúlkuna mistekst þar, en glæpahringnum tekst þá að má hana út af þjóðskrá. Og það er ekkert grín. Um mynd þessa sagði í Film Review: „Hve snjöll er Sandra Bullock? Ja, nógu snjöll er hún til að hefja þennan miðlungs tölvualdar ofsóknar-hugar- burð upp á stig góðrar - þótt á köflum tætingslegrar og langsóttrar- skemmt- unar.“ Sem sagt, góð spennumynd, - á tölvuöld. Har. Jóh. Gyrðir þýðir Litla skólahúsið Ut er kom- ið hjá Hörpu- útgáfunni á A k r a n e s i smásagna- safnið Litla skólahúsið eftir banda- ríska rithöf- undinn Jim H e y n e n . Hann hefur sent frá sér smásagnasöfn og einnig nokkrar ljóðabækur. Sögur hans njóta nú vaxandi vinsælda vestur í Bandaríkjunum, en sumarið 1994 kom hann til íslands og las þá upp úr verkum sínum fyrir íslenska áheyr- endur. Sögumar, sem flestar eru örstuttar, gerast í sveitahémðum Iowa og greina frá lífi drengjanna á akuryrkjubýlun- um á sléttunni og óvæntum uppátækj- um þeirra. Santt eru þær ekki ■ Hljómsveitin Reptilicus með nýj- an geisladisk Tölvu- tónlist fyrir er- lendan markað Guðmundur Ingi Markússon, Jó- hann Eiríksson og Andrew McKenzie em meðlimir hljómsveitar- innar Reptilicus sem nýlega hefur sent frá sér hljómdisk, sem ber nafn hljóm- sveitarinnar. „Þetta er elektrónísk tónlist, svo- nefnd „industrial tónlist", sem við framleiðum fyrst og ffemst með tölvu- búnaði. Þarna er líka nokkuð um ásláttarhljóðfæri. Textar eru notaðir nánast eingöngu í þeim tilgangi að nota rödd sem hljóðfæri, „ sagði Guð- mundur Ingi Markússon í stuttu spjalli við Alþýðublaðið. Reptilicus hefur áður sent frá sér eina plötu og tvo geisladiska, en auk nýja geisladisksins er annar diskur væntanlegur í nóvember og er hann „drengjasögur“ í venjulegum skilningi - þær spanna víðara svið en sýnist í fyrstu. Gyrðir Elíasson valdi sögumar og íslenskaði. Börnin í Óláta- garði á sölu- myndband Kvikmyndin Börnin í Ólátagarði eftir sögu Astrid Lindgren er nú að koma út á sölumyndbandi með ís- lensku tali. Ólátagarður er lítil húsa- þyrping langt inni í sænsku smálönd- unum. Þar em þrír bóndabæir. í Mið- garði býr Lísa og bræður hennar Lassi og Bjössi. I Norðurbænum búa syst- umar Anna og Berta og í Suðurbæn- um býr Olli og Kristín litla systir hans. Bömin í Ólátagarði em ekid í vand- ræðurn með að hafa eitthvað skemmti- legt fyrir stafni, auk þess að taka þátt í ýmsum sveitastörfum svo sem hey- skap, er nógur tími fyrir ævintýri og leiki, börnin fara meðal annars á endurútgáfa af kasettu sem þeir félag- ar gáfu út fyrir nokkm. Örfáum ein- krabbaveiðar og sofa úti undir bemrn himni. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum bama og þau sem ljá sænsku persónunum raddir sínar á íslensku eru: Margrét Sigurðardóttir, Þor- valdur Kristjánsson, Árni EgiII Örnólfsson, Arnar Sigmundsson, Theodóra Sigurðardóttir, Birna Pálmadóttir og Halla Björg Rand- versdóttir. Leikstjóri íslenskrar tal- setningar er Guðrún Þórðardóttir. tökum af hinum nýja disk verður komið á markað hér á landi en útgáfan er fyrst og fremst hugsuð iyrir Evrópu og Bandaríkjamarkað. Hljómsveitin komst á erlendan markað íyrir tilstuðlan Hilmars Am- ar Hilmarssonar, og hefur nú aðal- lega viðskipti við hollenska útgáfufyr- irtækið Staalplaat. Guðmundur Ingi sagði að hljómsveitin hefði fengið góða dóma erlendis fyrir verk sín. „Við fengum dóm um fyrstu plötuna okkar f Melody Maker'og ágæta dóma fyrir plötu sem við gáfum út í fyrra og var nokkuð tilraunakennd." Er þetta þá ekki óaðgengileg tón- list? „Jú, líklega lelst hún vera það. En ég vil ekki kenna þetta við nútímaraf- eindatónlist sem okkur þykir óbæri- lega leiðinleg. Því menntaðri sem menn virðast vera í rafeindatónlist því lélegri hljóð eru búin til.“ Þið hafið ekki enn komist á vin- sældalista? „Við erunr enn á þeirri stærðar- gráðu að selja þúsund eintök. En upp á síðkastið hefur áhugi á tónlist okkar aukist. Munurinn á okkur og mörgum af þeim músíköntum sem fást við þessa tegund tónlistar er að þeir eru dálítið húmorslausir. Við tökum okkur ekki mjög alvarlega." Sigrun Sól í hlutverki Kassöndru. Síðustu sýningar á Tróju- konum Síðasta sýningarhelgi Hvunndags- leikhússins á Trójudcetrum Evrípídes- ar er nú í Iðnó. Og hafa þær verið sýndar við frábærar undirtektir. Hús- fyllir hefur verið á sýningunum og dómamir eru ekki af verri endanum. Helgarpósturinn: „...þessi sýning á Trójudætrum sú besta, ef ekki sú lang- besta tilraun sem ég hef séð gerða til að komast með tæmar þar sem hinir miklu höfundar fomaldarinnar höfðu hælana." Morgunblaðið: „... ekki er neitt hvunndagslegt við að sjá svo stóran hóp af listakonum sameina krafta sína á eins glæsilegan hátt og í þessari sýn- ingu” og „...hróður íslensks leikhúss myndi sannarlega vaxa ef ríki, borg og aðrir sem fjárráð hafa myndu styrkja þessa sýningu og fara með hana utan.“ Ekki er unnt að hafa fleiri en tvær sýningar enn, á föstudagskvöldið þann 27. okt. og sunnudagskvöld þann 29. okt., þar sem listamenn þessarar fjöl- mennu sýningar eru kallaðir til ann- arra starfa. Hvunndagsleikhúsið er nú einnig að fara af stað með sýningar á Leggur og skel í grunnskólum á höfuðborgar- svæðinu. Leggur og skel er höfunda- verk Ingu Bjarnason og Leifs Þórar- inssonar, um stórskáldið Jónas Hali- grímsson. Þessi sýning, sem á rætur að rekja til Suðurlandsleikhússins, var sýnd í Hlaðvarpanum í fyrra og hlaut einróma lof og þykir góð hvatning til að kynna ljóð Jónasar bömum okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.