Alþýðublaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
5
list & landbúnaður
Landbúnað á að stunda sem fagra en óarð-
gæfa list, og ef bændur hafa hvorki í sig né
á, þá skal fá þeim hundrað miljón krónur af
almannafé undir allskonar yfirskyni, svo
þeir geti haldið áfram í lengstu lög þessu
samblandi af meinlætalifnaði og sporti.
jöfnunargjöld falin í því að verðlauna
menn fyrir að íramleiða vöru, til dæm-
is mjólk, á sem alóhentugustum svæð-
um, og loks „kreppulán", sem miða að
því að strika út skuldir landbúnaðar-
fyrirtækja með lögum... Vitanlega er
það aðeins orðaleikur að kenna „-
styrki“ þessa við amboð, kreppu, veiki
í fé og svo framvegis. Hverju nafni
sem þeir nefnast tákna þeir aðeins eitt:
ölmusur, svo þeir menn hafi til fata og
matar, sem látnir eru sveitast blóði við
að stunda atvinnurekstur, sem skortir
hagfræðilegan grundvöll.“
Framsóknarmenn fá það líka
óþvegið í annarri grein Halldórs Kilj-
ans, Gegn óvinum landbúnaðarins,
sem birtist í TMM 1943: „Meðan
landbúnaðurinn er gerður ðhæfur til
að inna af höndum þjóðfélagshlutverk
sitt... þá er uppi stjómmálaflokkur,
sem læzt vera bændaflokkur, þar sem
flokksforingjamir sjálfir hafa með svo
gagngerðum hætti sagt skilið við alla
raunsæi í landbúnaðarmálum, að það
er ekki hægt að kalla tillögur þeirra í
þeim málum annað en kaldriíjað spott
um bændur, svo fremi forustumenn
þessir eigi sjálfir að teljast með fullu
viti.“
Offramleiðsla var afleiðing þeirrar
landbúnaðarpólitíkur sem rekin var
fyrir hálfri öld, rétt einsog nú. Um það
segir skáldið: „Með því lagi að hafa
íslenzkt kindakjöt svo dýrt, að það
getur ekki orðið dagleg neyzluvara al-
mennings í landinu, er sköþuð á því
offramleiðsla, sem talin er nema allt
að tveim þúsundum tonna árlega, en
fólk verður að lifa á hrossakjöti. Á
síðasta Alþingi var samþykkt utan
fjárlaga að heimiluð skyldi úr ríkis-
sjóði ótakmörkuð fjárfúlga, sem allt
eins gat numið 30-40 milljónum
króna, til þess snjallræðis að verðbæta
landbúnaðarvörur, sem svo er kall-
að... Borgaraflokkamir keppast um,
hver geti látið sér detta í hug að bjóða
bændum hærri fúlgur fyrir atkvæði
þeirra á þennan hátt; þessi iðja er köll-
uð landbúnaðarpólitík!"
Snorri „bóndi" Sturluson
Halldór Laxness gerir stólpagrín að
þeim sem fram í rauðan dauðann
standa vörð um einyrkjabúskapinn,
enda hefur hatm íyrir sitt leyti afgreitt
þá rómantík í Sjálfstæðu fólki. Skáldið
sér ekki að neinskonar menning spretti
af því að menn vinni myrkranna á
milli til að sjá fáeinum kindum far-
borða. Halldór er reyndar þeirra skoð-
unar að daðrið við einyrkjabúskapinn
sé byggt á misskilningi:
,Álla æðri menningu frá fyrri tím-
um á íslandi eigum við því að þakka,
að hér var rekinn stórbúskapur, en
ekki einyrkja. Hefði hinn danski hús-
mannsbúskapur, sem ýmsir yfirmenn
Framsóknarflokksins berjast fyrir,
nokkum tíma verið ríkjandi búskapar-
lag á Islandi, mundi aldrei hafa verið
samin hér bók. Bækur á íslandi vom
skrifaðar á stórbúum, - í sumar þeirra
þurfti allt að fjögur hundmð kálfskinn;
hvemig hefði danskur húsmaður, sem
var allan daginn að þræla fyrir hænsni
og svíni, getað skrifa slíkar bækur? Þó
vilja yfirmenn Framsóknarflokksin,s
óðir og uppvægir telja Snorra Sturlu-
Landbúnaðar-
stefna Framsókni
arflokksins hefur
ofur einfaldlega
verið sú, að gera
sveitabúskap á ís-
landi að atvinnu-
vegi fyrir ölmusu-
menn.
son bónda í sömu merkingu og ein-
yrkja nútímans. Tvær óskyldari þjóð-
félagsstéttir em þó varla hugsanlegar á
jarðríki. Bú vom til foma rekin með
íjölda verkamanna og margbreytilegri
verkaskiptingu, frá fjármennsku til
bóklistar. Svo við höldum okkur við
höfðingjann Snorra Sturluson, sem
pólitískir sagnfræðafalsarar vilja fyrir
hvem mun nefna „Snorra bónda“ og
flokka með einyrkjum, þá hefur hann
sennilega verið mestur auðmæringur,
sem nokkm sinni hefur uppi verið á
íslætdi."
Áfram heldur Halldór að úthúða
hugsjón Bjarts í Sumarhúsum, og telur
einsýnt að einyrkjabúskapur geti ekki
verið nema annað af tvennu: skemmt-
un fyrir milljónamæringa eða afsökun
fyrir ölmusumenn:
,JEf maður á miljón krónur á vöxt-
um í arðbæm fyrirtæki, en hefur lítið
við tímann að gera, þá er ágætt að
duðra við að rækta garð uppi í sveit
eða heyja fyrir kú sér til skemmtunar;
það er að minnsta kosti afsakanlegt -
svo fremi það er afsakanlegt af fátækri
þjóð að ala miljónamæringa; en það er
ekki hægt að kalla slíkt atvinnuveg.
Maður sem ætlar að hafa atvinnu af
laxveiði eða silungs leggur net eða
dregur fyrir, en veiðir ekki á stöng.
Stangaveiði er eins og litli garðurinn:
sport fyrir efnamenn. Af einyrkjabú-
skap má maður ekki vænta daglauna
né lífsuppeldis handa sér og sínum,
nema maður hafi skap til að lifa á
endalausum styrkjum, ívilnunum og
eftirgjöfum."
Til marks um himinhátt verð á ís-
lenskum landbúnaðarvörum segir
Halldór í TMM 1943: „...eins og ég
sannaði í haust í Þjóðviljanum með
óyggjandi tölum frá Viðskiptaskrif-
stofu Bandaríkjanna hér, vinnur hafn-
arverkamaður í New York fyrir hálfu
ljórða kílói af fyrsta flokks neyzlukjöti
á einni klukkustund í dagvinnu, með-
an reykvískur hafnarverkamaður vinn-
ur fyrir tveim þriðju úr kílói af al-
mennu neyzlukjöti á sama tíma.“
Halldór taldi innflutning raunhæfan
kost: „Ef tollmúrar hrynja, verndai-
tollar verða afnumdir, samþjóðlegur
gjaldmiðill í milliríkjaviðskiptum
verður settur í heiminum, eins og full-
trúar Bandamanna lýsa yfir, að geri
muni að stríðslokum, getur það hæg-
lega orðið til þess, að framleiðsla
sauðfjárafurða leggist niður á Islandi
og vér kaupum þessar vörur frá út-
löndum við litlu broti þess verðs, sem
framleiðslukostnaðurinn skapar ís-
lenzku kjöti.“
Þýðingarlítil útflutningsvara
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
að tillaga Halldórs um innflutning á
kindakjöti hefur ekki til þessa dags
komið til framkvæmda. Á hinn bóg-
inn hefur ríkissjóður á síðustu áratug-
um eytt um 50 milljörðum króna í út-
flutningsbætur. Markaðssetning á ís-
lensku kjöti í útlöndum hefur jafnan
farið í handaskolum. Halldór taldi ein-
sýnt að fáránlegt væri að flytja út ís-
lenskt kjöt:
„Við megurn ekki láta villa okkur
sýn, þótt Bandaríkjamenn kaupi nú af
okkur og sendi til Englands þessi
2000 umframtonn íslenzkrar kinda-
kjötsframleiðslu, sem annars hefði
orðið að fleygja. Morgunblaðið leggur
mjög ríka áherzlu á það, blað eftir
blað, að kaupin hafi verið gerð hag-
kværn „af því Bandaríkjamenn vilji
reynast okkur vel“ og sé „engin
ástæða til að fara dult með, að við höf-
um áreiðanlega notið góðs af velvild
amerísku sendisveitarinnar og for-
stjóra Láns- og leigustofnunarinnar
hér og samskonar hugarfars hlutaðeig-
andi stjórnarvalda í Washington.“
Jaíhvel mitt í matvælaskorti ófriðarins
er það gustukaverk að kaupa af okkur
þessa vöru! Þeir sem hafa hins vegar
séð með eiginaugum, hvemig Bretar,
og útlendingar yfirleitt, meðhöndla þá
íslenzku kindaskrokka áður en þeir
matreiða þá, munu varla gerast óðfúsir
talsmenn þess, að sú vara sé framleidd
til útflutnings. Verkin sýna merkin á
sorphaugum brezka setuliðsins hér,
hvaða skoðun Bretar hafa á íslenzku
kindakjöti."
Halldór telur alla íslenska landbún-
aðarsérfræðinga - „sem ekki áh'ta sér
pólitískan ávinning að villa hér um
fyrir mönnum“ - sammála um að ,Js-
lenzkt kindakjöt sé þýðingarlítil mark-
aðsvara utanlands."
Þessi orð standa óhögguð. Síðan
em Uðin 52 ár og 50 milljarðar famir í
súginn vegna útflutningsbóta.
Eignaréttur
afnuminn á jörðum
En hver em úrræði Halldórs Kiljans
Laxness í landbúnaðarmálum á því
herrans ári 1942? Hann talar eins og
sá sem valdið hefur: „Landbúnaður á
Islandi krefst gagngerðrar nýskipunar.
Það eitt nægir ekki að leggja af jafn
augljósan öfugsnúning, eins og að
verðlauna menn fyrir að framleiða
sem versta vöro á sem óhentugustum
stöðum, en refsa þeim fyrir að fram-
leiða sem bezta vömr á sem hentug-
ustum stöðum, eins og til dæmis er
gert með verðjöfnun mjólkur - til þess
að skapa sérstökum stjórnmálaflokki
kjósendalið í íjarsveitum. Og ekki er
heldur einhlítt að láta ríkið snögghætta
styrkveitingum til fátækra manna. [... ]
Eitt frumskilyrði þess, að hægt sé
að hefja viturlega endurskipan land-
búnaðar, er það, að eignaréttur verði
aíhuminn á jörð. Það gmndvallaratriði
verður að öðlast viðurkenningu í
stjómarskránni, að land sé ekki eign,
heldur gagn allrar þjóðarinnar, óselj-
anlegt og ókaupanlegt, en sú stjóm,
sem þjóðin kýs sér, hafi ráðsmennsku
þess á hendi og vald til að ráðstafa því
til nýtingar eftir settum reglum."
Halldór vill að ríki og bæjarfélög
taki höndum saman í því skyni að
nytja hentugustu framleiðslusvæðin í
nánd bæjanna. Halldór var á þessum
ámm sannfærður sósíalisti, og hafði
skrifað margt um þau „afrek“ sem
unnin voru í austurvegi við endur-
skipulagningu landbúnaðar. Hann tel-
ur hinsvegar ekki að samyrkjubúskap-
ur sé lausnin á Islandi, enda slík til-
högun landbúnaðar háð allt öðrum
hugmyndum um vinnu, eign og arð en
þeim sem em undirstaða í „þjóðskipu-
lagi auðvalds, stéttaskiptingar og
stéttabaráttu eins og okkar.“ Halldór
segir:
„Það sem vakir fyrir höfundi þess-
arar greinar er ekki fyrst og fremst
sósíalistiskur rekstur landbúnaðar, því
slíkt er enn ekki tímabært, þótt svo
þurfi ef til vill ekki að vera oflengi úr
þessu, heldur endurbætur á búrekstri
innan þess auðvaldsþjóðskipulags,
sem við fslendingar búum við, til þess
að bæta úr nauðsyn, sem tveim höfuð-
aðiljum er jafnbrýn í svip, neytendum
og framleiðendum."
Halldór vill að fjármagni ríkis og
bankakerfis sé markvisst beint „til
stórra landbúnaðarfyrirtækja, ríkisbúa,
bæjarbúa, héraðsbúa eða félagsbúa,
sem rekin eru með hagfræðilegu
skipulagi, nútímastóriðjutækni og á
vísindalegum jarðyrkjugrundvelli og
peningsræktar."
Hann áréttar skoðanir sínar í grein
sinni í TMM 1943: „Til umræðu em
vandamál almennings í sveitum, hinna
mörgu, vandamál smábænda og ein-
yrkja og fjölskyldna þeirra. Það eru
þeir, smábændumir, sem verða að fá
því til leiðar komið í samráði við stétt-
arbræður sína, aðra verkamenn í land-
inu, og skeleggustu landbúnaðarfföm-
uði vora, að opinbemm búnaðarstyrki-
um sé ekki dreift út sem einstaklings-
ölmusum undir ýmsum nöfnum, held-
ur sé opinberu fjármagni beint til
stórra samyrktra landbúnaðarfyrir-
tækja, sem rekin em með hagfræði-
legu skipulagi, nútímastóriðjufyrirtæki
og á vísindalegum jarðyrkjugryndvelli
og peningsræktar til að framleiða sem
mestar, beztar og ódýrastar landbún-
aðarvörur fyrir þjóðarheildina, þó
þannig, að fólk það, sem að fram-
leiðslunni starfar, beri úr býtum laun
og lífskjör sambærileg því, sem bezt
gerist og allrabezt með öðrum at-
vinnustéttum þjóðfélagsins."
List listarinnar vegna
Samúð Halldórs er öll með bænd-
um, og hann tekur ýmisleg dæmi um
fátækt og úrræðaleysi sem ómannúð-
legt kerfi hefur hneppt bændur í. Þar
var vitanlega fyrst og fremst við hina
sjálfskipuðu „vini“ bænda að sakast -
blessaða framsóknarmennina sem litu
svo á að landbúnað ætti að stunda
landbúnaðarins vegna. í grein í TMM
1944, Búskapurinn, segir Halldór
Kiljan Laxness:
„Þessir hugsuðir segja, að búskapur
í stxjálbýli sé ekki aðeins íslendings-
eðlið sjálft, heldur sé það fortakslaust
mjög hátt siðferðisstig og dyggð að
hafa langt á milli bæja, búa síðan bú-
skaparins vegna og rækta ræktunar-
innar vegna til að göfga sálina, án þess
slfk starfsemi hafi nokkurt þjóðfélags-
legt markmið eða hagrænt gildi. Þetta
er sú gamla góða kenning um l’art po-
ur l’art. Landbúnað á að stunda sem
fagra en óarðgæfa list, og ef bændur
hafa hvorki í sig né á, þá skal fá þeirn
hundrað miljón krónur af almannafé
undir allskonar yfirskyni, svo þeir geti
haldið áfram í lengstu lög þessu sam-
blandi af meinlætalifnaði og sporti."