Alþýðublaðið - 01.11.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 01.11.1995, Page 3
t MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐtÐ s k o ð a n i r List og landbúnaöur i \ i i Hér verður ekki haldið upp myndarlegu menningar og listalífi án fjár- hagslegs stuðnings frá ríkissjóði sem í raun má líta sem landvarna- kostnað. Undaníamíir vikur óg mánuði hefur mikil umræða staðið um svokallaðan búvörusamning. Sem er stofnanaorð yfir það fjármagn sem ríkissjóður þarf að punga út árlega til að viðhalda úr- eltu og ónýtu miðstýringarkerfi í land- búnaði. Það er auðvita harmleikur hvemig þessi atvinnuvegur sem fyrr- um var landstólpi hefur þróast. Mi- svitur bændaaðall og enn heimskari stjórnmálamenn hafa í sameiningu klambrað saman völundarhúsi, af- urðalána, geymslugjalda, útfluttnings- bóta og einhvena enn ótaidra furðu- fyrirbæra. Er nú svo komið að allir em villtir r rangölunum og flestir hafa Pallborðið | ■NBMHBMI gleymt hvenær lagt var upp og hvert var erindið. Eitt er þó kristaltært að landbúnaðar kerfið er öllum til bölv- unar, í það rennur umtalsvert skattfé borgaranna sem síðan þrátt fyrir niður greiðslur mega una því að neyta dýr- ustu landbúnaðarafurða í heimi. Bændur em hnepptir í fjötra þrældóms og fátæktar þar sem fmmkvæði þeirra og hagsýni hefur visnað og dáið, því hún skiptir engu máli hvorki til né ífá í afkomu þeirra. Heil stétt þjóðfélags- ins hefur verið rænd gleði sinni og stolti yfir vel unnu verki. Ekki laust við að læðist að manni sú hugsun að ef til vill fari eins þegar landbúnaðar- kerfið okkar hrynur og þegar sovéska- systemið hmndi. Þá var landbúnaðar- vandi þeirra fólgin í því að það vom engir bændur eftir heldur aðeins þraut- píndir landbúnaðarverkamenn sem tóku til fótanna um leið og stíflan brast. Þó verðum við að vona að ís- lenskir bændur beri gæfu til að hrista af sér okið áður en allt fer til helvítis. Því verður þó ekki á móti mælt að landbúnaður er samofinn sögu og menningu þjóðarinnar þótt nú um stundir eigi hann undir högg að sækja. Ástand þessara mála í augnablikinu er hins vegar eins og minnisvarði um það í hvert fen forsjárhyggja og valda- frkn stjómmálamanna geta leitt jafnvel hin bestu málefni. Og vítin em til þess að varast þau. Meðan landbúaðurinn dalar er ann- ar atvinnuvegur ört vaxandi, listsköp- un í hinum margvrslegustu myndum. I heimi vaxandi frístunda eykst sífellt markaður fyrir afþreyingarefni og list, en mörkin þar á milli er oft á tíðum óljós og ekki nenni ég að hafa hér mörg orð um það sígilda deiluefni. Eitt verðum við þó að hafa á hreinu, á tímum sálarlauss afþreyingariðnaðar sem án ríkisfangs hvolfist yfir heims- byggðina þeirra leiðu erinda að drepa tímann, skiptir máli að hver menning- arheild hugi vel að sínu. Lítil þjóð eins og við Islendingar þarf mikið á sig að leggja í þessu umhverfi til að halda menningarlegu sjálfstæði sínu. Hér verður ekki haldið upp myndarlegu menningar og listalífi án fjárhagslegs stuðnings frá ríkissjóði sem í raun má líta sem landvamakostnað. En eins og í landbúnaðarmálunum opnar leið fyr- ir íþýngjandi áhrif stjómmálamanna. Því er mikilvægt að þeir, listamenn og aðrir sem við þennan atvinnuveg starfa setjist á rökstóla og leggi línur um það með hvaða hætti þessu málum verði best komið í framtíðinni. Fréttir af meintum ritstuldi fransks rithöfundar á /s- landsklukku Halldórs Kilj- ans Laxness hafa vakið mikla athygli. En við getum sagt önnur og ánægjulegri tíðindi af frönskum bókamarkaði: Um miðjan seinasta mán- uð kom Tíma- þjófur Stein- unnar Sigurð- ardóttur út í franskri þýð- ingu Regis Boyer. Þar sem skammt er liðið síðan bókin kom út kunnum við ekki enn að greina frá við- tökum. Þess má geta að Regis Boyer þýddi íslands- klukkuna á frönsku fyrir þremur árum - svo kannski eigum við von á frönskum Tímaþjófi innan skamms... Ymsum gömlum baráttu- mönnum af vinstri væng finnst ósvinna að Alþýðu- húsið skuli hýsa skemmti- staðinn Ingólfskaffi. Pétur Pétursson þulur og fræði- maður er i þessum hópi: þegar hann sá auglýsingu frá Ingólfskaffi með léttklædd- um glanspíum varð honum að orði: Eitt sinn voru eldhúsmellur á Ingólfskaffi að dansa þar, en pólitískar fatafellur flykkjast núna inn á bar. Nýtt tölublað Mannlífs er komið út, veglegt og efnismikið. Forsíðuna prýðir enginn annar en Hallgrimur Helgason rithöfundur og vikupiltur Alþýdublaðsins og er óhætt að segja að hann fari á kostum í löngu og ítar- legu viðtali við Súsönnu Svavarsdóttur. Þá er og skemmtilegt viðtal Jónasar Jónassonar við séra Póri Jökul Þorsteinsson sókn- arprest á Selfossi. Hann er sonur Porsteins frá Hamri og Ástu Sigurðardóttur og kom víða við áðuren hann gerðist prestur... Við getum sagt þær fréttir af Ámunda Ámunda- syni fyrrverandi auglýsinga- stjóra Alþýðubladsins að í gær var gengið frá samning- um um að hann tæki sér auglýsingaöflun í Menning- arhandbókina sem byrjaði að koma út í sumar og er dreift i ókeypis 63 þúsund eintökum á höfuðborgar- svæðinu. Gísli Rúnar Jóns- son, Edda Björgvinsdóttir og Margrét Ákadóttir eru aðalsprautur Menningar- handbókarinnar en margir listamenn koma þar að verki... hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson Elsa Björk Kristjánsdóttir skrifstofurnaður: Ég hef ekki ákveðið það. Ætla að sjá hvað er í boði. Óli Stefán Þrastarson nemi: Það er í athugun ef það verður ekki dýrt. Nanna Lind móðir: Nei, ég reikna ekki með því. Ólöf J. Ólafsdóttir af- greiðslumaður: Nei. Það er nóg að hafa eina stöð. Jónas Garðarsson sölu- maður: Það fer eftir verði og gæðum. m e n n Rosemary West, sem er fyrir rétti í Bretlandi, vegna fjöldamorða og nauðgana á ungum konum, sagði í gær að hún elskaði börn og sæktist eftir því að vera einsog ailir aðrir. Frétt í DV í gær. Mér ber að halda minningu hennar í heiðri sem minningu móður minnar fyrst og fremst og eins að láta ekkert það uppi um hana sem fólk gæti útlagt á verri veg. Hún var, einsog aðrar mæður, með kosti mikla og galla ekki minni. Séra Þórir Jökull Þorsteinsson um móöur sína, Ástu Siguröardóttur rithöfund. Mannlíf. Alþýðubiaðið... er besta blaðið hér á Iandi... Fyrir mig er Alþýðublað- ið stöð. Og orkuver sem hleypir straumi út í þjóðfélagið. Það átti öll málin í sumar. Hallgrímur Helgason í viötali viö Súsönnu Svavarsdóttur. Við þurfum að höggva á hnútinn. Við þurfum annaðhvort að ganga í Evrópusambandið eða hætta enda- iausri hið eftir einhverju, sem cng- inn veit hvað er. Jónas Kristjónsson í forystugrein DV í gær. Margt gerist í Kínaveldi. Morgunblaöiö í gær. Og ósvarað er spurningunni stóru: Hvenær stelur maður bók og hve- nær stelur maður ekki bók? Oddur Ólafsson í essinu sínu að velta fyrir sér meintum ritstuldi á íslandsklukku Laxness. fréttaskot úr fortíð Alþýðu-fyndni Framkvæmdastjóri nokkur var að greiða starfsfólki sínu kaup og galt með óhreinum peningaseðlum. ,JÉg vona að þér séuð ekki hræddur við sóttkveikjur," segir hann, um leið og hann fær einum bókaranum kaup hans. „Hreint ekki,“ svaraði bókarinn. „Mér kæmi ekki til hugar, að sóttkveikja gæti lifað af kaupinu mínu.“ Alþýðublaöiö 23. ma( 1925.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.