Alþýðublaðið - 07.11.1995, Side 5

Alþýðublaðið - 07.11.1995, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 r r Aflrum og Irlandi Sigurður A. Magnússon: írlandsdagar Fjölvi 1995 Til skamms tíma höfðum ekki önn- ur tíðindi af ímm en fréttir af mann- drápum morðóðra hryðjuverkamanna á Norður- írlandi sem kalla sig írska lýðveldisherinn. Fregnir af þeirri skálmöld bárust okkur þó svo til ein- göngu fyrir milligöngu erlendra fjöl- miðla og fréttastofa. Þrátt fyrir nálægð Irlands höfðu íslenskir fjölmiðlar tak- markaðan áhuga á að fara á vettvang og lýsa því sem þar var að gerast. Nú um stundir ríkir hins vegar friður á Norður-Irlandi og þar af leiðandi fá- Bækur gg Sæmundur W :<m Guðvinsson skrifar um iÉlfJl bókmenntir um við litlar sem engar fréttir þaðan lengur. Hins vegar hafa Islendingar uppgötvað að í írska lýðveldinu er verðlag hagstætt, margar krár og íbúar gestrisnir. Því flykkist fólk hundruð- um eða þúsundum saman á haustmán- uðum og í byijun vetrar til Dyflinnar þar sem það lyftir sér upp og verslar. En írland er ekki bara verslanir og krár í Dyflinni. „Þó sólfar sé talsvert minna á ír- landi en i ýmsum suðlœgum löndum, þá býr það yfir einhverjum töfrum sem minna á suðrœnar breiddargráð- ur og gera ferðalög um það upplyft- andi og nánast ógleymanlegt. A það ekki síst við um landið vestanvert þar- sem náttúrufegurð er í senn stórbrotin og aðlaðandi - stafar frá sér óskil- greindu seiðmagni sem látlaust kemur gestinum á óvart og tekur hug hans fanginn. Mér var það satt að segja áleitið undrunarefni, hve fátœklegar og í ýmsum greinum villandi hug- myndir ég hafði um þetta heillandi ey- land, sem er svo nátengt sögu okkar fyrr á öldum og liggur nœr okkur en mörg þau lönd sem Islendingar vita í seinni tíð snöggtum meiri deili á. Það er þvt' fyllilega tímabœrt að reyna að bœta, þó f litlu sé, fyrir þá vanrœkslu sem við höfum gerst sekir um gagn- vart frcendum okkar á Eynni grœnu." Þetta er upphaf að inngangi Sigurð- ar A. Magnússonar í bók hans, ír- landsdagar. I bókinni greinir höfund- ur frá því sem fyrir auga og eyru ber í fimm vikna ferð um Irland þvert og endilangt. Sigurður hefur áður komið við sögu þegar Irland er annars vegar þar sem eru þýðingar hans á smá- sagnasafni James Joyce og það þrek- virki sem hann vann með þýðingu sinni á Ódysseifi eftir sama höfund. í inngangi segir höfundur að þrátt fyrir hrikalega sögu og ótnílega örbirgð á hðnum 150 árum séu frar miklir gleði- menn og láti sjaldan sér úr greipum ganga tækifæri til að gera sér daga- mun og lyfta glasi - oftlega svo um munar. Enda kemur það glöggt fram í bókinni að höfundur hefur átt góðar stundir á írskum krám þegar degi hall- ar. Þegar komið er að lokunartíma ■ Jólaverkefni Leikfélags Akureyrar Sporvagninn Girnd Æfmgar eru hafnar á leikritinu Sporvagnin- um Girnd hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Þetta magnaða leikrit Tenn- essee Williams hefur notið mikilla vinsælda frá það kom fyrst fram og þykir eitt helsta leikverk sem fram hef- ur komið á öldinni. Aðalhlutverkin, Blanche og Stanley em einhver best skrifuðu leikhlutverk sem leik- arar geta glímt við. Það fellur í hluta þeirra Rósu Guðnýjar Þórs- dóttur og Valdimars Fiygering að túlka þessar makalausu per- sónur í sýningu Leikfé- lags Akureyrar. Auk þeirra kemur fram fjöldi annarra leikara. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson og leikmynd gerir Svein Lund-Roland. Sporvagninn Girnd verður frumsýndur þriðja dag jóla, 27. des- ember. Leikhússtjóri ásamt leikstjóra og leikendum. Heimur Guðríðar á bók Leikritið Heimur Guðríðar - Sfð- asta heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms eftir Stein- unni Jóhannesdóttur er komið út á bók. Leikfitið var frumsýnt í Hall- grímskirkju í Reykjavík á Kirkju- listahátíð síðast liðið vor við mjög góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Leikritið segir frá ein- stæðri ævi og örlögum Guðríðar Símonardóttur. Það rekur píslar- sögu hennar frá því henni var rænt í Tyrkjaráninu 1627 og bregður upp myndum úr lífi hennar með skáldinu Hallgrími Péturssyni, ástum þeirra og hörmum. I tengslum við það að sýningar eru teknar upp að nýju á litlu sviði í ný- uppgerðum Safnaðarsal Hallgríms- kirkju var ákveðið að gefa leikritið út á bók. Leikritið verður til sölu í anddyri kirkjunnar, Kirkjuhúsinu, Bókabúð Máls og menningar, Bókaverslun Eymundsson, Bóksölu stúd- enta og í leikhúsbóksölu Leikfélags Reykjavíkur. kránna standa gestir upp og syngja þjóðsönginn á gelfsku. Að loknum inngangi er sérstakur kafli um land og sögu þar sem saga þjóðarinnar er rakin á skilmerkilegan hátt. Því næst kemur langur kafh um Dyflinn þar sem ýmis sögulegur fróð- leikur er fyrirferðarmikill í bland við lýsingar á hinum ýmsu hverfum borg- arinnar og könnunarferðum höfundar um stræti og torg. Síðan er lagt upp í ferðina um Irland og víða komið við. Frásögn Sigurðar er lifandi og vel skrifuð eins og hans er von og vísa. Sagan drýpur af hverju þorpi og frá- sagnir af löngu liðnum átökum og at- burðum ásamt lýsingum á sögulegum minjum eru fyrirferðarmiklar. Smá- kóngar voru víst um eitt hundrað á Ir- landi fyrr á öldum og áttu í erjum sín á milli auk þess að beijast við Englend- inga og fleiri. Ahugi Sigurðar á sögu og sögulegum minjum er slíkur að hann gætir ekki hófs. Á köflum verður bókin því næsta einhæf upptalning á nöfnum og ártölum frá fyrri tíð og höfundur leitar uppi gamlar byggingar og rústir af mikilli elju. Þegar líður á bókina virðist hann sjálfur raunar vera orðinn mettur af fomum köstulum og kirkjum eins og fram kemur þegar hann er staddur í Claresýslu: „Fyrsti viðkomustaður er skammt undan, kastalinn Bunratty og byggða- safnið umhverfis hann. Ekki er fyrir það að synja, að kastalabyggingar eru farnar að taka svolítið á taugarn- ar... “(blaðsíða 135). Þrátt fýrir að sagan sé höfundi ofar- lega í huga er í bókinni að fmna marg- víslegan fróðleik um Irland nútímans. Menningu og hstum em gerð góð skil. En þótt nefndir séu margir frskir rit- höfundar og skáld vekur athygli að hvergi er vikið að leikskáldinu Brend- an Beham, en margir íslendingar þekkja sum verka hans og mun Gísl vera þeirra kunnast hér á landi. Hins vegar segir ekki mikið af frunum sjálf- um. Höfundur gistir yfirleitt á einka- heimilum sem bjóða upp á Bed & Breakfast eða gistiheimilum. Gest- gjöfum lýst í stuttu máli, sumir mál- gefnir en aðrir fámæltir. Það er svo ekki fyrr en kvölda tekur og leiðin hggur á krár að við fáum nasasjón af frskri þjóðarsál. Þar er höfundi jafnan tekið af mikilli vinsemd og hann greinir undan og ofan af spjalli við kráargesti. I bókarlok greinir höfundur frá ýmsu varðandi tengsl Ira við Island fyrr á öldum og vitnar í ýmsar heim- ildir, svo sem Islendingabók og Land- námu. Ennfremur fomar írskar heim- ildir. Sumt orkar þar tvímælis. Til dæmis þegar írski munkurinn Dicuil írlandsdagar er afar fróðleg og á köflum skemmtileg lesning. Sigurður A. Magnússon hefur gott auga fyrir umhverfinu og lýsingar hans á landi og þjóð bera vott um einlægan áhuga hans fyrir viðfangsefninu. Það hefur ekki í annan tíma verið gefin út á íslensku jafn ítarleg og vönduð bók um írland. ritar um 825 að ffá eyjunum norður af Bretlandi sé tveggja daga sigling í góðu leiði til eyja þar sem ekki hafi verið búseta fyrr en frskir einsetumenn settust þar að. Án þess að ég sé mjög fróður um sjómennsku og siglingar til foma er mér mjög til efs að Irar hafi siglt til íslands á aðeins tyeimur dög- um. írlandsdagar er afar fróðleg og á köflum skemmtileg lesning. Sigurður A. Magnússon hefur gott auga fyrir umhverfinu og lýsingar hans á landi og þjóð bera vott um einlægan áhuga hans fyrir viðfangsefninu. Það hefur ekki í annan tfrna verið gefrn út á ís- lensku jafn ítarleg og vönduð bók um írland. Bókin er kærkomin öllum þeim sem vilja kynna sér Eyjuna grænu og gagnast vel þeim er hyggja á Irlandsferð. Með í ferðinni var unnusta Sigurð- ar, Sigríður Friðjónsdóttir, sem tók margar ágætar ljósmyndir sem prýða þessa bók. Allur frágangur bókarinnar erhinn besti. Bókin er kærkomin öllum þeim sem vilja kynna sér Eyjuna grænu og gagnast vel þeim er hyggja á Irlands- ferð. rrr.nrr Mh • uJlíb:: i V g . I Soffía tekur við verðlaununum. ■ Gámaþjónustan Verðlaun í nafnasamkeppni Á sýningunni Umhverfi og endur- vinnsla í Gufunesi í haust efndi Gámaþjónustan hf. til nafnasam- keppni fyrir persónugerving þeirrar stefnu fyrirtækisins að glæða áhuga fyrir endurvinnslu. Um 800 tillögur bárust í nafnasamkeppnina og var nafnið Greinir valið besta nafnið. Höfundur þess er SofTía K. Magnús- dóttir í Reykjavík. Hún hlaut verð- laun sem eru vöruúttekt hjá Skáta- búðinni fyrir 20 þúsund krónur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.