Alþýðublaðið - 10.11.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 10.11.1995, Page 5
FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 h e i m u r i n n ■ Framtíð Rússlands ræðst ekki í Moskvu heldur úti í héruðum landsins sem verða æ sjálfstæðari, segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra í mjög athyglisverðri grein um ástandið í Rússlandi. vonar og Milli ER JELTSÍN búinn að vera? Mun vanheilagt bandalag kommúnista og þjóðemissinna ná meirihluta í rússnesku dúmunni eftir kosningamar í desember? Þýðir það endalok „umbótasteíhunnar" eða kemur upp þrátefli milli forsetans og þingmeirihlutans, sem endar með valdatöku hersins (Pinochet-modelið)? Verður Lebed hershöfðingi næsti for- seti Rússlands - með stuðningi valda- hópa í héruðum Rússlands, sem vilja losna undan oki Moskvu? Mun rúss- neski herinn láta til skarar skríða og hernema Eystrar- saltslöndin á ný, ef Austur-Evrópuríkin verða tekin inn í NATO? Þetta eru nokkur dæmi um þær spurningar sem menn ræddu sín í milli, bak við tjöldin, á ný- legri NATO-ráðsteíhu í Vilníus um ör- yggismál Eystrasaltssvæðisins. Á ráðstefnuna mættu fyrirlesarar ffá höfðuðstöðvum NATO. Þar vom einnig fulltrúar stjómvalda og þjóðþinga frá Eystrasaltsríkjunum, Mið- og Austur- Evrópuríkjum og nokkmm fyrrverandi Ráðstjómarlýðveldum svo sem Hvíta- Rússlandi, Ukraínu, Moldóvu og Kha- sakstan. Fulltrúar ffá Rússlandi, sem áð- ur höfðu boðað komu sína, létu hins vegar ekki sjá sig. Það sem er frásagnarvert af þessari ráðstefhu er ekki það sem heyrðist ffá embættismönnum NATO í formlegum ræðum. Ræða þeirra var loðmulla í embættismannastfl, án merkingar eða niðurstöðu. Öðm máli gegndi um ffæði- menn, sem starfa við rannsóknarstofh- anir og töluðu á eigin ábyrgð. Einn þessara fræðimanna, Phillip Petersen, hjá Potomac Foundation, vakti sérstaka athygli viðstaddra. Viðfangsefni hans var samskipti miðstjórnarinnar f Moskvu og héraðsstjómanna í hinu víð- lenda Rússlandi sem telja alls 87 eining- ar. Á þessum þremur árum hefur Peter- sen átt við viðtöl 600 leiðtoga í héraðs- stjómum og forystumenn fyrrverandi Ráðstjómarlýðvelda, sem em 15 talsins. Niðurstöður hans em um margt allt aðr- ar en þeirra Kremlinólóga, sem halda sig í Moskvu og skilja Rússland út frá bæjardyrum Kremlveija. Niðurstöður Petersens urðu tilefni heitra umræðna ráðstefhugesta bak við tjöldin, enda stungu þær mjög í stúf við hefðbundna og opinbera söguskoðun á ástandi mála í Rússlandi. RAUÐI ÞRÁÐURINN í orðræðu manna ffá Austur-Evrópu og Eystrasalt- slöndum var þessi: Okkur er h'fsnauðsyn að tryggja framtíðaröryggi okkar með aðild að ESB og NATO. Dragist það von úr viti getur það orðið um seinan. Þeir bentu á að verstu erfiðleikamir við umskiptin frá kommúnískri nýlendu- stjórn til markaðskerfis og lýðræðis væru nú að baki. Hrun þjóðarfram- leiðslu hefði verið stöðvað. Verðbólga væri að verða viðráðanleg. Gjaldmiðlar væm traustir og nothæfir í viðskiptum. Einkavæðing væri komin vel á veg - svo að ekki yrði aftur snúið. Löggjöf, sem tryggði vemd eignarréttar, erlendar fjárfestingar og eðlilega viðskiptahætti, væri komin á. Erlend fjarfesting væri komin á skrið. Hagvaxtarhorfur væm góðar. Þeir vom almennt sammála um að Eystrasaltssvæðið yrði fyrirsjáanlega mesta hagvaxtarsvæði Evrópu á næstu áratugum - ef friðsamleg þróun héldist. En þetta EF olli að þeirra mati gríðar- legri óvissu. Sú óvissa var annars vegar tengd framtíð Rússlands og hins vegar því sem þeir kölluðu „skort á pólitískri forystu" af hálfu Evrópusambandsins og NÁTO. Það hættulegasta sem hugsast gæti fyrir Austur-Evrópu og Eystrasalts- svæðið væri þessi viðvar- andi óvissa um framtíðina. Það væri betra fyrir alla að- ila, þar með talið Rússland, að binda endi á óvissuna. Það verður aðeins gert með bindandi ákvörðunum um stækkun ESB og NATO. Þess vegna vildu menn heyra skýr svör frá fulltrú- um aðalstöðva NATO - en fengu diplómómatíska þvælu - loðmullu. Ætla forystumenn Evrópusambands- ins að sitja í mörg ár á ríkjaráðstefnu að rífast um landbúnaðarstyrki og fjölda kommissara, á sama tíma og 100 millj- ónir Austur-Evrópubúa bíða milli vonar og ótta um svör við aðildarumsóknum sínum? Ætla forystumenn ESB og NATO að láta Boris Jeltsín og hemaðarforystuna í Moskvu hræða sig ffá því að taka um- ræddar ákvarðanir, sem þó em tvímæla- laust í þágu lýðræðis og öryggis í álf- unni? Em Vesturveldin að gera sömu mis- tökin gagnvart Jeltsín og þau gerðu áður gagnvart Gorbatsjov? Nefnilega að það megi ekkert gera til að styggja Jeltsín, því að það verði vatn á myllu ,Jiarðhríu- aflanná* (kommúnista og þjóðemisfas- ista). Em menn búnir að gleyma því að Gorbasjov var undir lok ferils síns orð- inn fangi harðlíhuaflanna og það þurfti Boris Jeltsín til að bjóða þeim byrginn og knýja ffam breytingar? Fulltrúar Eystrasaltslandanna voru ótta með hfið í lúkunum vegna nýlegra upp- lýsinga um áætlanir á borðum rússneska herráðsins um hernám og yfirtöku Eystrasaltsríkjanna, í því tilviki að NATO samþykkti aðild Áustur-Evrópu- ríkjanna. ÞETTA LEIDDI til mikilla umræðna um stöðu „nýlendustjórnarinnar í Moskvu“ og hinna nýju valdamiðstöðva í hémðum og héraðsbandalögum vítt og breitt um Rússland. Á það var bent að Moskva hefur aldrei verið annað en nýlendustjórn, sem beitt hefur valdi til að fara ráns- hendi um auðlindir héraðanna. Megin- dlgangur hers og lögreglu hefur verið að beita kúgunarvaldinu innanlands. En nú er svo komið að það er ekki bara að Boris Jeltsín sé búinn að vera: Moskvu- valdið er að hruni komið. Það gefur út NIÐURSTÖÐUR? Boris Jeltsín er rúinn trausti og er vonlaus um endurkjör sem forseti Rússlands. Vesturveldin eiga ekki að miða stefnu sína við það að Jeltsín sé einhvers konar haldreipi um- bóta og skásti kosturinn til að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista og þjóðemissina. Stjómkerfið í Moskvu er hrunið. Rússlandi verður ekki bjargað með valdbeitingu gamla nýlendukerfis- ins í Moskvu. Almenningur í Rússlandi hefur upplifað breytingamar hingað til sem hmn lífskjara og niðurlægingu, á sama tíma og fámennur hópur úr gömlu kommúnistaforystunni hefur makað krókinn. Að verulegu leyti er þar um að ræða einkavædda glæpamenn sem áður vom ríkisreknir glæpamenn. Vonin um að Rússland nái sér á strik og geti þróast í átt til efnahagsffamfara og lýðræðis er við það bundin að hér- aðsstjómimar valdi verkefnum sínum og fái ósvikið umboð kjósenda til breyt- inga. Það mun gerast í andstöðu við Moskvuvaldið. Og það tekur áratugi, áður en svör fást við spurningunni, hvort það tekst. Rússneski herinn er fyrst og fremst innlent kúgunarafl. Hótanir ffá Moskvu um að hemum verði beitt til að koma í veg fyrir að Austur-Evrópa og Eystra- saltsríkin gangi í ESB og NATO, á ekki að taka alvarlega. Hins vegar eiga Vest- urveldin að beina stuðningi sínum að valdahópum í héraðsstjómum og fyrr- verandi lýðveldum Ráðstjómarríkjanna. Þar er að finna einu aðilana sem leitað geta lýðræðislegs umboðs kjósenda sinna fyrir efnahagslegum umbótum og ffamfömm og gætu hugsanlega valdið verkefhinu. Það versta sem Vesturveld- in geta gert er að viðhalda tómarúminu - og þar með óvissunni. Höfundur er formaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. „Rússneski herinn samanstendur nú af 600 þúsund liðsforingjum, án her- manna. Ás'tandið er svo slæmt að Moskvustjórnin hefur sent 43 þúsund glæpamenn, sem iokið hafa fangavist, til að fylla upp í eyðurnar," segir Jón Baldvin í grein sinni. „Stjórnkerfið í Moskvu er hrunið. Rússlandi verður ekki bjargað með valdbeitingu gamla nýlendukerfis- ins í Moskvu. Almenningur f Rússlandi hefur upplifað breytingarnar hingað til sem hrun lífskjara og niður- lægingu, á sama tíma og fámennur hópur úr gömlu kommúnistaforystunni hefur makað krókinn. Að verulegu leyti er þar um að ræða einkavædda glæpa- menn sem áður voru ríkisreknir glæpamennn." tilskipanir sem enginn fer eftir. Valda- hóparnir í héruðunum líta á Moskvu sem höfuðóvin sinn. Moskva hefur ekki lengur einokun á því að beita ofbeldi innan ríkisins. Lítum á herinn sem dæmi. Hann byggir á herskyldu. Síðastliðin ár hefur ekki einn einasti einstaklingur hlýtt her- skyldu í tveimur stærstu borgum Rúss- lands. Herskyldan skilar hins vegar um það bil 60% árangri í héruðunum. En meirihlud þeirra hermanna er í þjónustu héraðsstjómanna, sem eru að byggja upp stofhanir sínar - til vamar Moskvu- valdinu. Þegar Jeltsín þurfti á vopnuð- um liðsstyrk að halda til að kveða niður uppreisnartilraun Kaspúlatovs og Rútskojs í gamla þinginu, varð hann að leita til héraðsstjómanna. Rússneski herinp samanstendur nú af 600 þúsund liðsforingjum, án her- manna. Ástandið er svo slæmt að Moskvustjómin hefur sent 43 þúsund glæpamenn, sem lokið hafa fangavist, til að fylla upp í eyðumar. Meira en helmingur af flugvöllum hersins er óstarfhæfur, meðal annars vegna skorts á eldsneyti. Vopnabúnaður hemámsliðs- ins í Austur-Evrópu liggur í gríðarleg- um raslahaugum, sem ryðga niður rétt eins og rússneski flotinn í Múnnansk. Þessi her eyðir nú seinustu kröftunum í að leggja Chetsnyju í rúst, auk þess sem hann hefur uppi hótanir um íhlutun í grannríkjunum til þess að halda vemdar- hendi yfir 25 milljónum Rússa sem þar búa. Þeir gleyma því að meira en 25 milljónir manna, sem ekki era af rúss- nesku þjóðemi, búa innan landamæra Rússlands.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.