Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Að kjósa gegn sjálfum sér... „Það var satt að segja sama hvar borið var niður í þjóðmálaumræðunni eða hvaða mál voru nefnd til sögunnar: Af máli fundarmanna var Ijóst að stefna Alþýðuflokksins og okkar jafnaðarmanna, eins og hún var skilmerkilega sett fram fyrir kosningar, nyti óskoraðs stuðnings yfir- gnæfandi meirihluta fundarmanna." ÉG VAR Á FUNDI um daginn með ungu háskóla- og menntafólki. Fundurinn var um mál sem ekki „er á dagskrá" á Islandi, en er mál málanna annars staðar í Evrópu. Fundurinn var sumsé um Evrópumál. Af framgangi fundarins var ljóst að yfirgnæfandi meirihluti fundarmanna - ef ekki allir - var fylgjandi stefnu Alþýðuflokksins í Evrópumálum. Af fyrirspumum fundarmanna og málflutningi mátti ráða að mönnum bæri saman um að sú afstaða ein til Evrópumála væri fráleit og forkastan- leg, nefnilega að lýsa málið „ekki á dagskrá.“ AUir kröfðust þess að stjómkerfið yrði allt virkjað til vand- aðrar undirbúningsvinnu við að meta hugsanlega kosti og galla, tækifæri og varúðarefni. Háborðið | Jón Baldvin \L' * Hannibalsson skrifar Málið var rætt í þaula frá öllum sjónarhornum: Menn veltu fyrir sér hugsanlegum áhrifum aðildar á út- flutning og markaðssókn; á innflutn- ing, verðmyndun og verðlag á lífs- nauðsynjum og aðföngum; horfur á aukinni erlendri fjárfestingu í ljósi reynslu annarra aðildarþjóða; hvað að- göngumiðinn kostaði og hvað kæmi til baka í formi landbúnaðarstuðnings og byggðastyrkja, lægra verðlags og aukinnar samkeppnishæfni. Menn ræddu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í þaula. Menn veltu fyrir sér samningsstöðu Islands í ljósi þess að efnahagslögsagan er að- skilin ffá lögsögu annarra ESB-ríkja; ekki er um að ræða nýtingu á sameig- inlegum fiskistofnum. Að allar nýjar aðildarþjóðir hafa með samningum fengið varanlega undanþágu á þeim málasviðum sem varða brýnustu þjóð- arhagsmuni eins og til dæmis Norður- landaþjóðimar fengu varanlega und- anþágu írá sameiginlegu landbúnaðar- stefnunni. ÞETTA VAR AÐ VÍSU ungt fólk, ýmist í háskólanámi eða hafði nýlokið því. Það var greinilega að velta fyrir sér, hvort ísland yrði um fyrirsjáan- lega framtíð verstöð og teldi sig þar af leiðandi hafa algjöra sérstöðu í saman- burði við iðnaðar- og þjónustusamfé- lög grannþjóðanna? Þetta unga fólk var að velta því fyrir sér, hvort Island ætti ekki samleið með grannþjóðunum inn í nýja öld þekkingar- og þjónustu- samfélaga, þar sem ný störf verða til á sviði hugvits og þekkingar, í alþjóð- legu starfsumhverfi? Eða hvort við ætluðum að takmarka okkur við frum- framleiðslu og færibandavinnu, í sam- keppni við láglaunaþjóðir vanþróaða heimsins, sem meta samkeppnisstöðu sína fyrst og fremst út frá lágum laun- um og litlum launakostnaði, vegna þess að samfélagsleg velferð er annað hvort ekki til eða afar írumstæð? Þetta unga fólk hafði áhyggjur af framtíðinni. Það hafði áhyggjur af framtíð sinni út frá einföldustu spum- ingum eins og þeim, hvort það fengi nokkkur störf í heimalandinu, þar sem menntun þess nýttist þjóðfélaginu og sjálfum þeim við þokkaleg lífskjör. Umræðumar urðu á köflum heitar og ástríðufullar. Ekki fór milli mála að þau mál sem leituðu sterkast á huga þessa unga fólks vom þau hin sömu og landsfeðumir segja „ekki á dag- skrá“. Þessi sjálfumgleði heimalnings- ins, sem ræður ríkjurn í stjómarráðinu, var kannski einmitt það sem olli þessu unga fólki mestum áhyggjum. Ef Heimdallarlögfræðin, sem er hug- myndafræði forystumanna Sjálfstæð- isflokksins, segir mál málanna í að- draganda nýrrar aldar, ekki á dagskrá, - hvers er þá að vænta frá stærsta flokki þjóðarinnar? ALLT VAR ÞETTA UNGA FÓLK einarðlega í andstöðu við landbúnað- arstefnu þess framsóknar- sjálfstæðis- flokks, sem ræður húsum í stjómar- ráðinu. Sú afstaða var svo afdráttar- laus að mönnum þótti miður að þurfa að eyða að þvf orðum. Sama máli gengdi um framkvæmd GATT-samn- ingsins. Allir sem til máls tóku vom á einu máli um að afstaða Alþýðu- flokksins í þvr' máli væri rétt og skyn- samleg. Sama máli gegndi um afstöðu til búvörusamnings. Margir fundar- manna lýstu undrun sinni yfir því að ekki væri fyrir löngu búið að lögfesta kröfuna um gjaldtöku fyrir úthlutun ríkisins á veiðileyfum til einokunarað- ila. Sama máli gegndi um fjármagns- tekjuskatt: Menn lýstu eftir rökum fyr- ir því, hvers vegna tekjur af fjármagni væru með öllu undanþegnar skatt- skyldu, á sama tíma og jaðarskattar margra tekjuhópa launþega nálguðust 60-70%. Enginn viðstaddur treysti sér til að mæla því bót að atkvæðisréttur manna, sem margir kölluðu gmndvall- armannréttindi í lýðræðisþjóðfélagi, ætti að vera verslunarvara í prútti um byggðastefnu; að þéttbýlisbúar ættu að sætta sig við brot úr atkvæði í sam- anburði við ffændur þeirra sem byggju í dreifbýli. Satt að segja þótti mönnum þetta með öllu óskiljanlegt. Sem og sú staðreynd að þessi gmndvallarmannréttindi í lýðræðis- þjóðfélagi hefðu aldrei verið virt í sögu þingræðis á Islandi. ÞAÐ VAR SATT að segja sama hvar borið var niður í þjóðmálaum- ræðunni eða hvaða mál vom nefnd til sögunnar: Af máli fundarmanna var ljóst að stefna Alþýðuflokksins og okkar jafnaðarmanna, eins og hún var skilmerkilega sett fram fyrir kosning- ar, nyti óskoraðs stuðnings yfirgnæf- andi meirihluta fundarmanna. Meðan ég hlýddi á mál þessa unga fólks hugleiddi ég með sjálfum mér, hvort hið fræga kynslóðabil væri orðið svo breitt að æskan og ellin töluðu ekki lengur sama tungumálið á ís- landi. Ég gat ekki ályktað annað af orðum manna og afstöðu en að þessi menntaða unga kynslóð væri einhuga og einörð í andstöðu sinni við íhalds- semi og hagsmunavörslu framsóknar- sjálfstæðisflokksins. Undir lok fundarins lýsti ég undmn minni yfir því að hin unga sveit, sem hér væri saman komin, virtist í flestu sem máli skipti, vera á öndverðum meiði við þjóðarmeirihlutann, eins og hann birtist í úrslitum seinustu kosn- inga. Mér léki satt að segja nokkur forvitni á að vita, hvort þetta væri svo. Og bað fundarstjóra, með leyfi fund- armanna, að framkvæma skoðana- könnun á staðnum til þess að mæla hið meinta kynslóðabil. Við þessu var orðið á snaggaraleg- an máta. Niðurstaðan varð sú að reyndar höfðu fleiri kosið framsóknar- sjálfstæðisflokkinn meðal þessa unga fólks, en meðaltal þjóðarinnar í kosn- ingunum. Að vísu höfðu færri kosið Sjálfstæðisflokkinn en þeim mun tleiri Framsóknarflokkinn sjálfan. Þeir höfðu svo góða auglýsingastofu. var sagt. Ég sá ekki betur en að fundarmenn tryðu varia sínum eigin augum. Allt í einu voru orð óþörf. En hvurnig er það: Hefur ekki Háskóli íslands út- skrifað hundruð ungra manna og kveima sem bera hið stolta starfsheiti stjórnmálafræðingur? Er ekki rétt til getið að ,,kjósendahegðun“ þyki verð- ugt viðfangsefni innan þessarar fræði- greinar? Er þá ekki kjörið rannsóknar- efni að finna út úr því, hvers vegna menn nota sinn skerta kosningarétt til þess að kjósa gegn sjálfum sér? Höfundur er formaður Alþýðuflokksins. Hefur þú prófað Mansjúríu-sveppate? Árni Þór Sævarsson versl- Óli Páll Einarsson nemi: Sigga Vang nemi: Nei. unareigandi: Nei, og hef Nei. Það er svo vond lykt af engan áhuga. þessu að hún fælir frá. Mette Sívertsen nemi: Nei, aldrei. Ásta Andrésdóttir nemi: Nei. Komið hefur í ljós, að ekki eiga við rök að styðjast kenningar ýmissa bjálfa á Vesturlöndum um, að stríðsglæpir Serba séu uppfinning auglýsingastofu á vegum Bosníu- stjómar. Þvert á móti hefur verið vanmetið, hve víðtækir og alvarieg- ir glæpirnir em. Forystugrein Jónasar Kristjánssonar í DV í gær. Hann hefur alltaf verið svona. Frá þvi í skóla á Akureyri. Hann hefur alisstaðar verið óþolandi þessi mað- ur - allsstaðar. Önundur Ásgeirsson hélt áfram krossferð sinni gegn séra Heimi útvarpsstjóra í Helgarpóstinum í gær. Hann er gersamlega gagnslaus og óhæfur í þetta. Það hefur enginn skilið hvernig hann villtist inn í þetta. Hann var óhæfur í skóla, óhæfur í Skálholti, óhæfur á Þing- vöUum og er það enn. Önundur krossfari enn á ferð. Er ekki kominn tími á Heimi? Forystugrein Karls Th. Birgissonar í HP fjallaði um auövitað um Heimi Steinsson. Skýrslan gæti verið tilefni til að reka útvarpsstjóra. Fyrirsögn á Helgarpóstsviðtali við Árna M. Mat- hiesen. Heimir er maður dagsins, ekki spurning. Ég er orðinn þreyttur á þessu buili, sem mér stundum á að nefna kjaft- æði. Það mun þykja ljótt orð og skal ég ekki nota það, þar sem það er bull sem ekki styðst við nein rök. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli að lýsa skoð- un sinni á umræðu um jöfnun atkvæðisréttar. fréttaskot úr fortíð Fangi og hetja Maður einn í fangelsinu í Peterhead, sem verið hafði þar í 15 ár og átti að vera þar alla sína daga, var náðaður fyrir tilraunir, sem hann gerði til þess að bjarga öðrum fanga frá drukknun. Það var fyrir morð á kvenmanni að hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Alþýðublaðið 10. ágúst 1922.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.