Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐH) 7 heldur því fram að einangra megi drenginn og lækna en þurfi ekki að vísa honum úr landi, en þetta sé gert aðeins til að hefnast á Ólafi og er það líklega rétt. í morgun er Morgunblaðið meira en hálft af tómum skömmum um Ólaf Friðriksson. Óvíst er hversu þetta lyktar, Ólafur heldur drengnum enn, og sam- heijar hans eru harðsnúnir ef þeir koma sér við. Flestir óska að drengur fái að vera. Sunnudagur 27. nóvember 1921 Mikið gekk á miðvikudaginn var [23. nóvember]. Þá var hafin önnur atlaga að Ólafi Friðrikssyni með herliði, þ.e. margra tuga sveit vopnaðra manna (skotfélag [Axels] Tuliníusar) undir for- ustu fyrrverandi lautinants í danska hemum, Jóhanns P. Jónssonar og var þá kallaður „lögreglustjóri" af því sá rétti afsagði að eiga meira við þetta mál og hafði verið nauðugur að fyrri atlögunni. Stjómin fékk því þennan herforingja og hóaði saman með dyggilegri hjálp auð- valdsins og annarra pólitískra haturs- manna Ólafs, mörgum hundruðum manna af því tagi líklega 400-500 og voru þær æfðar í sveitum af þeim „- danska". Logn var og sólin skein í heiði þennan dag; allar götur hér í nánd íyllt- ust af fólki, fleiri en um daginn þótt enginn vissi fyllilega hvað til stóð, en nú vom settir verðir um allt og fólki mein- að að fara ferða sinna, nema að nokkra leyti. Portið héma fylltist af vopnuðum mönnum með riffla, líklega hlaðna, því ég heyrði þann sem þóttist vera foringi segja: „Það er kannski réttast að hver maður hafi ákveðinn fjölda af skotum í vasanum - svona 12- 15.“ Þá fór mér nú að verða órótt. Var það þá virkilega alvara að fara að brytja niður og limlesta verjulaust fólkið, út af misskilningi og í mikil- mennskulegri yfirburða hugsun? Flvem- ig eru íslendingar orðnir. Er það þá bara „Hvíta stríðið hafði djúptækar pólitísk- ar afleiðingar fyrir Alþýðuflokkinn." ■ Höfundur dagbókarinnar Elka Björnsdóttir Elka Björnsdóttir fæddist að Reykj- um í Lundareykjardal 7. september 1881. Tveimur árum síðar fluttist hún með foreldrum sínum að Skálabrekku í Þingvallasveit. Árið 1906 flutti Elka frá æskustöðvunum til Reykjavíkur og bjó þar til ævi- loka. Fyrstu fimm árin í bænum var Elka í vist en gerðist lausakona eftir það. Þá starfaði hún meðal annars við saltfiskverkun, síldarsöltun, þvotta, heimilishjálp og aðra dag- launavinnu. Haustið 1917 tók Elka að sér ræstingar á skrifstofu borg- arstjórans og Slökkvistöðinni að Tjarnargötu 12. Hún var því í mjög góðri aðstöðu til að fylgjast með öll- um viðbúnaði yfirvalda vegna Hvíta stríðsins. Elka starfaði ötullega í Verkakvennafélaginu Framsókn og var í hópi stofnenda Alþýðuflokks- ins og Alþýðusambands íslands. Hún lést í febrúar 1924, aðeins 42 ára gömul. Ólafur Friðriksson í ræðustól. Hann bæði fyrir hann og Alþýðuflokkinn. leikur að svifta menn lífi, úthella blóði samborgara sinna og gera þá örkumla- menn ævilangt. Svo kom Matthías læknir [Einarsson], með tösku sín í hendinni og héraðslæknir [Jón Hj. Sig- urðsson], tvær stofur hér í útbygging- unni vora ræstar í snatri og þangað flutt- ar stangdýnur, borð, stólar og legubekk- ir og allur viðbúnaður hafður til að veita viðtöku sáram mönnum. í Góðtempl- arahúsinu hafði einnig verið settur upp bráðabirgðaspítali. Ohug miklum og ógn sló á alla bæjar- búa. Mikils þótti nú við þurfa. Fáeinir menn fóra svo með „lögreglustjóra", brutu upp húsið og tóku Olaf, konu hans og rússneska drenginn og nokkra___________________ unglinga sem þar vora og var engin mótstaða veitt. Konan og drengurinn á Franska spítalann en hinir í tugthúsið í jámum. Svo var verið að smala allan daginn á bifreiðum og flytja á sama stað þeim sem víst þótti að vera mundu ákafastir fylgismenn Ólafs, leitað að þeim inni í húsum manna, njósnarar snuðrandi um allt og era víst enn, vopnaðir verðir settir kvöldinu áður og þann dag til kvölds og kannski leng- ur við báða bankana - einnig vora verð- ir við ráðherrahúsið á Hverfisgötu, búðir þær sem byssur fást í og víðar. Þeir vora með hvítan borða um vinstri handlegg og létu mikið yfir sér; slíkum piltum sást bregða fyrir fram á kvöld daginn eftir. Þegar Hjörtur [Björnsson] fór heim að borða um hádegið var honum varin gatan hér heim að norðan svo hann varð að fara kringum alla Tjöm til að komast heim. Finnur [Jónsson] stóð hér rétt hjá húsinu en fékk ekki að kom- ast inn til að borða fyrr en klukkan langt gengin 2, þegar fylkingar tóku að þynn- ast eftir handtökuna miklu. Það er nú sýnilegt að það sem undir þessum ósköpum hefir búið og ýtt þeim af stað hefir ekkert annað verið en bolsivika- hræðsla, en þetta með rússneska dreng- inn haft að yfirvarpi. Hefði einhver rík- isburgeisinn komið með þennan dreng og tekið sér hann munaðarlausan í sonar stað þá hefði ekki þurft að vísa honum úr landi, jafnvel þótt hann hefði trac- homa. Það sést best á öllum þessum að- föram, raddaskap og lögleysur af þess- um trantaralýð sem fjölda margir vora áður margfaldir lögbrjótar. Húsið sem Ólafur leigði í allt brotið og skemmt, hurðir brotnar af hjöram, fleygt út og fluttar burt, líklega stolið, heimilið í var einn mesti áróöursmeistari aldarinnar. Hvíta stríðiö varð afdrifarikt - rústum, þegar konan fékk að fara heim í fyrrakvöld, engin hirsla óbrotin upp, kommóðuskúffur og annað, öll einka- bréf hennar skoðuð, öll brcf Ólafs, skjöl o.þ.h. tínt saman og flutt í bala ofan í Iðnó á „lögreglustöðina" og skoðað og sumt af þeim týnt og ýmislegt fleira, og þó var vörður haldinn um húsið nótt og dag. Þetta er réttvísin í hinu unga full- valda ríki. Konan og drengurinn voru flutt á Franska spítalann og er drengur- inn þar enn, og er stúrinn og hræddur og Ég heyrdi þann sem þóttist vera foringi segja: „Það er kannski réttast að hver maður hafi ákveðinn fjölda af skotum í vasanum - svona 12-15." Þá fór mér nú að verða órótt. Var það þá virkilega alvara að fara að brytja niður og limlesta verjulaust fólkið... því hafnaði Ólafur hvemig sem farið var að, hann gat ómögulega beygt sig. Þá lýsti Alþýðuflokkurinn hlutleysi sínu í þessu máh með því það væri einkamál, og það kom út í Alþýðublaðinu á þriðju- daginn svo að það var algerður óþarfi fyrir hina að hefja svona mikinn gaura- gang og lögleysur. Alþýðublaðið kallar það, eins og það fór fram, „stjómar- skrárbrot". Broddborgara og auðvalds- málgagnið Morgunblaðið hefir látið rigna hrakaskömmum sífellt yfir Ólaf og jafnaðarstefnuna og ég tala nú ekki um bolsivismann, þar er nú glatt og lukkulegt og hælist um og básúnar marga og í Morgunblaðinu í morgun tilkynn- ing á þýsku fra drengnum sjálfum (hann kvað mæla á þýsku) að hann tæki ekld við neinum peningagjöf- um, kveðst ekki vera neinn betlari og fóst- urforeldrar sínir, Ó. Friðriksson und Frau, muni annast um sig, og um leið tilkynnir kona Ólafs, Anna [Friðriksson], að hún ffávísi öllum gjöfum fyrir hönd fóstursonar síns. Hún álítur þennan peningaplástur sem móðg- un sem ekki er að furða. Alþýðuflokks- menn ætla að krefjast þess að Ólafur verði látinn laus. Aldrei hefir bæjarlýður verið eins greinilega skiptur í tvær and- stæður eins og nú og nú er það eins og annarsstaðar orðið hvítt og rautt. Stjóm- in lét „gyllta skrílinn“ siga sér upp til að gera gönuhlaup sem átti að vera til að uppræta bolsivismann, en þar sem lítill neisti var fyrir hefur hún og hennar lið nú blásið að kolunum og hellt olíu á eld- inn; sem getur orðið að geigvænlegu báli. Laugardagur 17. desember 1921 Ólafi Friðrikssyni var loksins sleppt úr fangelsinu miðvikudaginn 30. nóv- ember á 8. degi, og hafði hann einskis neytt allan þann tíma nema drakkið heitt vatn. Hann var furðu hress og jafnaði sig fljótt. Fór þetta allt gagnstætt von hvíta liðsins, sem gerði ráð fyrir 2-8 ára tugthússvist eða hann yrði veikur eða hrykki einhvem veginn upp af; daginn eftir, I. desember, var haldinn afar fjöl- mennur Alþýðuflokksfundur og sam- þykkt að skora á landsstjómina að rann- saka hvetjir valdir vora að stofnun hvíta hersins, vopnabúnaði og aðförum og láta þá sæta hegningu og einnig að bcnnuð yrði með öllu öll skotfélög og vopnaburður hér á landi. Ólafur kom á fúndinn og hélt ræðu og ætlaði fagnað- arlátum fólksins aldrei að linna yfir því að sjá [hann] aftur úr helju heimtan. Loksins fór það að sjá hver maður Ólaf- ur er. Ræðumenn voru margir, og var fundurinn hinn ágætasti í alla staði. Að honum loknum, klukkan langt gengin 11, hélt mannfjöldinn eins og lygn og þungur straumur heim til bústaðar Ólafs og hyllti hann þar með húrrahrópum, söng og ræðum. Kona hans þakkaði hlýlega, en Ólafur var þá niðri á bæjar- stjórnarfundi (lá ekki í rúminu eftir sveltið), var sent eftir honum og kom hann er þeim fúndi var slitið klukkan að ganga 12. Hann þakkaði heimsóknina með vel völdum orðum eins og vant er og ámuðu menn honum og þeim hjón- um langra lífdaga með húrraópi, og fór svo hver heim til sín. Eitthvað af and- stæðingum sá og heyrði, það var þeim Árás hvítliða á hús Ólafs Friðrikssonar. Hvítliðar beittu ýmsum brögðum til að komast inn í Suðurgötu 14. Meðal annars reistu þeir stiga bakvið húsið að reyndu að komast innum þakglugga. reiður, konan var hrakin og hijáð og tor- tryggð á allar lundir, og litlu drengimir hennar fengu ekki einu sinni að tala við hana þar nema lögreglan stæði yfir þeim. Og þó var hún ekki fangi. Ólafur og nokkrir menn aðrir sitja enn í steinin- um, hinum var sleppt úr. Hann var hinn rólegasti og sofnaði rétt strax er hann var þar kominn - örmagna af svefnleysi orðinn og leiðindum. Hann kvað ekki vilja neyta neins. Nefnd úr stjóm Al- 4 þýðuflokksins hafði mjög leitað um sættir, og gekk Stjómarráðið loks inn á miðlun sem nefndin taldi viðunandi en lygi. Á fimmtudagsmorgun sagði það gleiðgosalega frá handtökunum og „hinu harðsnúna aðstoðarlögreg!uIiði“, sem hefði gegnt skyldu sinni með dugn- aði og kurteisi(!) svo allt gekk slysalaust og ekki var einu skoti skotið. Tvö böm urðu þó fyrir bifreið þegar þeir flengdust organdi um allt og stórmeiddi þau. Sama tölublað gapir með það að „flokk- urinn sem tók drenginn hefir skotið saman 3000 kr. htrnda honunV', og muni Morgunblaðið veita gjöfum til hans við- töku. En svo fengu þeir dálítinn snop- pung því í Vísi og Alþýðublaðinu í gær til sálubótar. þeir létu sér hægt þá. „Drengurinn okkar“ fór til sósíalista í Danmörku. Hann kveðst munu heim- sækja ísland aftur. Þetta allt hefir orðið til alvarlegrar vakningar meðal verka- lýðsins, hér og úti um land. Vopnið hef- ir snúist í hendinni á hvítu ribböldunum. En illa lætur Morgunblaðið. Ólafúr er tekinn við Alþýðublaðinu aftur og skrif- ar nú hvetja ágætis greinina á fætur ann- arri um þessa forsmán alla, og frekju- laust; þeim svíður að.ráða ekki við hann. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.