Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐO 5 r ■ Afengisvarnarráð gegn lækkun lögaldurstil áfengiskaupa Samræma þarf mismunandi aldursmörk - segir Lúðvík Bergvinsson alþingismaður sem vill lækka lögaldur til áfengiskaupa í 18 ár og leyfa sölu áfengis í matvörubúðum. ■ Fræðslufundur RKI Hvernig er að vera flótta- maðurá íslandi? Á sunnudaginn efnir Rauði kross íslands til fræðslufundar fyrir deildir félagsins um málefni flóttamanna. Bragi Guðbrandsson formaður flóttamannaráðs ríkisins ræðir um stefnumörkun stjórnvalda og þau Guðjón Magnússon formaður RKÍ og Hólmfríður Gísladóttir deildar- stjóri ræða um starf RKI að málefn- um flóttamanna. Þá mun Guðrún Pétursdóttir fé- lagsfræðingur fjalla um ólíka menn- ingarheima - fordómalausa sambúð. Irena Guðrún Kojic kennari fjallar um sambúð ólíkra þjóðarbrota. Einnig sitja flóttamaður og maki fyrir svörum um hvernig var að koma til Islands sem flóttamaður. Fundurinn hefst að Hótel Loftleið- um klukkan 13 og stendur til klukk- an 18. Aðalfundur Rauða kross íslands verður settur í Tjamarsal Ráðhússins klukkan 17 í dag. Vigdís Finnboga- dóttir forseti fslands og verndari Rauða kross íslands afhendir þar viðurkenningar fyrir störf í þágu Rauða krossins, Daryl Jones for- maður ráðgjafanefndar Alþjóða- hreyfingar Rauða krossins verður gestur fundarins og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri flytur ávarp. í dag stendur yfir ráðstefna Rauða krossins um sjúkraflutninga. Helga Egils í Listasafni ASI Á morgun, laugardag, klukkan 16 opnar Helga Egilsdóttir málverkasýningu í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Helga stundaði nám í Danmörku og á íslandi áðuren hún lauk mastersgráðu í málun við San Francisco Art Institute 1988. Helga starfaði sem kennari hér á landi á árunum 1989-1991 og einnig sem aðstoðarkennari í málun við San Francisco Art Institute veturinn 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar heima og erlendis. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Kaupmannahöfn. Á sýningunni sem opnar um helgina sýnir Helga Egilsdóttir verk sem öll eru unnið síðastliðið ár. Sýningin stendur til 3. desember og er opin frá klukkan 14-17 alla daga nema 27. og 28. nóvember. „Það er löngu tímabært að sam- ræma ýmis mismunandi aldursmörk og ganga einfaldlega út frá því að fólk sé orðið fullorðið við 18 ára aldur. Hvað varðar slæma reynslu Banda- ríkjamanna af að miða áfengiskaupa- aldúr við 18 ár má benda á að þar mega 16 ára ungmenni kaupa sér skot- vopn sem sýnist ekki vera til fyrir- myndar,“ sagði Lúðvík Bergvinsson alþingismaður í samtali við blaðið. Lúðvík er einn flutningsmanna að frumvarpi til laga þess efnis að lögald- ur til áfengiskaupa verði lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Áfengisvamarráð hef- ur varað við þessari breytingu og bent á að ýmis ríki Bandaríkjanna færðu þessi aldursmörk niður í 18 ár. Afleið- ingamar vom þær að slysum á ungu fólki fjölgaði uggvænlega og nú er svo komið að lögaldur til áfengis- kaupa er 21 ár um gervöll Bandaríkin. „Það vita allir að 20 ára aldurs- markið við kaup á áfengi heldur ekki. Við eigum ekki að vera með lög sem ekki em virt og stangast á við raun- veruleikann. Nú mega 18 ára sækja vínveitingahús en ekki kaupa þar vín. Við 18 ára aldur fær fólk kosningarétt, það má ganga í hjónaband og ræður sínum fjármálum. Það er því ekki nema eðlilegt að þetta fólk hafi einnig leyfi til að kaupa vín ef það vill. Mér finnst raunar að við ættum að hætta öllum þessum tvískinnungi í áfengis- málum og heimila sölu á áfengi í mat- vöruverslunum," sagði Lúðvík. Hann taldi að samræma ætti ýmis mismunandi aldursmörk sem nú mið- ast við 16, 17, 18 eða 20 ár. Greiða ætti bamabætur til 18 ára aldurs og jafnvel hækka aldursmörk til ökuprófs í 18 ár. Hækka ætti sjálfræðismörkin í 18 ár og ganga út frá því að 18 ára fólk væri orðið fullorðið með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Eldar Valiev í hlutverki sínu í Rags. Aukasýning á Vegna mikillar aðsóknar á sýningar fslenska dansflokksins Sex ballettverk í Borgarleikhúsinu, hefur verið ákveðið að bjóða upp á eina aukasýningu, sunnudaginn 26. nóvember kí. 20.00, en uppselt hefur verið á sýningamar hingað til og aðeins örfáir nnðar eíitir laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00. Sýningin hefur hlotið lfábæra dóma og mun fslenski dansflokkurinn nota næstu daga til þess að heimsækja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þar sem flutt verða brot úr verkum sýning- arinnar. Eftirtalin verk em á efiiisskrá sýningarinnar: Nýtt verk eftir Ingi- björgu Bjömsdóttur, Nœsti viðkomu- staður: Álfasteinn, við tónlist Sigurðar sex ballettverk Þórðarsonar. Szymon Kuran útsetti en hann sér jafnframt um undirleik á sýningunum. Þá eru flutt verk eftir Bo- urnonville, Blómahátíðin í Genzano og La Sylphide. Hnotubrjótinn við tón- list Tchaikovskys þekkja velflestir að- dáendur hins klassíska balletts og flytur dansflokkurinn hið vinsæla grand pas de deux. Þá er fluttur hluti verksins Rauðar rósir eftir Stephen Miils við tónlist Edith Piaf og að síðustu verið Rags eftir Robert LaFosse við tónlist Scott Joplin. Næstu sýningar íslenska dansflokksins em því laugardaginn 18. nóvember kl. 14.00 og allra síðasta sýning sunnudaginn 26. nóvember kl. 20.00. ■ Þingflokkur Kvennalistans Ætlar að fara að lögum Af gefnu tilefni vill þingflokkur Samtaka um kvennalista taka fram eftirfarandi: Það hefur ffá upphaft verið stefna Kvennalistans að gefa sem flestum varaþingkonum sínum tækifæri til að láta til sín taka í sölum Alþingis. í 12 ára þingsögu Kvennalistans hefur raunin þó orðið sú að við höfum kall- að varamenn inn í hlutfallslega færri tilvikum en nokkur annar þingflokk- ur. Sú samþykkt sem gerð var á nýaf- stöðnum landsfundi er einungis stað- festing á löngu mótaðri stefnu, enda segir þar að stefnt skuli að því að kalla inn varamenn eftir því sem kost- ur gefst. Þingmenn eiga rétt á að kalla inn varamenn vegna veikinda eða fjar- vista í opinberum erindum. Þingmað- ur hefur einnig rétt á að kalla inn varamann ef hann er fjarverandi í einkaerindum, en þá þiggur hann ekki laun fyrir þann tíma sem varaþing- maður hans situr á þingi. í þingsköpunt Alþingis segir í 53. grein: „Þingmaður nýtur ekki þing- fararkaups meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjarver- andi í opinberum erindum." Þau tilvik koma upp þar sem þing- menn þurfa eða kjósa að taka sér leyfi frá þingstörfum til að sinna öðrum störfum, t.d. í þágu síns flokks. Þá af- salar þingmaður sér launum til vara- manns. Kvennalistinn hefur ætíð farið að lögum og mun að sjálfsögðu gera það áfram. Reykjavík, 15. nóvember 1995 ■ Landráðstefna herstöðvarandstæðinga um helgina Barátta gecjn herstöð barátta fyrir sjálfstæði Landráðstefna herstöðvar- andstæðinga verður haldin á laugardaginn. Sveinn Rúnar Hauksson læknir er virkur meðlimur samtakanna og verður einn frummælenda á málþingí ráðstefnunnar. Al- þýðublaðið náði tali af Sveini Rúnari og spurði hann hvort samtök herstöðvarandstæðinga væm ekki orðin úreld. Sveinn Rúnar var ekki aldeilis á þeirri skoðun. „Menn virðast sérstaklega vera þeirrar skoðunar í Al- þýðuflokknum að þessi her eigi að vera hér um aldur og ævi, þó að Morgunblaðið bendi á annað,“ sagði Sveinn Rúnar. „í nýlegum leiðara Morgunblaðsins er bent á að aldrei hefði staðið til að herinn ætti að vera hér að eilífu. En meðan Jón Baldvin Hanni- balsson var utanríkisráðherra þá reyndi hann að sannfæra bæði Islendinga og Ameríkana um að þessi her þyrfti að vera hér um aldir ög ævi. Meðan sá hugs- unarháttur er við lýði þá hlýtur að vera verkefni hér fyrir herstöðvarandstæð- inga.“ Hver eru helstu rök ykkarfyrir and- stöðu? „Baráttan gegn herstöðinni er bar- átta fyrir sjálfstæði íslands og ég held að það þurfi ekki að deila um að engin þjóð sem býr við erlenda hersetu er fullvalda. Það er ákveðinn hluti af landinu lagður undir herstöð. Það er hervaldið sem hefur það land til um- ráða en ekki íslendingar þó svæðið sé hluti af Islandi. Þannig er ísland ekki fullvalda meðan það býr við erlenda hersetu. Ég held að þetta séu elstu og sígildistu rökin fyrir hersetunni. Menn hafa líka haft aðrar ástæður. Menn hafa ekki viljað blandast í stríðsbrölt stórveldanna. Einnig hefur alltaf verið fyrir hendi andstaða við kjamorkuvíg- búnað. Það hefur lengi verið deilt um það hvort hér væm staðsett kjamorku- vopn. Bandaríkjaher, og sá hluti hans sem er hér á landi, hefur búnað til að bera kjamorkuvopn og á Keflavíkur- flugvelli em hermenn sem em sérstak- lega þjálfaðir til þess að höndla kjam- orkuvopn. Bnadaríkjastjórn hefur þá hemaðarstefnu að hvorki játa né neita tilvist kjarnorkuvopna. Það á einnig við um Keflavíkurflugvöll. Þannig að það hefur aldrei komið nema óbein neitun og óbeinar staðhæfingar um að hér séu ekki kjamorkuvopn. Okkur er líka kunnugt um hernaðarstefnu Áframhaldandi herseta verður æ fáránlegri. segir herstöðvaand- stæðingurinn Sveinn Rúnar. Bandaríkjanna og Nató á þessu svæði og hún gengur út á það að hafa kjam- orkuvopn hér á norður Atlantshafs- svæðinu. Þessi her var sagður hafa verið fenginn hingað til að verjast innrás kommúnismans, sérstaklega Sovét- ríkjanna. Nú er Varsjárbandalagið lið- ið undir lok og Sovétríkin ekki lengur til og það er engum manni sem dettur í hug að halda því lengur fram að hér vofi yfir innrás Sovétríkjanna. Heims- málin horfa allt öðru vísi við. Þess vegna verður áframhaldandi herseta hér æ fáránlegri." Sérðu fram á að herinnfari úr landi í nánustu framtíð? „I sparnaðarskyni er Bandaríski herinn að loka herstöðvum hér og hvar og hvers vegna ekki hér? Ég held hins vegar að Ameríkaninn kæri sig ekki um að sleppa alveg takinu af ís- landi. Ég er þeirrar skoðunar að her- stöðvarandstæðingar geti ekki treyst á að herinn fari af sjálfu sér og herstöð- inni verði lokað." Heldurðu að skoðun ykkar eigi verulegan hljómgrunn meðal almenn- ings? „Ég held því miður að þetta inál sé orðið að slíku jaðarmáli að fleirum og fleimm standi á sama og taki ekki af- stöðu.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.