Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐtÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 m i i n n i i n aJ Hafþór Það er örfínt bilið á milli lífs og dauða og gleði og sorgar eins og nú hefur sannast enn einu sinni með brottkvaðningu Hafþórs vinar mt'ns. Við kynntumst ágætlega fyrir um sex árum síðan og naut ég þess að fá að vera hans aðstoðarmaður í um tuttugu ferðum inn á hálendi ís- lands. Það voru yfirleitt rólegri ferðir sem ég lét hafa mig út í, mestmegnis að sumri til þar sem áhættan var í lágmarki. Fórum samt saman nokkrar ferðir að vetri til þar sem venjulegur maður hefði bugast og hringt á „mömmu“ til að bjarga sér úr erfiðieikunum. En Hafþór var vanur því að berjast áfram við erf- iðar aðstæður og þótt bílar væru af- felgaðir og fastir í sköflum og gljúfrum þá voru dekkin bar sprengd á“ með tilheyrandi gasi og hávaða og drifin látin toga bílana upp og niður holt og hæðir þangað til allt var komið í réttan farveg á nýjan leik. Þegar allir voru sem taugastrekktastir við erfiðar að- stæður þá var Hafþór hinn allra ró- legasti og bauð upp á kaffi og hugs- aði í leiðinni væntanlega mikið um hvernig skyldi yfirstíga erfiðleik- ana. 6. maí 1952 Hún var góð ferðin þegar við brutumst inn að Landmannalaugum síðast liðinn vetur og hópurinn drif- inn út í heita vatnið. Hinir erlendu ferðamenn trúðu vart sínum eigin augum að hægt væri að aka í nokk- urra metra snjódýpi og ófærð inn að miðju íslands og fara þar í heitt bað í brjáluðu veðri. Það endaði nú svo að síðustu ferðalangarnir lágu í hitabaðinu fram til klukkan sjö að morgni og nutu tilverunnar. Veðr- inu hafði lægt og'fagur stjörnuhim- inn birtist öllum og nær himnaríki er vart hægt að komast. Þá fórum við margar ferðir með Itali og Spánverja inn í Kverkfjöll og var stórkostlegt að fá að kynnast fslandi með þessum hætti. Hafþór átti alltaf stóra og vel útbúnar bif- reiðar og vöktu öll tæki og tól mikla athygli hins venjulega ferða- manns og var Hafþór duglegur við að skýra út allan sannleikann unt GPS staðsetningarkerfið o.fl. fyrir þeim. Hafþór var góður drengur, til- finninganæmur og mjög þjónustu- lundaður. Allir ferðamenn sem með honum fóru voru ánægðir og í ör- uggum kunnáttuhöndum. Hann 7. nóv. 1995 kunni að lesa árnar og vöðin, vissi upp á hár hvar væri mýri eða grjót undir tveggja metra þykku snjólagi enda gjörþekkti hann allar aksturs- leiðir á hálendinu. Hann hlaut við- urnefnið „Hveravallaskreppur" þar sem hann átti það til að skreppa stundum eftir vinnu inn á Hvera- velli, svona eins og þegar við ger- um okkur ferð niður í miðborg Reykjavíkur. Þær urðu þrettán ferð- irnar sem hann fór með jólaglaðn- ing og póst til veðurathugunarfólks- ins á Hveravöllum og sem betur fer tók hann oft hluta af ferðum sínum upp á myndband þannig að ein- hverjar heimildir eru til um þennan ágæta mann. Hafþór bægði oft frá sér erfið- leika hins daglega lífs með ein- hverri stórri hugsun, sem yfir- gnæfði allt annað. Einu sinni sem oftar ræddum við flækjur mannlífs- ins og djúpa erfiðleika, sem hann stundum átti við að stríða en þá endaði oft sú umræða í einhverju afar stóru plani. Einn af draumum Hafþórs var að byggja upp skíða- svæði suð-austan í Langjökli, við IÉg er að tala um flóttafólk. Fólk sem er hrakið á sál og líkama. Menn, konur og börn sem eru talin minna virði en fluga á vegg. Von um betra líf ir, menningin svo viðkvæm, tungan einstök, og svo má lengi telja. Ég er fæddur og uppalinn á Suður- nesjum, hef þar af leiðandi orðið fyrir miklu menningaráfalli. Sem bam og unglingur varð ég fyrir áreiti af völd- um erlendra fjölmiðla. Þar til 60 menningarofvitar forðuðu mér frá þeirri vá. Ekki tók betra við, því ég réði mig til vinnu hjá útlendum her aðeins sextán ára gamall og starfa þar enn. í bifreiðaþjónustudeild vamar- liðsins er flóra mannlífsins ansi íjöl- breytt. Þar hafa starfað saman karlar og konur frá ýmsum menningarsvæð- um. Sá einstaklingur sem er mér minnisstæðastur var flóttamaður frá Ungverjalandi. Ekki get ég sagt að ég hafi orðið yfir menningarlegum skaða af því að umgangast karlinn. Reyndar var hann eins og hver annar íslenskur þegn. Borgaði sína skatta, sinnti sínum skyldum, vann sín störf og tróð engum um tær. í frítíma mínum hef ég horft á gervihnattasjónvarpsstöðvar, átt sam- skipti við fólk er átt hefur útlenda foreldra og búið í útlöndum. Reyndar hef ég sjálfur farið til útlanda án þess að verða fyrir miklum skemmdum. Það kom mér því verulega á óvart þegar ég gat átt samskipti við menn- ingarsinnað fólk án tungumálaörðug- leika og talað sama mál og aðrir Is- lendingar. Það virðist enginn taka eft- ir því að ég er menningarslys, illa haldinn af útlendum áhrifum. Það sem mér þykir mest um vert við notkun mína á íslenskri tungu, er sú staðreynd að ég verð mér afar sjaldan til skammar. Ég sletti stundum í þröngum hópi, hinsvegar hvarflar aldrei að mér að nota orðskrípi eins og „stímulera, analísera og pródús- era“ á opinberum vettvangi, svo ég nefni eitthvað úr orðasafni menning- arvitanna. Af fenginni reynslu tel ég það aum rök að menning okkar og tunga þoli ekki móttöku flóttamanna. Þvert á móti held ég því fram að það geri okkur meðvitaðri um þjóðararf okkar og haldi okkur frá þröngsýni. Við getum ekki bjargað nema brotabroti af þeim sem eru hjálpar þurfi. En með því að setja okkur reglur er segðu til um árlegan fjölda fólks er hingað getur leitað, getum við gefið öðrum þjóðum gott fordæmi. En það sem er mest um vert, við getum gefið nauðstöddum von um betra líf. Höfundur er verkamaöur í Sandgeröi. Jarlhettur með tilheyrandi lyftum, húsum o.fl. Fórum við þá daginn eftir inneftir og skoðuðum aðstæður og voru það orð að sönnu. Þarna er eitt besta skíðasvæði landsins, en auðvitað vantar allt til alls. Hafþór hafði skoðað þejta allt saman af vélsleða sínum og vissi upp á hár hvar átti að reisa hús og lyftur svo að best yrði. Þá kom hann til mín einn morguninn og sagðist ætla að fara upp á Eiríksjökul fyrstur manna á bfl. Vissulega væri brúnin, sem hann þyrfti að aka á einum stað eingöngu tveir metrar á breidd og þverhnípt niður báðum megin. Það varð úr að hann fór og því miður valt bíllinn á versta stað og ekki varð allt eins og best var á kosið þar, en ævintýri var það samt og reynt að gera sem best úr því sem öllu öðru. Þegar Hafþór kvaddi þennan heim var í vinnslu heilmik- ið ævintýri, en það var að fara á bfl- urn yfir Grænlandsjökul, ekið upp frá Angmassalik svæðinu og þvert yfir. Hafþór átti marga góða vini sem ávallt voru reiðubúnir í verk- efni fyrir hann í ævintýraferðunum og veit ég að hans er sárt saknað í þeim sterka hópi. Sonur hans var honum mikil stoð og stytta og hinn besti ökumaður og félagi. Margar myndskreyttar greinar hafa birst um vetrarferðir Hafþórs í erlendum bílablöðum og eru það oft menn eins og hann sem búa til „ímynd“ landsins í augum ferðamanna. Það er hægt að telja upp endalaust mörg skemmtileg atvik í ferðalögum með Hafþóri um fsland en ég læt hér staðar numið og þakka fyrir það sem var. Ferðirnar með Hafþóri verða ekki fleiri fyrr en í stóra fjallasalnum þar sem allir hittast að lokum. Blessuð sé minning hans. Friörik Ásmundsson Brekkan Að svipta fólk voninni er glæpur af verstu gerð. Það er ekkert sem getur réttlætt slíkan glæp, allra síst þegar það er gert í nafni menningarinnar. Ekki er ég þessháttar glæpamaður, kann margur að fullyrða. Ég hef ekki framið slík óhæfuverk, hvaða rugl er þetta í þér munu flestir segja. Um hvaða fólk ertu annars að tala? Ég er að tala um flóttafólk. Pallborðið | Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Fólk sem er hrakið á sál og líkama. Menn, konur og börn sem eru talin minna virði en fluga á vegg. Þegar útlend náttúruvemdarsamtök herja á okkur vegna hvalveiða finnst mörg- um að þau ættu að snúa sér að öðru þarfara, til dæmis mannskepnunni. En þegar kemur að okkur sjálfum að axla ábyrgð í samfélagi þjóðanna, þá er tónninn annar. Við erum svo smá- Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. LANASjOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Leigjendasamtökin Leigjendasamtökin Aðalfundur Leigjendasamtakanna verður haldinn í Lög- bergi, húsi lagadeildar Háskólans, laugardaginn 18. nóv. n.k. kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Umræður um húsaleigubætur. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.