Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 s k o ð a n i r AIMDWDID 21021. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Til varnar Serbum Eru allir Serbar blóðþyrstir villimenn? Er serbneska þjóðin haldin arf- gengri þörf til að leggja stund á morð og hverskyns óhæfuverk? Er við þá eina að sakast um harmleikinn á Balkanskaga? Eru Serbar einsog uppvakn- ingar úr grimmri fomeskju, án tilveruréttar í mannlegu félagi nútímans? Með öðrum orðum: Á að dæma Serba óalandi og ófeijandi? Já, segir Jónas Kristjánsson ritstjóri í forystugrein DV í gær. Ritstjórinn er ekki að skafa utan af hlutunum ífekar en fyrri daginn, hann segir ekki hægt „að komast hjá því áliti, að Serbar séu geðbilaðir þúsundum saman, trylltir af sagn- ffæðilegu mgli og eigi alls ekki heima í siðuðu samfélagi Vesturlanda. Öll hin kmmpaða þjóð verður að bera glæpinn ífam á veginn." Jónas Kristjánsson er ekki einn um þá skoðun að Serbar eigi ekki heima í „siðuðu samfélagi Vesturlanda“. Kaldriíjaðir stríðsglæpamenn Serba hafa murkað lífið úr óteljandi fómarlömbum í Króatíu og Bosníu: íjöldamorðin, fangabúðirnar og „þjóðarhreinsanir“ virðast aðeins eiga samsvörun í Þýskalandi nasismans. Síðla sumars vitnaðist að Serbar höfðu slátrað að minnsta kosti sexþúsund vamarlausum íbúum Srebrenica þegar þeir náðu bænum á sitt vald. Serbneskir fjöldamorðingjar eiga sannarlega ekki heima í „siðuðu samfé- lagi Vesturlanda“ - eða nokkm siðuðu félagi yfirleitt. En það felur í sér stórfellt siðferðilegt ranglæti að afgreiða á einu bretti heila þjóð á þennan hátt, og það sem meira er: það ber líka vitni um að sá sem fellir slíkan dóm hefur ekki gmndvallarþekkingu á harmleiknum á Balkanskaga. Á^ur en menn afgreiða alla Serba sem glæpamenn ættu þeir að hafa nokkrar staðreyndir í huga. I stjómarher Bosníu em þúsundir serbneskra hermanna sem hafa ffá stríðsbyijun barist við hlið múslíma og Króata: eng- inn veit hve margir Serbar hafa týnt lífí í bardögum við hersveitir Karadzic og Mladic. Sarajevo, höfuðborg Bosníu, var fyrir stríð heimkynni um 150 þúsund Serba. Talið er að helmingur þeirra hafi yfirgefið borgina í stríðs- byijun 1992, - hinir hafa deilt kjöram með öðmm íbúum hinnar umsetnu borgar og tekið þátt í vöm hennar. Em þeir glæpamenn? Tilheyra þeir hinni „kmmpuðu þjóð“ sem Jónas Kristjánsson kallar svo? Innan Serbíu hefur almenningur í mörg ár verið mataður kerfisbundið á áróðri stríðsæsingamanna. Reynt hefur verið að telja fólki trú um að bæði Króatar og múslímar eigi sér þann draum æðstan að tortíma öllu sem serb- neskt er. í þessu skyni hefur auðvitað verið hamrað á því, að á heimsstyij- aldarámnum ráku króatískir fasistar ógeðslegustu útrýmingarbúðir Evrópu. Þar var tugum þúsunda Serba slátrað: það er sagt að harðsvíraðum SS- mönnum hafi ofboðið aðfarir Króata. Vissulega hefði mátt segja, eftir seinni heimsstyijöld, að Króatar - og Þjóðveijar - ættu ekki heima í „sið- uðu samfélagi Vesturlanda“. Serbar em ekki allir glæpamenn - langt í frá. í Serbíu hefur frá upphafi verið andstaða gegn stríðsrekstri Milosevic. Serbía er lögregluríki, en samt hefur ýmsum málsvömm friðar tekist að koma þeim skilaboðum áleiðis, að helsteíha þjóðemisofstækisins hafi ekki náð tökum á allra hugum. Þúsundir Serba hafa flúið land sitt, flúið hatrið, flúið ofstækið, flúið stríðið. Em þeir glæpamenn? Stríðinu á Balkanskaga mun ekki ljúka með því að Serbum sé tilkynnt að þeir séu ,Jcmmpuð“ þjóð án tilvemréttar. Vitaskuld á að draga stríðsglæpa- mennina fyrir dómstól Sameinuðu þjóðanna. Og vel að merkja: Serbar em ekki einir um að hafa framið glæpi í þessu stríði. Hersveitir Serba hafa hinsvegar, í krafti yfirburða sinna, getað staðið fyrir hroðalegri óhæfuverk- um en fjendur þeirra. Serbar em ekki í neinum gmndvallaratriðum frá- bmgðnir Króötum eða Bosníumönnum. Allar em þjóðimar slavneskar, ná- skyldar og tala sama tungumál, og saga þeirra er að miklu leyti sameigin- leg. Serbar, Króatar og Bosníumenn munu um ókomna framtíð búa áfram þarsem eitt sinn hét Júgóslavía. Það hlýtur að vera forgangsmál allra sem em raunvemlegir áhugamenn um frið á Balkanskaga að reyna að eyða hatr- inu og tortryggninni sem er runnið þjóðunum þar í merg og bein eftir hörmungar síðustu ára. Og þegar menn leita að sökudólgum á Efalkanskaga mættu þeir gjaman skyggnast víðar. Það gerir Jónas Kristjánsson reyndar eftir að hafa bannfært serbnesku þjóðina. Hann segir: „Þegar stríðsglæpir Serba verða kmfnir til beins, verður ekki gleymt aðild ýmissa vestrænna ráðamanna og embættismanna, sem reyna enn að drepa málinu á dreif.“ Þetta em orð að sönnu: Þeir sem mesta ábyrgð bera em þeir ráðamenn heimsins sem frá upphafi gátu komið í veg fyrir hörmungamar. Serbar em hvorki „kmmpaðri“ eða „geðbilaðri" en aðrar þjóðir sem lenda í klóm stríðsæsingamanna - og sannarlega eiga þeir tilvemrétt í heiminum einsog aðrir. ■ Fyrirmynd heimsins? Tölvulúnar hendur klesstar um skjalatöskur, sorgarrendur á fingrum, grænar sorgarrendur, af seðlatalningu. Og andlitin sorglega sálarlaus, með rakspíra völdum eftir sjónvarpsauglýsingum og í hverju þeirra þetta óttablandna „I wonder if my boss will like it"-blik í augum. Þegar staðið er á homi tuttugasta og sjötta strætis og níundu breiðgötu á Manhattan á sunnudegi rétt fyrir sex í nóvember þegar myrkurhlið hnattarins er í þann veg að færast yfir þessa borgeyju og útsynningurinn næðir yfir og á milli skýjaklúfa, Empire State- byggingin veður í skýjum niður að herðum og grálegur himininn úðar mann léttmenguðu regni og maður horfir, út yfir Hudsön River, yfir til New Yersy, þar sem grillir í enn grárri blokkir upp af hafnarkæjunum og handan þeirra tekur við Esjugrár þokubakki eins og maður þekkir að heiman: Þá sér maður í gegnum New York. Þá fær maður allt í einu þessa til- finningu sem maður fær daglega heima þar sem sjórinn undan Skúla- götunni kemur jafnan upp á Laugaveg um Frakkastíg og Klapparstíg og kemur upp um borgina: Hún er aðeins h'till blettur af menningu í miðju hafi. Blekking að halda að heimurinn endi í síðasta leigubíl í Breiðholt eða við dagskrárlok á Stöð tvö. Og það er sorglegt að sjá í gegnum New York. Hana líka. Hvað er þá eft- ir? Ef stórborg heimsins opinberast manni svo áþreifanlega sem. að vísu nokkuð háreistur, hafnarbær á bökk- um Hödsonár. Næðingurinn er alls staðar eins og napur. Dapur í bragði veifa ég næsta gulum bfl og læt hann bera mig í gegnum hugleiðingar um bandarískt þjóðfélag. Vikupiltar 1 meira en hálfa öld hafa Bandarík- in verið fyrirmynd heimsins í smáu sem stóm. Ósigur kommúnismans var túlkaður sem endanleg sönnun þess að kapítalisminn væri það sem blifi. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru sker niður velferðarkerfi og minnkar rflds- umsvif, fetar hina thatcherísku leið í átt að Washington þar sem „einstak- lingsfrelsinu" er ennþá vaggað án af- láts í hugmyndavöggu þessa risasam- félags, vöggu sem rikið má hvergi koma nærri en hefur nú verið rafknúin til þess að heimilismenn geti notið sins einstaklingsfrelsis. Back in the US minnir hins vegar átakanlega á „Back in the USSR“. Á vissan hátt virkar þessi óhefti kapítal- ismi á mann sem jafn gamaldags og úrelt kerfi og það sáluga í Sovét. I samanburði er hið þróaða og sið- menntaða „blandaða hagkeríi" Evrópu ljósámm fullkomnara. Þegar neðanjarðarlestin - fátæklega setin af fátæklegum blökkukonum og 1000 ára gömlum rússneskum slæðu- konum malandi um vömtilboð í Wo- olworth - rennir inn á Wall Street- stöðina fyllist hún skyndilega af verð- bréfasölum, hvítu kassalega fólki sem allan daginn fyllir World Trade Cent- er. Jakkaföt í tveimur litum, dragtir í einum. Tölvulúnar hendur klesstar um skjalatöskur, sorgarrendur á fingmm, grænar sorgarrendur, af seðlatalningu. Og andlitin sorglega sálarlaus, með rakspíra völdum eftir sjónvarpsauglýs- ingum og í hverju þeirra þetta ótta- blandna „I wonder if my boss will like it“-blik í augum. Er þessi skyrtu- og bindisbúningur í nokkru frábmgðinn skylduhnepptum maófötum kínverskra kerfisþræla? Er hlnn ameríski „Boss“ í nokkru frá- bmgðinn hinum foma „Kommisar“? Minnir „Hi guys” ekki nokkuð á „sæl- ir félagar?" Pýramfdabygging stórfyrirtækjanna er í sjálfu sér litlu frábrugðin hinum sósíalíska píramída, með Maó á toppnum og billjónir af bakbrotnum maurum undir niðri, að velta hrís- grjónum fyrir flokkinn. Auðmýktin gagnvart stjómar“formanninum“ er sú sama, og hræðslan líka, hræðslan við að geðjast honum ekki, koma ekki með réttu hugmyndimar, standa upp á vitlausum tíma, vera ekki með rétt bindi, vona að hann bjóði manni í sumarhúsið... Hér hljómar þrælslund- in: „I hope my boss will like it.“ En Maó vildi láta ljúga með sér, ameríski Bossinn vill sannleikann. Það er ekki eins auðvelt fyrir undir- menn í amerísku fyrirtæki að skálda hagnað eins og það var fyrir kínversk- an héraðsstjóra að búa til 1000 kflóa uppskeru á hvem fermeter í héraðinu til þess að „efla hagvöxt". En fyrir austan réði hugmyndin, hér ráða pen- ingar. Hvort tveggja jafn gamafdags. Amerískt þjóðfélag byggir á hug- myndum fárra en þjáningum margra. Og nú sitja þeir félagamir í Wash- ington, Bob Dole og Newt Gingrich, á skyrtunum með uppbrettar ermar, önnum kafnir við að skera niður ríkis- útgjöld til að efla hag einstaklingsins enn frekar, og búnir að skera svo mik- ið að enginn er eftir í vinnu hjá rík- inu... Hvergi birtist þessi peningahyggja mér betur en í sjónvarpinu. Ef sjón- varpið er gluggi á samfélag era Amer- íkanar allir kjálkabreiðir hvítingjar um þrítugt, allir með axlabönd og vinna allir á auglýsingastofu eða í verðbréfa- fyrirtæki, leigja saman tveir og þrír og sofa til skiptis hjá stelpunum í næstu íbúð, stelpur sem samanlagðar líta all- ar út eins og hver og ein þeirra. Og svo fara þættimir í það að gera upp hjásofelsið í síðasta þætti. Fyrir hveija þáttaröð sem sýnd er heima era hér hundrað á dagskrá. Allt er þetta meg- instraumsefni. Allt er stflað á megin- straumsmanninn. Hér þrífst ekkert óvænt, skrýtið, pervert eða asnalegt. Með öðram orðum ekkert áhugavert. Allt er hannað til dauðs. I þágu mark- aðar. Á meðan hijóta séniín útí hverfun- um, alls konar furðufuglar og fiktarar, stórskáld og skemmtikraftar, rapparar og ræmugerðarmenn, með alls konar andlit og í alls konar litum. Trúar- brögð jafn mörg og ísbrögðin í búð- inni á hominu. En þeim er ekki hleypt í gegn vegna þess að þeir líta ekki nógu venjulega út, eru með hættuleg nef og of stórar tungur. Einn og einn er þó dubbaður upp í karríer með um- boðsmanni en áður en honum er hleypt upp á stóra sviðið í bandarísku þjóðlífi er búið að snyrta hann svo mikið til að allar skrýtnustu og bestu fjaðrimar era horfnar. Hann er orðinn „þjóðhæfur" og er varpað í megin- strauminn þar sem lætur síðan reka með öllum hinum selabreytunum næstu árin. Robin Williams í hryll- ingsmynd. Maðurinn með mestu hæfi- leikana í þessu sólkerfi er látinn leika heiðvirðan heimilisföður sem setur upp ógnarsvip áður en skelfingin tíður yfir heimilið. Woody Allen er smást- irni hér. Nýjasta mynd hans hlýtur meiri aðsókn í París en öllum Banda- ríkjunum samanlögðum. Bukowski er nánast óþekktur maður hér þó dauður sé. Bandaríkin era auðugasta og snið- ugasta þjóð heims. Einn risastór tal- ent-tankur. En það er bara kerfið. Keríið er bara svona. Þetta er vannýtt auðlind. Það hendir jafnvel bestu menn að semja sitt efni „að lögmálum markaðarins“ og troða „love- interest" inn í söguþráðinn. En þetta er náttúrulega ung og frumstæð þjóð. Þeir þurfa 2000 ár í viðbót til að ná hinu evrópska fijáls- lyndi. Þetta kemur... ■ nóvember Atburðir dagsins 1603 Sir Walter Raleigh ákærður fyrir landráð. 1796 Katrín mikla, keisaraynja Rússa, deyr eftir langan, litrik- an feril og mikla landvinninga. 1913 Vilhjálmur Þýskalands- keisari hannar hennönnum sín- um að dansa tangó. 1917 Franski myndhöggvarinn Aug- uste Rodin deyr, 77 ára gamall. 1922 Síbería gengur til liðs við Sovétríkin. 1938 Vikan kom út í fyrsta sinn. 1940 Akureyrar- kirkja vígð. 1983 Stærsta versl- un landsins, Mikligarður, opnar í Reykjavík. Afmælisbörn dagsins Lúðvík XVIII 1755, konungur Frakklands cftir fall Napóle- ons. Rock Hudson 1925, bandarískur kvikmyndaleikari. Martin Scorsese 1942, banda- rískur leikstjóri, gerði meðal annars Taxi Driver og Raging Bull. Annálsbrot dagsins Hjón deildu fyrir vestan í sjáv- arijöru. Hljóp konan í æði út í sjóinn. maðurinn cftir að hjálpa henni. Hann komst af, hún' fannst ei aftur. Hrafnagilsannáll 1750. Málsháttur dagsins Njáls bíta ráðin. Síld dagsins Bjami frá Vogi á að hafa sagt, einu sinni er hann sá ntig út um glugga á kaffihúsi í Höfn: .„Honum væri nær að fara heim í sfld.“ Gunnar Gunnarsson skáld. Orð dagsins Dauður er minn faðirinn og dauð er mín móðir, dauð er mín systirin og dauður er minn bróðir. Lifir minn unnustinn og glöð skal eg gullið spinna. Fornt viðlag. Skák dagsins Enski meistarinn Plaskett er í hópi mistækustu skákmanna. Oft stendur hann sig hraksmán- arlega en nær góðu flugi þess á milli. 1 skák dagsins leikur hann serbneska stórmeistarann Velmirovic grátt. Plaskctt hef- ur hvítt og á leik. Hvítur leikur og mátar. 1. Dxh4+!! Kxh4 Velmirovic sýndi þá háttvísl að teyga bik- arinn í botn. 2. Hh7+ Kg5 3. h4 Skák og mát: það er alltaf skemmtilegt að máta með peði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.