Alþýðublaðið - 17.11.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1995, Síða 1
Föstudagur 17. nóvember 1995 Stofnað 1919 176. tölubiað - 76. árgangur ■ Norðmenn ákveða einhliða kvóta úr norsk-íslenska síldarstofninum Þetta nær engri átt - segir Óssur Skarphéðinsson alþingismaður og átelur íslenska ráðamenn fyrir linkind gagnvart Norðmönnum. „Framkoma Norðmanna í þessu máli nær engri átt. Það voru þeir en ekki íslendingar sem eyddu síldarstofh- um á sjöunda áratugnum. Það var ekki ofveiði á fullorðinni sfld heldur gríðar- leg rányrkja á síldarseiðum innan norskrar lögsögu sem leiddi til þess að stofninn hrundisagði Össur Skarp- héðinsson alþingismaður í samtah við Alþýðublaðið. Sjávarútvegsráðherra Noregs hefur tilkynnt að Norðmenn hafi ákveðið ein- hliða milljón .tonna heildarkvóta fyrir veiðar úr norsk-íslenska sfldarstofnin- um á næsta ári. „Norðmenn gripu ekki til neinna að- gerða tii bjargar stofninum fyrr en um seinan. Það var viðurkennt af norskum vísindamönnum árið 1980 að það hefði ekki verið veiðin við ísland sem leiddi til þess að stofninum hrundi heldur þeirra eigin rányrkja á seiðum. Öll hin siðferðilega og líffræðilega ábyrgð á hruni stofhsins á sínum túna er Norð- manna,“ sagði Össur Skarphéðinsson. ,,Því miður hafa þeir ráðherrar ríkis- stjómarinnar sem fara með þessi mál, Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn Pálsson, ekki gert sér grein fyrir þessu og -ekki kannað söguna nægilega vel. Það hefur komið skýrt fram að linkind þeirra gagnvart Norðmönnum mótar væntanlega afstöðu Norðmanna núna. Þó að það hafi aldrei komið nákvæm- lega fram hvað þeir Halldór og Þor- steinn fóm fram á þegar þeir áttu fyrst fund með Norðmönnum, hefur þvf ekki verið neitað af þeim við umræður á Al- þingi, að þeir óskuðu eftir minna held- ur en hundrað þúsund tonnum. Þetta var í fyrrasumar og þá var verið að tala um að veiða nánast milljón tonn. Auð- vitað var þetta óafsakanleg framkoma og stórveikti stöðu íslendinga í samn- ingaviðræðunum við Norðmenn. Það var ekki fyrr en stjómarandstaðan, út- gerðarmenn og sjómenn skutu stáli í hryggsúlu þeirra að þeir fóm að setja fram harðari kröfur," sagði Össur. „Samt varð niðurstaðan sú að ís- Össur: Halldór og Þorsteinn hafa ekki kannaö söguna. lenskir ráðamenn kysstu á vöndinn og tóku það sem Norðmenn réttu þeim. Sjálfir tóku Norðmenn sér einhliða kvóta ásamt Rússum þannig að það vom aðeins 250 þúsund tonn eftir sem Islendingar tóku síðan ásamt Færeying- um. Það liggur klárt fyrir að fullorðni stofninn eyddi yfirleitt ekki nema tveimur mánuðum á ári innan norskrar lögsögu en sex til átta mánuðum á haf- svæðum út af Austurlandi. Það var á því svæði sem stofninn fitaði sig og varð að verðmæti. Norðmenn beita nú ofriki gagnvart fslendingum vegna þess að íslenskir ráðamenn hafa sýnt þeim ótrúlega mikla linkind í þessu máh og ekki haft fyrir því að rannsaka söguna. Eg hef aldrei orðið þess var að því væri beitt gegn Norðmönnum að það vom þeir sem drápu stofhinn. Rfkisstjómin bíður lægri hlut í viðskiptum við Norð- menn í hvetju málinu á fætur öðm og má sjá það í Síldarsmugunni, Smug- unni í Barentshafi og hvemig sjávarút- vegsráðherra var kúskaður eins og ótíndur strákur varðandi flæmska hatt- inn,“ sagði Össur Skarphéðinsson. ■ Ungir jafnaðarmenn Vilja ræða sameiningu Á fundi sambandsstjómar ungra jafnað- armanna var samþykkt ályktun þar sem segir að Samband ungra jafnaðarmanna lýsi sig úlbúið úl viðræðna um sameiningu jafnaðarmanna á breiðum vettvangi við alla þá sem hafi áhuga á því brýna verkefni. I ályktuninni segir að mörg og margbreytileg verkethi blasi við í íslenskum stjómmálum. Vandamálin sem fylgi mörgum þeirra séu slfk að þau höggvi að rótum íslensks sam- félags. Ef ekki verði tekið á þeim geú þau hæglega stórskaðað afkomumöguleika þjóðarinnar í náinni framtíð. Þar megi nefna opinbera skuldasöfnun, ólýðræðis- legt kosningakerfi, helstefhu í landbúnaði, efnahagslega, pólitíska og menningarlega einangrun, óréttlátt kerfi í sjávarútvegi, fjársvelt menntakerfí og einhæft atvinnulíf. Ungir jafnaðarmenn segja að þegar horft sé yfir svið íslenskra stjómmála megi glöggt sjá að ekkert stjómmálaafl hafi eiú og sér burði úl að leysa þessi og önnur aðsteðj- andi vandamál. Þeir sem helst gætu leyst þennan vanda séu sundraðir í mörg lítil flokksbrot, oftast sakir eigin hégómagimd- ar eða persónuágreinings. Samband ungra jafnaðarmanna telur þessar ástæður sundr- ungar of léttvægar til þess að íslenskir jafh- aðarmenn láú á þeim bijóta í samstarfi sín á milli. Forsendur þess að taka megi á þeim mikla vanda sem steðji að íslensku þjóðar- búi sé að hér verði úl stór og nútímalegur jafnaðarmannaflokkur. ■ Samþykkt ríkisstjórnarfundar Fæðingardagur Jónasar verði Dagur íslenskrartungu Ríkisstjórnin féllst í gíer á þá tillögu menntamálaráðherra að 16. nóvember ár hvert, fæðingardagur Jónasar Hallgríms- sonar, verði Dagur íslenskrar tungu. Þann dag mun menntamálaráðuneytið beita sér fyr- ir sérstöku átaki í þágu móðurmálsins og verður dagurinn helgaður rækt við það. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sagði f stuttu samtali við Alþýðublaðið að átakið yrði í samráði við skóla, fjölmiðla, stofnanir og aðra aðila sem beita sér fyrir rækt íslenskrar tungu. Hugmyndin væri sú að menn tækju höndum saman með einum eða öðrum hætú úl að minnast tungunnar á þess- um degi og heiðruðu um leið minningu Jón- asar Hallgrímssonar. Listaskáldið góða varð 188 ára í gær og ríkisstjórnin hélt upp á daginn með því að gera fæðingardag þess að Degi íslenskrar tungu. I Þingflokkur Framsóknar stöðvaði flutning tillögu um jöfnun atkvæðisréttar Breytti þessu í fýrirspurn - segir Siv Fridleifsdóttir alþingismaður. „Ég var búin að undir- búa þingsályktunartillögu um að það yrði strax haf- ist handa við það ákvæði stjórnarsáttmálans sem segir að það eigi að ein- falda kosningalöggjöfina og jafna vægi atkvæða. Ég breytti þessari ályktun í fyrirspurn til forsætis- ráðherra," sagði Siv Friðleifsdóttir alþingis- maður í samtali við Al- þýðublaðið. „Þeim í þingflokknum þótti betra að ég setti þetta í fyrir- spurnarform og það væri þá hægt að ýta á málið með þeim Siv: Þingflokkurinn stöðvaði tillöguna. hætti. Ég mun fylgja fyrirspuminni úr hlaði með hvatningarorðum um að það verði sem fyrst hafist handa um að breyta þess- ari úreltu kosningalög- gjöf. Ég mun spytja hvað líði þessu ákvæði stjóm- arsáttmálans," sagði Siv. „Ég tel mjög óeðlilegt að þetta mál verði unnið eins og það var gert af síðustu ríkisstjórn. Það var svona ákvæði í hvít- bók Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, en vinna við málið hófst ekki fyrr en í desember þegar aðeins var korter í kosningar og niðurstaðan nánast engin. Þetta vil ég ekki sjá núna og er þess vegna að ýta á eftir þessu máli,“ sagði Siv Friðleifsdóttir. Lög Þormars Ingimarssonar við Ijóð Tómasar Guðmundssonar Á þessari vönduðu plötu er að finna m.a. lagið „í vesturbænum“ með Pálma Gunnarssyni ásamt fleiri skemmtilegum lögum sungnum af landsliði söngvara; Ara Jóns, Björgvini Halldórs, Guðrúnu Gunnars, Pálma Gunnars, Ríó Tríó ofl. Utgefandi: S K I F utgetanai: Hófaljön Jóhann Þorsteinsson, Miðsitju Grettir B. Guðmundsson, Búðardal Guðjón Sigurðsson, Kirkjubæ Gísli Sveinsson, Leirubakka Sigurbjörn Bárðarsson, Reykjavík Magnús Magnússon, Reykjavík Björgvin Halldórsson Guðrún Gunnarsdóttir Ari Jónsson Guðrún Óla Jónsdóttir Pálmi Gunnarsson Ríó Tríó

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.