Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 1995 s k o ð a n i r AimilBMBID 21027. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Rftstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Fortíðarvandi Svavars Gestssonar Svavar Gestsson var arftaki gömlu kommaklíkunnar í Alþýðubanda- laginu. Hann var krónprins flokkseigendafélagsins, sem allar gömr frá því á tíma Kommúnistaflokksins hafði borið hreyfinguna uppi og ráðið mestu um stefnu og starfshætti Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðu- bandalagsins. Þessi arfleið er greinilega erfiður kross að bera fyrir Svav- ar Gestsson, - og skal engan undra. Hugsjónir Kommúnistaflokksins og síðar Sósíalistaflokksins snerust upp í einn mesta harmleik þessarar ald- ar. Á altari hinna marx-lenínísku hugsjóna var milljónum mannslífa fómað; heilu samfélögunum var breytt í fangelsi; mannréttindi fótum troðin; efnahagslíf fmmstætt og fólk fátækt; menningarverðmæti grom- uðu niður og ástand umhverfismála varð óskaplegt. Hvarvetna þar sem kommúnistar stofnuðu sín alþýðulýðveldi er nú sviðin jörð. Andspænis þessum grimma vemleika gemr Svavar Gestsson ekki annað en afneitað sögunni og sagt að hann sé stjómmálamaður í núinu. Það er dapurlegt hlutskipti. Það er söguleg staðreynd að afstaðan til Sovétríkjanna - umfram önn- ur mál - klauf íslenska jafnaðarmenn í tvær íylkingar á fjórða áratug aldarinnar. Hreyfingin sem Svavar er svo stoltur af - hinir róttæku jafn- aðarmenn sem hann kallar svo - lim auðvitað til Sovétríkjanna sem fyr- irmyndar. Þangað vom hugsjónimar sóttar. Hreyfingin leit á það sem hlutverk sitt að verja samfélagskerfi Sovétríkjanna og athafnir Sovét- stjórnarinnar almennt hér á landi. Bein fyrirmæli og uppskriftir að stjómmálastarfi vom sótt til Moskvu. Hin gömlu kynni gleymdust ei. Stofnun Kommúnistaflokks íslands var auðvitað ekkert séríslenskt fyrirbæri, heldur fylgdi alþjóðlegum straumum. Stalín ákvað að komm- únistar skyldu beita sér af hörku gegn sósíaldemókrötum og stofna sér- staka kommúnistaflokka þar sem þeir væm ekki fyrir. I samræmi við þetta litu kommúnistar á Alþýðuflokkinn sem höfuðóvin sinn og vom jafnaðarmenn gjaman kallaðir „sósíalfasistar“ og styrkasta stoð auð- • valdskerfisins. Samkvæmt fyrirmælum frá Moskvu var blaðinu síðan snúið við og samfylking gegn fasisma boðuð af miklum móð. Adolf Hitler varð nú höfuðóvinurinn, en áður var hann einungis eins og hver annai' leiksoppur auðvaldsins. Við griðarsáttmála Hitlers og Stah'ns var blaðinu enn á ný snúið við í samræmi við línuna frá Moskvu. Afstaðan til innrásar Stalíns í Finnland hlýtur að teljast einn mesti smánarblettur á sögu hinna „róttæku jafnaðarmanna" hér á Iandi. Þessa sögu má auðvitað rekja allt fram yfir 1968. Alþýðubandalagið gerði aldrei upp þessa fortíð sína. Greinaflokkur Svavars Gestssonar í Alþýðublaðinu bendir ekki til þess að hann skilji almennilega um hvað málið snýst. Hann neitar að horfast í augu við vemleikann; hið skelfi- lega skipbrot þeirra hugsjóna sem Einar Olgeirsson bar fyrir bijósti og barðist fyrir alla tíð. Hlutverk Halldórs Laxness í þessari sögu er auðvit- að hörmulegt. Hann var viðstaddur sýndarréttarhöld í Moskvu og skrif- aði langar vamarræður fyrir þjóðskipulag sem einkenndist af ömurlegri Icúgun og fjöldamorðum sem vart eiga sinn líka í gervallri mannkyns- sögunni. Svavar Gestsson virðist líta á alla umræðu um þessi mál sem hluta af sjúklegu hugarfari kalda stríðsins. Það er mikill misskilningur. Sú kyn- slóð sem nú er að vaxa úr grasi mun rita þessa dapurlegu sögu frá sínuin sjónarhóli, en ekki sem helgisögu hreyfingarinnar eða hetjusögu sigur- vegaranna í kalda stríðinu. Það er Svavar Gestsson sem umfram aðra er fastur í neti kalda stríðsins; fortíðin er baggi á hugsun hans og dóm- greind. Svavar kvartar undan því að Jón Baldvin Hannibalsson vilji að hann fordæmi allt sem gert hafi verið í nafni sósíalismans hér á landi; að 'ireyfingin éti allt ofan í sig frá fyrri tíð. Svavar telur slxkt jafngilda upp- gjöf og því komi það ekki til greina. Svo djúpur er fortíðarvandi Svavars Gestssonar að hann skilur ekki að allt sem farið er fram á er heiðarleiki gagnvart fortíðinni. Auðmýkt gagnvart skipbroti þeirra hugsjóna sem hreyfingin, sem hann augljós- lega telur sig hluta af, barðist fyrir; viðurkenning á nokkruin staðreynd- um um sögu jafnaðarmanna hér á landi og á Vesturlöndum almennt. Þess í stað fer hann með nokkrar gamlar helgisögur um ,Jireyfinguna“. Sameining eða samstarf vinstri manna hér á landi gerist ekki á grund- velli fortíðarinnar, en það er mikilvægt að viðurkenna á heiðarlegan hátt rætur þeirrar sundrungar sem við búum nú við. Sérstaklega er mikilvægt að viðurkenna hlut Sovétríkjanna í því efni á heiðarlegan máta. Það hef- ur Svavar Gestsson ekki gert. ■ Mannfyrirlitning - lýðréttindi Vélbyssan nemur við karminn á hálfopnum bílglugganum þegar við stönsum að fyrirmælum lögreglu- mannsins og bflstjórinn skrúfar rúð- una alveg niður. Mengunin frá spú- andi sementsverksmiðjunni við þjóð- veginn smýgur inn. Lögreglumaður- inn beygir sig og skimar inn í bflinn, lítur framan í hvern okkar fjögurra sem sitjum í gömlu Lödunni á leið frá Baku til Lenkaran í Aserbadjan. I framsætinu situr bflstjórinn, einn af milljón flóttamönnum úr nýloknu stríði við Armena. Andlit hans er dimmt og lokað. Hlýðni við valdboðið er honum í blóð borið og djúpt í dökk- um augum hans örlar ekki á andstöðu við vopnuð yfirvöld. Heima í Baku á hann tvær bamungar dætur og eigin- konu sem björguðust með honum af stríðssvæðinu. Þær bíða þess að hann komi heim úr afladrjúgum túr með Evrópuþingmenn í kosningaeftirliti. Hann gæti jafnvel náð mánaðarlaun- um kennara og lækna í Aserbadjan en þau eru um 700 til 1.000 krónur á mánuði. Gestaboð Við hlið bflstjórans situr túlkurinn okkar, tvítugur háskólapiltur sem á erfitt með að leysa verk sitt af hendi fyrir okkur kosningaeftirlitsmennina þrátt fyrir allgóða enskukunnáttu. Hann getur illa túlkað spumingar og erindi okkar því að hann skortir allan skilning á jgrundvallarhugtökum lýð- ræðis. - A forsetinn ekki bæði að stjórna hernum, þinginu og ráða hæstarétti? - Heima bíður hans úr- vinnsla úr því hugsjónalosti sem hann varð fyrir í kynnum sínum af okkur kosningaeftirlitsmönnum, mönnurn sem dirfðust að krefja sjálfan innan- ríkisráðherrann svara um fangelsun fjögurra stjórnmálamanna, kröfðust þess jafnvel að fá að hitta fangana; kynnum sínum af mönnum sem vog- uðu sér að gagnrýna einræðisvöld for- setans upp í opið geðið á ríkisstjóm- inni. „Don’t fear“, vom einkunnarorð hópsins okkar. Þrátt fyrir ungan aldur dugir æfi túlksins varla til þeirra hug- arfarsbreytinga sem lýðræðið krefst. Við hlið mér aftur í Lödunni situr félagi minn, þýskur aðstoðarprófessor frá Heidelberg, sérfræðingur í sögu Aserbadjan og írans. Hann talar reip- rennandi Aseri, mál þarlendra en hann lætur það aldrei uppi til þess að geta fylgst með samræðum heimantanna. Hann þýðir síðan það sem hann verð- ur áskynja yfir á þýsku fyrir mig til þess að túlkurinn komist ekki að kunnáttu hans í Aseri. Hér er engum að treysta. Heima í Heidelberg bíður hans að ljúka við söguritgerð um upp- reisnina í Iran 1907 og að gefa þýska utanríkisráðuneytinu skýrslu um ástandið í suðurhluta Aserbadjan þar sem áhrif Irana fara vaxandi. Hver nær traustasta takinu á krönum olíu- lindanna við Baku? Hver verður hlið- vörður á eina veginum sem liggur frá Iran norður í gegnum Aserbadjan til Rússlands og Georgíu, leiðinni sem Heima bíða mín áhyggjur af íslenskum þjóðmál- um og ég reyni að stilla mig um að finnast þau auðleyst þegar ég lít á alla þá eymd, mengun, óréttlæti, kúgun og mannfyrirlitningu sem blasir hér allstaðar við í Aserbadjan. liggur þvert á silkiveginn forna til Evrópu? Sjálfur er ég hingað kominn til þess að leggja fram þann litla skerf sem ég get til þess að hjálpa þessu fólki í átt til lýðræðis og mannréttinda eins og það hefur sjálft beðið Evrópuráðið í Strassborg um, en í því ráði sit ég ásamt fleiri íslenskum þingmönnum. Heima bíða mín áhyggjur af íslensk- um þjóðmálum og ég reyni að stilla mig um að finnast þau auðleyst þegar ég lít á alla þá eymd, mengun, órétt- læti, kúgun og mannfyrirlitningu sem blasir hér allstaðar við í Aserbadjan. @Meginmál = „Gleymdu því ekki að við, og þá sérstaklega þið Norður- landabúar, tilheyrum forréttinda minnihlutahópi á jörðinni," segir hinn þýski vinur minn. „Meirihluti mann- kyns þekkir ekki annað þjóðfélags- ástand en það sem þú sérð hér. Og þetta er hrein bamaskemmtun miðað við það sem þú getur séð hér austur í Asíu.“ Eg horfi á höndina sem hvílir á vél- byssunni í seilingaríjarlægð frá andliti mínu. Þetta er hönd ungs manns en hún er lúin, lítt hrein og neglurnar nagaðar. Skyldi hún stijúka yfir vanga ungs sonar eða dóttur fyrir svefninn í kvöld eða yrði hún reidd til höggs frá einvöldum, hörðum heimilisföður? - „Afhendið vegabréf með áritun til Lenkaran," þýðir túlkurinn. „Suður undir landamæri Iran fer enginn nema með áritun frá yfirvöldum." Lögreglu- maðurinn tekur við vegabréfum okk- ar, vélbyssan hverfur úr glugganum og bflstjórinn stígur út. Úti á þjóðveg- inum fer nú fram yfirheyrsla. Við sitj- um í bflnum og bíðum. Þýski sögu- prófessorinn sem á mörg ár að baki í Iran, Pakistan og Kasakstan hvíslar að mér: ,Bg er ekki hræddur við volduga stjómmálamenn og harðskeytta höndl- ara. En ég óttast tvennt, ofbeldis- kennda umferðina á þessum slóðum og vopnaða lögreglu og hennenn og það algera miskunnarleysi sem þeir geta beitt ef fólk er ekki með réttu pappírana. Öllu sem þú hefur lært urn mannréttindi heima á íslandi og rétt þinn gagnvart yfirvöldum getur þú gleymt." Bflstjórinn kemur nú til okkar aftur með vegabréfin og bréfið sem sannaði að við værum þarna á vegum ríkis- stjórnarinnar. Hann sest inn og er dijúgur með sig þegar hann segir okk- ur að hann hafi sloppið við greiðslu til lögreglunnar vegna þess að hann var með útlendinga í stjómarerindum. Að öðmm kosti hefði hann þurft að greiða sjálftökufé til lögreglunnar sem situr fyrir bflstjómm á vegum úti og heimt- ar af þeim fé fyrir engar sakir. Ef ekki er borgað tekur lögreglan ökuskírtein- ið sem bflstjórinn getur sótt eftir dúk og disk á lögreglustöðina og þá greitt helmingi hærri upphæð fýrir upplogn- ar sakir. Við ökum af stað. Framundan em 300 kílómetrar til Lenkaran. Atkvæðavægi í Aserbadjan og á íslandi Fyrir utan margháttuð kosningasvik var eitt áberandi umfram annað í kosningunumrí Aserbadjan. Allsráð- andi heimilisfeður komu og kusu fyrir allt sitt beimilisfólk og þá fyrst og fremst fyrir dætur sínar og eiginkonur, sem engum húsbónda með sjálfsvirð- ingu datt í hug að láta sjást á kjörstað. Múhameðstrú er sterk i því héraði sem við þýski vinur minn áttum að hafa eftirlit með en þar vom urn 35 kjör- staðir. Hver maður kaus því fyrir þtjá til fjóra heimilismenn og allt upp í sextán þeir sem best bjuggu. Að sjálf- sögðu lýsti ég andúð minni á þessum ólýðræðislegu vinnubrögðum um leið og ég hafði samúð með þessu fólki sem hvorki þekkti til lýðræðishefða né hafði trúar- og menningarlegar for- sendur til annarra kosningahátta. Hér veitti ekki af lýðræðisunnandi eftirlits- mönnum ffá háborg jöfnuðar, Evrópu sjálfri. Hálfum mánuði seinna sit ég í mjúkum stól mínum f þingsal Alþing- is og nýt þess að fylgjast með störfum þingsins sem mótast af virðingu fyrir skoðunum annana og lýðræðislegum réttindum hvers manns í landinu. Ró minni er raskað þegar upp er borin þingsályktunartillaga um jafnt vægi atkvæða á íslandi, þannig að hver landsmaður geti aðeins kosið með at- kvæðavægi fyrir einn, það er fyrir sjálfan sig. Hvert atkvæði á að hafa jafnt vægi hvar sem er á landinu. Við eigum að hafa allar forsendur til að koma því á. Það er ljóst að í sumum kjördæmum á íslandi gengur hver kjósandi inn í kjörklefann með at- kvæðisvægi þriggja til fjögurra á við þá sem minnst atkvæðisvægi hafa í öðrum kjördæmum iandsins. - Var ég að vorkenna þeim í Aserbadjan? - A bak við hvað getum við skotið okkur, þessu óréttlæti til afsökunar? Ekki höfum við vanþekkinguna að skjóli, eða áratuga menningarsnauðan Sovét- kommúnisma, hvað þá trú og menn- ingu sem krefst óskoraðs valds hús- bóndans út á við. - Hver er okkar af- sökun? Höfundur er þingmaöur Framsóknarflokks. 29. nóvember Atburðir dagsins 1211 Páll Jónsson Skálholts- biskup lést, 56 ára. Hann var sonur Jóns Loftssonar: kista Páls fannst 1954. 1641 Fyrsta enska fréttablaðið gefið út. 1861 Hersveit Bandaríkja- stjómar slátrar að minnsta kosti 150 indíánum í Colorado. 1924 ítaiska tónskáldið Puccini deyr. 1930 Kommúnistaflokkur Is- lands stofnaður eftir klofning Alþýðuflokksins. 1943 Tehran í Iran vettvangur fyrsta leið- togafundar Stalins, Churchills og Roosevelts. 1989 Rúmenska fimleikastjarnan Nadia Co- maneci biður um pólitískt hæli í Ungverjalandi. Afmælisbörn dagsins Gaetano Donizetti 1797, ítalskt tónskáld, samdi að minnsta kosti 75 óperur. Lou- isa May Alcott 1832, banda- rískur rithöfundur. C.S. Lewis 1898, írskur fræðimaður og rit- höfundur. Annálsbrot dagsins Suður á Leiru bitu 11 eða 12 hundar 16 ára gamla stúlku, en á henni sáust 18 ben; hún fór að sækja eld; hún lá í hálfan mánuð. Grímsstaðaannátt 1707. Staða dagsins Eg lýt hátigninni en stend á réttinum. Páll Jónsson, 1530-1598, (Staðar- hóls-Páll) við Danakonung. Málsháttur dagsins Mörgum er mein að heims- kunni. Ritstjórn dagsins Ég var ekki ráðinn hingað sem ritvél, heldur sem ritstjóri. Matthías Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins viö Ingólf Jóns- son á Hellu, þegar Ingólfur ættaöi aö segja honum fyrir verkum um viðtal; Islenskar tilvitndnir. Orð dagsins Ég er óður, ég er liœgur, ég kýs allt og ekkert vil, ég um alla jörð erfrœgur, ég hefatdrei verið til. Kristján Jónsson Fjallaskál, 1842- 1869, „Delerium Tremens eða Ve- ritas in Vino". Skák dagsins Hvítur hefur peði meira í enda- talli en það dugar skanimt. Si- magin hefur svart og á leik gegn Borisenko: skákin var tefld árið 1955. Þótt fáir menn séu eftir á borðinu finnur Si- magin bráðsnjalla vinningsleið. Svartur leikur og mátar. 1. ...f5+! 2. gxf6 (framhjá- hlaup) Df5+ 3. Kh4 Dh5 Skák og mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.