Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐKD 7 Brandari eða áskorun Undur og stórmerki hafa gerst. Reykjavík hefur verið útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Þetta þykir mér frekar vafasamur heiður. Mín fyrsta hugsun er sú að nefndin sem valdi okkar annars ágætu höfuðborg hafi annað hvort verið blekkt eða sé að gera stólpagrín að okkur. Vissi nefndin að í þessari borg er ekkert tónlistarhús? Vissi hún að hér er enginn listaháskóli? Vissi hún að borgaryfirvöld hafa tekið umdeilda ákvörðun um að breyta Asmundarsal í dagvistarstofnun? Reykjavík sótti um. Borgaryfirvöld sóttu um fyrir hönd borgarbúa, það er brandarinn. Annað hvort er þetta brandari af áður óþekktri stærðargráðu eða þá að þetta er hreinlega áskorun. Áskorun um að kippa þessum málum í lag fyrir árið 2000. Eg geri það hér með að tillögu minni að þessi áskorun verði tekin mjög alvarlega. Borgaryfirvöld ættu að setja sér markmið, t.d. ættu þau að leggja sitt á vogarskálamar til þess að hægt verði að opna Listaháskóla íslands á alda- mótaárinu. Lög sem samþykkt voru um heimild til stofnunar listaháskóla gerðu ráð fyrir því að undir honum væru þrjár stoðir, ríkið, félag um lista- háskóla og Reykjavíkurborg. Mennta- unqkratinn S í Ð A F U J R Reykjavík sótti um. Borgaryfirvöld sóttu um fyrir hönd borgar- búa, það er brandar- inn. Annað hvort er þetta brandari af áður óþekktri stærðargráðu eða þá að þetta er hreinlega áskorun. Áskorun um að kippa þessum málum í lag fyrir árið 2000. málaráðherra hefur látið það uppi að borgin dragi lappirnar í þessu mali. Menningarborg Evrópu árið 2000 vill helst ekki koma að málinu þrátt fyrir að hún veiti nú þegar skólum sem eru með kennslu í listgreinum á háskóla- síigi rekstrarstuðning. Borgin vill með öðrum orðum spara sér þessi útgjöld og standa í vegi fyrir því að draumur- inn um listaháskóla rætist að sinni. Annað ágætt markmið væri að vinna að byggingu tónlistarhúss. Borg sem ekki á tónlistarhús er ekki menn- ingarborg í mínum huga. Nú hefur um árabil verið starfandi hér félag sem hefur unnið mikið og gott starf í þessu máli. Fyrir einhvem ótrúlegan þver- girðingshátt ríkis og borgar hefur samt hvorki rekið né gengið í því að leggja homstein að þessari bráðnauðsynlegu byggingu. Rökin fyrir því að byggja ekki tónlistarhús em mér óskiljanleg, það liggur fyrir að slfk bygging myndi geta staðið undir sér. Reyndar er það svo að flestir virðast vera sammála um að byggja þetta hús en enginn er tilbú- inn að taka af skarið. Nú er að hrökk- va eða stökkva, Reykjavík án tónlist- arhúss er ekki í stakk búin að takast á við hlutverk menningarborgar Evrópu árið 2000. Það að breyta Ásmundarsal í bamaheimili er undarleg ákvörðun. Hún skýrist ef til vill af kosningalof- orðum R- listans um að gera skurk í dagvistunarmálum en getur á engan hátt talist menningarlífi í höfuðborg- inni til framdráttar. Það að halda því fram ð með þessu sé verið að gefa bömum tækifæri á að kynnast menn- ingu er ómerkilegur fyrirsláttur sem ekki er orðum á eyðandi. Þetta sorg- lega mál er dæmi um það hversu ómenningarleg Menningarborg Evr- ópu árið 2000 er. Eg veit ekki hvaða hugur lá að baki þegar sótt var um fyrir hönd borgar- innar. Kannski var því aldrei trúað að við gætum orðið fyrir valinu. Að minnsta kosti er það ljóst af þessum málum sem ég hef drepið á hér að Reykjavík verður ekki menningarborg Evrópu með þessu áframhaldi. En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að borgarbúamir þurfa þessa hluti. Burtséð frá því hvort við viljum þykj- ast vera einhver menningarborg eða ekki. Ef það góða fólk sem í borgar- stjórn situr hefur ekki hugsað þetta mál til enda legg ég til að þessi titill verði frábeðinn borginni. Það er hins vegar nægur tími til stefnu og auð- veldlega hægt að standa þannig að málum að Reykjavík geti verið stolt Islendinga allra sem menningarborg Evrópu árið 2000. Kolbeinn Einarsson formaður FUJR .y. 'Jm IraSP sB l . 4 in - yw f WJ V S Miðbæjar- eða þjóðarvandamál Mikil umræða hefur verið um ung- lingadrykkju, vandamál sem hefur fengið viðurnefnið miðbæjarvanda- málið. Því er ekki að neita að mikil viðvera ungs fólks í miðbæ Reykja- víkur að næturlagi hefur oft verið til vandræða þó oftar en ekki séu þau vandræði blásin út í fjölmiðlum. Nú er svo komið að tekist hefúr að dreifa þessu unga fólki úr miðbænum og skildi maður ætla að miðbæjar- vandamálið væri úr sögunni. En al- deilis ekki, vandamálið hefur aðeins dreifst út í hverfin því drykkja og ólæti unglinga sem og annarra hafa ekkert með staðsetningar að gera. Óhófleg áfengisneysla og skrílslæti því samfara eru nefnilega landlægt vandamál á fslandi og hefur verið svo lengi sem elstu menn muna. Það er því fremur skrýtin lausn vandans að dreifa ungu fólki úr miðbænum þar sem það torveldar alla löggæslu með þessu fólki og veldur auknu ónæði í (búðahverfum. Lausnin hlýtur því að vera önnur. Kannski á það sama við um vandamálið. Ef til vill er unglinga- drykkjan ekki sjálft vandamálið held- ur aðeins eitt fjölmargra einkenna annarlegs viðhoifs íslensku þjóðarinn- ar til áfengisneyslu. Það eru alkunn sannindi að það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Eitt sinn þegar ég var staddur í miðbænum spurði ofurölvað- ur tólf ára drengiír mig:“Hver á að stoppa mig, pabbi og mamma eru of full til þess.“ Að sjálfsögðu er það sorglegt að svo ungt fólk telji sig þurfa að leita á náðir áfengis til að öðlast innri frið. Við getum samt ekki bent á þetta fólk og kallað það vandamál, það bætir ekki neitt. Til þess að unglingadrykkja hverfi þarf stórtæka hugarfarsbreyt- ingu hjá allri þjóðinni og þeim árangri ná temphu-amir og verslunareigendur miðbæjarins ekki með því að einblína á unglingadrykkju í miðbænum. Þar að auki er ég ekki viss um að það sé heilbrigði æskunnar sem veldur versl- unareigendum áhyggjum. Unglingadrykkja er vandamál sem ekki verður leyst á skönnnum tíma en Til þess að unglinga- drykkja hverfi þarf stórtæka hugarfars- breytingu hjá allri þjóðinni og þeim árangri ná templararn- ir og verslunareigend- ur miðbæjarins ekki með því að einblína á unglingadrykkju í miðbænum. ef það er svona mikið mál að losna við þessa einstaklinga úr miðbænum ætti borgarstjórn kannski að athuga möguleikana á því að skapa þessu unga fólki annan vettvang fyrir skemmtun sína, án misuppáþrengjandi umsjónarmanna sem almennt skortir skilning á lífi ungs fólks. Ég vona að hlutaðeigandi aðilar geti skoðað málið í víðara samhengi og reynt að finna skynsamlega langtímalausn á vanda- málinu, í stað þeirra vanhugsuðu skyndilausna sem alltaf virðist gripið til. Kolbeinn Hólmar Stefánsson ritstjóri málgagna FUJR Aðskilnað ríkis og kirkju Tilvalin afmælisgjöf til kirkjunnar á þúsund ára afmæli kristnitökunnar „Við teljum það mikið réttlætismál að allir trúflokkar sitji við sama borð. Það fyrirkomulag sem við búum við í trúmálum er fyrir löngu orðið úrelt og kominn tími til að færa það til sam- ræmis við nútímann,“ segir Brynjólfur Þór Guðmundsson um ályktun ungra jafnaðarmanna um aðskilnað ríkis og kirkju sem samþykkt var á stjómar- fundi félagsins síðast liðinn mánudag. í ályktuninni keniur meðal annars fram að ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík telja samband ríkis og kirkju ekki hafa skilað þeim árangri sem til er ætl- ast. Hin evangelísk lúterska þjóðkirkja sé ekki lengur þjóðkirkja sem slík heldur líkist hún frekar steingervðri stofnun í ríkisbákninu sem fólk telur sig ekki lengur eiga samleið eins og sést á tölum um kirkjumætingu. Kirkj- an er sögð gott dæmi um stjómlausa forsjárhyggju ríkisins þar sem stjórn mála er tekin frá fólkinu sem vinnur við þau og færð til stjómmálamanna. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja þetta í algjöru ósamræmi við þá stefnu sína að völdin skuli vera hjá þeim sem málin varða. Þá kemur einnig fram í ályktuninni að FUJR telur fyrirkomulag trúmála hérlendis vinna gegn ákvæðum í stjómarskrá um trúfrelsi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyt- inu em tólf söfnuðir sem fá styrki frá ríkinu og telja ungir jafnaðarmenn að þetta veiti þeim betri stöðu en aðrir söfnuðir búa við þegar kemur að því að ná til fólks. Að lokum segir í ályktun FUJR að Bynjólfut Þór Guðmundsson í ályktuninni kemur meðal annars fram að ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja sam- band ríkis og kirkju ekki hafa skilað þeim árangri sem til er ætlast. það ætti að vera söfnuðum kappsmál að losna undan íjárhagslegu vaúdi rík- isins. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík leggja því til að skorið verði á tengslin milli ríkis og kirkju. FUJR telur við hæfi að þetta verði gert ekki síðar en árið 2000, á eitt þúsundustu ártíð kristnitökunnar á Þingvöllum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.