Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 3 s k o ð a n i r Hugleiðing úr helgum steini Þegar menn sitja saddir lífdaga og horfa á pólitíkina í dálítilli fjarlægð verður áberandi hve oft er tekist á við sömu gömlu vandamálin aftur og aftur. Maðurinn verður því miður ekki betri og fullkomnari með hverri kynslóð eins og tæknin þar sem hægt er að byggja ofan á það sem komið er. í pólitík verður hver kynslóð og hver einstaklingur að byrja frá grunni og öðlast gamla reynslu upp á nýtt. Þess vegna fer pólitíkinni svo lítið fram þrátt fyrir nýtt og ágætt fólk. Viðreisnarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á sjöunda áratugn- um hefur algera sérstöðu meðal þeirra ráðuneyta, er lýðveldið hefur ofið úr flóknu flokkakerfi. Hennar var minnst með lotningu á dögum síðustu ríkis- stjómar, þegar sömu flokkar sátu aftur við völd. Það hefur komið mér persónulega á óvart að sjá á prenti, nteðal annars í mínu gamla Alþýðublaði. að ég hafi verið á móti Viðreisnarstjórninni. Þetta er fjarri sanni þótt ég hafi stund- um eins og góðum stjómarþingmanni sæmir hlustað á viðhorl' fólks og borið raddir til ráðherra. Háborðið | Fyrri viðreisnarárin eftir 1960 var góðæri og tekjuafgangur í ríkissjóði. Stjórnin lét hendur standa fram úr ermum og gerbreytti íslensku þjóðfé- lagi til hins betra. Höft voru afnumin og frjálsræði stóraukið en velferð og fræðsla aukin og endurbætt. Þetta er sú minning sem liftr um þá stjóm. Síðari viðreisnarárin skall á mikil kreppa með atvinnuleysi og landflótta. Reynt var að breikka ráðuneytið án ár- angurs. Við þær aðstæður var erfitt fyrir flokk sósíaldemókrata að sitja í stjórn með flokki fjármagns og at- vinnurekenda. Þá ríkti enn sú gamla pólitíska hugsun varðandi flokka og stefnur sem nú er að mestu gleymd. Alþýðuflokkurinn varð fyrir miklu áfalli í næstu kosningum og lenti utan stjómar með sárt enni. Við kenndum ekki viðreisnarstjóminni um tap okkar og höfum aldrei gert. Hins vegar kom- umst við að þeirri niðurstöðu að það væri hættulegt fyrir okkur að sitja EINfR með Sjálfstæðismönnum í stjórn á tímum efnahagsvandræða. Þegar á móti blés var auðvelt fyrir Al- þýðubandalagið og aðra flokka sem leita fylgis á sömu miðum og Alþýðu- flokkurinn að tortryggja okkur og fæla frá okkur fylgi. Við byrjuðum að byggja flokkinn upp á nýjan leik og endurskipuleggja. Ný stefnuskrá var samin er breytti áherslum. Ungir menn og konu vom kölluð til starfa og hafin var áróðurs- sókn. Sérstök áhersla var lögð á að vinna stuðningsmenn Hannibals Valdimarssonar inn í raðir endumýj- aðs Alþýðuflokks. Ungir sagnfræðingar sem nú skrifa í blöð og bækur virðast ekki skilja það grundvallaratriði í hugsun okkar þenn- an áratug: að fara ekki aftur einir í stjóm með Sjálfstæðisflokknum. Við vissum þó af reynslu að Ólafur Thors hafði hætt andstöðu við velferðarhug- myndir 1942 til að geta myndað stjóm með vinstri flokkunum og tekið völdin af Framsókn. Sjálfstæðismenn gátu stutt margvíslegar breytingar á samfé- laginu sem vinstri flokkarnir lögðu áherslu á. Stjóm með þeim kom því í grundvallaratriðum vel til greina fyrir vinstriflokka. Endumýjun Alþýðuflokksins gekk vel og unga kynslóðin setti fljótlega svip sinn á hann. Þegar leið að kosn- ingum 1978 bar mest á Vilmundi Gylfasyni, sem vakti þjóðarathygli með harðri rannsóknarblaðamennsku gegn hvers konar spillingu. Þáttur hans varð sérstakur kafli í pólitískri sögu okkar og hann er enn og verður lengi persónugervingur ópsilltrar landsstjómar. Hann var eins og fmm- herji þeirrar pólitísku hreinsunar sem nú gengur yfir allan hinn ftjálsa heim. Oft er fullyrt að hinn mikli sigur Al- þýðuflokksins í kosningunum 1978 hafi eingöngu verið Vilmundi að þakka. Hann mundi sjálfur vilja taka fram að fjölmargir einstaklingar og hópar hafi átt þátt í þróttmikiu starfi er leiddi til hins mikla sigurs. Raunar var búið að spá flokknum 3-5 þingmanna aukningu áður en Vilmundur ákvað framboð og hækkaði þær tölur. Af öðmm sem áttu mikinn þátt í fylgis- aukningunni má ekki gleyma Birni Jónssyni, Karvel og Jóni Baldvin sem leiddu mestan hluta af flokki Hanni- bals affur til föðurhúsa. Það var skoðun mín eftir sigurinn að hinn nýi og ungi þingflokkur þyrfti framar öllu að vera í stjómarandstöðu eitt kjörtímabil til að sjóast í þingpólit- íkinni. En það er hefð hér á landi að flokkar sem vinna mest á í kosningum verði að reyna stjórnarmyndun. Al- þýðuflokkurinn fékk það verkefni og gerði samkvæmt áðumefndum skoð- unum tilraun til að mynda nýja „ný- sköpunarstjórn" með Alþýðubanda- lagi og Sjálfstæðisflokki. Það var langt síðan sá möguleiki hafði verið reyndur - en Alþýðubandalagið sagði nei. Stjómarmyndun gekk illa og end- aði í tímaþröng á því að Ólafur Jó- hannesson myndaði ráðuneyti Fram- sóknar, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Enda þótt áður hefðu farið fram almennar viðræður A-flokkanna rann allt það út í sandinn þegar að stjómarmyndun kom. Það ríkti óðaverðbólga í landinu all- an þennan áratug og lengur. Baráttan við að hemja þann vanda lá eins og mara á stjómarflokkum. Þess vegna er ekki hægt að tala um þessa stjóm sem alvarlega vinstristjóm. Hún byggðist á dægurvanda efnahagsmála frekar en varanlegum þjóðfélagsumbótum. Hún var ekki undirbúin eins og símahring- ur Hermanns Jónassonar lagði gmnn að vinstristjóminni 1956. Það varð órólegt ástand í hinum unga þingflokki eftir þessa stjómar- myndun. Langir og erfiðir fundir bám vott um ákafa og reynsluleysi sem von var. Kom að því að þingflokknum þótti fullreynt að ekki mundi þessi stjóm ná saman um viðunandi aðgerð- ir til að koma verðbólgunni niður í 30%. Var þá samstarfinu slitið og efnt til kosninga. Stemmningin góða frá 1978 var horfin og Alþýðuflokkurinn tapaði þingsætum. I nýrri og erfiðri stjómar- myndun hélt flokkurinn fram hug- myndinni um peningaskipti með víð- tækum öðmm aðgerðum. En nú var Framsókn orði ill út í hinn unga krata- flokk og vildi ekkert hafa með okkur að gera. Þetta opnaði tækifæri fyrir Gunnar Thoroddsen til að grípa völdin og mynda sína óvæntu stjórn. Með nýjum áratug hófst nýr kafli í sögunni og giltu ekki lengur flokksafstaða eða taktík fyrri áratugs. Þegar menn sitja saddir lífdaga og horfa á pólitíkina í dálítilli fjarlægð verður áberandi hve oft er tekist á við sömu gömlu vandamálin aftur og aft- ur. Maðurinn verður því miður ekki betri og fullkomnari með hverri kyn- slóð eins og tæknin þar sem hægt er að byggja ofan á það sem komið er. í pólitík verður hver kynslóð og hver einstaklingur að byrja frá gmnni og öðlast gamla reynslu upp á nýtt. Þess vegna fer pólitíkinni svo lítið fram þrátt fyrir nýtt og ágætt fólk. Eitt var það sem varpaði ljóma á Viðreisnina. Ráðherramir urðu ásáttir um að þeir skyldu ekki baktala hveijir aðra eða deila opinberlega þótt ekki væri samstaða um allt. Þetta skapaði traust og festu í landsstjórnina. Það hefur engri stjóm tekist svo vel fyrr eða síðar, þakkað veri Olafi og Bjama, Emil og Gylfa. Höfundur er fyrrverandi formaöur Alþýðuflokksins og forsætisráðherra. fimm á förnum vegi Ætlar þú að gefa bækur í jólagjöf? Brynhildur Bjarnadóttir Garðar Sígurðsson nemi: Steini málari: Já. Ég gef fjór- Katrín Grétarsdóttir versl- nemi: Já, örfáar. Ég býst ekki við því. ar til fimm bækur og þar á unarmaður: Ég hef ekki meðal verður bókin um Maríu. ákveðið það. Oddný Vestmann vegfar- andi: Já og ég er búin að kaupa fjórar. m e n n Færeyingar dýpka í Grindavík. Það hlýtur að teljast gott fyrir Grindvíkinga að Færeyingarnir hjá þeim fari dýpkandi. Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Og það er öruggt að þeir myndu þurfa að minnsta kosti 300.000 hermenn til að geta handtekið mig. Radovan Karadzic leiðtogi Bosníu-Serba. Morgunblaðið í gær. Össur Skarphéðinsson staðfesti í gær að hér hefði ekki verið á ferðinni neitt grín, alla vega gæti hann ekki litið svo á. Hinsvegar skildi hann vel núna hvernig hamflettum lunda í Vestmannaeyjum líður. Össur um viðskipti sín við Árna Johnsen á Alþingi. Tíminn í gær. Flokkurinn mun axla þá ábyrgð sem honum var ætlað og tryggja framtíð velferðar í landinu. Úr stjómmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins. Tíminn í gær. Fjandsamlegar yfirlýsingar norskra og rússneskra ráðamanna að undanförnu um hlut íslendinga í norsk-íslenska sfldarstofninum benda lika til þess að þar sé ekki slíkrar sanngirni að vænta að rétt- lætanlegt sé að treysta þeim fyrir fjöreggi þjóðarinnar. Leiðari DV í gær. fréttaskot úr fortíð Vegalengdir styttast Nýlega voru háðar veðreiðar miklar í París. Brezkir íþróttamenn nokkrir fóru þangað í flugvél til að horfa á veðreiðamar. Þeir lögðu af stað frá London er þeir höfðu etið morgun- verð og héldu sama dag heim aftur að veðreiðunum loknum og komu mátu- lega í miðdegisverðinn. Hvenær ætli við Reykvíkingar förum að skreppa norður á Akureyri t. d. milli máltíða? Alþýðublaðið 17. júlí 1920

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.