Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 ! e i k h ú s Absúrdstund í Kaffileikhúsi Verkefni: Kennslustundin Höfundur: Eguéne lonesco Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson Ljósahönnun: Sigurður Kaiser Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir Sýningarstaður: Kaffileikhúsið - Hlaðvarpanum Kaffileikhúsið virðist hafa fundið upp nokkuð góða formúlu að leiksýn- ingum sem hæfa þeim kringumstæð- um sem leikhúsið býr við. Kvöldverð- ur og einþáttungur í eftirrétt og ef vill má sleppa aðalréttinum og taka bara desertinn. Þannig skapast grundvöllur til að labba við í leikhúsinu án þess að setja sig í allt of miklar stellingar, svona lfkt og þegar maður skreppur í bíó. Eðlilegt framhald væri svo ef til vill að taka upp síðdegissýningar sem áhorfendur gætu litið inn á um leið og haldið er heim úr vinnu. Allt um það er Kaffileikhúsið gleðilegur viðauki Tllkynning til vínveitingahúsa Föstudaginn 1. desember 1995 fellur niður einkaréttur ÁTVR til innflutnings og til dreifingar áfengis til veitinga- húsa sem hafa almennt leyfi til vínveitinga. Veitingahús- um er þó heimilt að kaupa áfengi í verslunum ÁTVR. Veitingahúsin geta komið pöntunum á framfæri símleið- is til vínbúða utan Reykjavíkursvæðisins en til þjónustu- deildar vínbúðarinnar Heiðrúnar, Stuðlahálsi 2, séu hús- in í Reykjavík og nágrenni. Vakin er athygli á að Heiðrún og Vínbúðin á Akureyri eru opnar frá 10-12 á laugardög- um. ÁTVR sendir ekki vöru á sinn kostnað en mun að sjálf- sögðu aðstoða við að ferma bíla svo sem verið hefur. ÁTVR tekur við ávísunum sem greiðslu sé upphæð þeirra innan ábyrgðarsviðs debetkorta, gefnar út af bönkum eða séu með ábyrgð banka. ÁTVR mun ekki taka við öðrum ávísunum frá veitingahúsum nema sam- kvæmt sérstöku samkomulagi þeirra við verslunarstjóra vínbúðanna eða Þór Oddgeirsson aðstoðarforstjóra ÁTVR. Forsenda samkomulags um notkun ávísana í við- skiptum er m.a. að í fórum ÁTVR séu rithandarsýnis- horn þeirra sem skuldbinda mega viðkomandi veitinga- stað svo og upplýsingar um af hvaða reikningi megi ávísa greiðslum. Reykjavík 27. nóvember 1995 Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Jólafundur Hinn árlegi jólafundur kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldinn á A.Hansen þann 30. nóvem- ber. Boðið verður upp á frábært jólahlaðborð, skemmti- atriði, upplestur og hugvekju. Heiðursgestir kvöldsins verða engir aðrir en hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram. Mæting er klukkan 20 og viljum við hvetja allar félags- konurtil að koma og endilega taka gesti með sér. Skemmtinefndin Jólahvað? Jólaglögg Alþýðuflokksins verður haldið laugardaginn 16. desember í Risinu Hverfisgötu 105 kl. 20.30. Veislustjóri: Bryndís Schram Dagskrá: Hrafn Jökulsson flytur heimatilbúna jólasögu Leynigestur Söngur, glens og gaman Skemmtiiega nefndin. Leikhús___________| Arnór Benónýsson skrifar um leiklist þess leikhússlífs sem fyrir var og von- andi nær það að blómgast og festa rætur sem duga um framtíð. Kennslustundin er ásamt Sköllóttu söngkonunni og Nashyrningunum þekktust verka lonescos hér á Islandi. Nashymingana hef ég ekki séð á sviði en Söngkonuna sá ég í uppfærslu Menntaskólans á Isafirði fyrir margt löngu. Ut frá þeirri reynslu má segja að Kennslustundin hafi ekki komið mjög á óvart. Knappur textinn er sótt- Ungir jafnaðarmenn Skrifstofa sambandsins verður opin til áramóta sem hér segir: Mánudaga og þriðjudaga: 9-13 Miðvikudaga: 12-16 Fimmtudaga: 14-18 Framkvæmdastjórn SUJ Ungir jafnaðarmenn Framkvæmdastjórnarfundur verður haldin mið- vikudaginn 29. nóvember kl. 17:30 að Hverfisgötu 8-10 Dagskrá 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar 2. Skipulagning næsta sambandsstjórnarfundar 3. FNSU, stjórnarfundur 4. Innra starf Alþýðuflokksins 5. Önnur mál Mikilvægt er að þeir framkvæmdarstjórnarmeðlimir sem ekki sjá sér fært að mæta tilkynni forföll á skrifstofu sambandsins. Framkvæmdastjóri SUJ Ungir jafnaðarmenn kynna: Stórfundur á efri hæð Sólon íslandus, miðvikudagskvöldið 29. nóvember klukkan 20:30. Stjórna prófkjör verkum þingmanna? Framsögumenn: Margrét Frímansdóttir formaður Alþýðubandalagsins. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Gestur G. Gestsson stjórnmálafræðingur Láta þingmenn stjórnast af vinsældum f rekar en hugsjónum? Hefur starfsemi þingsins breyst? Er hægt að greina mun á milli starfa „prófkjörsþingmanna" annarsvegar og „flokksþingmanna" hins vegar? Spennandi umræður, fjölmennum Málstofa um stjórnskipan Knappur textinn er sóttur í daglegt mál sem sett er í fáránleg- ar kringumstæður og fáránleiki hans ýktur með því að hafa sam- hengið ekki alltaf á hreinu línunum. ur í daglegt mál sem sett er í fáránleg- ar kringumstæður og fáránleiki hans ýktur með því að hafa samhengið ekki alltaf á hreinu línunum. Og höfundur- inn er gagnrýninn á tilgangs- og inni- haldsleysi svokallaðrar menntunar, háðið er síðan vopnið sem hann hvet- ur með texta sínum. Þýðingin er verk þeirra Gísla Rún- ars og Þorsteins Þorsteinssonar. Ekki var annað að heyra en skopskyn Gísla og skörp og öguð málkennd Þorsteins rynni saman í góða og bráðfyndna blöndu. Leikstjóm Bríetar Héðinsdóttur var örugg og markviss. Hún leiðir fólk sitt af miklu öryggi í gegnum þessa sýn- ingu sem byggir á markvissum flutn- ingi textans og ýktum, en öguðum leik. Og hún missir aldrei tökin, sýn- ingin er hugsuð út í hörgul og þrátt fyrir átaka og kraftmikinn leik er aldrei ofgert og útkoman er meitluð, skemmtileg og umframallt kraftmikil sýning. Gísli Rúnar fer með hlutverk pró- fessorsins og ekki verður annað sagt en sérstæður leikstfll hans falli vel að þessu hlutverki. Ég man í svipinn ekki eftir öðmm leikara sem vinnur hlut- verk sín af jafn smásmugulegri ná- kvæmni og Gísli. Hver smáhreyfing, smákækur er tekinn og við nostrað svo útkoman verði sem eðlilegust. Stundum hefur inanni fundist hann ganga út í öfgar í þessum stfl sínum. En ekki hér, í þessu verki passar þessi aðferð vel og útkoman er vel unnin persóna sem skerpir og dýpkar verk höfundarins. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik- ur nemandann. Hún skapar af vand- virkni persónu sem geislar af upplýstri fáfræði og karakterheimsku, sem verður leiksoppur í höndunum á pró- fessomum. Samleikur Steinunnar og Gísla var sérstaklega góður, kjaminn í þessari kraftmiklu sýningu. Ráðskona Guðrúnar Þ. Stephensen var eins og við var að búast unnin af fagmennsku og leikgleði. Lýsing Sigurðar Kaiser var vel unn- in og virtist hann ná því besta út úr erfiðum aðstæðum. Niðurstaða: Kraftmikil og vel unnin sýning, enn ein skrautfjöð- urin í hatt Kaffileikhússins. Alþýðublaðið -alltaf!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.