Alþýðublaðið - 29.11.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 29.11.1995, Page 8
Miðvikudagur 29. nóvember 1995 MMÐUBLiBIB 182. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Búvörusamningurinn loks að koma frá landbúnaðarnefnd sem fékk umsagnir hagsmunasamtaka Allar gegn samningnum -segir Lúðvík Bergvinsson alþingismaður. „Landbúnaðarnefnd hefur fengið umsagnir frá morgum aðilum sem eru nánast allar á einn veg. Þessu samn- ingi er hafnað. Málið er að fara frá nefndinni og minnihlutinn mun leggja fram ítarlegt álit þar sem lagt er til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjóm- arinnar," sagði Lúðvík Bergvinsson alþingismaður í samtali við blaðið. Búvömsamningurinn hefur verið til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd Al- þingis að undanfömu. Stjómarliðar í nefndinni hafa átt erfitt með að ná samkomulagi um sameiginlegt álit, enda era ýmsir sjálfstæðismenn afar óánægðir með búvörusamninginn. Reiknað er með að umræður um samninginn verði á Alþingi í dag og má búast við hörðum deilum. Land- búnaðarráðherra leggur mikla áherslu á að samningurinn verði samþykktur af hálfu þingsins nú þegar. Það vekur athygli að meðal þeirra sem hafa gefið landbúnaðamefnd nei- kvæða umsögn um búvörusamninginn er hagþjónusta landbúnaðarins. Meðal annarra sem leggjast gegn samningn- um í sínum umsögnum er Alþýðu- sambandið, Vinnuveitendasambandið og Neytendasamtökin. ■ Ný bók eftir Guðmund Árna Stefánsson Islendingar Ut er komin bókin Hver vegur að heiman... lslendingar íútlöndum eftir Guðmund Arna Stefánsson alþingis- mann. Þar ræðir höfundur við sex Is- lendinga sem eiga það sameiginlegt að hafa flust af landi brott og dvalið er- lendis við störf og leik um langt ára- bil. Viðmælendur era Ástþór Magnús- son athafnamaður á Englandi, Gunn- í útlöndum laugur Stefán Baldursson arkitekt í Þýskalandi, Gunnar Friðþjófsson út- varpsstjóri í Noregi, Linda Finn- bogadóttir hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum, Rannveig Braga- dóttir óperusöngvari í Austurríki, hjónin Þórður Sæmundsson flug- virki og Drífa Sigurbjarnardóttir hótelstjóri í Luxemborg. Utgefandi er Skjaldborg. Norræna húsið Verk eftir Debussy Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, flytja Martial Nardeau flautuleikari, Eyj- ólfur Bjarni Alfreðsson víóluleikari og Sophie Schoonjas hörpuleikari verk eftir Diabelli, Debussy og Jolivet. Þau leika Trío eftir Antonio Diabelli, En bateau eftir Debussy og Pa- storales de Noel (Jólahjarðljóð) eftir André Jolivet. Tónleikarnir eru um hálftíma að lengd hefjast klukkan 12.30. BSRB um sjávarútvegsmál Gjald fyrir aflaheimildir Bandalagsráðstefna BSRB sam- þykkti álykmn þar sem segir að smða eigi gallana af fiskveiðistjómuninni og breyta kerfinu þannig að ríkið taki gjald fyrir aflaheimildir. Kvótinn gangi nú kaupum og sölum þannig að með þessu sé ekki verið að íþyngja út- gerðinni með auknum álögum. Taka verði tillit til núverandi handhafa kvóta og veita þeim aðlögunartíma að nýju og breyttu kerfí. Allur afli skuli fara um innlendan fiskmarkað. „Núverandi fiskveiðistjómunarkerfi hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Kvótinn hefur safnast á fáar hendur, umgengnin við auðlindina er slæm, sóunin í kerfmu er mikil og kerfið hef- ur stuðlað að því að útgerðarmenn era famir að líta á kvótann sem sína eign. Þar af leiðandi er kerfið lokað og eng- in endumýjun á sér stað meðal útgerð- araðila," segir í ályktun BSRB. SÁÁ Fræðsla foreldra SÁÁ býður foreldrum á fræðslu- fund um vímuefnaneyslu unglinga í kvöld klukkan 20. Fundurinn verð- ur haldinn í húsnæði SÁÁ við Síðu- múla 3-5 og er aðgangur ókeypis. Á fundinum munu ráðgjafar og lækn- ar SÁÁ flytja fyrirlestra og svara spurningum. BSRB um fjárlagafrumvarpið Skerðingu mótmælt Bandalagsráðstefna BSRB lýsir eindregni andstöðu gegn þeim áformum í fjárlagafrumvarpinu að skerða kjör öryrkja, aldraðra, at- vinnulausra og almenns launafólks. I ályktun ráðstefnunnar segir að ljóst sé að verki ekkert gert muni afnám vísitölu- og launatengingar rýra lífskjör atvinnulausra, lífeyris- og örorkuþega og auka skattbyrði launafóiks því fyrirsjáanlegt sé að skattleysismörk muni lækka í raun. I fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir einkavæðingu í heilbrigðis- kerílnu og auknar gjaldtökur boð- aðar. Þá sé boðuð gjaldtaka fyrir ákveðin verk sem unnin eru á sjúkrahúsum, svokölluð ferliverk, og innritunargjöld á sjúkrahús. Þessum áformum er harðlega mót- mælt. Helgi Þorgils Friðjónsson heldur á mynd eftir Karin Kneffel en hún er ein af þeim 19 erlendu listamönnum sem verk eiga á sýningunni VerGangur í Gerðubergi. ■ Afrakstur grasrótarstarfsemi Helga Þorgils Heimsþekktir lista- menn í Gerðubergi Föstudaginn 1. desember opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á verkum margra heims- þekktra listamanna sem sýnl hafa hjá málaranum Helga Þorgils Friðjónssyni í Gallerí Gangi und- anfarin 15 ár. Er þetta jafnframt hugsað sem kynning á þessari merku grasrótarstarfsemi. Alls eiga 19 listamenn verk á sýning- unni, en þeir eru: Martin Diesler, Peter Angermann, Per Kirkeby, Gerwald Rockenschaub, Helmut Federle, Jan Knap, Karin Knef- fel, Milan Kunc, Alice Stepanek, Steven Maslin, Alan Johnston, Franz Graf, John van Slot, Dav- id Weiss, Chung Eun Mo, John Aemleder, Peter Mönning, An- tonin Strizek og Daryush Sho- kof. Saga Gangsins er um leið saga búferlaflutninga Helga Þorgils og fjölskyldu, en tilgangurinn með þessu heimarekna galleríi hefur frá upphafi verið sá að skapa eins konar umræðuvettvang fyrir ís- lenska og erlenda listamenn. Gangurinn var fyrst til húsa á Laufásvegi 71, í stórri forstofu í stigagangi. Þaðan fór hann yfir í langan þröngan stigagang og for- stofu í Mávahlíð 24, svo í forstofu á Freyjugötu 32 og að lokum í ganginn á Rekagranda 8, þar sem hann hefur verið starfræktur allar götur síðan. Gangurinn átti sér hins vegar nokkurn aðdraganda og má segja að hann hafi fyrst farið í gang með Gallerí Vísi, sem Helgi hafði um- sjón með árið 1976: „Eg samdi við Dagblaðið Vísi um að fá sýningar- pláss fyrir listamenn í helgarblað- inu. Þetta gekk bærilega til að byrja með, en fljótlega fóru að ber- ast kvartanir og smám saman minnkaði ritstjórnin galleríplássið þangað til næstum ekkert var eftir. Það var því ekki um annað að ræða en að loka. Eitthvað framhald á Gallerí Vísi var þó í tímaritinu Svart og hvítu meðan það var og hét. Þrátt fyrir hæverskt yfirbragð átti Gallerí Gangur drjúgan þátt í að koma hreyfingu á listalífið í byrjun áttunda áratugarins þegar nýja málverkið svokallaða hóf að ryðja sér til rúms. Engu að síður mæltist framtakið misvel fyrir, sér- staklega í byrjun. „Mönnum kann að þykja sem Gangurinn hafi nokkuð hljótt um sig, en hann var þokkalega kynntur á sínum tíma og ég skrifaði oft langar fréttatil- kynningar ásamt Kristni G. Harð- arsyni sem var mér talsvert innan- handar. Maður heyrði utan af sér að ýmsum þætti þetta broslegt fyr- irtæki, og ef til vill svolítið sjálf- birgingslegt, bara rekið í eigin- hagsmunaskyni - fyrir mig og mína vini.“ Helgi telur ástæðuna fyrir þess- um aðfinnslum hugsanlega stafa af því, eins og Aðalsteinn Ingólfsson bendir einnig á í bókinni Northern Poles, að nýmálararnir hafi skipst í tvo hópa; annars vegar Helga og hans félaga (Ganginn) og hins veg- ar þá sem byggðu á hefðbundnari forsendum, og hafi nokkurs óró- leika gætt þarna á milli. „Satt að segja varð ég ekki mikið var við þennan óróleika. Ég hef alltaf litið svo á að Gangurinn væri fyrir fs- lendinga, til eflingar á listflórunni hér, og til að auka kynni á milli listamanna. Til að mynda hafa margir þessara erlendu listamanna sýnt í Nýlistasafninu, gallerí ann- arri hæð og öðrum stöðum hér á landi, kennt við Myndlista- og handíðaskólann og jafnvel stuðlað að sýningum íslenskra listamanna erlendis. Þegar Gangurinn kom á núverandi stað var mér einhverra hluta vegna bannað að auglýsa hann, svo nú er hann hljóðlátur sem skugginn, en dreifir úr sér við ólíklegustu birtuskilyrði og leggst yfir lög og láð, dökkur og þungur eða ljós og léttur eftir aðstæðum, „ segir Helgi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.