Alþýðublaðið - 05.12.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.12.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 s k o ð a n i r HlÞr9UBL£DID 21030. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Simi 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Mun Davíð Oddsson hlusta á Ólaf Davíðsson? Stuttu eftir að Davíð Oddsson tók við lyklavöldum í stjómar- ráðinu var skipt um ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Davíð taldi ekki rétt að bíða eftir að umsóknir bærust, heldur tók upp símann og bauð embættið Ólafí Davíðssyni hagfræðingi og þá- verandi framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda. Ólafur var vel þekktur fyrir hæfileika sína og þekkingu á þjóðmálum og ekki síst fyrir það að hafa kynnt sér Evrópumálin vel og vand- lega. Um fátt er nú rætt meira manna á meðal - ekki síst meðal Sjálf- stæðismanna - en að forsætisráðherra þurfi aðstoð í Evrópumál- um. Ræður Davíðs Oddssonar em til marks um vanmáttarkennd hans í Evrópumálum. I stað vitrænnar umræðu missir forsætis- ráðherra stjóm á skapi sínu og út úr honum vellur samansafn fúk- yrða, rökleysu og þjóðrembu. Jafnvel fólki sem beinlínis er þjak- að af flokkshollustu er nóg boðið. Þingmenn flokksins - eins og til dæmis Geir Haarde - fara greinilega hjá sér þegar þeir þurfa að verja foringja sinn. Hvaða heilvita maður líkir Evrópusam- bandinu við Sovétríkin og ætlast svo til að hann sé tekinn alvar- lega? Davíð Oddsson þarf sem sagt einhvem til að halda í höndina á sér þegar Evrópumálin em annars vegar. Sá er gallinn á þessari hugmynd að Davíð virðist ekki þola neina umræðu um málið. Evrópusinnum í Sjálfstæðisflokknum er hótað öllu illu ef þeir beita sér í málinu. Davíð hefur stefnt að því bæði leynt og ljóst að kefla allan Sjálfstæðisflokkinn þegar Evrópumálin eru annars vegar og snúa upp á hendumar á öllum þeim sem æmta. Vil- hjálmur Egilsson er til að mynda orðinn marklaus stjómmála- maður eftir að Davíð tuktaði hann til, - eins og lafandi hræddur rakki við hlið húsbónda síns. Menn hafa því sem von er litið til hollráða Ólafs Davíðssonar í stjórnarráðinu. Þar er einnig starfandi sérstakur ráðgjafí í utanrík- ismálum. Sá ágæti maður virðist hafa gengið í björgin og annað hvort er ekkert gagn af ráðum hans eða foringinn mikli hlustar ekkert á hann. Miðað við hið dæmalausa rugl sem frá Davíð kemur í Evrópumálum, virðast ráðgjafar hans aðeins tala þegar Davíð segir þeim að tala og segja aðeins það sem hann vill heyra. Það skyldu þó aldrei vera stjómunarhættimir í forsætisráðuneyt- inu? Áður en Ólafur Davíðsson varð ráðuneytisstjóri gat hann sér gott orð fyrir yfirveguð blaðaskrif um Evrópumál. Arftaki hans hjá iðnrekendum hefur haldið þessu starfí áfram og vill að Island sæki um aðild að Evrópusambandinu. Allir vita hvaða álit forsæt- isráðherra hefur á slíkum skoðunum. Óiafur Davíðsson skrifaði athyglisverða grein í vorhefti Skímis 1990 undir heitinu „Sam- eining Evrópu og framtíð þjóðríkja“. í greininni segir meðal ann- ars: „ Tvöfaldur glæpur" Eftir langt hlé hefur loks náðst sá árangur að álversframkvæmdir eru hafnar fyrir erlent fjármagn. Þriðji kerskálinn er að rísa t Straumsvík. Sumir vilja gera lítið úr þessum fram- kvæmdum. Það er ástæðulaust. Þess- um eina kerskála er ætlað að fram- leiða heldur meira ál en fyrsta álverið gerði - það er kerskálinn, sem byggð- Háborðið___| ur var 1966. Þessi framkvæmd nú er því, hvað framleitt magn varðar, sam- bærileg við framkvæmdirnar, sem hófust 1966 og allt ísland lék á reiði- skjálfi vegna. Mér eru þær umræður enn minnisstæðar. Andstæðingar framkvæmdanna fóru mikinn. Sögðu meðal annars, að Hafnarfjörður yrði óbyggilegur bær vegna bráðs bama- dauða af völdum mengunar, að álvers- framkvæmdimar myndu gera Island að varanlegu láglaunasvæði og að hingaðkoma Alusuisse yrði til þess, að eftirleiðis myndi Islandi verða stjóm- að frá Sviss og kosningar til Alþingis leggjast niður. Umræðurnar um er- lenda fjárfestingu og byggingu álvera hafa lengi verið á þessa sömu bók lærðar af hálfu þeirra, sem tiieinkað hafa sér hugarfar Bjarts í Sumarhúsum eða hafa haft á hugsjón að ísland eigi ekki að tengjast viðskiptaumhverfmu í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum vegna þess hve landinu byðist miklu betra í kompaníi við aðra. Sá hugsun- arháttur er nú á hröðu undanhaldi sem betur fer. En hann er samt ekki langt undan. Aðdragandinn að þeim fram- kvæmdum, sem nú em hafnar, varð fyrir fimm árum síðan. Þá vöknuðu vonir um að takast mætti að fá erlenda fjárfesta til þess að kaupa raforku af Islendingum til álframleiðslu. Þáver- andi ríkisstjórn var klofin í afstöðu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn í stjóm- arandstöðu lýsti því yfir, að ekki myndi hann greiða fyrir framgangi málsins. Við það tækifæri gerði Sam- band ungra framsóknarmanna sam- þykkt, sem kynnt var í Tímanum und- ir fyrirsögninni: .JíKKERT ÁLVER VERÐI REIST“. Þar segir meðal ann- ars: „Framkvæmdastjórn SUF ít- rekar þá skoðun SUF að stóriðja eigi ekki að rísa á suðvesturhorni íslands vegna þeirrar gífurlegu byggðaröskunar, sem slík staðsetn- ing veldur. Réttlætanlegt hefði verið að reisa álver utan suðvesturhornsins til að hamla gegn þeirri óæskilegu byggða- þróun sem orðið hefur undanfarin ár, ef slíkt bryti ekki í bága við umhverf- issjónarmið. Nú er komið í ljós, að umhverfisspjöll vegna álversins eru töluverð... Glæpurinn er því tvöfaldur verði álverið reist.“ Álversframkvæmdir á suðvestur- horni landsins „tvöfaldur glæpur“. Minna mátti það ekki vera. Er ekki rétt munað, að Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins á Reykjanesi, hafi átt sæti í fram- kvæmdastjórninni, sem þessa gífur- yrtu samþykkt gerði fyrir aðeins fimm árum? En unga fólkið í Framsóknarflokkn- um ályktaði meira en þetta. Áfram- hald ályktunarinnar hljóðar svo: „Nær væri að veita því fjármagni, sem Is- lendingar leggja til álvers, beint eða óbeint, til að byggja upp atvinnu- starfsemi á landsbyggðinni og stuðla þannig að jafnvægi í byggða- þróun á Islandi. SUF vekur einnig athygli á að með byggingu álvers veikjum við hina hreinu ímynd landsins. Sú ímynd er forsenda uppbyggingar Islands sem ferða- mannalands og framleiðslulands ómengaðara afurða.“ Nú á Framsóknarflokkurinn um- hverfisráðherrann. Hvað með „ímynd- ina hreinu“ - þá einustu einu. Svona mikið getur breyst á aðeins fimrn ár- um. Hvað breytist á næstu fimm? Af- staðan til Evrópusambandsins? Guð láti gott á vita. Má ég svo, rétt í lokin, óska Páli Péturssyni hjartanlega til hamingju með framkvæmdir, sem tengjast fram- kvæmdunum í Straumsvík - náttúr- lega stækkun Blöndulóns. Það er ekki ónýtt að eiga sér shka kórónu sköpun- arverks í héraði. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins. INú á Framsóknarflokkurinn umhverfisráðherrann. Hvað með „ímyndina hreinu" - þá einustu einu. Svona mikið getur breyst á aðeins fimm árum. Hvað breytist á næstu fimm? Afstaðan til Evrópusambandsins? Guð láti gott á vita. „Þjóðir Evrópusambandsins viðurkenna að þær séu efnahags- lega og viðskiptalega svo háðar hver annarri að þjóðríkið sem sjálfstæð efnahagsleg heild með sjálfstæða efnahagsstefnu sé hvorki raunhæft né skynsamlegt. Þess vegna ætla þær að rnynda með sér efnahagsbandalag og taka upp eina mynt. Þær hafa ákveðið að deila með sér sjálfsforræði á vissum sviðum. Þetta gildir jafnt um stóru ríkin og litlu ríkin innan bandalagsins. Litlu ríkin telja sig hafa meiri möguleika til áhrifa innan bandalagsins en utan þess. Þetta krefst endurmats á hvað sjálfstæði eða sjálfs- forræði þýðir í raun við núverandi aðstæður.“ Greinina endar ráðuneytisstjórinn á þessum orðum: „Við eigum að leita að tækifærum en ekki að einblína á hættumar. Með efna- hagslegri, viðskiptalegri og stjómmálalegri samvinnu við Evr- ópuþjóðir þurfum við að skapa okkur forsendur til að geta búið áfram í þessu landi sem menningarþjóð. Á þann hátt á þjóðríkið sér langa framtíð.“ Sú veika von blundar í brjóstum margra að Olafur Davíðsson taki nú blíðlega í hönd forsætisráðherra og komi fyrir hann vitinu í Evrópumálum. ■ a q a t a Atburðir dagsins 1791 Wolfgang Ainadeus Mozart deyr í Vínarborg, 35 ára gamall. Hann samdi meira en 600 tónverk. 1796 Leikritið Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson frumsýnt í Reykja- víkurskóla. 1904 Japanir eyða rússneska flotanum í Port Árt- hur. 1945 Sex bandarískar her- flugvélar og 27 flugliðar hverfa í Bermúdaþríhyrningnum. 1968 Jarðskjálfti. sex slig á Richtersskala, skekur Reykja- vík. Afmælisbörn dagsins Björn Halldórsson 1724, rit- höfundur og prestur í Sauð- lauksdal. Fritz Lang 1890, austurrískur kvikmyndaleik- stjóri. kunnastur fyrir Metro- polis. Otto Preminger 1906, austurrískur kvikmyndaleik- 5 . d e s e stjóri. Little Richard 1935, bandarískur rokkari. Jose Carreras 1946, spænskur stór- söngvari. Annáisbrot dagsins Maður af stjúpdóttur sinni bor- inn barneign fyrir Jökli, liann höggvinn á alþingi, en henni drekkt. llöggvinn og stegldur á alþingi maður, sem skorið hafði konu sína á háls. Maður skorinn á hásinarnar á Langa- nesi, stigamaður sagður og þjófur. Vatnsfjaröarannál! elsti 1650. Málsháttur dagsins Enginn veit, hver annan grefur. Spurning dagsins Án réttlætis, hvað eru þá ríkin nenia stórkostleg glæpafélög? Ágústínus kirkjufaöir, 354-430; þýðing þorsteins Gylfasonar. m b e r Flótti dagsins Vissulega er drykkjan flótti frá lífinu, en margur maðurinn hefur nú bjargað sér á flótta! Árni Pálsson, 1878-1952, prófessor. Orð dagsins Syngdu glaður sigurlag. sigldu mótgangs trylltu boða. Vertu stór i stœrstum voða, styrkastur þinn hinzta dag. Pétur Sigurðsson. Skák dagsins Breski stórmeistarinn og mjólkurdrykkjumaðurinn Ant- hony Miles er brokkgengur og hefur ekki náð að standa við þær vonir sem við hann voru bundnar um og uppúr 1980. Frægastur varð hann þegar hann svaraði byrjunarleik Kar- pov heimsmeistara, e4. með a6 - og vann skákina! En lítum á skák frá þessu ári þegar Miles saltaði landa sinn, alþjóða- meistarann Howell í aðeins 20 leikjum. Við lítum á stöðuna eftir 18. leik hvíts, b3. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Rxc2! 2. Dxc2 Da3 3. Bc3 Bxb3 Howell gafst upp: Hvíta staðari er hrunin til grunna. t

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.