Alþýðublaðið - 12.12.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Page 1
■ Fá uppreisnarfélögin greidda hækkaða desemberuppbót? Margir munu gefa VSÍ langt nef - segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar. „Einhvem tímann hafa nú lög verið brotin fyrir minni sök en þá að eiga ekki ofan í sig að éta. Ef Hlíf verður dæmt fyrir að halda því fram að fólk þurfi að hafa meiri laun en það hefur núna þá er það góður dómur þvf hann sýnir í hvers konar þjóðfélagi við bú- um. En það em þó nokkrir atvinnurek- endur sem ætla að gefa VSÍ langt nef og borga okkar fólki hækkaða desem- bemppbót þrátt fyrir uppsögn samn- inga,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Hlífar í samtali við Alþýðublaðið. Fimm stór verkalýðsfélög draga ekki uppsögn kjarasamninga til baka. Það eru Hlíf, Dagsbrún, Eining, Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- vfkur og Baldur, en uppsögn þess síð- ast nefnda var tekin fyrir í Félagsdómi í gær. Vinnuveitendasambandið kærir hin félögin einnig og segir að félags- menn þeirra eigi ekki rétt á hækkaðri desemberuppbót en Félagsdómur muni dæma þeim umsamnda launa- hækkun l.janúar. „Við sem höfum sagt upp samning- um munum bera saman bækur okkar og hafa náið samráð. Ef við erum sammála um aðgerðir er allt hægt að gera. En ef við förum ekki út í aðgerð- ir þá er það ekki vegna þess að viljann vanti heldur það að við höfum ekki stöðu til þess að grípa til aðgerða. Jafnvel þótt svo fari þá er þetta samt upphaf aðgerða í þá átt að hér verði greidd sambærileg laun og á Norður- löndum. Eg vil að gerð verði fjögurra ára áætlun til að ná því markmiði. Danir kaupa hráefni til fiskvinnslu jafnvel á hærra verði en hér og selja á sömu mörkuðum og við. Hvernig stendur á að þeir geta borgað hundrað prósent hærri laun? Kannski að ís- lenskir atvinnurekendur séu bara óhæfir og hafi ekki vit á rekstri. Er Sigurður: Þarf kannski að ráða danska stjórnendur. þetta heimska eða óráðsía? Meðan ég fæ ekki skýr svör verð ég að telja þetta hreina idjótasamkomu. Það þarf kannski að ráða hingað danska stjóm- endur,“ sagði Sigurður. „Það vantar tíu þúsund krónur á verkamannalaun til þess að þau nái því sem félagsmálastofnanir telja lág- mark til framfærslu og eru þær þó ekki útausandi peningum. Lægsti verkamannataxti Hlífar er 46.838 krónur á mánuði. Félagsmálastoíhanir á höfuðborgarsvæðinu meta það svo að einstaklingur þurfi minnst 56 þús- und krónur til að framfleyta sér ein- um. Fullvinnandi verkamaður án yfir- vinnu þarf því að fara í þessar stoftian- ir til að fá tíu þúsund krónur ofan á launin ef hann á að draga fram Kfið. Þessu ömurlega dæmi viðheldur Þór- arinn V. Þórarinsson sem er með 500 þúsund krónur á mánuði eftir skatta," sagði Sigurður T. Sigurðsson. ■ Verðlækkun á nýjum bókum Getur komið niður á launum -segir Ingibjörg Haraldsdóttirformaður Rithöfundasambandsins. „Höfundarlaun eru oftast 16 prósent af útsöluverði bókar að frádregnum virðisaukaskatti. Þegar afsláttarstríðið á bókaverði byrjaði fyrir jólin í fyrra greiddu útgefendur höfundum sam- kvæmt föstu verði sem ákveðið var og birt í Bókatíðindum. En ef þetta verð- stríð heldur áfram án þess að nokkuð verði að gert kemur það til með að þýða lækkun á höfundarlaunum,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir for- maður Rithöfundasambandsins í sam- tali við blaðið. Eins og kunnugt er hefur brostið á verðstríð á jólabóka- markaði og nýjar bækur boðnar með allt að 30% afslætti frá auglýstu verði. f gildi eru samningar um höfundarlaun milli Rithöfundasambandsins og Fé- lags bókaútgefenda sem á að tryggja höfundum laun fyrir verk sín og er miðað við fyrrgreinda prósentutölu af söluverði bóka. „Ég veit ekki annað en útgefendur ætli að hafa sama háttinn á og í íýrra, það er að greiða höfundum ritlaun samkvæmt því verði sem tilgreint er í Bókatíðindum. Þó get ég ekki fullyrt um það fyrr en kemur að uppgjöri við höfunda. Þá á ég við þá útgefendur sem á annað borð fara eftir samning- um. Það hefur heyrst að meira sé orð- ið um það að höfundum sé boðið upp á einhveija aðra samninga. Alla vega eru dæmi um slíkt,“ sagði Ingibjörg. Er hœtta á að áframhaldandi verð- stríð rýri kjör höfunda? Þriggja binda verk um sögu lands og þjóðar í gær kom út hjá Vöku- Helgafelli Islandssaga a-ö þriggja binda uppflettirit eftir Einar Laxness. Ólafur Ragnarsson, afhenti forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta eintak verksins við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. A:mynd E.ÓI. ■ Bruce Vincent á opnum fundi um hvalveiðar Lýsir barátt- unni við Green- peace Samtökin Sjávarnytjar gang- ast fyrir opnum fundi um hval- veiðar á Grand Hotel í dag, þriðjudag, og hefst fundurinn klukkan 12. Gestur fundarins er Bruce Vincent formaður samtak- anna Alliance for America. Á fundinum mun Vincent Iýsa bar- áttu samtakanna við Greenpeace og aðra öfgafulla hópa náttúru- verndarsinna og heita íslending- um stuðningi í Bandaríkjunum komi til átaka við slíka hópa. í frétt frá Sjávarnytjum segir að þau séu frjáls félagasamtök áhugamanna sem vinni að eðli- legri og skynsamlegri nýtingu sjávarspendýra. Megin markmið samtakanna sé að stuðla að al- mennum skilningi á nauðsyn þess fyrir þjóðarbúið að nýta stofna sjávarspendýra við ís- lands með skynsamlegum hætti. Félagið ætli að berjast fyrir því að hvalveiðar hefjist hið fyrsta hér við land, enda verði veiðin ekki meiri en hvalastofnar þoli samkvæmt mati Hafrannsóknar- stofnuna. Það liggi fyrir að eðli- legt jafnvægi í lífríkinu í Norður- höfum raskist með fjölgun hvala og hafi það ófyrirsjáanlegar af- Ieiðingar fyrir íslendinga. Af- rakstur þorskstofnsins geti minnkað 'im 10% sem þýði að þjóðfélagið verði af tekjum sem nema einum og hálfum milljarði króna. ■ Samtökin 78 Frelsis- verðlaun Frelsisverðlaun Samtakanna ’78 voru afhent í fyrsta sinn í Veislu til vemdar mannréttind- um í íslensku óperunni um helgina. Verðlaunin hlutu þeir Hörður Torfason fyrir sýni- leik, en nú em liðin 20 ár frá því hann rauf þögnina um mál- efni homma og lesbía, og Guðni Baldursson fyrir rétt- indabaráttu, en hann var fyrsti formaður Samtakanna ’78. ■ Opinnfundur Á að leggja a veiði- leyfagjald? Samtök iðnaoarins halda opinn fund um veiðileyfagjald á miðviku- dagsmorgun klukkan 8 til 10. Samtök- in hafa lagt áherslu á að tekin verði upp skynsamleg umræða um hvort og hvernig skuli staðið að álagningu veiðileyfagjalds. Þessum fundi er ætl- að að vera framlag til þeirrar umræðu. Frummælendur á fundinum verða þingmennimir Ágúst Einarsson og Vilhjálmur Egilsson og Þorsteinn M. Jónsson hagfræðingur. Að því loknu verða almennar umræður og fyrirspumir. Fundurinn verður haldinn að Hallveigarstíg 1 og léttur morgun- verður á boðstólum. höfunda „Ég geri alveg eins ráð fyrir því að svo fari að öllu óbreyttu, en ég veit ekki hvemig útgefendur afgieiða þetta mál. í sumum löndum í kringum okk- ur hefur fast verð á bókum verið af- numið og þá emm við komin út í þann frumskóg að útgefandinn ákveður hvað bókin á að kosta og hvað hann borgar höfundinum hverju sinni. Ég vona að það fari ekki þannig hér, en við reynum að fylgjast með þróun mála,“ sagði Ingibjörg Haraldsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.