Alþýðublaðið - 12.12.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.12.1995, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 t ó n I ■ Jónas Sen skrifar um tónlistarmálið sem er öllum framandi nema þeim sem eru innvígðir. Og hann segir okkur líka heilmikið frá hæfilega geggjuðum tónskáldum, meðal annars Alexander Scriabin sem ætlaði að frelsa mannkynið með tónlist sinn. Hvorki meira né minna í upphafi tónverksins átti að hringja risastórum bjöllum sem væru festar við svífandi loftför. Loftförin áttu að vera hulin skýj- um, en bjöllurnar einar vera sýnilegar... Fólk myndi upplifa guðlegt vitundarástand og verða fyrir álíka stökkbreytingu og þegar apinn varð að viti bornum manni. Einn óneíhdur tónlistargagnrýnandi sagði eitt sinn í dómi sínum í Morgun- blaðinu að píanóspilið á ákveðinni óperusýningu hefði ekki verið nógu skýrt. Mönnum fannst þetta nú dáh'tið undarleg staðhæfmg í ljósi þess að ekkert píanó var yfirleitt notað í verk- inu. Kannski var það þó einmitt það sem tónlistargagnrýnandinn meinti - píanóspilið hefði verið svo ógreinilegt vegna þess að það var ekki til staðar. En nei, svo var ekki. Það sem við var átt var að VEIKA spilið var ekki nógu greinilegt; piano á ítölsku - sem er tónlistarmá! - þýðir nefnilega veikt. Þegar strengimir áttu að leika hljóð- lega - piano - leystist allt upp í eitt- hvað ó.skiijanlegt muldur og enginn skildi bofs. Það var eins og þvoglu- mæltur, kvefaður leikari væri uppi á sviði sem gæti ekki talað fyrir hæsi. Ekki var von á að sauðsvartur al- múginn áttaði sig á svona tæknilegri athugasemd. Tónlistarmál skilja bara itmvígðir og þeir sem sækja mikið tón- leika; hvetjir aðrir vita til dæmis hvað „móderato quasi andante ma no trop- po“ þýðir? Jú, reyndar þeir sem tala ítölsku. Við fyrstu sýn mætti neínilega ætla að íslenskar eftiisskrár séu einmitt skrifaðar á því mngumáli. Þar má yfir- leitt sjá eitthvað í líkingu við þetta; Mahler - Sinfóma nr. 4,1. Allegro, 2. Adagio, 3. Presto. Þessu em gamal- grónir tónleikagestir orðnir vanir, og vita af reynslunni hvað við er átt. En þeir sem em nýrri í bransanum og tala ekki ítölsku em stundum í mesta basli með að átta sig á hvað þetta allt saman þýðir. Tónlist án hroka Af sögulegum ástæðum er ítalska það tungumál sem tónskáld hafa oftast notast við í gegnum tíðina til að leið- beina flytjendum hvemig leika skuli verk þeirra. Þýska er sjaldnar notuð, og einstaka sinnum ffanska. Hefð er fyrir því að birta þessar leiðbeiningar í eftússkrám, svo áheyrendur viti hvað þeir eigi í vændum. I flestum tilvikum em merkingamar skýrar; þáttur í sin- fóníu merktur „allegro" þýðir einfald- lega hann sé hraður, „adante" aftur á móti að hamt sé á gönguhraða en „- presto" að nú megi láta gamminn geysa. Stundum hefur tónskáldum þó hætt til að fara út í öfgar og reyna að vera nákvæmari, oft með vandræða- legum afleiðingum. í Ópemblaðinu (I. tbl. 9. árg., mars 1995) er bráð- skemmtileg grein eftir óþekktan höf- und um þetta efni, og em þar tekin nokkur skondin dæmi. Eitt þeirra er um það sem Beethoven skrifaði við c- moll messu sína, en það var „adante con moto, assai vivace, quasi allegretto ma non troppo“. í umræddri grein er það þýtt sem svo að tónskáldið „hafi viljað láta spila verkið hægt, en þó sæmilega hratt, ekki of hratt, heldur kannski svona mátulega hratt eða eitt- hvað svoleiðis." Þetta er ekkert eins- dæmi í tónhstarsögunni, mörg verk em merkt með álika fáránlegum leiðbein- ingum. í Óperablaðinu er minnst á gamla Schumann sem hafi skrifað á þýsku við eitt verka sinna „so schnell wie möglich", sem merkir eins hratt og mögulegt er. Nokkra sxðar í sömu tón- smíð stendur „Noch schneller", eða ennþá hraðar. En Schumann var reyndar ekki alveg með fúlle fem eins og þegar hefur komið fram í Alþýðu- blaðinu. Fyxir utan það að segja flytjendum hversu hratt þeir skulu leika, hafa mörg tónskáld líka reynt að gefa til kynna hvaða tilfirmingar ættu að vera ríkjandi í túlkuninni. Mörgum finnst þetta vafalaust nauðsynlegt, því tónhst sem ekki er sungin er „afstrakt“ og erf- itt að segja af nákvæmni um hvað hún fjallar. Victor Hugo hitti naglann á höfuðið erhann sagði eitt sinn: „Tón- hst er um það sem maður getur ekki tjáð með orðum, en getur heldur ekki þagað yfrr.“ Tónskáldin hafa þó oft ekki viljað sætta sig við það og reynt að útskýra fyrir hljóðfæraleikurum hvað fyrir þehn vakir með því að setja allskyns lykilorð á réttum stöðum í nótunum. Frans Liszt skrifaði tO dæm- is oft „af örvæntingu" eða „af ástríðu“ svo túlkunin á viðeigandi augnablikum í einhverju tilteknu verki væri sem rétt- ust. Debussy merkti sömuleiðis við í einni tónsmíð sinni að leika ætti „fjar- lægt“ og af miklum léttleika". Eric Satie vildi afitur á móti að ákveðnir staðir í tónverkum hans væm spilaðir „án hroka“. Var hann þá væntardega að gefa öðmm og alvarlegri tónskáld- unr langt nef. Eitraður sætleiki Sá sem gekk hvað lengst í svona leiðbeiningum fyrir hljóðfæraleikara - án þess að vera að gera að gamni srnu - var rússneska tónskáldið Alexander Scriabin. Hann var jólabanr, því hann fæddist á jóladag árið 1871 - ef notað er gamla tímatalið sem var við lýði í Rússlandi fyrir byltingu. Tónlist hans er full af stuttum útskýringum á frönsku sem mörgum hljóðfæraleikar- anum hefur í gegnum tíðina fúndist torræðar. Eitt verka hans á til dæmis að leika af „upphafinni gleði“, ánnað á að túlka af „sársaukafuUri nautnatil- fmningu" en hið þriðja af „stöðugt eitr- aðri sætleika". Stundum em líka ahs- kyns athugasemdir á ýmsum stöðum í nótunum, sem em til þess að túlkand- inn setji sig inn f réttu stemmninguna og nái að miðla henni til áheyrenda. Þar má nefha setningar eins og „þetta rennur saman við trylltan dairsl", „skyndilegt hmn“, „dularfull öfl vakna“ eða jafnvel „hrylUngurinn rís...“ Scriabin bjó til alveg nýtt tónhstar- tungumál; hljómasamsetningamar í verkum hans vom nýjar af nálinni og vom tónsmíðar hans eftir því einstæðar og engum líkar. Ems og áður segir var hann Rússi, hann var skólabróðir Rachmaninoffs og eittmesta tónskáld sem uppi hefur verið. í leiðinni var hann Uka skemmtilega geggjaður og taldi sig vera skyggnan. Hann þóttist sjá liti er hann heyrði tónlist; hver tónn og hver hijómur var fyrir honum ýmist rauður, gulur, grænn eða blár. Rach- maninoff var öllu meira niðri á jörð- inni, og sá engar slíkar sýnir. Eitt sinn sat haim ásamt Scriabin og tónskáfdinu Rimsky-Korsakoff, sem líka var skyggn, á kaffihúsi í París. Hann varð hvumsa við og fylltist hneykslan er hinir tveir síðamefndu lenti í hávaða- riftildi yfir því hvort E-dúr hljómur væri appelsínugulur eða blár. Ekki fylgir sögunni hvort sættir hefðu náðst; Scriabin var að minnsta kosti sann- færður um réttmæti skynjunar sinnar allt til dauðadags. Hann taldi sig geta séð imi í aðra heima og í leiðínni vildi hann geta gefið öðmni innsýn inn í þessar huldu víddir. Hann reyndi því að mála myndir af þeim tónum. í fyrstu samdi Scriabin þó bara hefðbundna tónlist. Hún var mjög í anda þeirrar stefnu sem viðgekkst í Rússlandi í lok síðustu aldar. Verk ’ hans vom lika undir miklum áhrifum frá Chopin. En er Scriabin var á þrít- ugasta og öðm aldursári srnu byrjaði að kveða við annan tón. Þá fékk hann áhuga á guðspeki og ýmisskonar dul- arffæðum; hann fór að sjá sýnir og tón- list hans varð æ undarlegri. Hann byij- aði að velta sér upp úr allskyns heim- spekikenningum og fór að þjást af mikilmennskubijálæði. Að mirmsta kosti taldi hann tónlist sína geta frelsað mannkynið, og samdi sinfóníu sem átti að koma áheyrendum í samband við æðri máttarvöld. Þetta var fjórða sin- fónía hans, sem bar titilinn „Ljóð al- sælunnar" (poeme de l’éxtase). Frelsun mannkyns Sinfónían var þó aðeins lítið sand- kom í samanburði við það sem Scria- bin var að fást við síðustu árin sem hann lifði. Það hét „Mysterium", átti að taka heila sjö daga og vera ffumflutt á Indlandi. í upphafi þess átti að hringja risastórum bjöllum sem væm festar við svrfandi loftför. Loftförin áttu að vera hulin skýjum, en bjöllum- ar einar vera sýrúlegar. Þannig myndu bjöllumar virðast hanga í skýjunum og þljómur þeirra boða mannkynið til mesta viðburðar í sögu mannsandans. Fólk myndi upplifa guðlegt vitundar- ástand og verða fyrir álíka stökkbreyt- ingu og þegar apinn varð að viti bom- um manni. Því miður fyrir okkur hin entist Scriabin ekki aldur til að ljúka verkinu. Hann fékk bólu á vörina og barst sýk- ingin út um allan líkamann. Hann lést aðeins fjörtíu og þriggja ára gamall, en það var árið 1915. Kannski var viðeig- andi að dauða hans bar að um páska; líkt og Jesú, reyndi hann að ffelsa mannkynið og lyfta því upp í hæstu hæðir andlegs veruleika. Þó það hafi ekki tekist markaði Scriabin óafmáanleg spor í lónlistar- söguna. Lengi vel eftir dauða hans vom verk hans að vísu vanrækt, og svo virtist um túna að hann myndi gleym- ast fyrir fullt og allt. Annað hefur kom- ið á dagiim, eins og ótal dæmi sanna. V I K I N G A tmm Vinningstölur , miðvikudaginn:j 6. des. 1995 BT 0 5 af 6 rbónus VINNINGAR 6 af 6 B 5 af 6 m 4 af 6 0 3 af 6 . ‘ ' 1 +bónus FJÖLDI VINNINGA 1 214 778 UPPHÆÐ A HVERN VINNING 48.350.000 1.230.400 110.550 1.640 190 Aðaltölur: BONUSTOLUR (l3) (l4) (39) Heildarupphæð þessa viku: 50.300.280 á ísl.: 1.950.280 UPPLÝSINGAR. SIMSVÁRl 566 1511 ÉÐA GRÆNT |NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR-Íí iiVARA UM PRENTVILLUR fór til Noregs

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.