Alþýðublaðið - 19.12.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 19.12.1995, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 afnaðarmaðurinn B3 /ðuflokkinn fyrir þremur árum. Fljótlega lét ðarmaður. í dag er Ingvar Sverrisson vara- daráðs, varamaður í stjórn Dagvistar barna, í imum tíma svo ekki sé fastar að orði kveðið. sinu -og komum Valhöll kannski ekki síst vegna þrýstings okk- ar unga fólksins. Nú hafa heyrst þœr raddir að Al- þýðuflokkuríiin eigi að bjóðafram sér í nœstu sveitarstjórnarkosningum í sem flestum kjördæmum. Er þetta ekki bara hjáróma bergmál fortíðarinnar? Það held ég, ef menn vilja berja hausnum við steininn endalaust þá er það allt í lagi. En menn ættu að hafa það í huga að það er einmitt í sveita- stjórnarkosningum sem upphafið að sameiningu ætti að vera því þar er minnstur skoðanaágreiningur milli jaíhaðannanna Rökstuðningur fyrir þessu hefur verið sá að það sé eina leiðin til að vekja upp flokkstaif. Þar sem flokkur- inn býður fram með öðrum deyi innra starf hans. Hver er þin skoðun á því? Ja, flokksstarfið hefur nú varla ver- ið að sliga menn held ég, flokkur er hins vegar ekkert annað en það sem fólk vill að hann sé og ekki hægt að kenna því um að ekki séu sérstök framboð flokksins í öllum krummask- uðum landsins . En vissulega mun flokksstarf í hinum nýja draumaflokki verða mun betra en það litla sem fram fer í þeim flokksbrotum sem nú eru í íslenskum stjórnmálum, fyrir utan auðvitað kommúnistana í Valhöll. Yfir í persónulega hagi: Hver er Ingvar Sverrisson ? Ingvar er Breiðhyltingur, sonur Sverris Friðþjófssonar og Elísabetar Ingvarsdóttur. Bróðir minn er hand- boltahetja og heitir Sverrir Þór. Ég er alinn upp í Reykjavík og er ekki af krataættum nema að litlum hluta. Við skulum vona að stór jafnaðarmanna- ætt verði til út frá mér. Fyrsta skrefið í þá átt er sonurinn, Viktor Marteinn, sem ég á með ástinni í lífi mínu, Breiðholtsmærinni Hólmfríði Björk Óskarsdóttur. Hún heldur því reyndar alltaf fram að hún sé frekar Skagfirð- ingur en Reykvíkingur. En að minnsta kosti e'r Viktor Marteinn krati því hann er alltaf að telja puttana á sér eins og Jón foringi. Attu einliver áhugamál fyrir utan stjómmálin? Ég bað þig að spyija ekki svona erf- iðra spuminga. O, fyrirgefðu, hmm... ég endurorða spuminguna, einhver önnur afskipti af félagsmálum hlýturþú að hafa haft? Jú, ég var fomiaður nemendafélags Fjölbrautarskólans í Breiðholti, en í raun má segja að það hafi verið fyrstu afskipti mín af stjórnmálum. Nem- endafélag FB er stærsta nemendafélag landsins og veltir gífurlegum fjármun- um. Stjóm þess er því ekkert annað en pólitík. Eftirminnilegast frá þeim tíma er þegar ég tók þátt í kosningabarátt- unni um formannsembættið, en í hana eyddi ég um áttatíu þúsund krónum sem voru peningar sem ég fékk fyrir auglýsingar sem birtust í kosninga- blaði mínu. Það var mjög góð og ódýr barátta sem skilaði mér 80% fylgi. Framtíðaráœtlan ir? Þú átt við hvort ég ætli að vera áffarn í pólitík? Þá er það alveg óráðið enda ekki til neitt svar við því. Ég ætla að minnsta kosti að sjá vel fyrir fjöl- skyldu minni og ala son minn upp til að verða góður þegn eins og ég. Að lokum, ertu ennþá ungur og reiður, eða kannski bara ungur? Ég er ungur, svo mikið er víst og reiður yfir verðlagi í þjóðfélaginu, yfir afturhaldssemi og óréttlæti sem fram- ið er af tveimur stærstu flokkum landsins. Eitthvað að lokum? Beijumst, félagar! Reykjavíkurlistinn er veruleiki, þó hann sé líkastur draumi. Hörður Arnarson skrifar Lítið eitt af Svavari, Þórhildi og Sameiningunni Það verður ekki sagt að ég byrji pistlaferil minn í Alþýðublaðinu með nýjungagirni í málefnavali. Svavar Gestsson og Samein- ingin hefur verið helsta hugarfóstur blaðsins frá því síðsumars, nema ef til vill fyrir utan heilag- an Guðna frá Simbak- ^oti. Nú mitt f jóla- glögginu heldur fram- haldssagan áfram með milliþætti Þórhildar Þórleifsdóttur, framverði femínista og einnar fárra kvenna sem hefur einkarétt á að stunda kvennapólitík! Rétt eins og ég hafi ekki verið búinn að lofa sjálfum mér að skrifa um eitthvað sem les- endum þætti í senn frumlegt og skemmtilegt! Ég er einn af þeim sem hef gengið með þá glóru í höfð- inu á undanfömum misserum; að nú sé stundin runnin upp þar sem við „róttækir umbótasinnar", samein- umst í eina sæng. Sameinaðir erum við stærri og sterkari en lögfræðinga- landslið Davfðs og þegar af verður, fær Davíð loks að kenna á styrk Gol- íats. En þessi draumsýn mín fjarlæg- ist hægt og rólega er nær dregur jól- um. Með þessu áframhaldi snýst hún upp í andhverfu sína og ég vakna fljótlega upp með martraðir af til- hugsuninni einni saman, ef sameina á alla „róttæka umbótasinna", sem ekki þola forsætisráðherrann. En hvað er það sem veldur mér hugar- angist og knýr mig til frásagna hér og nú? Svarið er að finna í nýlegum greinaflokki í Alþýðublaðinu eftir einn af fremstu furstum Alþýðu- bandalagsins og hins vegar í þeim „- merka“ sjónvarpsþætti Stefáns Jóns á Stöð 2 er ber heitið Almannarómur. Svavar Gestsson hefur farið mikinn í greinaflokki sínum í Alþýðublaðinu nýlega, eins og lesend- um er kunnugt og verða skrif hans að teljast dýr- mæt heimild um hug- myndaheim miðaldra kreppukomma á 10. ára- tugnum, svo ég vitni nú í Hringborðspistil Birgis Hermannssonar frá 6. þessa mánaðar. Ég ætla nú ekki að fara tíunda greinar Svavars enda hafa þeim verið gerð góð skil í Alþýðublað- inu að undanförnu. Það sem vakti hins vegar undrun mína við lestur greinaflokks Svavars voru viðbrögð hans við sprengjuárásum Jóns Bald- vins Hannibalssonar, bæði á hann persónulega og Alþýðubandalagið. í raun hef ég talið Sovétgrýlu Svavars og félaga dauða hugmynd um langt skeið, og í bamslegri trú minni hald- ið að Svavar hafi eitthvað vaxið og dafnað hugmyndafræðilega síðastlið- in 30 ár. En greinaflokkur Svavars gefur hugmyndum Jóns Baldvins byr undir báða vængi og er í raun besta heimild formanns Alþýðuflokksins fyrir kenningu sinni. Svavari tókst loksins í grein sinni að sannfæra okk- ur hin um mikilvægi gamla stalíns- þjóðernissósialismans í hugmynda- heimi Alþýðubandalagsins nú svona rétt fyrir aldámótin 2000. Ein af drottningum Kvennalistans, Þórhild- ur Þorleifsdóttir var miðpunktur í Al- mannarómi hjá Stefáni Jóni um sam- einingu vinstri manna þann sjöunda þessa mánaðar. Þórhildur lýsti því fljótlega yfir að hún væri ekki í pólit- ík til þess að sameina vinstri menn, hún væri í pólitík til að efla „kvenna- pólitík." Markmið sem loðað hefur við Kvennalistann í 12 ár og er út af fyrir sig mjög þarft málefni. En hvað er „kvennapólitík"? Á sokkabandsár- um Kvennalistans átti hugtakið Samband ungra jafnaðarmanna hefur tekið upp viðræður við aðra vinstrimenn um sameiningu vinstrimanna. Ef þessir sömu vinstrimenn end- urspegla að einhverju leyti hugmyndir forystu- manna sinna í Alþýðubandalaginu og Kvenna- listanum segi ég „nei takk", við hinni einu sönnu Sameiningu. kvennapólitík við þær konur er vildu efla þátt kvenna í stjómmálum. Ein- ungis með fjölgun kvenna á Alþingi verða „sérhagsmunir kvenna tryggð- ir“, nokkuð sem allir jafnaðarmjnn geta tekið undir. En tímamir breytast og mennirnir með! Þórhildur og vin- konur hennar eru nú komnar með nýja skilgreiningu á kvennapólitík: Hispurslaust svaraði hún því í þætt- inum að Jóhanna Sigurðardóttir og Margrét Frímannsdóttir ásamt (öll- um) sjálfstæðisstelpunum túlkuðu ekki á nokkurn hátt sjónarmið kvenna og væm þar af leiðandi ekki til þess fallnar að halda vörð um eða efla „kvennapólitík“ á Alþingi. Á sarna hátt og Lenín og félagar vissu einir hvað verkalýðnum var fyrir bestu hefur Þórhildi og vinkonum hennar tekist að hafa vit fyrir öllum kynsystrum sínum á íslandi. Hug- myndafræði Þórhildar verður síðan enn hlálegri í ljósi þeirrar reynslu er fengist hefur með Reykjavíkurlistan- um. I 12 ár hefur Kvennalistinn stað- ið í ströngu á Alþingi og flestar em þær ósáttar við hversu hægt miðar, enda það eina áþreifanlega sem þeim hefur áunnist að skerða persónuaf- slátt hjóna. Á sama tíma hefur Reykjavíkurlistinn orðið mesta gæfu- spor þeirra sem vilja efla áhrif kvenna í pólitík, það er lærdómur sem Þórhildi finnst ekki mikið til koma. Samband ungra jafnaðar- manna hefur tekið upp viðræður við aðra vinstrimenn um sameiningu vinstrimanna. Ef þessir sömu vinstri- menn endurspegla að einhverju leyti hugmyndir forystuinanna sinna í Ál- þýðubandalaginu og Kvennalistanum segi ég „nei takk“, við hinni einu sönnu Sameiningu. Höfundur er formaður ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.