Alþýðublaðið - 29.12.1995, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.12.1995, Qupperneq 3
FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Enn um sameiningu jafnaðarmanna Hverfa verður frá valdbeitingu, hroka, popul- isma og virðingarleysi yfir til þess sem ef til vill má kalla hina taplausu aðferð. Hún getur, ef við viljum, skilað jafnaðarmönnum til meiri áhrifa á nýrri öld... í grein sem ég ritaði í Aiþýðublaðið nýlega setti ég fram þá skoðun að sameining jafnaðarmanna væri for- senda þess að jafnaðarmenn næðu að hafa umtalsverð áhrif á þróun íslensks samfélags á nýrri öid. Ég tel þetta sem næst óumdeilt meðal meginþorra al- Pallborðið Magnús M. Norðdahl £ JÍ skrifar lv m mennra félagsmanna í Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og meðai frjáls- lyndra afla í öðrum flokkum. Ekki hvað síst meðal þeirra sem nú gráta atkvæði sín til Framsóknar og Þjóð- vaka í síðustu kosningum. En hvað er það sem kemur í veg fyrir samein- ingu? I umræðum þeirra Jóns Bald- vins og Svavars á síðum Alþýðublaðs- ins undanfarna mánuði hefur mikil orka farið í uppgjör við einstaka at- burði og sambönd. Hver rak hvern, hvar og hvers vegna. Þetta getur verið ágætt og nauðsynlegt til þess að hreinsa andrúmsloftið en er ekki kjami málsins. Einfaldlega ekki v'egna þess að fortíðin er liðin og málefni hennar ekki á dagskrá líðandi stundar. Gott dæmi um það er staða NATO og þróun Evrópusambandsins (ESB). Staða NATO er í mótun. Vegna frið- argæslu í lýðveldum fyrrum Júgóslav- íu hafa Frakkar í fyrsta sinn sett herlið- undir sameiginlega stjóm NATO og undir sameiginlegri stjóm taka Rússar þar einnig þátt. Eflaust skiptir hér miklu að við mannaforráðum hjá NATO hefur tekið spænskur jafnaðar- maður. Hér hefur margt breyst á stutt- um tíma. Annað dæmi er að þó hluti Sjáifstæðisflokks, Framsóknar og Al- þýðubandalags hafi ekki komið auga á það, þá er að þróast ný og sameinuð Evrópa sem leitar sátta milli hreinna kapftalískra viðhorfa og hreinna sósí- alískra viðhorfa. Evrópa sem vill slá skjaldborg um velferðarríkið og tryggja mannréttindi í friðsamari og þéttari heimi. Hluti þeirrar þróunar er aðild þeirra ríkja í Austur- Evrópu sem áður lágu undir jámhæl fyrrum Sovétríkjanna. Þetta em dæmi um tvö grundvallarmál sem sett hafa mikinn svip á stjómmál í Evrópu, allt frá lok- um sfðasta stríðs. Þau verður hins veg- ar að líta allt öðmm augum en áður hefur verið gert. I þessum málum virðist mér Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag hafa skilið að, vegna þess að ALþýðuflokkurinn gerði sér fyrir löngu grein fyrir að sátt um samfé- lagshætti milli ólíkra afla var það sem koma skyldi. Einnig og ekki síður að Alþýðuflokkurinn er í eðli sínu flokk- ur alþjóðahyggjufólks meðan Alþýðu- bandalagið er reyrt fastari böndum við þrengri og „þjóðlegri" viðhorf. Fram- sókn hefur flotið þama á milli eftir því hvernig vindar hafa blásið og fijáls- lynt Sjálfstæðisfólk hefur ekki þorað að breyta til vegna ótta við þá sundr- ungu sem ríkt hefur í herbúðum jafn- aðarmanna. Og þá þurfum við að spyrja okkur hvort ágreiningur um grundvallarmál eins og þessi komi í veg fyrir sameiningu jafnaðarmanna. A hinum Norðurlöndunum rekast saman í flokki ólíkari öfl en finnast í Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og meðal liberalista í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Meðal annars hvað varðar afstöðuna til NATO og ESB. Skemmst er að minnast klofinnar af- stöðu sænskra jafnaðarmanna til Evr- ópusambandsins og klofinnar afstöðu danskra jafnaðarmanna til aukins sam- mna Evrópuríkjanna 1993. Sá ágrein- ingur er enn uppi og kemur skýrt fram við undirbúning Dana fyrir ríkjaráð- stefnuna 1996. Þrátt fyrir ágreining starfar flokksfólk saman um þau mál- efni sem full samstaða er um eins og velferðarkerfið. Það leyfir sér hins vegar, eins og gert er í góðum hjóna- böndum að deila, meðal annars um gmndvallarmál eins og Evrópumálin en án þess að til skilnaðar komi. Til að lægja öldurnar eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna í Svíþjóð tóku til dæmis sænskir jafnaðarmenn sér góðan tíma til innri sátta og heilunar. Sú sátt birt- ist meðal annars í uppstillingum flokksins til Evrópuþingsins. Þar rað- ast hlið við hlið andstæðingar og stuðningsmenn aðildar. Af þessum og öðmm viðlíka fordæmum verðum við íslenskir jafnaðarmenn að læra. Það verður ekki gert nema jafnaðarmenn taki upp nýja hætti í samskiptum og tileinki sér að leysa deilumál með sama hætti og við gemm hvert og eitt í mannlegum samskiptum. Hverfa verður frá valdbeitingu, hroka, popul- isma og virðingarleysi yfir til þess sem ef til vill má kalla hina taplausu aðferð. Hún getur, ef við viljum, skil- að jafnaðarmönnum til meiri áhrifa á nýrri öld en það er forsenda þess að hér haldi áfram að þroskast velferðar- samfélag í anda jafnaðarstefnunnar. Höfundur er lögfræðingur r Ijólaboðunum var skegg- raett um skrýtnar deilur prests og organista í Lang- holtskirkju. Enginn botnar í um hvað séra Flóki Krist- insson og Jón Stefánsson eru að rífast, ef frá er talin fullyrðing organistans um að klerkurinn hafi neitað aðtaka fram í auglýsingu að Ólöf Kolbrún Harðardóttir, eig- inkona Jóns, myndi syngja einsöng með kórnum. Mönnum verður líka tíðrætt um viðbrögð Ólafs Skúla- sonar biskups, og þykir hann hafa tekið rifrildið full nærri sér. Biskup segir að deilurnar í Langholtskirkju séu áfall fyrir kristni í land- inu, og talar um þær í sömu mund og snjóflóðin ægilegu á Flateyri og Súðavík. Mönn- um þykir það ekki mjög smekklegt, en til marks um að biskup er orðinn mæddur mjög á sífelldgm uppákom- um innan þjóðkirkjunnar... Bókaútgefendur eru yfir- leitt fremur borubrattir enda virðist jólavertíðin hafa lukkast sæmilega hjá þeim. Mál og menning og Vaka- Helgafell eru ótvíræðir sigur- vegarar flóðsins. Ólafur Ragnarsson í Vöku gaf út þónokkrar metsölubækur: Milli vonar og ótta eftir Þór Whitehead, Maríu eftir Ing- ólf Margeirsson, Ekkert ad þakka eftir Guðrúnu Helga- dóttur og endurminningar Ástu Sigurbrandsdóttur. Þá seldist skáldsaga Frid- riks Erlingssonar drjúgt og ýmsir settu nýja útgáfu af lausu máli Steins Steinarr í jólapakka. Mál og menning getur státað af tveimur sölu- hæstu skáldsögunum, eftir Björn Th. Björnsson og Steinunni Sigurðardóttur og fleiri titlar seldust vel á þeim bæ. Óvæntasta met- sölubókin var hinsvegar Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus. Útgefandi þeirrar bókar er hinn knái Hallur Hallsson fyrrum fréttamaður... Uppreisnarmaður Fram- sóknar á Vestfjörðum, Pétur Bjarnason, var ekki langt frá því að komast á þing í vor, enda hlaut Vest- fjarðalisti hans ágættfylgi. Ekki virðist allur vindur úr Vestfjarðalistanum, nú fyrir jól kom út á hans vegum veglegt jólablað þarsem margir leggja hönd á plog. Gunnlaugur Sigmunds- son þingmaður Framsóknar í kjördæminu á áreiðanlega eftir að heyra meira frá Pétri... Bandormar í kýrmaga. fimm á förnum vegi Hver er maður ársins að þínu mati? Eva Jóhannsdóttir mynd- listarmaður: Björk Guð- mundsdóttir verðskuldar þann tiiil. Stefán Thorarensen fram- kvæmdastjóri: Vigdís Finn- bogadóltir. Bryndís Hólm blaðamað- ur: Hjálparsveitimar eiga þann titil skilið fyrir framgöngu í snjóflóðunum. íris María Stefánsdóttir nemi: Vigdís Finnbogadóttir. Þóra Helgadóttir nemi: Björk Guðmundsdóttir. Hún er svo góð kmdkynning. v i t i m e n n Við lenduni öll í því að semja af okkur. Jeanne Calment, 120 ára, við Francois Raffrey. Þau gerðu samping fyrir 30 árum um að hann myndi eignast íbúð Calments að henni látinni, gegn því að greiða henni ákveðna upphæð á mánuði. Raffrey lést í síðustu viku, 77 ára gam- all, og hafði þá borgað þrefallt andvirði eignar- innar. Mogginn í gær. Reynt er að selja aumingja Halldór Ásgrímsson einsog dömu- bindi eða bleiu; því fylgir sama öryggiskenndin að kjósa Halldór og nota Always Ultra. Vigfús Geirdal í blaðinu Dynjandi, málgagni Vestfjarðalistans. Eg vorkenni fólki sem drekkur ekki. Þegar það vaknar um morguninn á því ekki eftir að líða betur þann daginn. Hinn eini sanni Dean Martin. Hann lést á mánudaginn. Mogginn. Ég þekkti hann ekki þegar ég giftist honum. Ég skildi við hann 23 árum síðar og var enn engu nær um hann. Jeanne Bigger, önnur eiginkona Deans Martins. Mogginn. Ingibjörg [Pálmadóttir] vandist því meðan hún var hjúkrunarkona að taka brosandi við skipunum frá læknum. Hún brosir enn og heldur áfram að taka við skipunum frá þeim. Helgarpósturinn valdi heilbrigðisráðherrann sem einn af mönnum ársins. Við getum ekki treyst því, að heils milljarðs ríkisábyrgð í tcngslum við Hvalfjarðagöngin sé lokaáhætta skattgreiðenda vegna þeirra. Ekki fremur en við gátum treyst formanni Spalar fyrir tveimur árum, þegar hann fullyrti, að ríkið þyrfti hvergi að koma nærri. Jónas Kristjánsson ritstjóri í forystugrein DV í gær. fréttaskot úr fortíð Grímuball í Sing-Sing Fyrir nokkru var haldið mikið grímu- ball í Sing-Sing, og er það í fyrsta skifti í sögu fangelsisins. Fangamir saumuðu sjálfir alla grímubúningana. Lögreglan hélt strangan vörð við allar dyr. Hún óttaðist ekki svo mjög að neinn af fongunum myndi reyna að stinga af. Hún þurfti aðallega að verja dymar fyrir forvitnum áhorfendum, sem langaði til að sjá ballið. Sunnudagsblaö Alþýðublaðsins 12. mai 1935

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.