Alþýðublaðið - 29.12.1995, Page 4
4
Við áramót:
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
á r a m ó t
FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995
Jafnaðarstefnan er praktísk nauðsyn
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar
í SAMTÖLUM Sjú En Lais og Kissin-
gers fyrir opnun Kína spurði Kissinger
viðmælanda sinn sem hafði menntast um
skeið í Frakklandi, hvemig hann mæti áhrif
ffönsku byltingarinnar? Eg held það sé of
snemmt að dæma um það - var svarið.
Það kemur ekki á óvart að mandarínar
miðríkisins hugsi í öldum. En að öllum lík-
indum hefði Sjú ekki gefið rússnesku bylt-
ingunni velvild vafans með sama hætú.
Rússneska bylúngin, sem er reyndar ár-
inu yngri en Alþýðuflokkurinn, er trúlega
eitthvert skelfilegasta slys sem korrúð hefur
fyrir mannkynið. Arftakar Leníns komu að
vísu Gagarín út í geiminn, en á jörðu niðri
skyldu þeir eftir sig sviðna jörð. Þriðjungur
þjóðarframleiðslunnar fór í vígbúnað, þótt
þjóðin gæú ekki brauðfætt sig. Tugir millj-
óna týndu lífinu sem fórnarlömb ógnar-
stjómarinnar. Þeir sem lifðu af löptu dauð-
ann úr skel í þessu landi allsnægtanna. Það
þurfti gáfumenn á Vesturlöndum til að trúa
því, að þetta hervædda alræðisríki væri sér-
stakur boðberi friðar og framfara - reyndar
fyrirmynd þess sem koma skyldi.
Að lokum hmndi þetta tröllaukna her-
veldi undan eigin þunga. Það má einnig
orða það svo að það hafi verið sett í úreld-
ingu. Ráðstjómarríkin voru hin endanlega
sönnun þess að lögregluríki, sem sviptir
þegna sína frelsi til orðs og athafna - af
ótta við sannleikann - fer sjálfu sér að
voða. Það dagar uppi fyrir skímu þekking-
arinnar eins og tröllin í þjóðsögunum.
Þegar þrotabúið var gert upp blasti við
umhverfisslys svo hrikalegt, að verstu eim-
yrjusvæði Rússlands em eins og helvíti á
jörðu og þjóðartekjur á mann í risaveldinu
reyndust vera svipaðar og í þróunarrfki.
„Við munum grafa ykkur“ - sagði
Krushchev. Sér grefur gröf þótt grafi.
Leiðtogar Vesturlanda vilja gjaman láta
þakka sér, að ófreskjan var að velli lögð.
Það er bara karlagrobb. Hún fyrirfór sér.
Bush Bandaríkjaforseti hélt fræga ræðu í
Kief í Úkraínu þar sem hann bað menn í
guðanna bænum að halda Sovétríkjunum
saman - í þágu heimsfriðar. Baker, utan-
ríkisráðherra hans, flutú Mílosevich, stríðs-
herra Serba, sama boðskapinn í Belgrad.
Hvorugur þessara leiðtoga Vesturlanda
virtist skilja, hvaðan á þá stóð veðrið.
Frægt er, að Bush Bandaríkjaforseti fór í
fylu, þegar frumkvæði íslendinga að viður-
kenningu á sjálfstæði Eystrarsaltsríkjanna,
knúði á um afstöðu. Hann taldi Eystrasalts-
þjóðimar vera að gera vini sínum Gorbas-
hov grikk, og spurði á blaðamannafundi:
.Jivaða máli skiptir ísland?"
Þjóðir Austur-Evrópu og Eystrasalts-
landa biðu ekki lausnarans, heldur leystu
sig sjálfar. Fólkið reis upp þegar það fann á
sjálfú sér að kverkatök ofbeldisseggjanna
vom að linast. Það hristi af sér hlekkina.
Og er nú að bytja upp á nýtt að byggja upp
mannsæmandi þjóðfélag, eftir að hafa lent í
ræningjahöndum og nánast tapað af tuttug-
ustu öldinni. Þess vegna vefst það eðlilega
fyrir mörgum að skilja, að daginn sem ég
skrifa þessi orð er Lech Walensa að af-
henda fyrrverandi kommúnista völdin í
Póllandi, eftir að kommúnistar sigmðu
hann í lýðræðislegum kosningum.
Og um daginn náði gamli kommúnista-
flokkurinn í Rússlandi, í bandalagi við
þjóðemisfasista, meirihluta á rússneska
þinginu. Spumingin um það, hvort þeir ná
aftur völdum í Rússlandi ræðst í forseta-
kosningum um mitt næsta ár. Þar með hafa
fyrrverandi kommúnistar, að vísu undir
nýjum nöfnum - oftar en ekki kenna þeir
sig við lýðræðisjafnaðarstefhu - unnið lýð-
ræðislegar kosningar, í fyrsta sinn í sög-
unni. Og endurheimt völd um alla Mið- og
Austur-Evrópu, ýmist einir eða í samstarfi
við aðra, nema í Tékklandi og Eistlandi.
Það sem er eftirtektarvert er að þetta er ekld
valdarán heldur niðurstaða lýðræðislegra
kosninga. Og annað: Það er alrangt að
draga þá ályktun af þessum staðreyndum
að þar með sé lýðræðislegum umbótum
lokið; að byltingin hafi aftur etið bömin
sín. Eða að vofa kommúnistmans hafi ver-
ið vakin upp á ný.
Að vísu verður að hafa stóran fyrirvara á
um framtfð Rússlands. En kjami málsins,
að því er varðar Austur-Evrópu og Eystra-
saltsríkin er sá, að þetta er niðurstaða lýð-
rœðislegra kosninga. Með öðmm orðum
lýðræðið virkar, hvort sem mönnum líkar
niðurstaðan betur eða verr. Allir þessir
fyrrverandi kommúnistaflokkar, sem nú
kenna sig við „social-democracy” eða lýð-
ræðisjafhaðarstefhu, eiga eitt sameiginlegt:
Þeir vilja allir koma á markaðskerfi og
ganga í Evrópusambandið og NATO. Og
em þar með lengra komnir í endurhæfing-
unni en vorir frónsku allaballar. Skyldi
ekki Júh'usi Martov, leiðtoga rússneskra
mensévika eða jafnaðarmanna á tímum
rússnesku byltingarinnar, sem Lenín lét
síðar taka af lífi, vera skemmt í gröfinni?
Þessi kaldhæðni sögunnar minnir mig á
samtöl nokkurra forystumanna norrænna
jafnaðarmanna á ráðstefnu í Finnlandi árið
1992. Umræðuefnið var lýðræðisbyltingin
í Austur-Evrópu. Hin nýja heimsmynd
(The New World Order) sem einhver
ræðuskrifara Bush hafði gert að fjölmiðl-
aklisju og var þá tískuorð dagsins. Sam-
kvæmt kenningunni átti almenningur í
Austur-Evrópu að hafa hafnað „sósíal-
isma” og tekið fagnandi á móti „kapítal-
ismanum” (markaðskerfinu). Náttúrlega
átti þetta að gerast undir formerkjum lýð-
ræðis, þingræðis, Ijölflokkakerfis og réttar-
ríkis. En höfuðáherslan var ævinlega á það
lögð að markaðskerfið hefði sigrað.
Þáverandi framkvæmdastjóri sænska
jafnaðarmannaflokksins lýsti áhyggjum
sínum af þessu. Hann hafði nýlega átt við-
töl við starfsbræður sína þýska. Þeim bar
saman um að hægri flokkum í Evrópu
hefði tekist að snúa lýðræðisbyltingunni í
Austur-Evrópu sér í hag, í baráttunni um
atkvæðin. Fall Sovétríkjanna hefði komið
óorði á „sósíalismann". ÖIl orð sem byij-
uðu á „sósfal“ væm nú strikuð út úr orða-
bókinni. Áhersla jafnaðarmanna á félags-
Iega samhjálp og samábyrgð væri úr tísku.
Nú væri það hnefaréttur markaðsaflanna
einn sem gilti. Þeir þóttust finna það í
skoðanakönnunum að sósíaldemókratar í
Þýskalandi - og meira segja líka í Svíþjóð
- ættu af þessum sökum undir högg að
sækja.
Eg bað þessa menn að líta sér ögn nær
áður en þeir lýstu þungum áhyggjum sín-
um af framsókn „hægri aflanna" í Austur-
Evrópu. Við skyldum líta í eigin barm -
rifja upp okkar eigin sögu. Jafnaðarmanna-
hreyfingin væri sögulega séð andsvar fá-
tœks fólks við þeim ójöfnuði og misrétti,
sem hlytist af framrás óbeislaðra markaðs-
krafta í þjóðfélögum, sem voru að fara í
gegnum iðnbyltingu. Hin sögulegi munur á
kommúnistum annars vegar og jafnaðar-
mönnum hins vegar væri sá, að kommún-
istar hefðu tekið markaðsöflin úr sambandi
og uppskorið hungursneyð; jafnaðarmenn
hefðu virkjað markaðskraftana til þess að
framleiða lífsgæðin á sem hagkvæmastan
hátt, en beitt lýðrœðinu til þess að jafna
tekju- og eignaskiptinguna eftirá, í nafni fé-
lagslegrar samhjálpar. Því að maðurinn lifir
ekki á einu saman brauði.
Markaðurinn væri bara tœki til að ná
mikilvægum markmiðum á efnahagssvið-
inu. Ójöfnuðurinn sem hlytist af óbeisluðu
markaðskerfi væri hins vegar slíkur, að
hann ytði aldrei þolaður, þar sem fólk nyti
lýðræðislegra mannréttinda. Okkar hreyf-
ing væri þessi mannréttindahreyfing. Hún
hefði sannað gildi sitt í 100 ár. Samanburð-
urinn á Rússlandi kommúnismans í meira
en 70 ár og fyrirmyndairíkinu Svíþjóð eftir
hálfa öld undir stjóm jafnaðaimanna, sann-
aði það svo að ekki þyrfti frekar vitnanna
við. Við þyrftum því ekki að hafa áhyggjur
af því að jafriaðarstefnan mundi ekki rísa á
ný í Austur-Evrópu.
Ég bætti við að reyndar hefðu forystu-
menn sumra sósíaldemókrataflokka, eink-
um þýska flokksins, gert sig seka um of ná-
ið og gagnrýnilaust samneyti við no-
menklatúru valdhafanna í austri, en van-
rækt um of stuðning við hreyfingar andófs-
manna. Það hefðu verið mistök sem menn
reyndu að réttlæta í nafni Ostpolitik - frið-
arstefnu Brandts. En engu að síður mistök,
sem menn hlytu að gjalda fyrir og reyna að
læraaf.
Þjóðir Austur-Eviópu eru nú að upplifa
þjóðfélagsbyltingu sem að mörgu leyti er
sambærileg við iðnbyltinguna í Evrópu og
Ameríku á síðustu öld og ftam á þessa. Það
er upp úr þeirri byltingu sem jafnaðar-
mannaflokkar Evrópu eru sprotmir, sem
mannréttindahreyfing fólks í baráttu v/ð
ofurvald auðs, sem safnast hafði á fáar
hendur; og í baráttu fyrir mannréttindum
fátæks fólks, sem beitti að lokum samtaka-
mætti sínum og lýðræðislegum réttindum
til þess að jafna kjörin og gefa öllum
mönnum, án tillits til efnahags og þjóðfé-
lagsstöðu, tœkifœri til að lifa mannsæm-
andi lífi.
Það er þetta sem nú er að gerast í Aust-
ur-Evrópu, að vísu með miklu meiri hraða
en við höfum sögulega reynslu fyrir. Lýð-
urinn sem flykktist úr sveitunum til að
manna iðjuver stórborganna í Evrópu var
örsnauður og réttlaus í þjóðfélaginu. Al-
menningur í Austur-Evrópu vissi hvað
hann átti, í fátækt en öryggi, á bak við
fangelsismúra lögregluríkisins. En hann
vissi ekki hvað hann hreppti í miskunnar-
lausu öryggisleysi samkeppninnar, þar sem
hinir veiku era miskunnarlaust troðnir und-
ir (baráttu allra gegn öllum um að hremma
hin nýju tækifæri til auðssköpunar. Það
sem almenningur þar hefur upplifað er
óðaverðbólga„ gengishrun og fjöldaat-
vinnuleysi á sama tíma og hinir nýríku
hreykja sér í bílífi, meðan almenningur lep-
urdauðann úrskel.
Varsjá árið 1994 kemur manni fyrir
sjónir eins og sú mynd sem sagnfræðingar
draga upp af Chicago á áttunda áratug ní-
tjándu aldar. Nýríkir bófar berast á til þess
að sanna tötralýðnum yfirburði sína. Það
eina sem vantar er herskari örsnauðra inn-
flytjenda, sem reyndar gerði Chicago að
næststærstu borg Pólverja á eftir Varsjá.
Moskva veturinn 1993 minnti mig á hvaða
stórborg sem væri í löndum „þriðja heims-
ins”.
Urmull gamalla kvenna, tötrum klæddra
í vetrarhörkunum, að selja vegfarendum
seinasta búsáhaldið sitt til að eiga fyrir mat,
á sama tíma og nýríkir mafíósar geystust
framhjá á glæsivögnuin, með vopnaða líf-
verði fram í, til að njóta lífsins í nýjasta
næturklúbbnum eða spilavítinu.
Hvar sérðu ekki þessa sömu sjón í
megaborgum þróunarlandanna? Nefndu
þær: Mexícó City, Ríó, Sanghai, Kalkútta.
En að þetta hafi verið höfuðborg heims-
veldis - því skyldi enginn trúa. Það er fyrir
þetta fólk sem jafnaðarstefnan er til. Þess
vegna munu jafnaðarmannaflokkar rísa
upp tvíefldir í Austur-Evrópu, í nafni sam-
ábyrgðar hinna snauðu, gegn þeim ójöfn-
uði og því réttleysi sem verður hlutskipú
þeirra ella í þjóðfélagi sem lætur stjómast
af gróðasjónarmiðinu einu saman. Jafnað-
arstefnan er nefnilega praktísk nauðsyn.
Væri hún ekki tíl, yrðum við að finna hana
upp.
2.
SVIÞJOÐ hefúr löngum verið nefnd til
sögunnar sem fyrirmyndarriki jafnaðar-
stefnunnar. Svíþjóð er háþróað iðnríki. Sví-
ar búa við þroskað og kröfuhart lýðræði.
Efnahagsstarfssemin lýtur lögmálum mark-
aðarins. En ríkið heimtar mikið í sinn hlut
og ver þeim fjármunum til að jafna kjörin
og tryggja öllum, frá vöggu til grafar fé-
lagslegt öryggi við Lágmarksafkomu. Það
era engir betlarar í höfuðborg sænska vel-
ferðarríkisins og Wallenbergarnir flíka
ekki auðæfum sínum og þurfa enga lífverði
á Grand Hotel.
En þetta var ekki alltaf svona. Eins og
aðrar Norðurlandaþjóðir voru Svíar fátæk
þjóð fram á þessa öld. Þeir snauðustu forð-
uðu sér til fyrirheitna landsins, Ameríku, í
lok seinustu aldar, eins og reyndar gerðist
meðal allra Norðurlandaþjóða.
Svíar voru á seinni skipunum í iðnbylt-
ingunni. En ný tækni gerði þeim að lokum
kleift að nýta ríkulegar auðlindir. Sænska
stálið varð frægt; sænskur málmiðnaður
varð öflugur á heimsvísu; skipasmíðar,
bílaframleiðsla, hergögn, skógarhögg,
timbur og pappír. Svíar eignuðust snemma
stórfyriitæki sem framleiddu úl útflutnings,
og áttu líf sitt undir fríverslunarkjöram á
heimsmörkuðum. Hlutleysisstefna, studd
öflugum landvörnum, hélt þeim utan við
borgarastyrjaldir Evrópubúa. Þannig auðg-
uðust Svíar - en auðnum var líka jafnar
skipt en víðast hvar annars staðar á byggðu
bóli. Hugmyndafræði sænskra jafnaðar-
manna um „þjóðarfjölskylduna" bar glæsi-
legan árangur.
Sænski jafnaðarmannaflokkurinn er
meira en aldargamall, þótt hann hafi aðeins
ráðið ríkjum í Svíþjóð í rúmlega hálfa öld.
Rætur hans era hinar sömu og annarra jafn-
aðarmannaflokka. Hann var stofnaður af
fátæku fólki sem mannréttindahreyfing úl
að bregðast við höiku og miskunnarleysi
iðnbyltingarinnar - frumkapítalismans.
Flokkurinn og verkalýðshreyfingin er eitt
og hið sama. Við þekkjum baráttumálin úr
okkar eigin sögu: Viðurkenning á rétti
verkalýðshreyfingarinnar til að semja um
verð vinnuaflsins. Stytting vinnutíma og
aðbúnaður og öryggi á vinnustöðum. Al-
mannaúyggingar til að leysa neyð þeirra,
sem ekki gátu séð sér og sínum farborða,
sakir sjúkdóma, öroiku eða elli. Almennur
og jafn kosningaréttur án úllits til kynferð-
is, eigna eða þjóðfélagsstöðu. Ókeypis
skólaganga. Ókeypis heilbrigðisþjónusta.
Félagslegt átak f húsnæðismálum. At-
vinnuleysistryggingar. Jöfn tækifæri allra
til þess að þioska hæfileika sína, hver eftir
sinni getu. Félagsleg samhjálp - .yolidarit-
ef'.
Þetta er sænska velferðarríkið. Svíar
vora í fararbroddi við að byggja upp sitt
velferðaiþjóðfélag. Þeir vora ríkari en aðr-
ir. Þeir vora bemr skipulagðir. Þeir viitust
gera flesta hluti betur en aðrir. En aðrir
fylgdu í fótspor þeirra, enda litu margir til
þeirra sem fyrirmyndar. Þeir virtust hafa
leyst flest þau vandamál, sem fylgt hafa
mannskepnunni frá upphafi og kenna má
við fáfræði, fátækt og ófrelsi. Aðrar Norð-
urlandaþjóðir fylgdu í humátt á eftir
Svíum. Breski verkamannaflokkurinn lagði
homstein að velferðairíki Breta með Bea-
veridge-áætluninni í lok stríðsins. Þeir
sóttu margar af sínum hugmyndum til
Svía. Það gerðu líka fleiri meginlandsþjóð-
ir í Evrópu. Þrátt fyrir allan þann mun sem
er að finna á efnahagsstyrk og sögulegum
hefðum aðildarríkja ESB er nú svo komið
að Evrópusambandið er, þrátt fyrir allan
sinn ófullkomnleika, orðið að hinu Evr-
ópska velferðarríki.
Svfar voru brautryðjendumir. Nú knýja
hundrað milljónir Austur-Evrópubúa dyra
hjá Evrópusambandinu og vilja ttyggja sér
frið og velsceld innan veggja þess.
Það er ólíku saman að jafna þeim ár-
angri sem sænskir jafnaðarmenn hafa náð á
hálfri öld eða hinni skilyrðislausu uppgjöf,
sem varð hlutskipú rússneskra kommúnista
efúr sjötíu ára verkstjóm við verstu þjóðfé-
lagstilraun sögunnar. Stundum hefur verið
haft í flimtingum að gæfumunurinn hafi
ráðist með fárra atkvæða mun á flokks-
þingi sænskra sósíaldemókrata árið 1931.
Þá var kosið milli þess hvort sænskir .sósí-
aldemókratar skyldu fara markaðsleiðina
eða þjóðnýtingarleiðina. Hvort nauðsyn-
legt væri að þjóðnýta helstu framleiðslu-
tækin, til þess að tryggja félagslegt réttlæti
og jöfnuð; eða hvort efhahagsh'fið ætú að
lúta lögmálum markaðarins, en stjómvöld
ættu að einbeita sér að jöfnun tekjuskipt-
ingarinnar gegnum skatta- og velferðar-
þjónustuna eftirá. Seinni leiðin varð ofaná,
með fárra atkvæða mun. Þar með var hafin
sú þjóðfélagsúlraun sem kenna má við sí-
gilda jafnaðarstefnu. Kommúnistar tóku
markaðsöflin úr sambandi og enduðu sem
bónbjargarmenn.
HIÐ NORRÆNA velferðarríki er sem
ilmandi rós í fögram aldingarði hjá því ill-
gresi sem spratt upp af skami kommúnism-
ans. En á stund sigursins skyldu menn gæta
lítillætis. Kaldhæðni sögunnar kann sér
engin takmörk. Og stund sigursins er
mörgum upphafið að endalokunum. Hið
norræna (evrópska) velferðarríki er í
kreppu. Á því leikur enginn vafi. Það er
hins vegar ekki illkynja meinsemd. eins og
krabbamein kommúnismans. En það er
meinsemd engu að síður og þarfnast upp-
skurðar úl þess að meinið grafi ekki um sig
og sýki allan vefinn.
Hvað er að? Um það ber mönnum ekki
saman. Stundum minna svörin á ræður her-
foringjanna hjá NATO. Þeir sögðu að
NATO væri fórnarlamb eigin árangurs.
NATO hefði tryggt frið í Evrópu í hálfa
öld og þess vegna fyndist mörgum sem
NATO hefði engu hlutverki að gegna
framar. Þetta er röksemdafærslan: Enginn
veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Eins
segja sumir: Velferðarríkið hefur náð svo
miklum árangri við að útrýma aldagömlum
fylgikvillum mannkynsins: Fátækt, skorti
og öryggisleysi að skjólstæðingar þess taka
þessi gæði orðið sem gefinn hlut og skilja
ekki að fyrir þeim þurfi að hafa. Þetta er
kenningin um að velferðarríkið ofdekri
fólk svo (eins og þau dýr merkurinnar sem
alast upp í dýragörðum) að þau verði ófær
um að sjá sér farborða í hinum harða heimi
samkeppninnar (frumskóginum). Þessu
fylgir siðfeiðileg ádeila um það að velferð-
arríkið hafi leyst einstaklinginn undan
ábyrgð á sjálfum sér og sínum og þar með
gert einstaklinginn óhæfan til að gegna
skyldum sínum í lífsbaráttunni. Önnur og
þriðja kynslóð velferðarríkisins (afkom-
endur þess fátæka fólks sem skóp það af
neyð sinni) þekki aðeins orðið rétúndi - en
hafi fyrir löngu týnt hugtökunum skylda,
ábyrgð úr oiðabók sinni (eins og hinn gáf-
aði páfi í Róm minnir okkur á daglega í
boðskap sinum).
Venjulegir hagfræðingar hætta sér
sjaldnast út á svo heimspekilegar brauúr.
Þeir svara sömu spumingum með annars
konar úlvísunum. En kannski ber báða að
sama branni. Á borðinu fyrir framan mig
eru tvö rit eftir fyrrverandi fjámiálaráð-
herra Olofs Palmes og síðar Ingvars
Carlssonar. Sá heiúr Kjell-OIof Feldt og
kallar aðra bók sína: Radda velfárdsstaden!
- Björgum velfeiðairíkinu.
Hann segir einfaldlega að Svíar hafi
keyrt út af hraðbraut velferðarríkisins og
þurfi nú að ná sér inn á þjóðvegi Evrópu á
ný. Hvað meinar hann? Að iðnríkið Sví-
þjóð sé ekki lengur samkeppnisfœrt á
heimsmörkuðunum. Að velferðarríkið sé
orðið svo þungt á fóðram, að atvinnulífið -
veiðmætasköpunin - rísi ekki lengur undir
þvf. Hann færir rök fyrir því að Svíþjóð
hafi verið að afiðnvœðast síðast liðin tutt-
ugu ár. Fyrirtækin flýja land undan skött-
um og ofurháum launatengdum gjöldum,
sem eiga að standa undir velferðaiþjónust-
unni. Sænsk fyrirtæki hafi verið hætt að
Ijárfesta í Sviþjóð. Að 80% af fjárfesúng-
um sænskra fyrirtækja hafi verið í Evrópu-
sambandinu, Ameríku og Asíulöndum. Að
Svíþjóð sé ekki lengur lífvænlegt umhverfi
fyrir fyrirtæki, sem þurfa að standast harða
samkeppni á heimsmörkuðum. Að fjórði
hver Svíi sé í veikindaforföllum daglega,
enda hafi hann fengið veikindadagpeninga
senda heim samdægurs; (Að á sama tíma
séu 0,2 Japanir veikir). f fáum orðum sagt:
Að Svíar hafi ekki lengur efni á allri þess-
ari velferð. Að útlendingar - kaupendur
sænskrar vöru og þjónustu - vilji ekki
borga fyrir hana. Svíar hafa brugðist við
hingað úl með því að fella gengið, taka lán
og safna skuldum, til að borga fyrir vel-
ferðina. Þeir vora að enda í skuldafangelsi
- eins og ítalir!
Svíar sinntu ekki viðvöranarmerkjunum
sem byijuðu að blikka fyrir um það bil 20
áram síðan. Að lokum gerðu þeir sér grein
fyrir því að þeir vora ekki einir um þennan
vanda; að hann var samþjóðlegur með evr-
ópska velferðarríkinu og reyndar flestum
þróuðum iðnríkjum samtímans. Alþjóðleg
vandamál kalla á alþjóðlegar lausnir. Þess
vegna ákváðu Svíar að ganga í Evrópu-
sambandið. Vandamálin voru orðin of stór
fyrir þjóðríkið eitt og sér að ráða við; eða
þjóðríkið of lítið til að ráða við hin stóra
vandamál.
Þetta er sérstakt vandamál fyrir jafnaðar-
menn, byggingarmeistara velferðarríkisins.
Aðalsmerki þeirra hefur ævinlega verið
raunsæi; þótt þeir finni til í hjartanu hafa
þeir notað höfuðið úl að hugsa með því.
Það er þess vegna sem sænska velferðar-
ríkið skilaði jafn ffábæram árangri og raun
ber vitni í hálfa öld, á sama ú'ma og komm-
únistar, sem beittu valdi í stað hugsunar,
sátu uppi með tóman disk. Og einmitt þetta
er eitthvert erfiðasta verkefni sem lýðræð-
isleg íjöldahreyfing, mannréttindahreyfing,
getur staðið ffamrni fyrir í lýðræðis- þjóð-
félagi: Að þurfa að taka til baka réttindi,
sem fólk hefur alist upp við að taka sem
sjálfsögðum hlut - svo sjálfsögðum, að það
þurfi jafnvel ekki að vinna fyrir þeim. Við
þekkjum þetta, þótt í smáu sé, íslendingar:
Að þurfa að taka upp þjónustugjöld í heil-
brigðiskerfinu; að hinir heilbrigðu, sem
þurfa tímabundið á læknisþjónustu að
halda, þurfi að taka þátt í kostnaðinum; að
nýjustu og dýrastu lyfin séu ekki ókeypis;
að 6 vikna sumarleyfi á fullum launum sé
of langt. Að fjarvistir frá vinnu, á fullum
launum, séu ekki sjálfsögð mannréttindi
heldur hyskni og ábyrgðarleysi. Og þannig
áffam ad nauseam.
Sænskir hægrimenn, undir forystu Carls
Bildts þóttust sjálfkjömir til þess að taka á
þessum vandamálum, en reyndust ekki
hafa til þess nægan styrk í þjóðfélaginu.
Öfugt við meinta skoðanabræður sína hér á
landi gerðu þeir sér þó grein fyrir því, að
frumskilyrði þess að Svíar gætu náð sér á
strik, væri full aðild þeirra að Evrópusam-
bandinu. Svi'ar yrðu ekki aðeins að hafa
skilyrðislausan aðgang að helstu mörkuð-
um sínum. Þeir yrðu að búa við nákvæm-
legasömu samkeppnisreglur. Þeir yrðu líka
' að hafa áhrif þar sem ákvarðanimar eru
teknar, sem skipta sköpum fyrir framtíð
þeirra sjálffa.
Jafnaðarmannaflokkurinn klofnaði í því
máli, jrótt forystan fylgdi því heils hugar.
En nú er komið að Jafnaðarmannaflokkn-
um, byggingarmeistarara velferðarríkisins
sænska, að taka á honum stóra sínum. Að
laga þjóðarbúskapinn sænska að hörðum
kröfum heimsmarkaðarins. Að gera Sví-
þjóð samkeppnishæfa á ný. Að kenna yngri
kynslóðum velferðairíkisins á ný þá hörðu
lexíu, að öllum réttindum fylgja skyldur.
En jafnframt að gefa sænsku hugviti og
framtaki tækifæri til að spjara sig í alþjóð-
legri samkeppni.
Til þessa verks hafa sænskir jafnaðar-
menn valið sér nýjan leiðtoga, Göran
Persson. Það er skiljanlegt að hann var
tregur úl þessa leiks. En þegar út í hann er
komið gildir það eitt að duga eða drepast.
Ég óska honum velfarnaðar. Því að nú
reynir á. Alveg eins og sænskir jafnaðar-
menn bragðust rétt við ójöfnuði og réttleysi
sem hlaust af iðnbylúngunni, undir mericj-
um óbeislaðra márkaðskrafta, standajafn-
aðarmenn í Svíþjóð, og um allan heim,
frammi fyrir nýrri ögran: Alþjóðavœðingu
nýrrar tœknibyltingar, sem snýst um við-
skipti og þjónustu fremur en frumfram-
leiðslu; og mun enn auka á ójöfnuðinn inn-
an þjóðfélaga og milli þjóðfélaga á ólílcum
þióunarsúgum, ef ekki er bragðist rétt við.
I þessu er fólginn hinn nýi vandi jafhaðar-
stefnunnar á næstu öld. Reynslan á eftir að
leiða í ljós, hvort jafnaðarmenn hafi vit og
burði til að leysa þau verkefni jafn vel og
þeir leystu þjóðfélagsvanda iðnbyltingar-
innar, sem nú hefur runnið sitt skeið á
enda.
Fyrsta lexían sem jafnaðarmenn þurfa
að læra um hið nýja þjóðfélag er þessi:
Tœki þjóðríkisins, skattar og velferðaiþjón-
usta, úl að jafria kjör fólks heima fyrir, inn-
an landamæra hvers þjóðríkis, duga ekki
lengur. Vaxandi ójöfnuður er alþjóðlegt
vandamál sem kallar á alþjóðlegar lausnir.
Alveg eins og fiskurinn í sjónum spyr
ekki um lögsögu strandríkja, þá spyr meng-
unin ekki um landamæri; fjármagnið er al-
þjóðlegt og leitar sér bólfestu þar sem bestu
kjör bjóðast, án minnsta úllits úl þjóðlegs
uppruna; meira að segja vinnuaflið, sá hluti
þess sem hagnýtir alþjóðlega þekkingu,
spyr ekki lengur um landamæri.
Hinn þióaði heimur stendur nú við upp-
haf nýrrar siðmenningar. Tákn hennar er
tölvan og veraldarvefurinn, ljósleiðarinn og
fjarskipti um gervihnetti. Alveg eins og
plógurinn var tákn akuryrkjusamfélagsins
og færibandið tákn Ijöldaframleiðslu iðn-
aðarsamfélagsins. Hin fjölþjóðlegu fyrir-
tæki eru aflvaki þessarar nýju tæknibylt-
ingar. Um fjórðungur allra heimsviðskipta
fer nú fram innbyrðis milli fjölþjóðlegra
fyrirtækja. Þessi fýrirtæki eru svo fjárhags-
lega sterk að þau era ofjarlar líúlla og með-
alstórra þjóðríkja, hvenær sem á reynir. Al-
þjóðlegir fjárfesúngasjóðir færa úl fjármuni
með rafboðum á tölvuskjám gjaldeyris-
markaða sem eru meiri en nemur gjaldeyr-
isforða tuga smáþjóða. Þjóðríkin valda
ekki lengur verkefnum sínum á mörgum
sviðum, sem áður var á þeiira valdi einna.
Þar á meðal era ekki einungis vamar- og
öryggismál heldur einnig gengi gjaldmiðla,
vaxtasúg og þar með atvinnusúg og sam-