Alþýðublaðið - 29.12.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 29.12.1995, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 „Það er mjög nauðsyniegt að segja satt um Ráðstjórnarríkin", sagði Halidór Laxness, en það sem hann sagði þjóð sinni í Gerska ævintýrinu mun seint flokkast sem sannleikur. f ■ I Gerska ævintýrinu brá Halldór Laxness upp ævintýralegri mynd af Ráðstjórnarríkjum Stalíns. Kolbrún Bergþórsdóttirfjallar um þá mynd og úrfellingar skáldsins í endurútgáfu bókarinnar áratugum síðar Tvær útgáfur Gerska ævintýrsins Fyrir skömmu ritaði Þorleifur Frið- riksson sagnfræðingur tvær greinar í Morgunblaðið um ferðir Halldórs Laxness til Sovétríkjanna á fjórða ára- tugnum. Þar afsakar hann skrif skálds- ins um Sovétríki Stalíns með því að skáldið hafi viljað trúa á sælurfldð og viljað það svo heitt að trúin hafi borið skynsemina af leið. A einum stað í vöfn sinni segir Þorleifur: „Spumingin er hins vegar hvort rétt sé að álasa hinu hrifnæma skáldi fyrir það sem það skrifaði, fyrir það sem það sá, eða fyrir það sem það dreymdi um, frekar en verkamanninum sem aldrei fór til Rússlands en trúði því að í gerska æv- intýrinu væru stórir draumar að ræt- ast?“ Svar mitt er játandi. Það ber að álasa skáldinu. Bækur þess um Sovét- ríkin eru á þá leið að ekki er annað mögulegt en að fyllast hryggð við lesturinn. Hryggð vegna þess að bæk- umar era verk manns sem átti að hafa nægilega skarpskyggni og sjálfstæði til að forðast blekkinguna í stað þess að gefa sig hugmyndafræði hennar á vald. Það sem er óþægilegast við skrif skáldsins er hin óbeislaða, öfgafulla hrifning sem hristir af sér alla skyn- semi og gefur dómgreind og rökhugs- un ekki svigrúm. Afraksturinn eru tvær bækur, í Austurvegi og Gerska ævintýrið, sem báðar byggja á gmnd- vallarmisskilningi sem skáldið virðist hafa leiðst út í fullkomlega sjálfviljugt og án þess nokkm sinni að staldra við og horfa í kringum sig. í þessum verk- um gerði skáldið trú sína opinbera á prenti, fullyrti að hún væri sannleikur og prédikaði yfir verkamanninum og öðmm sem aldrei fóm til Rússlands. Fjölœargir urðu til að taka við erind- inu, leiddir í trú súia af mönnum eins og Laxness, sem vom fullir af eld- móði og sannfæringu og sögðust vera handhafar sannleikans. Eða eins og skáldið, Halldór Laxness sagði í Gerska ævintýrinu: „Það er mjög nauðsynlegt að segja satt um Ráð- stjómarríkin, einkum og sérílagi í hópi sósíalista og þegar talað er fyrir verka- mönnum". „Fangelsisdyrnar hafa verið opnaðar" Og hver var svo sannleikurinn sem skáldið boðaði sósíalistum og verka- mönnum um Sovétríkin? Hann var æði ævintýralegur, enda var flest með óvenjulegum blæ í hinu fyrirheitna landi. Látum skáldið fyrst leiða okkur inn í hin vísindalegu reknu barna- heimili Sovétríkjanna, en svo segist Nafn hans mun verða nefnt í lotn- ingu og aðdáun meðan starfandi hönd hrærist á jörðinni, sagði Lax- ness um Lenin í frumútgáfu Gerska ævintýrsins, en treysti sér ekki tit endurbirta orðin í endurútgáfu bókarinnar. því frá í bók sinni í Austurvegi: „Allt líf þessara htlu greya var sam- ið að óbrigðulum venjum; vaninn verður þeirra besti vinur. Þau em öll látin sofna jafn snemma á kvöldi og vakna á sömu stund að momi. Á dag- inn sofa þau öll á sömu mínútu og sofa jafn leingi... Það er einkennilegt að í vísindalegu reknu bamaheimili heyrist minni grátur en í fjölskyldu þar sem tvö smáböm em í heimili... Ég spurði hvort þau vöknuðu ekki á næt- umar til að orga, en var sagt að það þektist ekki. Þeim er aldrei komið uppá þann vana. Þau sofa í einum dúr!“ Vart þarf að taka fram að þetta ung- viði, sem virðist í öllu atferli sínu taka öðm ungviði fram, er fætt á ffamfara- tfmurn fimm ára áætlunar Stalfns. Allt er nú sem orðið nýtt. Eðli ungbama er þar ekki undanskilið. Og skáldið held- ur áfram að vitna og nú í Gerska æv- intýrinu. í ljósi sögunnar gætu orðin um kommúnistaflokk Sovétríkjanna ekki verið neyðarlegri: „Hlutverk þessa flokks er að hjúkra, að ala upp og vemda hinar bamslegu þjóðir Áusturvegar, og leiða þær smám saman fram á við til hins stétt- lausa, samvirka þjóðskipulags, sem hlýtur að vera undirstaða hins full- komnasta lýðræðis". Sjálfur Stalín hefði ekki orðað þetta betur. Og enn heldur skáldið áfram og færist í aukana ef eitthvað er: „Nú hafa þessar þjóðir verið vaktar til nýs lífs, fangelsisdymar hafa verið opnaðar. Heimurinn stendur þeim o(>- inn með öllum þeim verðmætum sem hann hefur að bjóða; galdurinn er að kunna að þiggja, skilja að maður er firjáls. Hvflíkt happ að Lenín skyldi hafa elskað þá og gefið þeim hetatmn! Og þvflíkt lán að Stalín skuli halda uppi merki Lemris á sömu braut". Alkunna er hversu mikið lán það reyndist! Á svipuðum tíma og Halldór Lax- ness opinberaði íslendingum mann- kærleika þeirra félaga Lemris og Sta- líns voru fjölmargir rithöfundar og menntamenn heims á hröðu undan- haldi frá stuðningi við Sovétríki Sta- líns. Nægir að nefna menn á borð við André Breton, George Orwell og Art- hur Koestler. Þar var einnig franski rithöfundurinn André Gide. Líkt og Laxness hafði hann kynni af kaþólsku og kommúnisma, en ólíkt Laxness var hann ekki reiðubúinn til að fallast á að gera ætti hugmyndafræði að lögmáli sem bæri að tilbiðja. Gide ávann sér reiði kommúnista þegar hann um miðjan fjórða áratuginn, eftir ferðir til Sovétríkjanna, sendi frá sér rit og greinar þar sem hann var vægast sagt mjög gagnrýninn í garð Sovétstjómar- innar. í Gerska ævintýrinu vandaði Laxness þessum skáldbróður sínum ekki kveðjumar, sagði hann vera fyrir löngu kominn norður og niður sem rit- höfund og vera nú eftirlæti borgara- stéttarinnar og auðvaldsins. Laxness sagði bækur Gide um Sovétríkin vera „tvö hamingjusnauð níðrif'. Hann gaf þeim síðan umsögn, sem tíminn hefur leitt í ljós að eiga mun betur við um bækur hans sjálfs, í Austurvegi og Gerska ævintýrið: „... bækur hans em rángar í grundvallaratriðum, skoðana- hátturinn villandi, sjónarmiðið skakf‘. Breytingar í endurútgáfu Hvað gerir rithöfundur sem horfist í augu við endurútgáfu á verki sem er í grundvallaratriðum rangt, hefur vill- andi skoðanahátt og lýsir skökku sjón- armiði? Hann gerir á því breytingar. Þegar Gerska ævintýrið kom út í annað sinn, árið 1983, ritaði Laxness formála að bókinni þar sem kemur fram að hann hafi yfirfarið textann. Látið er að því liggja að þær breyting- ar sem gerðar vom á textanum hafi nær eingöngu verið stflffæðilegar. Við athugun kemur þó annað á daginn. Breytingar beindust ekki einungis að því að snyrta stílinn, heldur vom fyrri skoðanir og sjónarmið milduð. Skáld- ið breytti orðalagi djarflega eða felldi úr heilu setningamar. Hér er ekki rúm til að nefna allar þær fjölmörgu breyt- ingar, heldur verður stiklað á stóm. Þegar skáldið skrifaði Gerska ævin- týrið hafði það lagt öfgafullan átrúnað á menn, í raun sett þá á guðastall. Ekkert hóf var á tilbeiðslunni sem raunar var beinlínis eins og óskráð lög í Sovétríkjunum. En skáldið kaus að trúa af frjálsum og fusum vilja. Hér er ein lofmllan um Lenín:..... Verk Leníns er eitthvert einstæðasta afreksverk veraldarsögunnar, trú hans á mannkynið hefur gert okkur ríka, hann hefur gefið rússnesku byltín- gunni ódauðlega sál og nafn hans mun verða nefnt í lotningu og aðdáun með- an starfandi hönd hræristájörðinni". Þeir sem ætla sér að leita uppi þenn- an texta í endurútgáfu Gerska ævin- týrsins finna hann ekki. Höfundinum ofbauð og gat ekki hugsað sér að orð- in stæðu á prenti. Þessi orð um Lemri og alþýðuna er heldur ekkí að finna í endurútgáfu: „Og það var þetta fólk sem Lenín hafði elskað meira en nokkur maður hefur nokkru sinni elskað guðina, þetta fólk sem hann hafði trúað á“. í Gerska ævintýrinu skrifaði Lax- ness um þá félaga Lenín og Stalín líkt og væri hann trúmaður að tilbiðja guði sína. í ftumútgáfu Gerska ævintýrsins segir hann frá því þegar hann situr fund í sæluríki Stalíns, virðir fyrir sér eirlíkneski af Lenín - og sjá!: „Mér

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.