Alþýðublaðið - 03.01.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 03.01.1996, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 ALÞÝÐU BLAÐIÐ 5 ó r n m á I i Jóns ð 5 dega þekktaska rið orðaður við cur sem Adonis 2Ím. ,ar. a n blóði imorðanna? iörg önnur arabísk ; orð. Fá skáld hafa 3ur þurfti að þola í ljóði sínu. Þetta er kilur of vel. Nokkmm vikum eftir auðmýkjandi ósigur Araba í Sex daga stríðinu, birti sýrlenska skáldið Nizar Qabbani (fæddur 1932) kvæðabálkinn Neðan- málsgrein í Bók undanhaldsins. Kvæðið er þrungið sorg og reiði.ofsareiði sem beinist ekki gegn óvininum heldur aröbunum sjálfum, háum sem lág- um. Bálkur Qabbanis var umsvifalaust bannaður af yfirvöldum arabaríkj- anna. En kvæðinu var smyglað inní löndin, Ijölrilaður og lærður utanaf. Neðanmálsgrein í Bók undanhaldsins (viðbrögð við ósigrinum í sex daga stríðinu) 1. Vinir, Hið foma orð er dautt. Hinar fomu bækur em dauðar. Ræða okkar, slitin sem gamlir skósólar, er dauð. Dauðinn er hugarfarið sem kallaði ósigur yfir okkur. 3. Sorgmædda land mitt, á augabragði breyttir þú mér úr skáldi sem orti ástaljóð í skáld sem yrkir með hnífi. 12. Gyðingamir fóm ekki yfir landamærin: Eins og skordýr skriðu þeir gegnum veikleika okkar. Mahmoud Darwish (fæddur 1942) er þekktasta skáld Palestínumanna. Fæddist í Palestínu sem nú heitir fsrael. Darwish birti kvæðið Viðferð- umst eins og annað fólk eftir að landar hans voru neyddir til að yfirgefa Beirút. Kvæðið er sérstök lýsing á þjóð sem á hvergi heima. Jafnframt þóttust menn sjá í því gagnrýni á forustu PLO fyrir skort á hugsjónum og hugmyndafræði. Var það í fyrsta sinn sem palestínskt skáld gagnrýndi for- ystumenn þjóðar sinnar á þennan hátt. Við ferðumst eins og annað fólk Við ferðumst eins og annað fólk, en snúum aldrei til baka. Eins og ferðalög væm í ætt við skýin. Við höfum grafið ástvini okkar undir myrkri skýjanna, milli trjárótanna. Og við sögðum við konumar okkar: haldið áfram næstu aldir að eignast fólk eins og okkur svo við getum lokið þessari ferð - þegar tími lands okkar rennur upp, við þröskuld hins ómögulega. Við ferðumst í vögnum sálma, sofum í tjöldum spámanna og birtumst í tali sígauna. Við mælum vegalengdir með goggi herfuglsins, eða syngjum til að stytta vegalengdir og auka birtu mánans. Leið ykkar er löng; hugsið því um sjö konur til að standa undir þessari löngu leið. Hristið pálmatré fyrir þær til að þekkja nöfn þeirra og vita hver muni verða móðir drengsins frá Galíleu. Við eigum ættjörð úr orðum. Talaðu, talaðu svo ég geti lagt veg minn á stein steina. Við eigum ættjörð úr orðum. Talaðu, talaðu svo við megum vita hvenær ferðinni lýkur. ■ Alþingi hafnaði tillögum félagsmálaráðherra um greiðsluerfiðleikalán Fjallið tók jóðsótt og fædd- ist lítil mús - segir Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður. Rannveig: Framsókn gerð afturreka. „Við afgreiðslu Alþingis á málum varðandi fyrirgreiðslu til fólks í greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðis- mála var félagsmálaráðherra gerður afturreka í félagsmálanefnd með sínar tillögur enda voru þær til þrengingar frá því sem áður var. Þess í stað var stefna Alþýðuflokksins í málinu lög- fest áður en Alþingi fór í jólaleyfi," sagði Rannveig Guðmundsdóttir al- þingismaður og fyrrverandi félags- málaráðherra í samtali við Alþýðu- blaðið. Það vakti athygli hvaða útreið til- lögur Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra varðandi greiðsluerfiðleika- lán fengu í félagsmálanefnd þingsins þegar nefndin fjallaði um þær skömmu fyrir jól. Tillögum ráðherra var í raun alfarið hafnað og gerðar grundvallarbreytingar á þeim sem síð- an voru lögfestar. „Það sem mér finnst blasa við varð- andi húsnæðismálin eru þessi tvö and- lit Framsóknarflokksins, það er að segja fyrir og eftir kosningar. Þeir voru með mjög hástemmdar yfirlýs- ingar á síðasta vetri varðandi húsnæð- ismál og skuldir heimila. Framsóknar- menn höfðu uppi stór orð um nauðsyn þess að koma með víðtækar úrbætur fyrir skuldara og þá sem ættu í hús- næðisbasli. Þá fluttu þeir frumvarp um greiðsluaðlögun sem þeir sögðu vera hægt að lögfesta strax og leysti allan vanda. Það frumvarp hefur hins vegar ekki sést síðan þó að Framsókn hafi nú haft embætti félagsmálaráðherra í m'u mánuði,“ sagði Rannveig. „Framsóknarmenn lofuðu endur- reisn heimilanna og blekktu fólk til fylgis við flokkinn. Mjög margt fólk, sem var hart keyrt trúði hreinlega lof- orðum Framsóknarflokksins um nýjar og óþekktar lausnir. Svo kom loksins frumvarp í desember og ég orðaði það svo í umræðum um það á þingi að fjallið hafi tekið jóðsótt og fæðst lítil mús. Við alþýðuflokksmenn höfðum sett fram hugmyndir um möguleika á að lengja lánstíma húsbréfa til 40 ára. En úrbætur Framsóknar sem áttu að koma til fólks í greiðsluerfiðleikum voru í öllum tilfellum þrengjandi. Það átti að hætta að veita lán frá Byggingasjóði ríkisins en veita lán ífá húsbréfadeild til 15 ára með afföllum og vaxtastigi húsbréfa og flytja þar með fyrir- greiðsluna yfir á markaðsvextina. Þetta þrengdi líka þau úrræði sem stofhunin hafði þar sem hún gat lánað allt niður í þijú til fjögur hundruð þús- und krónur til fimm til fimmtán ára. Yfirleitt var farin sú leið að skuld- breyta lánum fyrir fólk í því kerfi sem fólkið var. En nú átti að flytja þetta allt yfir í húsbréfin en þar er lágmarks- ián 700 þúsund með skuldbindingu um að bréfin væru til 15 ára. Það gat orðið mjög þungt að vera með sjö hundruð til einnar milljón króna lán til 15 ára. Auk þess var þá hætta á því að þeir sem þyrftu minna yrðu þá að taka óþarflega há lán. Einnig fólst í tillög- um félagsmálaráðherra að það ætti að breyta um matsviðmiðun. Það átti ekki lengur að miða við 70 prósent af brunabótamati íbúðar heldur taka upp nýtt skilgreint matsverð og 65 prósent af því,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir. „Þetta hefði þýtt að tekið væri mið af kaupverði húss árið 1990 og ekki mætti fara upp fýrir 65 prósent af því í heildarlánum. Þetta gat þýtt fyrir þá sem búa á landsbyggðinni að þeir ættu enga möguleika á fyrirgreiðslu. Einnig mátti samanlagður vanskilatími og frystitími lána ekki fara yfir fimm ár. Þar gat líka gerst að skuldari sem lent hafði í erfiðum veikindum og færi yfir tvö ár í vanskilum fengi ekki þriggja ára frystingu þótt það væri metið rétt. Þetta voru meginatriði úrræðanna sem loksins komu frá Framsóknar- flokknum og öll til þrengingar frá því sem áður var. Eftir mjög faglega um- fjöllun félagsmálanefndar Alþingis varð niðurstaðan sú að lagt var til grundvallarbreyting á þessari frum- varpsgrein um greiðsluerfiðleikalán og lögfest það fyrirkomulag sem var í gildi í stjórnartíð Alþýðuflokksins. Það er að Húsnæðismálastjóm veitir lánin úr Byggingasjóði ríkisins til allt að 15 ára þannig að svigrúm er til að taka þann lánstíma sem heppilegastur er hverju sinni. Ennfremur er frysting lána heimiluð í þijú ár óháð því fyrir hvaða túna vanskilin eru og að skuld- breyting og frysting geta farið saman. Það sem gerðist er því það að eftir að frumvarp kom loksins frá Framsókn- arflokknum em tillögur hans teknar út af félagsmálanefnd og þær reglur sem áður var unnið eftir og mótaðar af Al- þýðuflokknum lögfestar af Alþingi fyrir jól,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir. Athugasemd menntamála- ráðherra vegna greinar Guð- mundar Andra Thorssonar Heiðraði ritstjóri. Á sínum tíma birtist í Alþýðublað- inu grein eftir Guðmund Andra Thors- son undir fyrirsögninni: Bjöm Bjama- son heiðrar Rushdie. Þessi grein er síðan endurbirt í blaðinu, sem er dag- sett 14,- 17.desember. Ég hef síður en svo ástæðu til að kvarta undan því, sem um mig er sagt í þessari grein. Hins vegar finnst mér gæta mikils misskilnings, þegar höf- undur leggur út af orðum mínum á fundi með menningarmála-ráðhemim Norðurlanda undir lok október sl. á bókamessunni í Gautaborg, þar sem tjáningarfrelsið var til umræðu. Það er fráleitt að líta þannig á, að ég hafi verið á skjön við norræna starfs- bræður mína í þessum pallborðsumr- æðum, þegar rætt var um Salman Rushdie. Öll vomm við sammála, um að beijast fyrir því, að dauðadómi yfir honum yrði aflétt. Ég vakti hins vegar máls á því, að á fundi með Salman Rushdie í London um miðjan mars sl„ sem ég sat, hefði hann sagt, að dauða- dóminum yrði ekki aflétt nema klerka- stjómin færi frá völdum í Teheran og taldi hann það eiga að vera markmið í baráttunni fyrir rétti sínum. Ég velti því fyrir mér, hvort nokkur von væri til þess, að við Norðurlandamenn gæt- um gengið svo langt að krefjast, ýta undir eða standa fyrir valdbeitingu gegn klerkastjóminni. Þótt við gerðum það ekki, ættum við ekki að falla frá því sjónarmiði, að mannréttindi væm algild og fyrir því ættum við að berj- ast. Finnski ráðherrann samsinnti við- horfi mínu varðandi valdbeitinguna og hinn norski tók undir sjónarmiðið um algildi mannréttinda. Umræður um þann þátt hafa verið miklar undanfar- ið, ekki síst vegna samskipta við Kín- veija, en þeir vilja ekki fallast á algild- ið, heldur eigi að skilgreina mannrétt- indi eftir aðstæðum í einstökum lönd- um. Ég bið yður, hr. ritstjóri, að birta þetta bréf mitt til að leiðrétta misskiln- „Það er fráleitt að líta þannig á, að ég hafi verið á skjön við norræna starfsbræður mína í þessum pall- borðsumræðum, þegar rætt var um Salman Rushdie," segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra. ing Guðmundar Andra Thorssonar á afstöðu minni til Salmans Rushdies. Virðingarfyllst, Bjöm Bjarnasun menntamálaráðherra

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.