Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 18. janúar 1996 Stofnað 1919 10. tölublað - 77. árgangur ■ Mikil ólga innan Leikfélags Reykjavíkur. Á stormasömum leikhúsráðsfundi samþykkti meirihlutinn að fela Viðari Eggertssyni sjálfdæmi um starfsmannahald Auðvitað verða mikil átök — segir fulltrúi í leikhús- ráði um yfirvofandi uppsagnir leikara. „Þetta verður náttúrlega allt erf- itt. Auðvitað verða mikil átök, það hlýtur að vera. Hversu mikil þau verða, það leiðir tíminn í ljós. Það er ekki búið að birta nöfn þeirra sem sagt verður upp,“ sagi fulltrúi í leikhúsráði Leikfélags Reykjavík- ur (LR) í samtali við Alþýðublaðið í gær. Mikil ólga er nú meðal starfsmanna LR vegna yfirvofandi uppsagna og fyrr í vikunni voru tveir átakafundir í leikhúsráði þar- sem starfsmannamál voru til um- ræðu. Viðar Eggertsson, nýráðinn leikhússtjóri, hefur boðað breyt- ingar í Borgarleikhúsinu enda hef- ur það verið í djúpum öldudal síð- ustu ár. Atökin í leikhúsráði snerust fyrst og fremst um hvort ráðið ætti að hlutast til um mannaráðningar eða láta Viðari þær alfarið eftir. Viðar mun hafa lagt alla áherslu á að fá skýrt umboð til að móta leikhópinn eftir sínu höfði. Heimildir blaðsins herma að Þorsteinn Gunnarsson leikari, sem á sæti í ráðinu, hafi krafist þess að uppsagnir starfs- manna LR yrðu bornar undir ráðið. Viðmælandi Alþýðublaðsins sagði hinsvegar að „traustur meirihluti“ í ráðinu hefði markað þá stefnu að leikhúsráð ætti ekki að hafa af- skipti af mannaráðningum. „Viðar hlýtur að velja í leikhóp- inn. Hans stefna er að búa til fast- an leikhóp sem vinnur öðruvísi en verið hefur. Leikfélagið hefur ver- ið einsog brautarstöð í sambandi við mannaráðningar. Hann hlýtur að velja fólk í samræmi við sitt verkefnaval, sem er eðlilegt, og hvað hann getur látið reyna á við- komandi listamenn," sagði heim- ildamaður biaðsins. „Auðvitað er slæmt að hafa þessa óvissu í hús- inu, allir vita að það kemur til upp- Viðar: Undirbýr uppstokkun í leikarahópnum. sagna en enginn nema Viðar veit ennþá hverjum verður sagt upp.“ Samkvæmt öðrum heimildum blaðsins verður allstórum hópi leikara sagt upp störfum innan tíð- ar. Uppsagnarfrestur er í flestum tilvikum sex mánuðir og því ekki hægt að bíða lengi fram á vorið vegna undirbúnings fyrir næsta leikár, en þá fagnar LR hundrað ára afmæli. „Væntanlega liggur þetta fyrir hjá Viðari í febrúar, í síðasta lagi í byrjun mars,“ sagði viðmælandi blaðsins. Viðar Eggertsson vildi ekki tjá sig um málið og sömu sögu er að segja af Þorsteini Gunnarssyni. ■ Jón Sigurðsson bankastjóri og fyrrverandi ráðherra Ekki á leið á Bessa- staði Vilji menn sýna öðrum kurteisi þá orða þeirfor- setaframboð. „Mér sýnist það nánast orðið þann- ig að vilji menn sýna öðrum fulla kurteisi þá orða þeir við þá forseta- framboð," sagði Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans, þegar blaðið leitaði til hans og grennslaðist fyrir hvort hann íhug- aði forsetaframboð, en nafn banka- stjórans hefur nokkuð borið á góma í þeirri umræðu. „Sem betur fer á ég vini á Islandi sem hugsa sæmilega vel til mín og það hefur komið fyrir að þeir hafi orð- að framboð. En ég held að það sé æði stór hópur sem það sama gildir um. Sjálfur er ég ekki að íhuga slíkt,“ sagði Jón Sigurðsson. Sem betur fer á ég vini á íslandi sem hugsa sæmilega til mín, segir Jón Sigurösson, sem þrátt fyrir hvatningu vina íhugar ekki forseta- framboð. Lopafánar og gamlar tóftir „Ég leitast frekar að búa til myndlist úr mínum ranni og nota þann efnivið sem stendur mér næst," segir Birgir Andrésson myndlistarmaður sem á laugardag opnar sýningu á Sólon íslandusi. Þetta eru verk sem Birgir sýndi á hinum margfræga Feneyjatvíær- ingi í sumar, en þar var hann fulltrúi íslands; fánar sem eru prjónaðir úr lopa og teikningar af gömlum bæjar- stæðum. Sendiherra Rússlands fjall- ar um nýjustu viðhorfin í heimalandinu Reshetov flytur fyrirlestur Næstkomandi laugardag 20. janúar klukkan 15.00 verður sendiherra Rússlands á íslandi, Júríj Reshetov, gestur félagsins MIR í félagsheimilinu Vatnsstíg 10 og spjallar um málefni sem ofarlega eru á baugi í heimalandi hans. I lok liðins árs var sendiherrann á ferð ásamt fleirum á þeim slóðum Kamtsjatka, þar sem íslensk fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu hafa haslað sér völl og ætlar hann að segja frá ferð sinni þangað og samstarfsverkefnum Islendinga og Rússa þar austur frá. Ræðir hann og almennt um samstarf þjóðanna á sviði atvinnumála og við- skipta. Einnig mun Reshetov sendi- herra fjalla um nýjustu viðhorfin í Rússlandi - í ljósi úrslita þingkosning- anna í desember síðastliðnum og væntanlegar forsetakosningar í júní næstkomandi. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. ■ Össur Skarphédinsson segir að ásakanir heilbrigðisráðherra í sinn garð um „karlrembu" séu til marks um fullkomið rökþrot Friðrik lagði fram tillögumar Áfundi formanna þingflokka með Friðriki Sophussyni og Ingibjörgu Pálmadóttur var það fjármálaráðherra sem kynnti niðurskurðartillögur í „Ég segi það auðvitað ekki út í blá- inn að Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra ráði ferðinni í heilbrigðismálum. Mér finnst athyglisvert á hvað stig Ingibjörg setur umræðuna þegar hana brestur rök. Þá heldur hún því einfald- lega fram að andmælanda hennar gangi það eitt til að niðurlægja hana persónulega og kemur með ásakanir í minn garð um karlrembu. Þetta er átakanlegt dæmi um fullkomið rök- þrot ráðherrans," segir Össur Skarp- héðinsson formaður heilbrigðisnefnd- ar Alþingis. I Alþýðublaðinu í gær þvertók Ingibjörg fyrir að Friðrik Sop- husson réði ferðinni í heilbrigðismál- um og að niðurskurðartillögur væru ættaðar úr ráðuneyti hans. Hún sagði heilbrigðismálum. Ingibjörg Ingibjörg virðist hafa þann eina starfa að koma fram sem blaðafull- trúi Friðriks Sophussonar, segir Össur Skarphéðinsson. hafði ekkerttil málanna að að yfirlýsingar Össurar í þessa veru bæru vott um ,Jcarlrembu“. Össur segist hafa sterk rök fyrir yfirlýsingum sínum um að Ingibjörg ráði litlu en Friðrik sé í raun yfirheil- brigðisráðhena. Hann sagði: „I fjár- lagaumræðunni gerði stjómarandstað- an harða hríð að stjómarliðinu fyrir að hafa ekki tillögur í heilbrigðismálum tilbúnar við aðra umræðu. Forseti Al- þingis átt fund með fonnönnum þing- flokka, heilbrigðisráðherra og fjár- málaráðherra vegna þessarar gagn- rýni. Til málamiðlunar vorú formönn- um þingflokkanna kynntar væntanleg- ar tillögur um niðurskurð í heilbrigðis- málum. Það vildi einfaldlega svo til, að sá sem kynnti tillögumar var ekki leggja. ráðherra málaflokksins - heldur fjár- málaráðherra. Friðrik Sophusson kynnti semsagt tillögumar á fundinum og gerði það af röggsemi. Forseti þingsins spurði svo heilbrigðisráð- herra, hvort hún hefði einhverju við þetta að bæta. Svo var ekki. Tillögur um niðurskurð í heilbrigðismálum vom fyrst kynntar af íjármálaráðherra, enda vom þær samdar í fjármálaráðu- neytinu. Ingibjörg Pálmadóttir virðist hafa þann eina starfa að koma fram sem blaðafulltmi Friðriks Sophusson- ar. Það er illa komið fyrir þeim stjóm- málamanni sem á síðasta kjörtímabili mátti ekki til þess hugsa að hróflað væri við heilbrigðiskerfinu," sagði Össur Skarphéðinsson. Guðmundur Árni Stefánsson um góðæri ríkisstjórnarinnar Kristján Árnason formannsfram- bjóðandi í Dagsbrún Kolbrún Bergþórsdóttir um gömul skriftamál Þorgeir Ástvaldsson dregur fram bítlabúninginn Bryndís Hlöðversdóttir um ál og allaballa

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.