Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 AIMDWID 21049. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk „Er þetta ekki bíllinn hans afa?“ I Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Eirík Óskarsson undir fyrir- sögninni ,,Fjölrniðlaslys?“ og hlýtur að vekja starfsfólk fjölmiðla til um- hugsunar. Eiríkur missti föður sinn og sambýliskonu hans í átakanlegu slysi á Suðurlandsvegi 14. október í íyrra. Ökumaður annars bfls, sem var á flótta undan lögreglu, lét einnig Kfið. Slysið varð klukkan 18.10 og voru fféttamenn beggja sjónvarpsstöðva komnir á staðinn skömmu síðar. Eiríkur hefur eftir lögreglu að sjónvarpsmenn hafi verið beðnir að sýna ekki myndir af vettvangi þá um kvöldið. Eigi að síður liðu ekki nema 80 mínútur frá slysinu þangað til Stöð 2 birti myndir af slysstað. Fréttastofa Rfldssjónvarpsins virti líka að vettugi tilmæli lögreglunnar. Eiríkur Óskarsson upplýsir að vegna þessara myndbirtinga hafi sjón- varpsskjárinn orðið fyrstur til að flytja ástvinum hinna látnu fréttir af slysinu hörmulega. Dóttir konunnar sem lést hafi hringt í hann eftir frétt Stöðvar 2 og spurt: Er mamma dáin? Eiríkur Óskarsson rekur samtöl sín við fréttastjóra sjónvarpsstöðv- anna vegna málsins. Fréttastjóri Stöðvar 2 hafi sagt að Sjónvarpið „- hefði sýnt miklu verri myndir" og auk þess hefði Stöð 2 upplýsinga- skyldu að gegna gagnvart almenningi vegna þess að Suðurlandsvegi var lokað og umferð beint annað. A fréttastofu Sjónvarps var hinsvegar sagt að ákvörðun um myndbirtingu hafi verið tekin þarsem Stöð 2 hefði þeg- ar sýnt myndir frá slysstað. Allar eru þessar mótbárur vitanlega mark- laus fyrirsláttur. Eiríkur bendir á, að Suðurlandsvegur hafi verið aftur verið opinn umferð þegar fréttatími Stöðvar 2 hófst og því engri upplýs- ingaskyldu að gegna í því efni. Þar fyrir utan gátu starfsmenn fréttustofu Stöðvar 2, ef upplýsingaskyldan var að sliga þá, einfaldlega sagt frá því að slys hefði orðið án þess að sýna myndir af vettvangi. Og fréttastofa Sjónvarpsins hefði auðvitað átt að sjá sóma sinn í því að fylgja ekki Stöð 2 á foraðið. Eiríkur Óskarsson gerir einnig að umtalsefni nýlegan úrskurð Siða- nefndar Blaðamannafélagsins vegna þessa máls. Vegir Siðanefndar eru að sönnu órannsakanlegir: Hún komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri athugavert við fréttaflutning af slysinu. Flestir aðrir munu hinsveg- ar sammála um að fréttaflutningurinn hafi verið yfirgengilega siðlaus og lágkúrulegur. Eða hvað segja menn um þessi orð Eirflcs Óskarssonar: „Þegar ég nú horfi til baka og skoða þessa fréttamennsku finnst mér að ég og fjölskylda mín, og einnig lögreglan, hafi því miður verið fómar- lömb í samkeppni fréttastofa sjónvarpsstöðvanna, um að vera fyrstir með myndir af vettvangi og afleiðingin var til dæmis að 9 ára gamalt bam kallaði: Er þetta ekki bfllinn hans afa? Og fólk sá bifreið foreldra sinna í umferðarslysi og þetta og þetta marga látna.“ „Upplýsingaskyldu“ fjölmiðla em takmörk sett. Það er ekki í verka- hring fjölmiðla að færa fólki fréttir í beinni útsendingu af andláti ást- vina. s A asnaeyrunum Góðærið til launafólks Um það er ekki blöðum að fletta, að kreppan er að baki í íslensku efnahags- og atvinnulífi eftir rúm- lega sjö ára mögur ár. Og þegar á heildina er litið er hægt að fullyrða að stjómvöldum og raunar íslending- um öllum hafi tekist vei upp í þessari erfiðu vamarbaráttu. Á þessu sjö ára tímabili var verðbólgu náð niður í viðunandi stærðargráðu, vextir lækk- uðu umtalsvert, það tókst að koma þokkalegum böndum á ríkisútgjöld og festa hefur verið í efnahagslífi þjóðarinnar. Atvinnulífinu var forð- að frá kolisteypum og hornsteinar velferðarkerfisins standa á traustum gmnni f aðalatriðum var líka horfið frá fyrri stefnu íslenskra stjómvalda sem byggðist á þeirri von að „þetta myndi reddast einhvernveginn" og enginn vissi þá í raun hvað morgun- dagurinn bæri í skauti sér. Sú tíð er sem betur fer að baki og fyrirhyggj- Háborðið | an og skynsemin voru leiddar til öndvegis í íslenskri pólitík. Alþýðu- flokkurinn var við stjórn landsins öll þessi erfiðu ár. Fékk oft og tíðum ómældar skammimar, enda ekki allt- af til vinsælda failið að takast á við stjórn landsmála þegar á móti blæs. Hins vegar hygg ég að flestir viður- kenni innst inni að skynsamlega hafi verið á málum tekið þessi árin, þótt vissulega megi um einstakar aðgerð- ir deila. Betri tíð En þetta tímabil samdráttar hefur að sönnu reynt á þolrifin. fslenskt launafólk hefur orðið að bera þungar byrðar. Þetta hefur verið ákaflega erfiðir tímar hjá íslenskum heimil- um. Það sækir nú eðlilega sinn rétt- mæta hlut, þegar góðærið er gengið í garð og úr meiru er að spila í ís- lensku þjóðarbúi. Á tímum samdrátt- arins var allt kapp á að halda at- vinnuvegunum gangandi til að forða stórfelldu atvinnuleysi og í því skyni var létt skattaálögum á fyrirtækjum. Nú er hins vegar tími launafólks runninn upp. Launamenn hafa fært fórnir - hafa staðið við sinn hluta þjóðarsáttarinnar og eiga nú að upp- skera. Ekki verður þó séð, að stefna nú- verandi ríkisstjómar taki mið af því. Fyrir kosningamar í apríl varaði Al- þýðuflokkurinn mjög alvarlega við afleiðingum þess að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur rynnu saman í eina sæng að kosningunum afloknum. Þau aðvörunarorð komu þó fyrir lítið því þessir flokkar hlutu um það bil 65% atkvæða og rugluðu saman reitum og mynduðu nýja rík- isstjóm. Reynslan af helmingaskipta- ríkisstjórnum íhalds og framsóknar er vond. Samstarf þessara tveggja flokka kallar fram verstu hliðar hvors þeirra um sig - sérhyggjuna, íhaldssemina, hagsmunagæsluna. Og Vika er langur tími í pólitík, en tíminn er líka afstæður þegar stjórnmál eru annars vegar. Klukk- an tifar. Apríl árið 1999 mun renna upp. Þá verða þingkosningar. Þá spyrjum við að leikslokum. það er engin tilviljun að réttmætt heiti ríkisstjóma þessara flokka er helmingaskiptastjórnir. Það þarf í raun ekki annað en rifja upp tvær þær síðustu af þessari tegund til að rökstyðja og sýna fram á réttmæti þessara fullyrðinga. Enginn launa- maður gleymir helmingaskiptaríkis- stjóminni í 974-1978 sem réðst að ís- lensku launafólki með fádæma of- forsi og fékk lfka einkunn kjósenda í samræmi við það í hinum frægu kosningum 1978 þegar félagshyggju- flokkamir, Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið, unnu sína stærstu sigra. Og ekki var árangurinn gæfu- legri í samstjóm þessara sömu flokka 1983-1987, sem lét reka á reiðanum og gafst hreinlega upp í glímunni við verðbólguna með hroðalegum afleið- ingum fyrir íslensku heimilin. Skuldasöfnun ríkissjóðs var gífur- iega og ekki síður söfnuðu íslensku heimilin skuldum sem þau eru enn þann dag í dag að berjast við. í sama farveg Og alit bendir til þess að Davíð og Halldór fari í sömu sporin og fyrir- rennarar þeirra - eðli framsóknar/- íhalds breytist ekki þótt nýir foringj- ar fari fyrir liðinu. Þótt þessi ríkis- stjórn hafi verið einkar aðgerðalítil og stefna hennar óljós í mörgu, þá hefur hún þegar sýnt sitt rétta andlit í nokkrum Íykilmálum. Það er engin tilviljun að ríkisstjómin er nú þegar komin í stríð við samtök launafólks. Það kemur heldur ekki á óvart að hagsmunir heimilanna varðandi lækkun vöruverðs eru fyrir borð bomir þegar úrelt kerfi landbúnaðar- mála sem er einkar fjandsamlegt neytendum er vemdað af stjómvöld- um. Né heldur vekur hún undran hin altæka hagsmunagæsla fyrir kvóta“eigendur“. Þetta er allt í stíl við fyrri reynslu af helmingaskipta- stjómum. Þessi ríkisstjórn hefur drjúgan þingmeirihluta og mun að öllum lík- indum sitja út kjörtímabilið. Þær gera það venjulegast þessar helm- ingaskiptastjórnir. Sitja meðan sætt er. Hins vegar mun að óbreyttu fara eins fyrir þessari hægri stjóm og hin- um fyrri - hún fær falleinkunn hjá kjósendum í kosningum í lok kjör- tímabilsins . Að standa vaktina Alþýðuflokkurinn mun veita þess- ari rfldsstjórn strangt aðhald og vill taka saman höndum við samtök launafólks og aðra þá er vilja auka veg félagshyggjunnar og þar með jöfnuðar í íslensku samfélagi. Þetta verða væntanlega löng fjögur ár - erfið ár fyrir launafólk þar til árið 1999 rennur upp og íslenskum kjós- endum gefst kostur á því að koma stjórninni frá og kalla til verka þá stjórnmálamenn og - flokka sem kunna og geta og iáta hagsmuni fólksins í landinu ráða ferð - en ekki sérhagsmuni hinna fáu. Við jafnaðarmenn erum vanir því að vera í vörninni. Nú munum jtví standa vaktina og sækja á íhaldsöflin í stjómarráðinu og verja kjör fólksins í landinu, sem allar forsendur era til að megi bæta umtalsvert væri til þess pólitískur vilji valdhafa. Við fslend- ingar eigum góð sóknarfæri., Vjð höfum góða möguleika 4 þvií’lð stækka þjóðarkökuna og einnig að jafna kjör í þessu landi. Því miður er þess ekki að vænta að núverandi stjórnvöld noti þessi tækifæri. Til þess vantar einfaldlega pólitískan vilja. Forgangsröðunin er önnur í stjómarráðinu nú um stundir. Klukkan tifar En það styttir upp um síðir. Það vorar að vetri loknum. Það er ekki eftirsóknarvert hlutskipti að vera í stjórnarandstöðu. Það gefur hins vegar Alþýðuflokksmönnum kær- komið tækifæri til að hlaða batteríin, undirbúa sig undir næstu stórsókn, næstu kosningar, næsta sigur. Þolin- mæði þrautir vinnur allar. Við kratar eigum að halda ró okkar og vinna skipulega og markvisst að okkar málum á næstu misserum og við munum uppskera í samræmi við það. Jafnaðarmenn verða að standa saman og vera reiðbúnir til að taka við stjómartaumunum eigi síðar en eftir þrjú og hálft ár hálft ár. Vika er lang- ur tími í pólitík, en tíminn er líka af- stæður þegar stjórnmál eru annars vegar. Klukkan tifar. Aprfl árið 1999 mun renna upp. Þá verða þingkosn- ingar. Þá spyrjum við að leikslokum. Höfundur er alþingismaður og varaformaður Alþýðuflokksins. Oddur Ólafsson ritstjómarfulltrúi Tímans skrifar pistil í blað sitt í gær þarsem hann segir að Davíð Oddsson dragi sjálfstæðismenn á asnaeyr- unum með því taka ekki af skarið og tilkynna hvort hann ætlar í forseta- framboð. Jafnframt segir Oddur að framsóknarmenn muni varla „una því að bíða landsfundar Sjálfstæðisflokksins til að fá fréttir af því hvort hafa eigi hausavíxl á ríkisstjóminni samhhða því að nýtt forystulið verði kosið til að leiða íhaldið til sólbjartrar framtíðar." Þessi orð sýna glöggt að óvissan um fyrirætlanir Davíðs veldur ekki einasta titringi innan Sjálfstæðisflokksins, heldur er maddama Fram- sókn orðin uggandi um framtíð þess hjónabands sem stofnað var til um páskahelgina í fyrra. í Alþýðublaðinu í gær var haft eftir þingmanni Sjálfstæðisflokksins að Davíð muni nota tækifærið á miðstjómarfundi flokksins á morgun til að skýra frá áformum sínum. Jafnframt er getum að því leitt að Davíð muni ekki gefa kost á sér að þessu sinni, en drösla Steingrími Hermannssyni f framboð gegn því að hann sitji aðeins eitt kjörtímabil. Vitanlega er óljóst hvort hrossakaup af þessu tagi eiga sér nú stað bakvið tjöldin. Hitt dylst engum að þögn Davíðs er að verða þrúgandi fyrir báða ríkisstjómarflokkana, og vandséð hvað forsætisráð- herra gengur til. ■ E a a t a 1 18. j a n ú a r Atburðir dagsins 1911 Flugvél lendir um borð í skipi í fyrsta skipti. 1930 Hótel Borg tók til starfa. 1943 Rauði herinn týfur 890 daga umsátur Þjóðverja um Leníngrad. 1969 Leigubíistjóri myrtur í Reykja- vík. Málið var aidrei upplýst. 1977 82 farast í lestarslysi í Ástralíu. 1991 Lögreglan í Bandaríkjunum handtekur fjór- tánhundruð manns sem mót- mæla hemaði gegn frak. Afmælisbörn dagsins Emmanuei Chabrier 1841, franskur tónsmiður. Oliver Hardy 1892, bandarískur leik- ari, annar helmingur Laurel og Hardy. Cary Grant 1904, breskur leikari og kvennagull. Danny Kaye 1913, bandarísk- ur leikari og skemmtikraffur. Annálsbrot dagsins Voru þá fangaðir 18 þjófar eð- ur ránsmenn fyrir vestan á Staðaröxl í einum hellir. Höfðu þeir rænt konum og píkum, týj- um, vopnum og öðru fé, og báru í hellirinn. Voru allir hengdir, utan einn sveinn, 18 vetra: þeir höfðu hvatt hann til að leggja saman við sig. Vatnsfjarðarannáll elsti 1453. Málsháttur dagsins Jafnan vinnur fólskur maður fyrsta leik. Réttindi dagsins Indland er enn fangelsi, en yfir- fangavörðurinn leyfir föngun- um að kjósa embættismenn, er annast rekstur fangelsisins. Mahatma Gandhi, 1869-1948, eftir setningu nýrrar stjórnarskrár Ind- lands. Röksemd dagsins Óspakur mælti: „Far þú eigi til Álfur,“ segir hann, „þú hefur haus þunnan en eg hefi öxi þunga.'1 Eyrbyggja saga. Orð dagsins Hafir þú um kyrrlcítt kveld kysst og faðmað svanna, verður lilýtt við arineld endurminninganna. Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli. Skák dagsins Nú skoðum við skák sem tefld var í Stokkhólmi fyrir fjórum árum. Backelin hefur hvítt og á leik gegn D. Cramling. Svart- ur var að leika illa af sér, Dd8- d4; ætlaði að knýja fram drottningakaup en var í staðinn gersigraður í einu vetfangi. ...... •» « d « >8 h '¥ •I i * á á Á * * á W n » . •A A a A 1 > fí _»_____i Hvítur leikur og vinnur. 1. Hxg6! Cramling gafst upp. Samanber: 1. ... Dxe4 2. Bg7+ Kxh7 3. Hh6+ Kg8 4. Hh8 mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.