Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 s k o ð a n Rétt skal vera rétt Athugasemd frá Bryndísi Hlöðversdóttur í Alþýðublaðinu í fyrradag þriðjudag 16. janúar, er dágóður hluti blaðsins helgaður málefnum Alþýðubandalagsins. Baksíðan er undirlögð og vakin sérstök athygli á málinu á forsíðu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem blaðið dregur Al- þýðubandalagið fram í dagsljósið og síst skal kvarta undan þeirri um- fjöllun. En baksíðan á þriðjudaginn var því miður þannig úr garði gerð að undir því verður ekki setið þegj- andi. Þeir ágætu blaðamenn sem gerðu samantektina ollu undirrit- aðri miklum vonbrigðum og það hlýtur annað tveggja að vera, að þeir tali gegn betri vitund eða hafi hreinlega látið plata sig. Það hefur svo sem komið fyrir besta fólk og verður fyrirgefið, en þar sem undir- rituð er á meðal þeirra sem um er fjallað verður hér drepið á nokkr- um atriðum í umfjöllun blaðsins. Það mætti gera fjölmargar at- hugasemdir við frásögnina, en það sem fyrst og fremst hvetur til svara eru rangfærslur í tengslum við af- greiðslu hins svokallaða álmáls og um aðkomu einstakra þingmanna Alþýðubandalagsins að því máli. f grein Alþýðublaðsins segir: „Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum voru hinsvegar allir þingmenn flokksins reiðubúnir að sitja hjá við afgreiðslu málsins - nema Olafur Ragnar Grímssson." Og síðar segir: „Það eru nýjar upplýsingar að Margrét og aðrir þingmenn sem greiddu stækkuninni atkvæði hafi verið reiðubúin til hjásetu, að Olafi Ragnari undanskildum". Hverjir sem heimildamenn blaðsins hafa verið í þessu máli, þá er eru þeir ekki áreiðanlegir, því hér er farið með rangar fullyrðing- ar. Margrét og aðrir þingmenn svara fyrir sig hafi þeir á því áhuga en það kom aldrei til greina af minni hálfu að sitja hjá við af- greiðslu álmálsins. Eg studdi samn- inginn frá upphafi og gerði grein fyrir atkvæði mínu við aðra um- ræðu málsins. Hvikaði ég aldrei frá því sjónarmiði, enda fjarri lagi að það sé veikleiki fyrir flokk þótt þingmenn hafi mismunandi afstöðu til einstaka mála. Fólki eru gerðar upp skoðanir í þessari umfjöllun og það er slæmt. Þannig vinnubrögð eru ekki til sóma og þeim tilmælum er hér með beint til höfunda greinarinnar að vanda sig betur næst. Bryndís Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins. Aths. ritstj. Heimildamaður um átök í þing- flokki Alþýðubandalagsins vegna afstöðu til álmálsins var einn af þingmönnum flokksins, einsog fram kom í fréttaskýringu Alþýðu- blaðsins. Ekki virtist ástæða til að efast um að viðkomandi þingmaður skýrði rétt frá, enda mátti þing- manninum - sem óskaði trúnaðar - vera fullljóst að blaðið myndi birta frásögn hans. Því er það fyrst og fremst athugunarefni fyrir alþýðu- bandalagsmenn hvaða hag þing- menn flokksins sjá sér í því að dreifa ósönnum fullyrðingum. Alltjent rennir þetta mál stoðum undir þá meginniðurstöðu frétta- skýringar blaðsins að ekki sé allt með felldu í þingflokki Alþýðu- bandalagsins. Skírlífi kaþólskra klerka Háskólabíó: Prestur Aðalleikandi: Linus Roache ★★★ „En svo ég minnist á það, sem þér hafið ritað um, þá er það gott fyrir mann að snerta ekki konu,“ reit Páll í fyrra Korintubréfinu, 7, 1-2. Vitna þessi orð um, að hinir fyrstu kristnu söfnuðir hafi sótt margt liðsmanna og ýmis viðhorf til sértrúarsafnaða Gyð- inga svo sem essea, sem eins konar heimsafneitun iðkuðu og hreinsun eig- in hugarfars. Að breyttu breytanda, mun sú arfleifð, ásamt öðru, hafa hnigið að upptöku ókvæni klerka inn- an kirkjunnar. - Þrátt fyrir fyrra Róm- verjabréfið mun sá möguleiki ekki hafa hvarflað að kirkjufeðrunum, að prestar tækju saman í samkynhneigð - enda væri það ekki líka fráhvarf frá skírlífi? Þessi vel gerða og vel leikna breska kvikmynd fjallar um þetta „vanda- mál“. Ungur kaþólskur prestur, skyldurækinn, góðviljaður, sem fram leggur sig í störfum sínum, fellir hug til ungs samkynhneigðs manns og leggur lag sitt við hann. Er hann tíma- bundið (?) sviptur prestsstarfi. Har. Jóh. Lausum hala íAfríku? Bíóborg: Ace Ventura: IMáttúran kallar Aðalleikendur: Jim Carrey, __________lan McNeice____________ ★★★ Uppsnuðrari týndra gæludýra, „Ace Ventura" er kvaddur til Afríku. Ætt- flokkur hefur glatað vemdardýri sínu og tákni, hvítri leðurblöku. Nema leð- urblakan finnist getur ekki orðið af giftingu elstu dóttur ættarhöfðingjans. Slíkt „heitrof" gæti leitt til hinna hörmulegustu vandræða. Mikið er þannig í húl'i. - Þótt hitinn í Afríku virðist stíga „Ace Ventura" til höfuðs, þannig að stundum virðist ekki vita í hvom fótinn skuli stigið, höndlar hann leðurblökuna að lokum og kemur upp um svikahrappa. - Öðrum fremur mun mynd þessi ætluð stráklingum 10-19 ára gömlum. Og viðtökur henn- ar í Bandaríkjunum sýna að Jim Carr- ey á dálæti þeirra sem fyrr. Har. Jóh. Ut og suður Það er með ólíkindum að Davíð Oddsson skuli ekki greina þá möguleika sem við eigum með smáríkjum Evrópu til að hafa öflug áhrif á þró- un og skipan framtíðarinnar. Eftir nokkurt hlé sér íbúi kjallarans ástæðu til að setja nokkur orð á blað í samræmi við gefið íyrirheit um að láta í ljós skoðun á viðhorfi landsbyggðar- manns til höfuðborgarbúans ásamt ýmsu öðru. Hve dýrlegar eru perlurnar Ekki er verið að hugsa um Perluna sem Davíð lét setja ofan á tanka hita- veitunnar í Öskjuhh'ð, sjálfum sér sem minnismerki og Reykjavík til prýði heldur er átt við náttúruperlur höfúð- borgarinnar. Það sem fyrst kemur í hugann er að græn svæði borgarinnar eru að verða skemmtilegri með hverju árinu sem líður og fslendingum verður æ ljósari nauðsyn þess að allt þéttbýli þarf á fallegum útivistarsvæðum að halda. Unnt er að eyða dögum í skoðun á svæðum í borginni og í næsta ná- grenni hennar. Ahrifamesta svæðið er Heiðmörkin með endalaus tilbrigði náttúrunnar með samspili við smekk- legan árangur mannshandar í formi fallegra gróðurreita, göngustíga, þægi- legra rjóðra, og vel merktra göngu- leiða með leiðbeiningum. Næst er til að taka frábært útivistar- svæði sem er Elliðaárdalur með gönguleiðum við hæfi hvers og eins, hvort sem áhugi er fyrir stuttum skokktúrum á þægilegum stígum á sléttu landi eða ef vilji er fyrir þrek- þjálfun í ásum og brekkum; allt þetta er til staðar. Skógarstígar eru notaleg- ir, með opnum svæðum þar sem unnt er að fylgjast með endalausum straumi bifreiða eftir æðakerfi borgarinnar án þess að heyra umferðarniðinn eða finna mengunina af þessum þarfasta þjóni fslendingsins. Ef óskað er langra göngutúra er gönguleiðin frá Elliðaár- vatni, niður dalinn í Fossvog, yfir göngubrú yfir Kringlumýrarbraut og alla leið að náttúruperlum Seltjamar- ness, sú leið sem unnt er að komast á auðveldan máta gangandi eða á reið- hjóli og finna fyrir hvort sem óskað er návistar lands - eða sjávargróðurs. Öskjuhlíðin er hluti af perlum borgar- Kjallarabúinn I i 1 innar og þessu til viðbótar má nefna fjölmargt annað svo sem Laugardalinn og umhverfi austurhluta borgarinnar, einnig má nefna Korpúlfstaðarsvæðið, Grafarholtssvæðið, að ógleymdri Við- ey og hafnarsvæðunum sem eru að verða til fyrirmyndar hvað varðar um- gengni og skipulag. Allt gott? Það er því miður ekki svo. Það sem mest ber að óttast fyrir borgarbúann og þéttbýlið er vaxandi mengun frá út- blæstri, rykausturinn frá malbikinu og vaxandi hávaði. Ef borgarbúinn hefur ekki veitt þessu eftirtekt þá má sjá óþverrann á strætisvögnum borgarinn- ar þegar götur em hæfilega blautar og varla sést í hliðar strætisvagna borgar- innar fyrir tjöru og sótmengun, og einnig þarf ekki annað en að fylgjast með mengunarlaginu sem sest á bfla og bflrúður á þurrum og kyrmrn dög- um í höfuðborginni. A kyrmm dögum er ekki fært um gangstéttar helstu um- ferðargatna vegna mengunar, nægir þar að benda á umhverfi Miklubrautar að stærstum hluta. Jaf naðarmaðurinn! Hvaða erindi á svona hugleiðing inn í greinarskrif í umbóta og áminn- ingablað Alþýðuflokksmanna? Svarið er auðvitað að ekkert er jafnaðarmanni óviðkomandi, hvort sem það lýtur að harðri pólitík hversdagsins, framtíðar- sýn næstu ára eða lífsskilyrða næstu kynslóða. Spurning sem hinsvegar vakir í huga Kjallarabúans er hvers- vegna næst ekki sá árangur á fslandi að jafnaðarmannahreyfingin sé stærsta pólitíska hreyfingin í landinu. Því er örðugt að svara en er þó helst að leita skýringa í aðskilnaðinum við Alþýðu- sambandið sem aldrei hefði átt að verða. Pólitísk áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar ættu að vera í gegnum hug- sjónastefnu jafnaðarmanna og styrkur og áhrif á stjómun landsins og á af- komu þegnanna væri þannig eðlileg í gegnum velferðarkerfið íslenska sem ber öll merki íslenskra jafnaðarmanna frá upphafi. Öflugasti áhrifavaldur í íslenskri pólitík er Alþýðuflokkurinn sem ávallt hefur, í gegnum sterka leiðtoga og öfl- uga bakvarðasveit, haldið vöku sinni með raunsærri framtíðarsýn og stefnu- mörkun þrátt fyrir að hafa ekki náð eðlilegri hlutdeild sem að mínu mati ætti að vera um 40-45% fylgi. Al- þýðuflokkurinn hefur alltaf verið frumkvöðull nýrra hugmynda og haft þannig áhrif á þjóðfélagsþróunina. Þeir sem vilja rnuna vita að opnun þjóðfélagsins og frjálsari viðskipta- hættir eru verk Alþýðuflokksins og vitna ég þar til áhrifa flokksins í hinni títtnefndu viðreisnarstjórn og áhrif- anna sem eru að verða lýðum ljós vegna EES-samningsins sem er verk Jóns Baldvins Hannibalssonar og Al- þýðuflokksins. Það er sérkennilegt að heyra nú forystumenn ríkisstjómarinn- ar lýsa því yfir aftur og aftur að sá samningur sé svo vel gerður að hann dugi til framtíðar fyrir samskipti okkar við Evrópuþjóðimar. Báðir flokkamir sem nú em í stjóm vom á móti EES- samningnum þó sjálfstæðismenn hafi í krafti öflugra raka Alþýðuflokksins við stjórnarmyndun samþykkt gerð hans. Nú standa mál þannig að forsætis- ráðherra landsins er fyrirmunað að tjá sig opinberlega um nauðsyn þess að láta reyna á samninga um aðild Is- lands að Evrópusainbandinu. Það er hart til þess að vita að forystumaður íslensku þjóðarinnar hefur ekki kjark eða hugsun til þess að láta fara fram málefnalega umræðu og skoðun á kostum og göllum aðildar fyrir ísland. Það er með ólfldndum að Davíð Odds- son skuli ekki greina þá möguleika sem við eigum með smáríkjum Evr- ópu til að hafa öflug áhrif á þróun og skipan framtíðarinnar. Sjálfstæði Islensku þjóðarinnar felst í þeim áhrifum sem við getum haft á framtíð okkar með samskiptum við nágrannaþjóðir okkar. An aðildar að Evrópusambandinu erum við áhrifa- lausir og verðum að þiggja þá mola sem til okkar hrökkva, þær ákvarðanir sem teknar eru á þeim vettvangi geta haft meiri áhrif á afkomumöguleika íslendinga en þær ákvarðanir sem teknar af innlendum stjómvöldum. ■ Lagasafn 1995 Lagasafn 1995 sem hefur að geyma gildandi lög miðað við 1. október 1995 kemur út 19. þ.m. Dreifingu til bóksala og stofnana ríkis og sveitarfélaga annast Ríkiskaup, Borgartúni 7. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 17. janúar 1996

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.