Alþýðublaðið - 18.01.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 18.01.1996, Page 3
FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 3 s k o ð a n i r Ja, hérna! En hvernig eigum við kæru félagar, nema við stöndum saman allir sem einn, að opna augu þeirra sem öllu ráða fyrir því, að hærri laun til verkafólks fara aftur út í þjóðfélagið og skapa vaxandi velmegun sem þýðir: Aukna atvinnu og almennari ánægju stærri þjóðarinnar í landinu, sem er hinn venjulegi verkamaður og verkakona. Það rekur marga í rogastans, þegar þeir heyra hvað núverandi varafor- maður Dagsbrúnar og, að eigin dómi sjálfkjörinn verðandi formaður, er fullviss um eigið ágæti og síns lista. Stríðsletrið I ------y-y—------------B .i Kristján Árnason Maður sem rekur í vörðurnar þegar hann er spurður í fjölmiðlum um stefnuskrá A-listans, en reynir að láta líta svo út sem B-listi „Ný Dagsbrún" hafi enga stefnuskrá. Þvílík firra! B- listinn var með nærri fullbúna stefnu- skrá áður en þessi „ágæti“ maður hafði einu sinni hugmynd um að hann þyrfti að óttast um sæti sitt í forystu- sveit Dagsbrúnar. Hvort sá hinn sami hefur einhvem tíma unnið raunveru- leg verkamannastörf, veit ég ekki, en vona að svo hafi verið því hvernig gétur hann annars sett sig í spor hins þrælandi þjóðfélagsþegns. Það veit nefnilega enginn hvar skórinn kreppir nema sá sem hefur hann á fætinum! Og svo þegar við mættumst í þætti Hauks Hólm í 19:19, er lítið annað sem kemst að, annað en áður er getið og hneykslan hans á leiðara DV mið- vikudaginn 10. janúar, sem er skrifað- ur af hinum virta ritstjóra blaðsins, Jónasi Kristjánssyni, og vill láta siða- nefnd blaðamannafélagsins fjalla um þessi skrif. Já, hver er sannleikanum sárreiðastur! Veit ekki maður sem hef- ur verið í forystuliði stærsta baráttufé- lags verkamanna um áratuga skeið, að það eru aðeins tveir menn sem hafa þorað að tjá sig opinberlega um, að í þessu landi byggju tvær þjóðir, stað- reynd sem verður æ sannari. Það er að segja: Þeir ríku sem verða ríkari með hverju árinu og við hin sem verðum fátækari með hverju árinu. Annar þessara manna er fráfarandi formaður Dagsbrúnar. Guðmundur J. Guð- mundsson, en hinn, Jónas Kristjáns- son ritstjóri, sem alla tíð hefur af ein- urð þorað að segja skoðun sína um- búðalaust og hvergi hallað sannleikan- um, að því er ég veit og sýnir þessi leiðari berlega hversu Jónas er sjálfum sér samkvæmur. Og eftir að hafa á þennan hátt opinberað afstöðu sína í garð þeirra sem minna mega sín, vill Halldór fá að sitja á eintali allan þátt- inn og móðgast ef ég eða stjómandinn viljum koma einhveiju að. Ja, héma! Brot á fundarsköpum! Þetta fáheyrða atvik minnti mig á mistök í fundarstjóra þessa sama manns í Bíóborginni sem er öllum í fersku minni. Þegar mælendaskrá var orðin mikið meira en full, (þetta átti að vera stuttur fundur) vék síðasti maður af mælendaskrá, (eða var vik- ið) en í stað þess að loka þá mælenda- skrá eins og eðlilegt hefði verið er konu úr stjóm hleypt að með ótrúlegt brot á trúnaði félagsins gagnvart fé- lagsmönnum sínum og ásakanir gegn Sigurði Rúnari; að hann stefni á það eitt að ná í formannssætið í þeim eina tilgangi að nota síðan verkamenn sem stökkpall inn á Alþingi. Hvað er þetta annað en brot á fundarsköpum. Gagnslausir bitlingar! I framhaldi af þessu kom svo yfir- lýsing um hvað fyrri formenn félags- ins hefðu gert í þessu efni. Hvað er hún að segja annað en að forysta Dagsbrúnar hafi einmitt notað verka- menn og aðstöðu sína á þennan hátt, sem var að vísu auðvelt því lög Dags- brúnar hvetja einmitt til þessara hluta og að Dagsbrún eigi fulltrúa í Borgar- stjóm. Einhveiju þarf nú að breyta eft- ir þessu að dæma, því hingað til hafa þetta verið gagnslausir bitlingar eng- um til hagsbóta nema þeim sjálfur. Áralöng kúgum Hvað heldur þetta fólk að við sé- um? Þetta fólk sem hefur haft töglin og hagldimar í hinu virðulega verka- mannafélagi Dagsbrún, heldur það virkilega að verkafólk sé svo heimskt og blint að það sjái ekki hvernig er farið með valdið og stóran hluta þess sjálfs? Ó jú, við erum vitibornar manneskjur og höfum okkar skoðanir, þótt áralöng kúgun og skammarleg laun hafi brotið niður baráttuþrekið að einhveiju leyti og gert það að verkum að allt of fáir þora að andmæla af hræðslu við að missa vinnuna og þurfa að skrimta af atvinnuleysisbót- um sem eru líka til skammar. En hvemig eigum við kæm félagar, nema við stöndum saman allir sem einn, að opna augu þeirra sem öllu ráða fyrir því, að hærri laun til verkafólks fara aftur út í þjóðfélagið og skapa vaxandi velmegun sem þýðir: Aukna atvinnu og almennari ánægju stærri þjóðarinn- ar í landinu, sem er hinn venjulegi verkamaður og verkakona. Þau láta ekki blekkjast þótt formannsefni A- listans skipti yfir í dökka skyrtu og taki af sér bindið. Því það eitt gerir hann ekki að verkamanni! x-B. Ykkar til baráttu. Höfundur er formannsefni B-listans til nýrrar Dagsbrúnar. r IVÍkurfréttum 11. janúar síðastliðinn kemurfram að blaðið hefur valið Þor- stein Erlingsson mann ársins 1995. Þorsteinn er fiskverkandi og útgerðar- maður, en af frásögn blaðsins má skilja að það séu ekki afrek hans á þeim sviðum sem urðu til þess að hann hlaut þessa nafn- bót. Þorsteinn mun nefni- lega vera upphafsmaður og hugmyndasmiðurinn á bak við byggingu fiski- mjölsverksmiðju í Helgu- vík. Á síðastliðnu ári rætt- ist þessi gamli draumur hans þegar SR-mjöl ákvað byggingu verksmiðju sem framleiða mun hágæða- mjöl til útflutnings. Ekki er að efa að þetta mun verða atvinnulífi á Suðurnesjum mikil lyftistöng og Þor- steinn er því vel að þess- ari nafnbót kominn... Nú heyrum við að mikil ólga sé meðal starfs- manna á fréttastofu ríkis- útvarpsins hljóðvarps. Ástæðan mun vera mikill niðurskurður á fjárveiting- um til fréttastofunnar. Þannig hefur næturfrétta- mönnum stofunnar verið sagt upp og munu þá næt- urfréttir RÚV falla niður. Eins heyrist að svo finnist fréttamönnum að sér þrengt að þeim sé gert ókleift að halda uppi þeirri virðingu sem fréttastofan hefur áunnið sér í gegn- um árin. Kári Jónasson og starfsmenn hans munu því bera heldur þungan hug til þeirra félaganna Heimis Steinssonar út- varpsstjóra og Harðar Vilhjálmssonar fjármála- stjóra, og finnst skilningur þeirra á málefnum frétta- stofunnar vera í rýrara lagi... Sameiginlegt kosninga- blað Dagsbrúnar- manna er komið út. í þeim hluta þess sem er undir umsjón A-listans er að finna eftirfarandi tilvitnun í útvarpsviðtal við Ólaf Björn Baldursson fram- bjóðenda á B-listanum: „Guð minn almáttugur, að það ætla ég bara hrein- lega að vona vegna þess að það er ekkert annað sem blæs mér í brjósti heldur en að... heldur en að berjast fyrir, fyrir kaup- um og kjörum verkafólks vegna- vegna þess að það er ekki nokkur kjaftur í Verkamannafélaginu Dagsbrún í forystusveit- inni þar sem sýnt hafa dug og kjark eða þor til þess að hreyfa litlaputta. Er lýðum það Ijóst að Guðmundur J. Guð- mundsson gekk inn á skrifstofu Dagsbrúnar að- eins 33 ára gamall, ha?...Og lét pabbi hans svo um mælt. Ja, það var gott að Guðmundur komst inn á skrifstofuna. Hann hefur alltaf verið svolítið latur greyið." h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson „Æi Bidda...! Þetta er ekki nógu áhrifamikið. Reyndu nú að halda uppi heilanum, Bidda. Stóra heilanum..." fimm á förnum vegi Myndir þú kjósa Steingrím Hermansson sem forseta? Hrafnhildur Garðasdóttir skrifstofumaður: Nei, hann er fínn í Seðlabankanum. Gissur Jóhannsson húsa- smiður: Já, já, hann verður góður í því embætti. Brynjólfur Sævarsson Héðinn Reynisson múr- nemi: Nei, þrátt fyrir að hann arameistari: Nei, ég vil ekki sé ekki óhæfur. hafa stjómmálamann sem for- seta. Pálmi Stefánsson múrara- meistari: Nei, ég vil ekki svona ellismell. JÓN ÓSKAR m e n n En það er augljóslega ekki mikill sáttahugur í Flóka. Jón Stefánsson organisti í Tímanum í gær. Ég hef beðið alla aðila að gæta þess að halda þessu máli þannig að vatnið yrði ekki gruggað frekar. Herra Ólafur Skúlason biskup í Tímanum í gær. Þetta er vonlaus barátta langt gengins drykkjumans með skerta dómgreind. Jónas Kristjánsson um Jeltsín Rússlandsforseta í forystugrein DV í gær. Maðurinn fer inn á íbúðir hjá konum og þær hafa lýst honum sem „hreinlegum“ ungum manni frá góðu heimili. DV í gær um „flassara" sem angrar gamlar konur á ísafirði. Pólitíkusar verða alltaf pólitíkusar og sumir pólitíkusar verða alltaf öðruvísi en aðrir. Helgi Haraldsson formaður FRÍ um Júlíus Hafstein formann ólympíunefndar. DV í gær. Ég hef ekki heyrt um þetta fyrr og ég finn það ekki hjá mér sem köllun guðs. Snorri Óskarsson í Betel um hugsanlegt framboð sitt til forseta. DV í gær. fréttaskot úr fortíð Þræll ástarinnar Danskur stórþjófur, Chr. Maakjær, kom nýlega á lögreglustöðina og ját- aði á sig 80 innbrotsþjófnaði. Hann var þegar í stað færður í fangaklefa, þar sem hann fékk uxasteik og fleira góðgæti. Þetta var líka um jólin. Astæðuna til þess að hann játaði, kvað hann vera þá, að hann væri trú- lofaður fiskistúlku og vildi ekki kvænast henni fyrr en hann hefði af- plánað syndir sínar, sem hvorki voru fáar né smáar. Alþýðublaðið sunnudaginn 26. janúar 1936

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.