Alþýðublaðið - 19.01.1996, Síða 6

Alþýðublaðið - 19.01.1996, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Auglýsing um styrki úr Fræðslusjóði brunamála nr. 138 í samræmi við reglugerð nr. 1380/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér með auglýst eftir umsóknum úr Fræðslusjóði brunamála. Fræðslusjóður brunamála starfar innan Brunamálastofn- unar ríkisins. Markmið sjóðsins er að veita þeim sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og þróunarverk- efna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, laun á námsleyfistíma og styrki vegna námskeiða og endur- menntunar. Frá árinu 1993 hafa verið veittir 64 styrkir. Til úthlutunar í ár eru samtals 3,5 milljónir króna. Auk styrkja til stakra verkefna mun sjóðurinn á þessu ári styrkja yfirmenn slökkviliða til að sækja námskeið sem Brunamálastofnun skipuleggur í samvinnu við þjálfunar- miðstöðvar slökkviliða í Svíþjóð og Finnlandi. Styrkir til námskeiðanna verða veittir viðkomandi slökkviliðum og skulu slökkviliðsstjórar sækja um fyrir hönd þeirra manna sem þeir hyggjast senda á námskeiðin. Umsóknir um styrki skal senda Brunamálastofnun ríkis- ins, Laugavegi 59,101 Reykjavík, fyrir 1. mars 1996. Nánari upplýsingar um styrkveitingar og starfsemi sjóðsins veitir Árni Árnason verkfræðingur. Upplýsingar um yfirmannanámskeiðin veitir Guðmundur Haraldsson skólastjóri. Sími Brunamálastofnunar er 552-5350. Grænt númer 800-6350. Reykjavík, 11. janúar 1996. Brunamálastofnun ríkisins. Verkamannafélagið Dagsbrún Stjórnarkjör Kosningar til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa í félag- inu verða haldnar föstudaginn 19. janúar og laugardag- inn 20. janúar 1996. Kosið verður frá kl. 9 til 21 báða dagana. Kjörstaður er að Lindargötu 9, 1. hæð. í framboði er A listi stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar og B listi borinn fram af Kristjáni Árnasyni, Friðriki Ragnars- syni og fl. Kjörstjórn ertil húsa að Lindargötu 9, 2. hæð. Kjörstjórn Dagsbrúnar Menningarsjóður Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menn- ingarsjóði skv. 1.gr. reglugerðar um sjóðinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til efling- ar íslenskri menningu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menning- arsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjár- hagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi, s.s. vegna hljóðbókagerðar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum til stjórnar Menningarsjóðs, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 26. febrúar 1996. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu menntamálaráðu- neytisins. Stjórn Menningarsjóðs ■ John Wayne segist ekki treysta neinum sem drekkur ekki. John Cleese segir að sér hafi leiðst mestallt lífið. Sjötugur segir John Gielgud að hann sé loks farinn að öðlast sjálfstraust. Orson Welles segir að það sé gott að búa í Kaliforníu, ef maður er appelsína. Og Francis Coppola segir: „Ég er líklega snillingur. En ég hef enga hæfileika." Eini munurinn á mér og öörum leikurum er að ég hef eytt meiri tíma í fangelsi. Robert Mitchum, 1990. Ég treysti aldrei manni sem drekkur ekki. John Wayne, 1974. Móöir mín var á móti því að ég yröi leikkona - þangað til ég kynnti hana fyrir Frank Sinatra. Angie Dickinson, 1986. Ef maöur er giftur Marilyn Monroe, þá finnur maður sér Ijóta stelpu til að halda framhjá með. George Burns, 1978. Lionel Barrymore lék fyrst afa minn, svo pabba minn og loks lék hann manninn minn. Ef hann hefði lifað er ég viss um að ég hefði leikið mömmu hans. Svona er þetta í Flollywood. Karlmennirnir yngjast en konurnar eldast. Lillian Gish, 1984. Kalifornía er frábær staður - ef það vill svo til að þú ert appelsína. Orson Welles, 1973. Það er enginn vafi að persónan sem Woody Allen leikur á hvíta tjaldinu er goðsöguleg útgáfa af því sem hann er í einkalífinu. Ég hitti hann einu sinni og hann reyndi að fela sig bakvið Miu Farrow. John Cleese, 1986. Mættu á réttum tíma í vinnuna, lærðu textann og ekki rekast á hina leikarana. Spencer Tracy, 1958. Skímarnafn Duke (John Wayne) var Marion Morrison. Flann var við tökur á myndinni The Alamo í Texas. Laurence Flarvey þurfti að ganga upp á mjóum vegg og Duke hrópaði til hans: „Hvað er þetta, geturðu ekki einu sinni gengið eins og maður?" Larry leit við og sagði: „Ertu að tala við mig, Marion?" Robert Mitchum, 1989. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar INIæturvaktir Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þegar á heilsu- gæslu vistheimilis Hrafnistu. Tveir hjúkrunarfræðing- ar verða á næturvakt í einu, annar á hjúkrunardeild- um, en hinn á vistheimilinu. Hjúkrunarfræðinga vantar einnig í 100% stöðu á heilsu- gæslu og hlutastarf á kvöld- og helgarvaktir á hjúkrunar- deild. Höfum leikskólapláss. Upplýsingar veita ída Atladóttir hjúkrunarforstjóri og Þórunn A. Sveinbjarnar hjúkrunar- framkvæmdastjóri í síma 5535262 og 5689500. Leiklistin hefur aldrei gert neittfyrir mig nema að ýta undir hégóma- girndina og magna upp hrokann. Candice Bergen, 1967. Henri-Georges Clouzot: „Finnst þér ekki að kvikmyndir eigi að hafa upphaf, miðju og endi?" Jean-Luc Godard: „Vissulega, en ekki endilega í þessari röð." Samtal í Cannes, 1965. Ég trúi ekki á neins konar verðlaun. Ég trúi ekki á friðarverðlaup Nóbels. Marlon Brando, 1979. Ég hef aldrei lagt lag mitt við giftar konur. Ég virði annarra manna eignir. Michael Caine, 1967. Ég gat ekki afborið það þegar maðurinn minn hélt framhjá mér. Ég er nefnilega Raquel Welch. Raquel Welch, 1973. Ég safna öllum dómunum um myndirnar sem ég vildi ekki leika i. Og ef þær eru lélegar - þá brosi ég. Simone Signoret, 1977. Faðir minn áleit að þeir sem færu í kirkju og brögðuðu ekki áfengi væru óþolandi. Ég ólst upp í þeirri trú. Richard Burton, 1963. Ég á auðvelt með að láta mér leiðast. Mér hefur leiðst mestallt lífið. John Cleese, 1988. Bond er alls ekki mín manngerð. Ég vil kyrrláta, greinda og viðkvæma menn. Bondstúlkan Barbara Bach (eiginkona Ringo Starr), 1976. Ég var Marlon Brando minnar kynslóðar. Bette Davis, 1982. Ég spurði Dylan Thomas hvers vegna hann hefði komið til Hollywood. Hann svaraði hátíðlega: „Til að koma við brjóstin á kvik- myndastjörnu." „Allt í lagi," sagði ég, „en bara með einum fingri." Shelley Winters, 1971. Hugmynd mín um helvíti. Maður sér allt fólkið sem maöur hélt að væri dautt og fólkið sem á skilið að vera dautt. Eftir smástund fer maður að halda að maður sé dauður sjálfur. Dirk Bogarde (um kvikmyndahátíðina í Cannes), 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.