Alþýðublaðið - 19.01.1996, Qupperneq 8
* *
'mzvnu/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22
Föstudagur 19. janúar 1996
MWBLMHD
11. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Linda Vilhjálmsdóttir gekk í leiksmiðju og nýtt verk er að fæðast
Nútímafólk og dauðinn
Höfiindasmiðja Leikfélags Reykja-
víkur verður opnuð í Borgarleikhús-
inu, laugardaginn 20. janúar næstkom-
andi, en næstu mánuði mun leikhúsið
standa fyrir kynningu á verkum ungra
höfunda. Höfundamir hafa um nokk-
urt skeið haft aðstöðu í Borgarleikhús-
inu til að gera tilraunir með verk sín
ásamt leikurum LR. Einn þeirra er
Linda Vilhjálmsdóttir skáld, en brot úr
leikriti sem hún vinnur nú að verður á
meðal þeirra verka sem áhorfendur fá
að berja augum á laugardagssýningun-
um.
„Ég hef ekki komið nálægt leikrita-
gerð fyrr en nú,“ segir Linda. „I mörg
ár gekk ég með hugmynd um bama-
leikrit. Það sem háði mér var að ég gat
ekki sest niður og skrifað það leikrit
vegna þess að ég þekkti ekki miðilinn
og var því sífellt að reka mig á vegg.
Ég fór á námskeiðið til að geta unnið
úr hugmynd minni. Sú hugmynd
komst þó aldrei í gagnið því ég fékk
aðra hugmynd sem ég hef verið að
vinna. Ég er nú með grind að leikriti,
sem ég ætla að taka mér góðan tíma til
að vinna úr. Mér hefur fundist ís-
lenska aðferðin við að skapa skáld-
verk byggjast of oft á því að skrifa
verk í einum rembingi og slengja því
síðan á framfæri. Bunkarnir sem
manni er sagt að séu til af leikritum á
lager em víst á við smjörfjall."
Hvernig finnst þér leikritaformið
henta þér?
„Mér finnst það henta mér vel. Ég
var búin að hamast í skáldsögum og
smásögum í nokkum tíma og það kom
ekkert út úr því nema rembingur. Mér
Linda Vilhjálmsdóttir: Vestrænt
þjóðfélag lítur á dauðann sem ta-
bú.
hentaði illa að skrifa umhverfislýsing-
ar, lýsingar á veðurfari og annað það
sem er nauðsynlegt til að skapa teng-
ingu í sögu. Það fór í taugamar á mér
að semja slíkt og mér virtist það til-
gangslaust. Þessum hlutum þarf ég
ekki að sinna í leikritagerð og aðferðin
hentar mér því vel.“
Um hvað er leikritið sem þú vinnur
að?
„Það er um dauðann."
Dauðann <núttmanum?
„Það er einmitt um dauðann í nú-
tímanum. Ég held að hann sé frá-
bmgðinn því sem hann var. Ég finnst
nútímafólk eiga mjög erfitt að sætta
sig við dauðann. Vestrænt þjóðfélag
lítur á dauðann sem tabú.“
Við viljum kannski öll vera ódauð-
leg.
„Við viljum allavega ekki hafa
dauðann fyrir augunum. Ég er að velta
fyrir mér ástæðunni.“
■ Forsetaframbjóð-
endur þurfa að fá
meðmæli 1500 kjós-
enda úr öllum lands-
fjórðungum
Ekki þarf
nema 85
meðmæl-
endurá
Austurlandi
Þeir sem hyggja á forsetaframboð
þurfa bráðlega að fara að huga að
því að safna á lista nöfnum fólks
sem gefur frambjóðendum meðmæli
sín. Lög kveða á um að þurfi uppá-
skrift minnst 1500 kosningabærra
manna. Þeir eiga að koma úr öllum
landsfjórðungum og dreifast hlut-
fallslega milli íjórðunga eftir fjölda
kjósenda.
Samkvæmt lögum birtir forsætis-
ráðuneytið auglýsingu um lág-
marks- og hámarks meðmælenda-
fjölda í hverjum landsfjórðungi
þremur mánuðum fyrir kjördag sem
er 29. júní. Þótt ekki kæmi til kosn-
inga var slík auglýsing birt vorið
1992 og má gera ráð fyrir að hlut-
föllin hafi ekki breyst að marki síð-
anjrá.
I Sunnlendingafjórðungi, sem nær
frá og með Vestur- Skaftafellssýslu
og í Borgarfjarðarsýslu, þurfli að
minnsta kosti 1120 meðmælendur. í
Vestlendingafjórðungi, sem nær frá
Mýrasýslu norður í Strandasýslu
þurfti að lágmarki 95 meðmælend-
ur. I Norðlendingafjórðungi, frá
Húnavatnssýslu og austur í Suður-
Þingeyjasýslu, þurfti 200 meðmæl-
endur, en í Austlendingafjórðungi,
frá Norður-Þingeyjasýslu og suður í
Austur-Skaftafellssýslu þufti 85
meðmælendur.
Framboðsfrestur rennur út fimm
vikum fyrir kosningar og þurfa
frambjóðendur þá að geta lagt fram
listann með meðmælendum sínum.
Önnur skilyrði sem þeir þurfa að
uppfylla er að hafa náð 35 ára aldri
og hafa óflekkað mannorð.
Grunnskólastig: ígildi 9., 9. og 10. bekkjar.
Upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskóla.
Framhaldsskólastig: Sjúkraliða- og viðskiptabraut.
Fjölbreytt tungumálanám
M.a. íslenska fyrir útlendinga, Norðurlandamál, enska,
franska, þýska, hollenska, spænska, ítalska, arabíska, japanska,
rússneska, gríska og portúgalska.
Verklegar greinar og myndlistarnámskeið
Teikning, vatnslita- og olíumálning, módelteikning,
bókband, fatasaumur, skrautskrift, rósamálning, öskjugerð,
postulínsmálun, glerskurður og fleira.
Starfsnám fyrir ófaglært fólk í atvinnulífinu
(umönnunarstörf)
Námskeið fyrir atvinnulausa.
Kennsla fyrir börn í norsku, dönsku, sænsku,
þýsku og spænsku.
Sérkennsla í lestri og skrift.
Hópur fólks sem æskja fræðslu um tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta
snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þess.