Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 s k o ð a n i r UHNILUD 21054. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, augiýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverö kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hvers vegna forseta? íslenska þjóðin virðist standa gjörsamlega ráðþrota gagnvart því verkefni að finna sér nýjan forseta. Fjöldi þeirra sem hafa lýst einhveijum áhuga á að sitja á Bessastöðum næstu árin hefur vald- ið því að snögglega birtist embættið í tvíræðu ljósi; forsetakand- ídatamir eru komin á annan tug og það hefur ekki farið framhjá neinum hversu skoplegir tilburðir sumra þeirra hafa verið. Síðast þegar vom háðar alvöm forsetakosningar á íslandi var hér ein sjónvarpsstöð og ein útvarpsstöð, og gættu þess af stakri nákvæmni að skammta frambjóðendum jafnan tíma og jafna at- hygli. Síðan hefúr sprottið upp mýgrútur af fjölmiðlum og hæ- verska ríkisútvarpsins sem forðum var er að mestu fyrir bí, kannski sem betur fer. Það er víst að fjölmiðlar eiga eftir að gegn- umlýsa frambjóðendur sem aldrei fyrr, fylgismenn þeirra eiga eftir að keppast um fjölmiðlapiáss til að útmála ágæti síns fólks; það þarf engan sagnaanda til að spá því að þegar baráttan hefst fyrir alvöm eigi hún enn eftir að taka á sig miklu spaugilegri myndir. Ekki það að fólkið sem hefur verið orðað við framboð sé ekki alls góðs maklegt; fæst forsetaefnin em spaugileg í sjálfu sér, heldur sökum þess að þorri manna er glómlaus um hvert eigi að vera hlutverk forseta Islands. Þegar forsetaembættið var stofnað í skyndi 1944 varð niður- staðan sú að setja á laggimar nokkurs konar framlengingu kon- ungdæmisins í lýðveldismynd. Forsetanum vom reyndar fengin ákveðin völd, en þar sem enginn íjögurra forseta hefur beitt þeim má fullyrða að samkvæmt hefð sé forsetinn valdaminni en lög gera ráð fýrir. Eins og gengur og gerist með kóngafólk hefur for- setinn orðið líkt og æðsta tækifærismanneskja þjóðarinnar; það hafa verið óskráð lög að við honum megi ekki stugga og hann stuggar ekki við neinum. Sú hefð að það þyki óviðurkvæmilegt að bjóða fram gegn sitjandi forseta hefur enn aukið á konungs- veldisbraginn. Forseti hefur getað setið eins lengi og hann kærir sig um, nokkuð viss um að hann verði ekki fyrir áreiti; afleiðing- in er sú að á fimm áratugum hafa íslendingar aldrei spurt sig upp- hátt hver sé tilgangur embættisins. Það er kannski engin furða að þjóðin sé ráðlaus þegar hún horf- ir á bak Vigdísi Finnbogadóttur eftir sextán ára forsetatíð. Hún er góðu vön. Þetta ráðleysi hlýtur hins vegar að hvetja menn til að ræða opinskátt og af viti um forsetaembættið. í þeirri umræðu á ekki bara að spyrja hver eigi að vera forseti eða hvaða kostum hann á að vera búinn, heldur er líka hollt að ræða af skynsemi þá grundvallarspumingu hvort yfirleitt sé þörf á forseta. í athyglisverðri grein sem birtist í DV í gær veltir Glúmur Jón Bjömsson, formaður Heimdallar, fyrir sér þessari spurningu. Hann tekur dæmi af Svisslendingum og segir að þeir eigi engan forseta, án þess að bíða af því tjón. Ráðherrar gegni því hlutverki á víxl að taka á móti erlendum gestum og fara í heimsóknir til út- landa. Glúmur telur að íslendingar gætu farið eins að; forseti Al- þingis og ráðherrar gætu hæglega skipst á að gegna þeim skyld- um sem nú hvíla á forseta íslands. og því komi sterklega til greina að leggja embættið niður. Það ósennilegt að þessi skoðun formanns Heimdallar njóti fjöldafylgis. Hins vegar er gagnlegt að hafa hugfast nú þegar virðist fúll þörf á að skilgreina embætti þjóðarhöfðingjans upp á nýtt að það er ekkert náttúrulögmál að á Bessastöðum skuli sitja forseti. ■ Misheppnud tilraun til ódauðieika Einhver stórglæsilegur andi yfir þess- ari borg, Washington, þar sem ég geng fram með nýklassískum forhliðum ráðu- neyta - þessum ægifengnu- skýrslu-hof- um - og sólskinið fikrar sig upp eftir fom-grískum súlum frá síðustu öld: Sól- arlag í Washington. Sólin sest í Wash- ington. Það getur verið að hún skíni ann- arstaðar en hún sest í Washington. Hér eru tjöldin dreginfyrir, að loknum degi, í „Kvöldlandinu", eins og Þjóðverjar kalla hinn vestræna heim. Einhver stórglæsilegur heimsveldis- andi yfir þessari borg. Hér kemur allt heim og saman. Þegar maður gengur fram hjá utanríkisráðuneytinu finnur maður bókstaflega fyrir þessari skýrslu um daglega hegðun Steingríms Her- mannssonar sem hvílir þama einhver- staðar djúpt inm' skjalþykkni. Vikupiltar -• Hallgrímur Helgason ; skrifar Það er bundið um fótinn. Bundið form. Jónas orti aldrei neitt f „opnu formi" nema þetta eina, þegar hann braut...upp formið...: Þetta lokastykki sem varð honum að tila en gerði hann ódauðlegan. Mór er aftur hugsað til Jónasar þegar læknirinn kemur og segir: „Þú verður að koma aftur á morgun. Þá ákveðum við hvort þarf að skera." Efdr að hafa eytt fallegum snævi þökt- um sólskinsdegi í höfuðborginni á heimsiris bestu söfnum, að máta hatt minn á höfuð Voltaires í National Muse- um, að skoða (hinn að vísu of mekamska málara) Vermeer, og gefa mig á tal við einhverja gyðingaprinsessu með B. Streisand-nefrödd og kom í ljós að stjóma mun beinni útsendingu á næstu Óskarsverðlaunaafhendingu og fræddi mig til léttis um stressið í David Letterm- an sem síðast var kynnir, og .. .já og bú- inn að snæða hádegisverð með okkar góða ambassador á Hotel Madison, og fá mér lobster í kvöldverð, og var á leiðinni uppá hótel, þegar ég lá allt í einu kylli- flatur á gangstétt og emjaði ámátlega upp í amerískan næturhimin, og hafði þá ný- lokið við að bijóta á mér aðra löppina. Hljóðið sem verður til þegar ökkli hrekkur í sundur er nokkuð sérstakt og minnir helst á það þegar hann - þessi með stóra D- inu - smellir saman fingr- um, hress og kátur. Fótbrotinn erlendis, einn og sér.. .eitt- hvað skáldlegt við það... Jæja. Jónsi minn. Ertu þá kominn að sækja mig?: Það fyrsta sem ég hugsa, og lít á úrið, á tölvuútjð mitt, á lífdagataln- inguna, og ég sé að ég hef lifað 13.472 daga og á enn þó nokkuð eftir í Jónasar- kvótann (13.695 dagar) þannig að mér finnst hahn vera full snemma á ferð, en karmski er það staðsetningin, höfuðborg- in, íslendingur erlendis, symmetrían, Kö- ben - Washington, kannski það geri úts- lagið, hugsa ég þar sem ég ligg þama á bakinu, í frakkanum með hattinn, og þori ekki að h'ta á brotið, handbragð meistar- ans, en sé bara að hann kemur, gangandi eftir stéttinni. Já. Hann kemur loksins, að sækja mig, Jónas, og er jafn feitlaginn sem fyrr en hinsvegar nú orðinn þeldökk- ur á hörund. Hann styður mig blessaður inn í nálægt anddyri og þar fatta ég loks hvað þetta fræga „911“ þýðir í raun: Inn- an skamms blikka yfir mér slökkviliðs- bíll og ambúlans. Svertingjamir sáu um mig. Og komu mér uppí bíl, með keðjum. (það er að segja bíllinn.) Það vom hálfgerð von- brigði - þegarég var gjör-svo-vel beðinn um að reima frá ökklanum og sanna brot - og sjá: þetta var ekki opið brot. Bara bólgið. Nei. Hver er ég að ég hki mér við Jónas Hallgrímsson? Bráðavaktin í Washington DC. Fyrir valinu hefur orðið sjúkrahús í suð-austur- hluta-borgarinnar sem þýðir í stuttu máh það að ég er eini hvíti maðurinn í bið- salnum. Og nú góna þeir á mig, þennan með hattinn í hjólastólnum. Þrátt fyrir vissar kvalir verður maður að fara í gegn- um eyðublöðin og sú huggulega blökku- dís í bókhaldinu spyr vinalega í hvaða fylki það sé, Iceland? Rétt hjá Graceland, segi ég. Næsta spuming er um þjóðemi mitt. Maður er greinilega kominn hér nokkuð djúpt inn í Ameríku. Næsti mað- ur á eftir mér er hinsvegar með skotsár, en ber sig vel og gengur skemmtilega hommalega hálf særður inn gólfið. Kunningi hans kallar til hans úr miðjum biðsalnum: „Hey, what happended to you man?“ ,J got shoL“ „Oh? By whom?“ Það er viss léttir að sjá - þegar maður er kominn inn í „E.R “ - að læknamir líta úr fyrir að hafa þó allavega lokið stúd- entspiófi. I röntgen-myndatökunni bíður fjögurra manna íjölskylda sem hlær þeg- ar ég segist vera frá Iceland og hafi „slipped on the ice.“ Ég spyr á móti hvað dragi þau hingað undir miðnættið í röntg- en. ,3ara.. .láta taka af okkur mynd...“ Já já. Bara svona fjölskyldumynd. Ég kveð herra og frú Ray og litla soninn X og rúlla mér aftur inn í Emergency Ro- om; ég kem að læknunum þar sem þeir henda á milli sín röntgenmyndum af hægri fæti mínum. Ein þerra dettur í gólf- ið og læknirinn, sá sem er að borða mel- ónusneið, hirðir myndina upp, eftir að melónugums hefur slest á hana. Svo þurrkar hann sér (og myndina) með erm- inni og kemur til mín og bendir á ökkla- brotið, á filmunni. „It’s pretty bad.“ Ég bendi á melónuklístrið á sköfl- ungnum og spyr hvað það sé. „Oh? This is just something that I was eating...“ Það er bundið um fótinn. Bundið form. Jónas orti aldrei neitt í „opnu formi" nema þetta eina, þegar hann braut...upp formið...: Þetta lokastykki sem varð honum að tila en gerði hann ódauðlegan. Mér er aftur hugsað til Jón- asar þegar læknirinn kemur og segir: „Þú verður að koma aftur á morgun. Þá ákveðum við hvort þarf að skera.“ Leigubíll og lyfta, tvær hækjur og svo ég, á herbergi 410 (þetta fer að verða þreytandi: Pedersgade 140, var það ekki?) á Skyline Inn Hótelinu og læt „loga ljós nóttina" og les rólegur „Síðasta andvarp Márans" eftir Rushide, með ka- pítólið og mónúmentið upplýst í glugg- anum, en er satt að segja hálf svekktur yfir því að vera þarna enn þegar ég vakna. Mér verður greinilega enginn ódauðleiki úrþessu. Maður fetar ekki svo glatt í fótbrot Skáldsins. Tímamir eru breyttir. Þetta er allt annað fótbrot. Eng- inn bókmenntasögulegur viðburður og viðeigandi skýringar á því: 1. Ég er enginn Jónas. 2. Ég var ekki nógu fullur og brotið því ekki eins svaka- legt. 3. Datt á svelli, en ekki í stiga. 4. Reyndar enginn stigi á hótehnu, heldur lyfta. 5. Hafði ekki meðferðis eintak af „Jakobi ærlega". 6. Enginn Konráð í Washington, bara sendiráð. 7. Flugleiðir komnir til sögunnar. 8. I stað þess að liggja fjóra daga á Friðriksspítala; sendur heim til mömmu. 9. Með fýrstu vél. 10. FráBaltimore. I stuttu máli. Heimurinn oiðinn harð- ur, smár og banall. Og erfitt að leggja stund á hárómantískar tilraunir til snögg- fengins ódauðleika. Ég er eins og hver annar Don Kí Kóti á uppklipptum galla- buxum, þar sem ég ligg í aftursæti sendi- ráðsbílsins (Lincoln) og er að reyna að sjá eitthvað sögulegt samhengi út úr þessu. Eitthvað „History-repeats-it- self.“ Við erum á leið til sérfræðings útí Virgimu og ég kominn í umsjá íslenska sendiráðsins og Amórs Siguijónssonar sem situr í framsætinu og ræðir nauðsyn þess að stofria hér á íslandi sjóð til styrkt- ar særðum og meiddum listamönnum er- lendis, nokkuð sem ég tek undir heils- hugar. Nokkm síðar sker beinasérfræð- ingur úr um að ekki þurfi að skera og ég geti kannski haldið ferðinni áfram, bara farið til Kúbu og alles, en Amór segir ákveðinn eins og hershöfðingi: ,,We are going to send him home.“ Ég er feginn. Það er best. En samt fer einhver hrollur um mig þegar Sendi- herrafrúin - elskuleg búin að raða oní nrig brauði og kökum - segir að skilnaði: , Jæja, þá er komið að Ferðalokum hjá þér.“ Án þess að hugsa svara ég: „Ég bið að heilsa." Bílstjóri íslenska Sendiráðsins í Wash- ington heitir Fransiskó, skælbrosandi fi- lipeyi, grunsamlega sólbrúnn miðað við stöðu sína, en ágætlega ilgóður náungi eftir tíu ár á bensíngjöf í þágu íslenska ríkisins. Hann keyrir mig út á flugvöll og á leiðinni reyni ég að pumpa hann um sögur af frægum farþegum hans. Mr. Ás- grímsson, Mr. Hannibalsson, Ms. Finn- bogadóttir, en það er ekkert að hafa. Fransiskó er vel skólaður í dipplómas- íunni og hlær bara þessum saklausa fi- lipseyjarhlátri á eftir hveiju nafni sem ég nefrii. Þó er eins og hann hlæi ögn hærra þegar ég spyr „.. .and Mr. Oddsson?" Kominn á verkjalyfin er ég síðan far- inn að mgla og þegar ég vakna útá velli er bílstjórinn mér á óvart búinn að læra vísu, sem hann hefur yfir að skilnaði: Nob'ody cries for lcelander when fie ’s dead and lonley. No one really seems to care fora guy so cold and bonely. Ég átta mig ekki alveg á því hvemig filipseyingurinn hefur haft uppá þessum línum (reyndar er eins og hann framberi fyrstu línuna, J9obody cries for Icelanda- ir“) en það er samt eitthvað við þetta „de- ad and lonely.“ I regnvott morgunsárið er mér rúllað inn í landið, á hjólastól, eins langt frá því að vera ódauðlegur einsog hægt er. a g a t a 1 2 6. j j a n ú a r E Atburðir dagsins 1188 Eysteinn Erlendsson erki- biskup deyr. 1866 ísafjörður fær kaupstaðarréttindi. íbúar bæjarins voru þá 220. 1901 Italski tónsmiður Giuseppe Verdi deyr. Samdi meðal ann- ars óperurnar Rigoletto, La Traviata og Aida. 1906 Verka- mannafélagið Dagsbrún stofn- að. 1943 Bandarískar sprengju- llugvélar gera árásir á Þýska- land í fyrsta skipti. 1968 Breski togarinn Kingston Peridot fórst út af Öxarfirði, og með honum 20 menn. 1973 Endi bundinn á Víetnamstríðið með undirritun friðarsamninga. Afmælisbörn dagsins Benedikt Sveinsson 1827, sýslumaður. Douglas MacArt- hur 1880, bandarískur hers- höfðingi, yfirmaður herafla bandamanna á Kyrrahafi í seinni heimsstyrjöld. Paul Newman 1925, bandarískur leikari. Eartha Kitt 1928, bandarísk söngkona og leik- kona. Annálsbrot dagsins Á Gufunesi í Mosfellssveit grandaði hvalfiskur skipi með þremur mönnum. Sáu nálægir menn, að hann svelgdi í sig 2 mennina, eftir það hann hafði hvolft skipinu undir þeim. Setbergsannáll 1697. Rök dagsins Ekki átti Páll postuli jeppa og kristnaði þó hálfan heiminn. Magnús Jónsson prófessor við sveitaprest sem sótti um jeppa á tímum innflutningshafta, en ' Magnúsvar um skeiðformaður fiárhagsráðs. Málsháttur dagsins Öll erum -vér brotleg, kvað abbadís, hún hafði brók ábóta undir höfði. Kaup dagsins Vélakaup skal at vettugi hafa. Jónsbók, lögfest 1281. Orð dagsins Efég legði, óstin mín, œvinlega í stefin alla hjartans ást til þín, eldur hlypi í bréfin. Páll Ólafsson, 1827-1905. Skák dagsins Skák dagsins er úr þysku deildakeppninni. Khaled hefur hvílt og á leik gegn Thalinger. Hvíti liðsaflinn er tilbúlno-til árásar og Khaled gerir nú útúm laflið með hnitmiðaðri sóku. ■ ■ n □ ■ □ i;.: Hvítur leikur og vinnur. 1. Rxf7! Rg4 Klór í grafar- bakkann. 2. Df4 Thalinger gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.