Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐK)
7
baraflakka.
„Pólitískir andstæðingar Ólafs
segja að hann sé vinur manna
meðan hann hafi not af þeim.“
Einkavinur þinn i hópi stjórn-
málamanna var Albert Guðmunds-
son, en á tímabili slettist upp á
vinskapinn milli ykkar.
„Það skipti engu máli, það jafn-
aði sig. Ég mundi segja að Albert
hafi á sínum tíma verið alsterkasti
og vinsælasti stjórnmálamaður
landsins. Hitt er annað mál að
hann var heildsali og vel efnaður.
Hann var ákaflega duglegur. Hann
var eins og Napóleon, þurfti bara
að sofa fjóra tíma á sólarhring.
Hann var mjög sérstæður persónu-
leiki. Metnaðargjarn, en afar
mannlegur, mátti ekki aumt sjá og
lagði sig fram við að aðstoða fólk.
Hann lét ekki að stjórn í Sjálfstæð-
isflokknum og var alltaf í ónáð. En
flokksvélin stóðst hann ekki. Hann
vann öll prófkjör. Þeir sem mest
lögðu til hans voru flokksbræður
hans og samherjar. Þeir biðu bara
eftir að geta skotið hann.“
Þú studdir hann (forstakjöri.
„Það sagði einn mætur íhalds-
maður við mig’um daginn: „Það er
vissara að tefla ekki neinum
flokksforingja fram í forsetaslag
því þá er gefið að hann fellur“.
Þeir voru með séra Bjarna. Ásgeir
felldi hann. Þeir voru með Gunnar
Thoroddsen. Kristján felldi hann.
Þeir voru ská á móti Vigdísi, fóru
reyndar gætilega, en Albert féll.“
Svo kunna þeir að hafa Davíð.
Nei, ætli hann fari nokkuð? Þó
er þetta hik á honum, af hverju
segir maðurinn ekki bara nei?
Voðaleg löngun er þetta!
Annars skal ég segja þér að einu
sinni var hringt í mig frá Vigdísi.
Það var eftir eitthvað sem kallað
var þjóðarsátt, og mér var sagt að
forseti íslands hefði ákveðið að
bjóða mér kross. Ég svaraði með
orðum Árna Þórarinssonar: „Ég vil
ekki bera kross á brjóstinu fyrst
frelsari minn þurfti að bera hann á
bakinu“. Forsetaritari var þá Korn-
elíus Sigmundsson og hann svaraði
mér eftir langa þögn: „Hvað, þýðir
þetta nei?“ - Þannig losnaði ég við
krossinn."
„Veistu hverra manna ég
er?"
En Davíð, segðu mér eitthvað
um skoðun þína á honum.
„Davíð hefur helvíti margt til að
bera. Hann er hress, orðheppinn,
orðhvatur. Hann er slyngur stjórn-
málamaður og harðsnúinn en hefur
þó ekki aflað sér óvinsælda. Hann
nær tiltrú vegna staðfestu og of-
stækisleysis.
Einu sinni kom Guðrún Péturs-
dóttir, vinkona þín, til hans þegar
hann var að byggja ráðhúsið og var
að drepa einhverjar bakteríur í
tjörninni með þeim framkvæmd-
um. Hún sagði við Davíð með
þótta: „Veistu nokkuð hverra
manna ég er?“ „Nei, því miður,“
svaraði Davíð, „veistu hverra
manna ég er?“
Þú berð greinilega virðingu fyr-
ir honum.
„Já, ég átti góð samskipti við
hann þegar hann var borgarstjóri.
Hann reyndist verkamönnum ákaf-
lega vel, lagði sig fram við að hafa
aðbúnað þeirra sem bestan. Þegar
verið var að vígja nýjar bækistöðv-
ar kom hann sjálfur á staðinn,
spjallaði við verkamenn, lét segja
sér sögur og sagði sögur og hló
óspart. Hann á auðvelt með að um-
gangast almenna borgara, þeir
gleyma því fljótlega að þarna er
einn af æðstu embættismönnum
landsins á ferð. Þetta er góður eig-
inleiki í fari Davíðs.
Annars er erfitt að skilgreina
þennan mann. Mikið andskoti hef-
ur hann nú náð langt! Og hann á
mikið fylgi meðal verkafólks. Það
er náttúrlega það ömurlega. Mér er
illa við að segja það en ég held að
Sjálfstæðisflokkurinn eigi allra
flokka mest ítök í verkafólki."
Hvernig ( ósköpunum stendur á
því?
„Ég held að það stafi af bræðra-
vígum í flokkum á vinstri væng.
Annars virðist mér sem Alþýðu-
flokkurinn eigi nokkur ítök í ung-
um verkamönnum."
Mér var sagt að forseti
íslands hefði ákveðið
að bjóða mér kross. Ég
svaraði með orðum
Árna Þórarinssonar:
„Ég vil ekki bera kross
á brjóstinu fyrst frels-
ari minn þurfti að bera
hann á bakinu". For-
setaritari var þá Korn-
elíus Sigmundsson og
hann svaraði mér eftir
langa þögn: „Hvað,
þýðir þetta nei?" -
Þannig losnaði ég við
krossinn."
Þegar ég hóf störf í
stjórn Dagsbrúnar og
þótti gera eitthvað
gott var mér líkt við
Héðin og þegar mér
mistókst var sagt:
„Ekki er nú kominn
þarna nýr Héðinn".
Um Davíð Oddsson:
Hann á auðvelt með að
umgangast almenna
borgara, þeir gleyma
því fljótlega að þarna
er einn af æðstu emb-
ættismönnum landsins
á ferð.
Þú ert utanflokka núna. En mér
heyrist þú vera nokkuð skotinn í
Alþýðuflokknum."
„Já, ætli það sé ekki einhver
æskurómantík frá því ég fylgdi
Héðni hér áður fyrr.“
En þú hefur ekki áhuga á því að
flokksbinda þig á efri árum?
„Nei. En draumur minn hefur
verið að sjá öflugan verkalýðs-
flokk.“
Heldurðu að hann fœðist í ná-
inni framtíð ?
„Það hefur svo lengi staðið til að
það verði. Ef hann verður til þá
styð ég hann og er fús að ganga í
hann.“
Vi köber dem
Ef við víkjum talinu að Alþýðu-
sambandinu, hvernig finnst þérÁs-
mundur Stefánsson og Benedikt
Davíðsson hafa staðið sig sem for-
setar Alþýðusatnbandsins?
„Ég átti þátt í því að gera Ás-
mund Stefánsson að forseta Al-
þýðusambandsins og réð kannski
úrslitum um það. Formaður danska
Alþýðusambandsins var yfir sig
reiður og hneykslaður að hagfræð-
ingur skyldi fá þetta starf. Ég
spurði hann hvers vegna. „Vi kö-
ber dem,“ sagði hann. Hann átti
við að þeir réðu til sín hagfræðinga
sem starfsmenn en létu þá ekki
stjórna.
Ásmundur var ákaflega ötull og
duglegur og ósérhlífinn, en þessir
«5F
Um Albert Guðmunds-
son: Þeir sem mest
lögðu til hans voru
flokksbræður hans og
samherjar. Þeir biðu
bara eftir að geta skot-
ið hann.
Það eru ákaflega mikl-
ir fáleikar á milli okkar
Benedikts Davíðsson-
ar. Ég segi ekki að ég
sé algóður og hann
agalegur en milli okk-
ar hefur aldrei tekist
samstarf.
hagfræðingar læra í háskóla sömu
bækurnar, sömu kenningarnar. Þeir
eru framleiddir á færibandi. Þeir
eru engir eldstólpar eða hugsjóna-
menn. Margir þeirra eru reyndar
ágætir menn, en um þá gildir það
sem danskurinn sagði: „Vi köber
dem“. Og það ber að hafa í huga.“
Og Benedikt Daviðsson ?
„Nú er vont að svara. Það eru
ákaflega miklir fáleikar á milli
okkar Benedikts Davíðssonar. Ég
segi ekki að ég sé algóður og hann
agalegur en milli okkar hefur
aldrei tekist samstarf. Bendikt er
greindur og vel gerður maður á
margan hátt en ég get ekki sam-
þykkt hann sem forseta Alþýðu-
sambandsins. Aldrei. Hann hefur
verið sérstakur fuiltrúi iðnaðar-
manna, hefur samið sérstaklega
við meistarafélögin."
Nú kveður þú sem formaður
Dagsbrúnar og œttir að hafa tíma
aflögu fy rir sjálfan þig. Ritstjórinn
minn fer iðulega fögrum orðum um
stílfœrni þína. Hefur ekki hvarflað
að þér að sinna ritstörfum?
„Jú, jú. Það má búast við því að
ég fari að leggjast töluvert í skrift-
ir. Til þess þarf ró og undirbúning.
En menn skrifa ekki mjög lýrískt
með símann yfir sér og biðraðir af
fólki.“
Það er semsagt lítill friður?
„Ég skal segja þér að ég er ekki
sannfærður um að friðurinn komi.“
Óskum
Dagsbrúnar
mönnum til
hamingju
með 90 ára
ajmœlið
Reykjavíkurborg
Alþýðuflokkurinn
Jafnaðarmannaflokkur
íslands
Alþýðusamband
íslands
Vinnuveitenda-
samband íslands