Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 1
■ Landlæknir ritar heilbrigðisráðherra bréf og leggurtil að heimilið að Bjargi verði rekið áfram Ákvörðunin um að loka Bjargi er röng - segir Ólafur Ólafsson landlæknir. Leggur til að Bjarg verði lagt undir Félagsmálastofnun. „Mannréttindi heimilismanna að eiga heimili á Bjargi áfram. Margfalt dýrara að flytja heimilismenn á geðdeildir." Föstudagur 26. janúar 1996 „Ég hef lagst gegn lokun Bjargs og óskað eftir því að Bjarg verið lagt undir Félagsmálastofnun. Ákvörðunin um að loka Bjargi er röng hvernig sem á hana er litið. Bjarg er heimili þessa fólks, þar líður því best og það eru mannrétt- indi þess að fá að eiga heimili þar ■ Vaka-Helgafell íslandssagan á geisladiski Bókaútgáfan Vaka-Helgafell er nú að undirbúa útgáfu á Islandssögu á geisladiski eða svokölluðum cd-rom. Að sögn Ólafs Ragnarssonar útgef- enda er undirbúningsvinna langt kom- in og er geisladisksins að vænta seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Ólafur segir að Vaka-Helgafell hafi unnið að útgáfu disksins í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Hann segir að textinn verði að megni til úr íslandssögu frá A-Ö, þriggja binda uppflettiriti eftir Einar Laxness sem kom út hjá forlaginu fyrir jólin. Við bætist svo ýmislegt myndefni og skýr- ingarefni: ljósmyndir, kort, línurit, stuttir kvikmyndakaflar, talað mál og tónhst. Ólafur Ragnarsson nýtur ráðgjafar nafna síns Ólafs Jóhanns við geisladiskavæðinguna. Ólafur segir að ef útgáfan eigi að standa undir nafni sé óhjákvæmilegt að fara út á þessa braut. íslandssagan sé aðeins fyrsta verkefnið, en til um- ræðu sé að gefa út ýmislegt fleira með þessum hætti þegar ffam líða stundir. Ólafur telur að íslendingar búi að ágætri þekkingu á þessu sviði og því sé góður grundvöllur til að ráðast í út- gáfu á innlendu efni. Einnig sé líklegt að Vaka-Helgafell gefa út alþjóðlegt efni í samstarfi við erlenda aðila, ekki ósvipað því og hefur verið venjan í svokölluðu alþjóðlegu samprenti. Eins og kunnugt er hefur Ólafur Jó- hann Ólafsson, einn af höfundum Vöku-Helgafells, verið með helstu frumkvöðlum á sviði margmiðlunar síðasta áratuginn. Aðspurður segir Ól- afur Ragnarsson að vissulega hafi hann notið þess að hafa Ólaf Jóhann innan handar á þessum fyrstu stigum geisladiskaútgáfu, enda hafi hann reynsluna af því að gefa út tugi al- fræðibóka á diskum. áfram. Ef farið verður að flytja þetta fólk inn á geðdeildir verður jjað margfalt dýrara en að halda rekstri heimilisins áfram. Og ef þetta fólk yrði heimilislaust og færi illa þá yrði það enn dýrara,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Alþýðublaðið. Stofnað 1919 Landlæknir sagðist hafa sent Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra bréf með tillögu þess efnis að rekstri Bjargs verði haldið áfram og heimilið lagt undir Fé- lagsmálastofnun. Landlæknir sagð- ist ekki búast við öðru en heil- brigðisráðherra myndi styðja til- lögur sínar. Ólafur Ólafsson landlæknir: Býst ekki við öðru en heilbrigðisráð- herra styðji tillögur um áframhald- andi rekstur Bjargs. ÞREFALDUR1. VINNINGUR 15. tölublað - 77. árgangur r Eg segi ekki að ég sé algóður og hann aga- legur... „Það eru ákaflega miklir fáleikar á milli okkar Bene- dikts Davíðssonar. Ég segi ekki að ég sé algóður og hann agalegur en milli okkar hefur aldrei tekist samstarf. Benedikt er greindur og vel gerður maður á margan hátt en ég get ekki samþykkt hann sem forseta Alþýðusambandsins," segir Guðmund- ur J. Guðmundsson í opnuviðtali í Al- þýðublaðinu. Guðmundur er ólíkt hrifnari af Davíð Oddssyni sem hann segir að hafi í starfi síhu sem borgar- stjóri reynst verkamönnum ákaflega vel. í viðtalinu gefur Guðmundur eldri stjómmálakempum og yngri einkunn, rifjar upp minningar frá kreppu- og stríðsárum, segir frá setu sinni á Al- þingi, fálkaorðunni sem hann vildi ekki þiggja og lífið að lokinni for- mennsku í Dagsbrún. Sjá miðopnu ■ Guðmundur Árni Stef- ánsson varaformaður Al- þýðuflokksins Skynsamlegt að ræða um snertifleti „Lít ekki á viðræður við Þjóð- vaka sem upphaf þess að Al- þýðuflokkurinn leggi sig niður." „Alþýðuflokk- urinn er auðvitað opinn og lýðræð- islegur flokkur, og fagnaðarefni ef þeim fjölgar sem vilja Ijá honm at- fylgi sitt,“ sagði Guðmundur Ami Stefánsson vara- formaður Al- þýðuflokksins um , Guðmundur möguleika á sam- Arni: Nýir félagar vinnu eða samein- velkomnir. ingu Þjóðvaka og Alþýðuflokks. Guðmundur Ámi sagði ennfremur: „Það gefur auga leið að sjónarmið Alþýðuflokksins og Þjóð- vaka eru samstiga í lykilmálum enda á Þjóðvaki rætur í Alþýðuflokknum. Ekki þarf að rifja upp tilurð Þjóðvaka á sínum tíma, en hann varð ekki til á grundvelli málefnaátaka. Ég held að það sé ósköp skynsamlegt að forystu- menn flokkanna ræði saman um snertifleti. Ég horfi ekki á slfkt ferli sem upphaf að því að Alþýðuflokkur- inn leggi sig niður til að sameinast öðr- um flokki. Það vil ég undirstrika ræki- lega. En nýir félagar eru vitaskuld vel- komnir í Alþýðuflokkinn." Rannveig: Fagna því ef þingmenn Alþýöuflokksins og Þjóðvaka leggja sárindi og gamlar syndir að baki. Dýrabær í Tjarnarbíó Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir annað kvöld leik- verkið Animal Farm, eða Dýrabær, sem byggt er á skáldsögu George Orwell. Höfundur leikgerðar er Peter Hall. Leikstjóri er Andrés Sigurvinsson og alls koma 50 leikendur fram i sýningunni. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins um samvinnu við Þjóðvaka Fyllsta ástæða til bjartsýni „Búið að taka í útrétta sáttahönd." „Mér er alls ókunnugt um af hvaða hvötum eða með hvaða þekk- ingu Tíminn gerir mér upp skoðanir. Ég hef sagt afdráttarlaust að Alþýðu- flokkurinn eigi að vera með opið til- boð til Þjóðvaka. Ég sagði ennfrem- ur að ég vonaði að tekið yrði í útrétta sáttahönd. Það var gert og ég fagna því innilega,“ sagði Rannveig Guð- mundsdóttir formaður þingflokks Al- þýðuflokksins í samtali við Alþýðu- blaðið. í Tímanum í gær var fullyrt að Rannveig, Sighvatur Björgvinsson og Gísli S. Einarsson væru óánægð með að „Jóhanna skuli nú banka upp á.“ Rannveig sagði að frétt Tímans væri algerlega tilhæfulaus, og ítrek- aði þá von að hægt væri að ná sam- stöðu með Þjóðvaka. „Á þessari stundu er fyllsta ástæða til að vera bjartsýnn á að menn geti náð saman. Það er alveg ljóst að Rannveig Guð- mundsdóttir mun taka því tveim höndum ef þingmenn Alþýðuflokks- ins og Þjóðvaka leggja sárindi og gamlar syndir að baki,“ sagði Rann- veig Guðmundsdóttir. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins er sú fullyrðing Tímans að Sighvatur og Gísli séu óánægðir með gang mála líka úr lausu lofti gripin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.