Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 26. JANUAR 1996
4
■ Guðmundur J. Guðmundsson er litríkasti verkalýðsleiðtogi seinni tíma. í viðtali
við Kolbrúnu Bergþórsdótturta\ar hann um æskurómantík, Héðinn Valdimarsson,
foringja sósíalista, kreppuár og fátækt, árin á þingi, vináttu við Albert Guðmunds-
son, verkalýðspólitík, Davíð Oddsson og slappa forystumenn verkafólks
Guðsonur
Eina
irssonar
Og án þess að ég sé að leggja til
hans, þá var Hjörleifur Guttorms-
son ekki beinlínis mín frelsis-
hetja."
Hvað þá með merm eins og Lúð-
vik Jósefsson, Svavar Gestsson,
Ólaf Ragnar, fannstu hetju íþeim ?
„Lúðvík var yfirburðamaður. Eg
var aldrei með honum á þingi en
það var ákaflega góð vinátta milli
okkar. Svavar er ágætur maður og
á tímabili tókst góð persónuleg
vinátta með okkur, en umgengni
milli okkar í seinni tíð er nær eng-
inn. Það stafar ekki af fjandskap
heldur fálæti. Svavar hefur margt
til að bera sem stjórnmálamaður,
en hann er nokkuð klisjukenndur.
Þú spyrð um Olaf Ragnar, en ég
þori ekki að segja það sem mér
dettur í hug af því það er svo
ljótt.“
Þú hefur engu að tapa, láttu það
Hvað heldurðu að hafi átt mest-
an þátt í því að gera þig að verka-
lýðssinna ?
„Þeir atburðir sem ég varð vitni
að í æsku minni. I Reykjavík
bernsku minnar var ástandið ægi-
legt. Fátæktin, atvinnuleysið,
berklarnir. Eg man eftir þvf að
hafa komið niður að höfn, ungur
drengur og unglingur. Það var
skelfileg sjón. Nokkur hundruð
verkamenn að elta verkstjórana.
Þeir höfðu ekki mat með sér í
vinnuleitina, en supu kalt kaffi af
flösku. Faðir minn, sem var tog-
arasjómaður, hafði það að ýmsu
leyti betra en almennt tíðkaðist.
Eina vertíð fékk hann ekki pláss.
Það var ömurlegur vetur. Og
hvernig manninum leið þegar hann
var að fara á morgnana niður að
höfn, fá kannski tveggja tíma
vinnu og koma svo heim! Þetta var
stoltur og hraustur maður sem
vildi sigla sinn sjó á sínum stáltog-
urum, en ekki vera að eltast við
einhverja verkstjóra. Ég fylltist
strax andúð og heift gegn þessu.“
Þú hefur þá snemma farið að
vinnafyrir þér?
„Ég gekk í Dagsbrún sextán ára
og hafði þá starfað sem verkamað-
ur í tvö ár. Ég vann til dæmis í sex
mánuði við að steypa Reykjavíkur-
flugvöll. Þeir komu allir til vinnu,
sveitamenn, flóttamenn, alkóhól-
istar, öryrkjar og sjúkir menn, tóku
sæng sína og gakk og fóru að
vinna hjá Bretanum á flugvellin-
um. Þarna ægði saman ótrúlega
fjölbreyttu mannlífi. Ég man að
þarna kom einn frægasti læknir
Þjóðverja, Krauner. Hann fékk
ekki læknisleyfi á íslandi, þó vant-
aði lækna. Svo fékk hann loks
leyfi um það bil sem stríðinu lauk.
Þá flutti hann til Bandaríkjanna og
var gerður að prófessor þegar í
stað. Hann var með frægari lækn-
um. Mér er enn minnisstæður þessi
fullorðni maður þar sem hann stóð
og mokaði drullu."
„Ekki er kominn þarna
nýr Héðinn"
Þú varst forseti Æskylýðsfylk-
ingarinnar og félagi í Sósíalista-
flokknum. Hverjir voru litríkustu
persónaleikar þar íflokki?
„Ég á góðar minningar af mörg-
um þar. Brynjólfur Bjarnason var
heimspekingur og teoríuhross. Ég
var oft ósammála Brynjólfi en ég
viðurkenni snilld hans. Magnús
Kjartansson var náttúrlega himna-
sending. Hann hafði leiftrandi gáf-
ur og hæfileika, en var hins vegar
mjög dómharður og gerði manna-
mun nokkuð mikinn. Við vorum
ákaflega miklir vinir. Einar Ol-
geirsson var hrífandi persóna.
Hann var eins konar guðfaðir
minn, og það var ljúft persónulegt
samband á milli okkar. Ég held að
Einar hafi gert gæfumuninn um
það að Alþýðuflokkurinn varð
undir á þessum árum. Hins vegar
var Héðinn Valdimarsson á árun-
um fyrir stríð yfirburðasterkur
maður og hafði langsamlega mest
fylgi og hylli.“
Manstu vel eftir honum?
„Ég kynntist honum ekki per-
sónulega. Ég talaði aldrei við hann
en hlustaði nokkrum sinnum á
hann halda ræður. Hann var með
ólíkindum sterkur stjórnmálamað-
ur. Ég held jafnvel að þinn kæri
formaður nái honum ekki í krafti
og þunga. Þetta var svo gífurlega
harðsnúinn og ötull maður. Þegar
ég hóf störf í stjórn Dagsbrúnar og
þótti gera eitthvað gott var mér líkt
við Héðin og þegar mér mistókst
var sagt: „Ekki er nú kominn þarna
nýr Héðinn“.
Héðinn er sterkasti formaður
sem Dagsbrún hefur átt og þegar
hann fór úr Alþýðuflokknum þá sá
á. Alþýðuflokkurinn hefur síðan þá
ekki náð verulegu fylgi meðal
verkafólks þó hann sé kannski eitt-
hvað að sækja fylgi þangað núna.
Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa yfirleitt verið
sammála um að vera ekki sammála
um neitt, nema það að þegja um
Héðin Valdimarsson."
Alþingi, ailaballar og Al-
bert
Þú sast á Alþingi um skeið sem
þingmaður Álþýðubandalags.
Hvernig leið þér á þingi?
„Ég fann enga rosalega sælu því
fylgjandi. Það er mikill misskiln-
ingur að það sé einhver hrífandi
stund og að menn komist í upp-
hæðir með setu á Alþingi. Ég naut
mín aldrei á þingi og kenni ekki
um hæfileikaleysi heldur því að ég
var yfirþyrmandi upptekinn af öðr-
um störfum. Ég sat tvö kjörtímabil.
Seinna kjörtímabilið var ég mjög
óánægður og meira og minna
ósammála ýmsum málum sem Al-
þýðubandalagið studdi. Mér fund-
ust það billegar þjóðfélagslausnir.
V I K I N G A
Vinn ngstölur ----------—
miövikudaginn: 24. jan. 1996
VINNINGAR
H
6 af 6
m.
5 af 6
tbónus
m
5 af 6
m
4 af 6
3 af 6
bónus
H
FJÖLDI
VINNINGA
296
1.016
UPPHÆÐ
Á HVERN VINNING
115.330.000
671.804
312.320
1.670
200
Aðaltölur:
íMtf
2125(45
BÓNUSTÖLUR
'10K27j(40:
Heildarupphæð þessa vlku:
117.011.644
á Isl.: 1.681.644
UPPLÝSINGAR. SÍMSVÁRI S68 1611 EOA GRÆNT
NR. 800 6511 TEXTAVARP 453 BIRT MEÐ FYRIR-i
VARA UM PRENTVILLUR
| er þrefaldur nœst