Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 Gráðsluyfirlit vegna skattframtals - ný og bœtt þjónusta Góð sending frá Húsnœðisstofnun Sent hefur verið yfirlit til allra lántakenda hjá Húsnæðisstofnun sem sýnir stöðu lána hvers og eins um áramót. Þessi nýja þjónusta er til mikillar hagræðingar fyrir lántakendur sem þurfa nú aðeins að færa upplýsingar af yfirlitinu yfir á skattframtalið. Einfaldara getur það ekki verið. Cph húsnæðisstofnun ríkisins j - vinnur að velferð í þágu þjóðar Ungir jafnaðarmenn Sambands- stjórnar- fundur haldin í Keflavík, Hafnargötu 31, 3.hæð. laugardaginn 27.jan. kl. 18.00 Dagskrá 1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar 2. Kosningar í laus embætti á vegum sambandsins 3. Málefnapakki umhverfis- nefndar lagður fram til sam- þykktar 4. Önnur mál Mikilvægt er að þeir sam- bandsstjórnarmeðlimir sem ekki sjá sér fært að mæta til- kynni forföll á skrifstofu sam- bandsins. Fyrir sambandsstjórnarfund- inn verður haldin opinn fund- ur um framtíð jafnaðarstefn- unar. Auglýsing um hann er að finna á öðrum stað í blað- inu. Boðið verður upp á rútu- ferð fyrir þaÖsem vilja. Rútan leggur af stað frá Alþýðuhús- inu í Reykjavík kl. 15.00 og kemur við í Kópavogi, Garð- arbæ og Hafnarfirði. Ráðgert er að rútan fari aftur heim kl. 23.00. Eitthvað mun kosta í rútuna og jafnframt er 500 kr. þátttökugjald á fundina í Keflavík. Innifalið í því verði eru kaffiveitingar á meðan fundurinn um framtíð jafnað- arstefnunar stendur yfir og eftir sambandsstjórnarfund- inn verður boðið upp á léttar veitingar. Framkvæmdarstjórn / Áhugaverð verkefni framundan Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík stendur frammi fyrir mörg- um áhugaverðum verkefnum á kom- andi mánuðum, verkefnum sem eru kjörin fyrir óvirka féiaga, og þá sem hafa hug á að gerast félagar, til að kynna sér starfið og taka þátt í starf- semi félagsins. Stjórn FUJR heldur opna stjórnarfundi á hálfsmánaðar fresti, næst mánudaginn 5. febrúar kl. 20:30. Stjómin skorar á félagsmenn að mæta á þessa fundi, sem ogaðra á vegum Alþýðuflokksins, og taka virk- an þátt í starfi okkar. Hægt er að ná í framkvæmdastjóra SUJ á skrifstofu Alþýðuflokksins alla virka daga á áð- ur auglýstum tímum, einnig er hægt að hafa samband við formann FUJR, Kolbein Einarsson í síma 5872704 og ritstjóra málgagna, Hólmar Stefáns- son, í síma 5512055 til að afla frekari upplýsinga. í starfi félagsins er í mörg hom að h'ta og ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfí. Starf flokks- ins er mál okkar allra. Sjáumst. Fyrir hönd FUJR Ritstjóri málgagna Kolbejnn Hólmar Stefánsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.